Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 28
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. leitaðu ráða hjá sérfræðingum olíufélagaiuia Smurolían shiptir meira máli en margur hyggur ..Smurolía, — þýöir ekki aö spyrja mig um þaö, nota bara þaö sem mér er sagt aö nota, — flokkun? — skiptir hún einhverju máli?” „Nei, ég vissi ekki að ekki mætti blanda þessum olíum saman.” „Ætli ég skipti ekki um oh'u svona á 5000 km fresti eöa kannski 10000 km, ég man þaðekkifyrirvíst.” Á þessa leið gætu svörin verið ef bíleigandi væri spuröur um smur- olíu. Vanþekking og kæruleysi varö- andi þennan þátt í rekstri og viðhaldi bíls er oft meö ólíkindum. I vélaverk- fræöi er smuming og smurefni eitt af því sem úrslitum ræöur í hönnun véla og búnaðar enda viðurkennt sér- sviö. Framleiöendur bíla verja miklu fé í rannsóknir og tilraunastarfsemi meö smurolíur og aukna hagkvæmni í notkun þeirra. Margir bílaframleiö- endur hafa gert nánast örvæntingar- fullar tilraunir til aö vekja athygli bíleigenda á nauösyn þess aö þeir sinni betur þessum þætti í viðhaldi bílsins. Oft getur breytt hönnun bíl- vélar gert það aö verkum aö nauö- synlegt er aö nota sérstaka gerö smurolíu ef tryggja á endingu henn- ar. En svo viröist sem illa gangi að koma fólki í skilning um þýöingu þessa atriðis. Frá Noröurlöndum berast þær fréttir aö bílaframleiö- andi hafi unnið mál fyrir dómstóli vegna stefnu um greiðslu skaðabóta vegna bílvélar, sem bræddi úr sér á ábyrgöartíma, þegar í ljós kom að eigendinn haföi notað endurhreins- aöa smurolíu sem ekki stóðst fyrir- fram ákveðnar kröfur bílaframleiö- andans. Það mun ekki vera óalgengt aö bíleigendur, a.m.k. á Norðurlönd- um, reyni að „spara” peninga með því aö nóta ódýrari olíu eöa telji sig spara meö því að nota olíuna lengur en framleiðandinn mælir fyrir um. Oneitanlega berast böndin aö oliu- félögunum þegar leitað er ástæöna fyrir þessu þekkingarleysi hins al- menna bíleiganda. Auglýsingar í blööum og sjónvarpi byggjast yfir- leitt á innantómum slagoröum og fullyrðingu um minni bensineyöslu, sem engin leið er að staöhæfa, en tæknilegar upplýsingar og leiöbein- ingar um smurolíu sjást yfirleitt ekki. Viö reyndum að afla tæknilegra upplýsinga um mismunandi geröir smurolíu á nokkrum bensinsölum hér í Reykjavík en þær fengust ekki þótt okkur væri sagt að þær mundi vera hægt aö fá á skrifstofu viðkom- andi olíufélags. Lertaðu réöa hjá sérfræðtngiwn ofíuféíagartna Tvær reglur í sambandi viö smur- olíu geta dugaö til þess aö tryggja endingu og hagkvæman rekstur bíl- vélar. Þæreru eftirfarandi: 1. Kynntu þér tilmæli bílaframleiö- andans um notkun smurolíu. Þær leiöbeiningar er aö finna í handbók bílsins eða á sérstökum miöa sem festur er á áberandi staö undir vélar- hlífinni. Séu þessar leiöbeiningar ekki til staöar skaltu leita til bílaum- boösins og afla þér upplýsinga um rétt val á smurolíu. Þaö sem máli skiptir í þessu samhengi er ekki vörumerki olíunnar heldur að hún sé af réttri þykkt (eða fjölþykkt) og í réttum gæðaflokki. Þykktin er gefin upp meö tölustofum, t.d. SAE 30 fyrir einþykktarolíu eöa 15w/30 fyrir fjöl- þykktarolíu. Gæöaflokkun getur veriö API, CC, CD og SE svo dæmi séu nefnd. 2. Skiptu um olíu og olíusíu reglu- lega og í samræmi viö tilmæli fram- leiöandans sem yfirleitt eru ákveðin kílómetratala. Jafnframt er mikil- vægt að fylgst sé reglulega meö því aö næg olía sé á vélinni, þ.e. aö magnmörk olíunnar séu á milli merkinga um hámark og lágmark á olíukvaröanum. Það gefur auga leiö aö eftir því sem vélar slitna þarf tíðari olíu- skipti. Þegar um bensínvél er aö ræða má fá vísbendingu um hve oft þarf að skipta með því að athuga sót- magnið í olíunni, þ.e. hve dökk hún verður. Þetta gildir þó ekki um dísil- vélar þar sem olían dökknar yfirleitt strax enda eru aörar olíur notaöar á dísilvélar en bensínvélar og olíu- skipti yfirleitt tíöari. Þaö skal haft í huga aö þegar bíla- framieiöandi mælir meö olíu gerir hann ráö fyrir einhverjum aðstæðum sem hann metur sem þær algeng- ustu. Hann gerir einnig ráö fyrir aö bíleigandinn viti ekkert um olíu. Sumir framleiðendur ráöleggja mis- munandi þykkt olíu eftir árstíma en aðrir mæla meö fjölþykktaroliu allan ársins hring. Nú er veðurfar á Is- landi mismunandi eftir landshlutum og árstíma eins og gengur, en að mörgu leyti sérstakt. Notkun bíls getur verið allt önnur eftir því hvar á landinu og hver bíleigandinn er. Þetta getur t.d. orsakaö þaö að sé farið nákvæmlega eftir leiðbeining- um framleiöandans getur t.d. gang- setning í kuldum orðið erfiðari en hún þyrfti aö vera. öll olíufélögin hafa á sínum snærum sérfræðinga sem geta gefið góð ráö í þessum efn- um, — ráð sem óhætt er að treysta. I stað þess aö gera tilraunir meö olíu upp á eigin spýtur er bíleigendum ráölagt að fara eftir tilmælum fram- leiðanda bílsins út í ystu æsar eöa ráðfæra sig viö sérfræöinga olíu- félaganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.