Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 25 s' - 'V' RENAULT 1946 Þessi stóð í Bílaskálanum við Suðurlandsbraut, nýupp- gerður og nýsprautaður, og er hann eign eins starfs- mannsins. Þetta er „haga- músin” fræga, Renault ár- gerð 1946. Þetta voru með alseigustu smábilum hér áður fyrr. Viðurnefnið fengu þeir vegna þess að þeir voru fluttir inn í einhverju bríaríi og hióðust upp kringum pakk- hús Eimskips í Haga við Hofsvallagötu þar sem þeir stóðu langan tíma án þess að vera leystir út. RENAULT CV41953 Renault CV 4 árgerð 1953. Það voru aldrei margir svona bílar í umferðinni hérlendis og sennilega eru þeir farnir aö verða sjald- gæfir, jafnvel í Frakklandi. Þessi er kominn í hendurnar á þeim bræðrum Jóhanni og Oddi Björnssonum og hefur því verið bjargað frá algjörri eyðileggingu enda nokkuð heillegur. FORD 1937 Jóhann Björnsson stendur hér við einn þeirra fornbíla sem honum hefur tekist að forða frá algengustu örlögum gamalla bíla. Þetta er bresk- ur Ford, árgerð 1937. Bílinn keypti Jóhann af ekkju á Suðurnesjum en maður hennar, sem var vélsmiður, hafði átt tvo bíia af þessari gerð og gerði þennan upp með því að nota hinn í vara- hluti. Jóhann hefur átt bílinn síðan árið 1967. Vélin er átta strokka V-vél með hliðar- ventlum og er hún nýupp- gerð. PACKARD SUPER CLIPPER 1950 í Blesugrófinni stendur þessi fyrirmannabíll og hefur greini- lega mátt muna fífil sinn fegri. Þetta mun vera árgerð 1950 af Packard Super Clipper, ef okkur skjátlast ekki, gæti ef til vill verið ’49 árgerðin. Þessi er nokk- uð illa farinn en þó ekki á mæli- kvarða bílasafnara ef einhver þeirra legði í að gera hann upp. Okkur tókst ekki að hafa uppi á eigandanum. VOLVO P 1800 Þessi er að vísu ekki fombíll en áhugaverður samt sem áður. Þetta er Volvo P 1800 en þessir bílar eru um þessar mundir að verða eftirsóknarverðir af söfnurum. Þessi gæti verið 1966 eða ’67 árgerð. Bílasöludeildin er opin í dag frá kl.2-6. Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu. LADA SAFÍR mrffifflS, NÚ KR. 109.800,- LADA STATION 1500iCRrmE0ir~ NÚ KR. 129.700,- Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.