Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983.
1*1 Ð ER TVENNT ÓLÍKT
JÓN OG SÍRA JÓN
Þegar talaö er um sportbUa, og þá
alvöru sportbila, má segja aö það sé
regla aö því dýrari því betri. Þrátt
fyrir þaö er verulegur munur á dýrum
sportbílum, enda eru þeir hannaðir
meö það fyrir augum aö mæta mjög
persónubundnum kröfum. Til þess að
skýra þetta dálítið betur skulum viö
taka sem dæmi tvo raunverulega
sportbila og bera eiginleika þeirra
saman, en þessir bílar eru í svipuðum
veröflokki. Annar þeirra er breskur
t.d. Jensen, hannaður af Bretum, hinn
er Datsun 280 ZX, japanskur en með
ítölsku útliti. Jensen bíllinn verkar
þungur, hastur, hávær, stöðugur og
aflmikill. Kepptu þessir bílar hliö við
hliðgæti hæglega fariðsvoaðþeiryrðu
jafnir í mark. Spumingin er aöeins i
hvorum j/iltu aka, — og þótt einhverj*
um þætti það skrýtið þá er eins líklegt
að kaupendur svona bíla skiptust í tvo
jafn-stóra hópa. Þeir sem aka dýrum
sportbílum eru nefnilega sérstök
tegund spendýra með persónubundinn
smekk, yfirleitt fólk sem leitar að ein-
hverju öðru og meira en bíl til að
komast leiðar sinnar.
Hér á Islandi þætti bílamönnum
erlendum ekki beint fýsilegt að fjár-
festa í vönduðum sportbíl en sem betur
fer eru til Islendingar sem ekki setja
veðurfar, saltaustur á götur og himin-
háa tolla fyrir sig í þessum efnum.
• Anton Erlendsson er einn þeirra.
Anton á einn þriggja Datsun 280 ZX
sem munu vera til hérlendis og segir
hann vera þann skemmtilegasta bU
sem hann hafi ekið tU þessa og þeir
sem Anton þekkja vita að hann er ekki
að bera bíhnn saman við eitthvert
„slor”, svo marga góða bUa hefur
hann átt um dagana.
Þessi Datsun 280 ZX er með sex
strokka vél, 2800 rúmcm, með yfir-
liggjandi kambás og beinni rafeinda-
stýrðri bensínspýtingu. Aflið er 170
hestöfl, mælt viö 5600
snúninga/mínútu. Enda er með
ólíkindum hve hægt er að alhæfa svo
öfluga vél fyrir hvers konar akstur,
bíUinn er jafnvígur í borgarakstri og á
hraðbrautum. I þessum bU hefur verið
beitt mUcUU tækni í undirvagni, stýri
og gírskiptingu tU þess að ná fram
stöðugleika, léttleika og aksturstUfinn-
ingu sem vart á sér hliöstæðu. Um
hámarkshraðann nægir að segja eins
og þeir hjá RoUs; nægUegur.
Annars látum við myndimar tala
sínu máU enda er sjón sögu r&ari.