Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Side 4
4 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. Bætieím — aðeins ad \el athugudu máli Sífellt er veriö aö auglýsa ný og ný efni sem eiga að gera kraftaverk, og sum þeirra gera gagn en önnur ef til vill ekki. Til eru efni til aö blanda saman viö bensín, dísilolíu og smurolíu véla og eiga aö draga úr sliti og minnka eyöslu, auövelda gangsetningu og yfirleitt allt annað nema að aka bílnum fyrir þig. Efni til þess aö minnka viönám á snúningsvölum véla hafa verið notuð hér um árabil meö góöum árangri, aö því er margir fullyrða. Ef þú átt bíl sem kominn er til ára sinna getur þú gert tilraunir með þessi efni, þaö má vel vera aö þau geti oröið til þess aö ending vélar- innar aukist. Ef þú átt nýjan bíl skaltu byrja á því aö kynna þér hvort ábyrgöarskil- málar framleiöandans taka til notk- unar í blöndunar- eða bætiefna. Marg- ir framleiöendur taka þaö fram í ábyrgðarskiimálum aö ábyrgö á vél falli úr gildi ef notuö eru efni önnur en þau sem þeir mæla meö. öruggast er að lesa ábyrgöarskírteiniö ræki- lega. Ef þú hefur þaö ekki í höndun- um eöa þaö er á tungumáli sem þú skUur ekki snúöu þér þá tU umboðs- aöUans og aflaðu þér upplýsinga. Það er meira aö segja tU í dæminu aö ábyrgðin faUi úr gildi ef notaöar eru aðrar olíusíur en mælt er meö í hand- bók bílsins. Hvernig á að gjör- eyðileggja rafgeymi? Eitt öruggasta ráöið tU aö eyði- leggja rafgeyminn er aö láta aðra eyðileggja hann fyrir þig. Þeir sem eru þegar búnir að eyðUeggja sinn geymi bíða yfirleitt meö startkapl- ana í höndunum eftir næsta einfeldn- ingi sem þeir ná til. Meö því að starta öörum bílum meö köplum nógu oft þarftu sjálfur á köplum aö halda fyrr en þig grunar. Ástæöan er ekki sú aö þessi aöferð viö öflun utanaökom- andi orku tU aö starta bU eyðileggi geyma ef rétt er aö henni staöið. Hins vegar mun þaö ekki koma nein- um á óvart, sem færi aö kanna máUö, aö í langflestum tilfellum eru þaö yfirleitt sömu bíleigendumir sem dag eftir dag þurfa á þessari hjálp aö halda. Keðjuverkandi trassaskapur hefur eyöUagt rafgeyminn hjá þeim; fyrst er bUun í kveildkerfi, síöan fer startarinn af ofálagi og síöast geymirinn af því aö standa án hleðslu í frosti. I staö þess að koma bílnum í lag trúa þeir því af einlægni aö hann lagist af sjálfu sér en þaö taki ákveðinn tíma sem þurfi aö brúa meö notkun startkapla. Hvernig hægt er að lengja „líf" rafgeymis Þaö er engin tUviljun aö raf- geymar gefa sig oftast aö vetri tU í kuldum. Álag á ískaldan geymi í starti er margfalt á viö þaö sem gerist aö sumarlagi. Sé hleösla rafalsins ófullnægjandi em mestar líkur á aö geymirinn tæmist þegar kalt er og dimmt, startað í kuldum og ekiö meö ljósum, afturrúöuhitara o.s.frv. Númer eitt er að láta mæla hleðsluna, hún getur veriö slök þótt afhleðsluljósiö slokkni í mælaborð- Uiu. Flest rafgeymaþjónustufyrir- tæki mæla hleösluna og ástand geymisins endurgjaldslaust. Númer tvö er aö halda geymi og geymaskóm (pólklemmum) hrein- um. Rétt er aö losa kaplana af pólun- um og láta þá liggja smátíma í dollu sem fyllt er með volgu vatni, hægt er aö hraöa hreinsuninni meö því aö bæta út í vatnið smávegis af matar- sóda (Bicarbonat). Smyrjiö pólana og klemmumar meö feiti og festiö. Númer þrjú er aö gæta þess aö nægi- legur vökvi sé á geymisseUunum. Hann á að fljóta yfir seUurnar en þó ekki umfram þaö. Meö því að nota einungis eimaö vatn er öruggt aö geymirinn skemmist ekki en eimaö vatn fæst í lyfjabúðum og kostar lítiö. Is í blöndungi — frosnai* bensínleiðslur I mörgum eldri gerðum bíla er enginn sérstakur búnaður til að koma í veg fyrir vatnsþéttingu innan á bensíngeymi. Vatniðnæraðþéttast og botnfellur í geyminum. Hægt eraö girða fyrir þessa þéttingu meö því að hafa geyminn ávallt sem næst þvi fyUtan. Á þessum eldri bílum er oftast gruggkúla framan við bensín- dælu og þar á vatnið að setjast. Sé gruggkúlan ekki tæmd viö og viö og hreinsuð getur vatniö náð til dælunn- ar og blöndungsins. Afleiðingin verð- ur höktandi gangur og vélin drepur gjarnan á sér sé snöggt gefið í. Sé vatn fyrir í dælu og blöndungi má gera ráð fyrir að bensínrás verði óvirk eftir að bUUnn hefur staðiö úti eina nótt i nokkurra stiga frosti. Þótt sérstök loftun sé á bensín- geymum nýrri bíla til þess m.a. að draga úr hugsanlegri vatnsþéttingu getur hún átt sér staö engu að síður. Einnig getur vatn komist í bensín meö öðrum hætti, lekið ofan í geym- inn, verið saman við bensín þegar þaðer keypto.s.frv. TU að losa stíflu, sem myndast hefur vegna íss í bensínrás, er örugg- ast aö koma bílnum undir þak og geyma nokkra stund í upphituðu húsi. Sé þaö ekki mögulegt er stund- um hægt að helia sjóöandi vatni á bensíndæluna, rörið að henni og frá, upp að blöndungi og á blöndunginn sjálfan. TU þess að koma í veg fyrir að þetta vandamál skapist er númer eitt aö halda síum og bontfallsskUj- um (gruggkúlu þar sem hún er) hreinum. Sé bensínrásin í lagi er hægt að fyrirbyggja vandamálið með því aö nota reglulega ÍSVARA yfir vetrarmánuðina. Þetta er sér- stakt efni sem fæst á öUum bensín- stöðvum og er því blandað saman við bensíniö. Sérstaklega skal bent á að þetta efni er ekki óhætt aö nota á dísilbíla nema þaö sé tekið fram í leiðbeiningum framleiðandans, að öðrum kosti getur alkóhól í ísvaran- um eyðUagt þéttingar í oUuverkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.