Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 31
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 31 Stýrisgangur — stutt á inilli slits og bilimar Bifreiöaeftirlitsmenn kunna marg- ar sögur af bíleigendum sem koma til árlegrar skoðunar meö bíla sína meö svo slitnum stýrisgangi aö litlu hefur mátt muna að slys hlytist af. Þessa bíla má oft sjá fyrir utan skoö- unarstaði númerslausa og oft meö rauðan miöa eöa annan stærri. I flestur tilvikum er um trassaskap bíleigandans aö ræöa en erfitt getur verið aö skilja á milli þekkingarleys- is og trassaskapar. Það er einkum tvennt sem ætti að vera nægileg aðvörun um aö eitthvaö sé aö stýris- gangi: Misslitnir frambaröar og rás- los, en þá er átt viö aö bíllinn rásar í akstri og er gjarn á aö fylgja raufum og misfellum í malbiki. Hvort tveggja er næg ástæöa til aö láta at- huga framvagninn á verkstæði. Misvægi frambarða orsakar titr- ing í stýri þegar ákveðnum hraöa er náð. Flest hjólbarðaverkstæði jafn- vægja baröa á meðan beðið er og fyrir sanngjamt verö. Ef vart veröur viö titring í stýri ætti aö láta jafn- vægja án tafar. Ástæöan er ekki sú að titringurinn sé svo hættulegur heldur aö misvægiö orsakar ótíma- bært slit á hjólböröum og stýris- gangi. Tiltölulega auövelt er fyrir bíleig- anda aö kanna slit á stýrisgangi og hjólabúnaði. Meö því aö lyfta upp framhjóli með hjólatjakki sem næst hjólinu þannig aö þaö sé á lausu má finna óeðlilegt slit meö því aö taka á hjólinu. Lárétt hlaup bendir til slits í stýrisliöum eöa stýrisvél en lóörétt hlaup bendir til slits í efri eöa neðri spindilkúlum eöa spindli. Sé hlaup eöa slit í framhjólslegum finnst það aðallega sem lóörétt hlaup og með því aö skoöa hreyfingu hemlaskálar eöa disks má sjá hvort einungis er umleguslitaðræða. Rétt er aö benda á að þótt stýris- gangur hafi veriö í lagi viö árlega skoöun, t.d. fyrir hálfu ári eöa svo, er þaö engin trygging fyrir því aö hann sé nú í lagi. Meö því aö athuga stýris- ganginn ööru hverju má segja að fengin sé ódýr en örugg slysatrygg- ing. HJÖLB4RD»r MÖNUST Nýir hjölbaróar Sötaóir hjölbaróar >llmenn hjölbaröaþjönusta Bandag Hjólbarftasólun h.f. Dugguvogi 2 Sími 84111 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni 2 Sími 15508 Fjöðrin framleiðir púströr og hljóðkúta úr álblöndu ' 70/80% meiri ending Vantar þig púströr eöa [hljóðkúta? Ef svo er, eða mun verða, hafðu þá samband við okkur. Við erum sérfræðingar á sviði pústkerfa í allar tegundir bíla. Jafnvel þótt þú eigir gamlan bíl sem ekkert fæst í annars staðar eða bíl af sjald- gæfri tegund, þá er alls ekki ólíklegt að við eigum það sem þig vantar eöa að viö getum útvegað það með stuttum fyrirvara á góðu verði. Viltu bara „Orginal”? Við kaupum hljóðkúta okkar hvaðanæva úr heiminum. T.d. fáum við frá Skandinavíu hljóðkúta í ýms- ar gerðir sænskra bíla, frá Þýskalandi í marga þýska bíla, frá Bretlandi í marga enska bíla, Ameríku í marga ameríska bíla, ítalíu í marga ítalska bíla o.s.frv. Auk þess eigum við úrvalshljóðkúta í margar gerðir bifreiða. Aluminseraðir kútar og rör undir bílinn, 70—80% meiri ending. Og þaö sem meira er Flestar okkar vörur eru á mjög góðu verði og sumt á gömlu veröi. Berið saman verð og gæði áður en þér verslið annars staðar, það gæti borgað sig. Auk þess höfum við fullkomið verkstæði sem einungis fæst við að setja undir pústkerfi, bæði fljótt og vel. Verkstæðið er opið virka daga frá kl. 8.00 til 18.00, nema föstudaga frá kl. 8.00 til 16.00. Lokað laugardaga. Hafðu þetta í huga næst þegar þú þarft að endurnýja. Viö eigum einnig mikiö úrval af skíðabogum, tjökkum, hosuklemmum og fjaðrablöðum til að styrkja linar f jaðrir og hækka bílinn upp. Smásala: Sendum í póstkröfu um land allt. Heildsala: Til endursölu þegar um eitthvert magn er að ræða. v 0 0 D D D D D Bílavörubú&in FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæði 83466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.