Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Page 35
DV. MÁNUDAGUR7. MARS1983.
43
1
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Hagkvæm vinnu-
vernd
t fréttabréfi Landssam-
bands iðnaðarmanna, fyrsta
tölubiaði þessa árgangs, er
fjallað nokkuð um aðflutn-
ingsgjöld af öryggistækjum í
iðnaði. Þar kemur fram að
öryggishjálmar bera 7% toll,
reykskynjarar bera 7% toll
og 32% vörugjald, sjúkra-
kassar bera 35% toU og 32%
vörugjald og slökkvitæki
bera 7% toU.
Það er greinUegt að ekki
tapar rikið á lögum um að-
búnað, hoUustuhætti og
öryggi á vinnustöðum, eða
lögum um hoUustuhætti og
eftirUt.
Gott ráð...
í fréttabréfi Iöntæknistofn-
unar íslands, ITI-fréttum, er
greint frá því að fyrir frum-
kvæöi trétæknideildar Iðn-
tæknistofnunar hafi verið sett
á laggirnar „Límtrésráð”.
Eflaust hafa margir glaðst
við tíðindm enda fyrir langa
löngu orðin ljós þörfin á slíku
ráði. Þetta er sem sagt gott
ráð en spurningin er, verður
það dýrt?
Smávægilegur
misskilningur
I viðtali við Sverri Her-
mannsson, sem Morgun-
blaðið birti nýlega, þar sem
Sverrir ræddi störf Norður-
iandaráðs, var sagt að Pálmi
Jónsson landbúnaðarráð-
herra hefði rætt vamarmál.
Þctta var leiðrétt síðar í
Morgunblaðinu þvi að það
var víst Olof Palme sem
ræddi vamarmálin, ekki
Pálmi Jónsson, ekki Olof
Palme.
Pálmi Jónsson. Hvernig þessi
misskilningur hefur vaknað,
veit enginn, en kannski hefur
það verið vegna þess að
Morgunblaðsmaður hélt aö
með „vamarmálum” væri
átt við sauðf járveikivamir.
Vitið bæjarráðs
Bæjarráð Akureyrar hefur
átt í erfiðleikum með að
koma saman endum fjár-
hagsáætlunar bæjarins fyrir
yfirstandandi ár. Bæjar-
ráðsmenn reikna og reikna,
en ekkcrt gcngur. Fyrirsjá-
anlegt er að skera þarf niður
útgjöld, lcggja á nýja skatta
eða þá bjarga málunum fyrir-
hom með erlendum lántök-
um. Nema þá þetta verði allt
notað í bland. Enginn hefur
viljaö taka af skarið til þessa,
en tíminn líður. Haldi svo
fram sem horfir þá má ef til
vill nota áætlunina sem reikn-
ingsuppgjör fyrir bæjarsjóð
þetta árið! Eða eru áætlanir
nokkura tíma gerðar eftir á?!
Hér á vel við vísa Rögnvaldar
ráðhúsherra Rögnvaldsson-
ar:
Bæjarráðið gæti grátið
giutraö öllu i vaskana.
Vitið ekki verður látið
vafningslaust i askana.
Einn biti krydd-
síldar
í frétt Morgunbiaðsins á
fimmtudag af miklu ráni í
Kaupmannahöfn er greint
frá þvi að síðast hafi sést til
ræningjanna á þeysireið í átt-
ina tU „Elsinore”.
„Something is rotten in the
state of Denmark”, sagði
skáldmæringurinn, en þó
hafa Dauir ekki enn úrættast
svo að þeir afbaki bæjamöfn
að cnskri fyrirmynd. Bærinn
heitir Helsingör á flatdönsku,
eða Helsiugjaeyri á íslensku.
Það er ástæðulaust að hafa
þessa afbökun eftir tjaUan-
um. Einhvem tímann afbak-
aðist nafn Hveragerðis í
munni breskra hermanna, og
varð Hurdygurdy. Við bíðum
eftir AP skeyti þaðan.
Umsjón:
Ölafur B.
Guðnason
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Bíóhöllin: Dularfulla húsið
Háspenna-lífshætta
Heiti: Dularfulla húsið (The Evíctors)
Leikstjóri: Charles B. Pierce.
Handrit: Charles B. Pierce, Garry Rusoff og
Paul Fisk.
Tónlist: Jaime Mendoza-Nava.
Kvikmyndun: Chuck Bryant.
Aðalleikendur: Vic Morrow, Michael Parks,
Jessica Harper, Sue Ane Langdon.
„Háspenna-lífshætta” var þaí
fyrsta sem kom í hug minn þegar ég
gekk út af myndinni DularfuUa
húsið. Myndin er svo sannarlega
spennandi og reyndar ekki á
hver jum degi sem undirritaöur hefur
orðiö var við aö fólk æpi, stappi og líti
undan í bíói. Allt þetta og talsvert
meira gerðist þó á myndinni Dular-
fuUa húsiö.
Myndin gerist áriö 1942 í litlu þorpi
í Bandaríkjunum, LeadsvUle í
Louisiana. Þetta er rólegheita þorp
þar sem hlutimir ganga sinn vana-
gang. T
Ung hjón koma til bæjarins og
kaupa sér hús sem er dálitiö út úr,
en er hið smekklegasta. Eiginmaður-
inn hefur fengið ágætis vinnu í
þorpinu og það er ástæðan fyrir því
að þau flytja í þorpið.
Svo virðist þó sem ekki sé aUt með
felldu hvað húsið varðar. Fljótlega
kemur nefnilega í ljós að þar hafa
ýmsir voveiflegir atburðir gerst.
sem þeim hjónum hafði ekki verið
sagt frá þegar þau keyptu húsið.
Og það er ekki aö spyrja aö því,
sagan sýnist ætla að endurtaka sig
hvaö þau hjón varðar. Tæplega er þó
Ungu hamingjusömu hjónin sem kaupa dularfuffa hús/ð, Michaei Parks
og Jessica Harper. Þrátt fyrir sakleysið gripa þau á það ráð að kaupa
sér byssu. Á myndinni er Michael að kenna Jessicu hvernig taka á í
gikkinn.
sniöugt að segja meira frá sögu-
þræðinum.
1 raun eru famar þekktar leiðir tU
að ná upp spennu í myndinni. Húsiö
hefur lengi verið autt. Það er út úr og
nokkuð dularfullt. AUt þekkt frá því
að menn fóru á draugamyndimar í
gamla daga. Munurinn er bara sá að
hér era engir draugar á ferð heldur
blóðþyrstir morðingjar.
ÖU tækniatriði í myndinni eru í
góöu lagi eins og reyndar í öUum
bandarískum myndum sem sýndar
eru í kvikmyndahúsum hér.
Leikurinn í myndinni er nokkuð
góður. Ungu hjónin, Michael Parks
og Jessica Harper, sem leika aðal-
hlutverkin, komast vel frá sínum
hlutverkum. Og þá stendur gamla
brýnið Vic Morrow sig alltaf vel.
' Hann hefur aldrei náð á toppinn sem
leikari, en sennilega er hann flestum
að góðu kunnur úr Combat-þátt-
unum sem sýndir voru í Keflavíkur-
sjónvarpinu hér á árum áður.
Þaö er Sérlega spennandi að sjá
hvernig ungu hjónin fara um húsið í
blásakleysi sínu þegar hættan er svo
skammt frá. Þetta gerir áhorf-
andann nánast trylltan af æsingi.
Svo spennandi er myndin að það er
nánast spurning hvort hvetja eigi
fólk til að sjá hana. Eitt er víst að
þeir sem þola háspennu illa verða að
vera tilbúnir aö líta undan á verstu
augnablikunum. Jón G. Hauksson
Laugarásbíó: Tvískinnungur
If/a faríð með ágæta hugmynd
Heiti: Tvískinnungur (Double Jeopardy)
Leikstjóri: Ulli Lommell.
Handrit: Ulli Lommell og John P. Marsh.
Tónlist: Joel Goldsmhh.
Adalleikendur: Suzanne Love, Robert Walker
ogJeff Winchestor.
Það er mikiö um að svokallaðar B-
myndir séu sýndar í kvikmyndahús-
um borgarinnar þessa dagana. Á ég
þar við myndir sem geröar era á
stuttum tíma, fyrir lítinn pening,
með leikurum sem hafa yfirleitt
annað til aö státa af en hæfileikum til
að tjá sig í hlutverki og sögu-
þráðurinn er oft gloppóttur í meira
lagi.
Ein þessara B-mynda er Tví-
skinnungur. Er þar gerð tilraun til að
gera sálfræðiþriller í anda
Hitchcock, en útkoman er nokkuö
langt frá því að vera sannfærandi.
Myndin segir frá ungri konu sem
bam aö aldri varð vitni að því þegar
móðir hennar, sem er vændiskona, er
myrt af kynferðislega brengluðum
manni og á það eftir að eitra líf
hennar þegar aldurinn færist yfir
hana.
Viö kynnumst henni næst þegar
hún er oröin gift kona. En í einhvers
konar geðveiki heyrir hún rödd
móður sinnar sem hvetur hana til að
fara út og verða sér úti um karlmenn
til aö hefna sín meö því að drepa þá á
sama hátt og hún var drepin og tekst
þaðíeitt skiptihjáhenni.
1 leit sinni að karlmönnum hittir
hún fyrir ungan mann sem er að
meta hvort borgi sig að gera við hina
frægu Lundúnabrú og verður ást-
fangin af honum, en eiginmaöurinn
kemst að sambandinu og í slagsmál-
um sem koma upp á milli eigin-
mannsins og elskhugans veröur elsk-
huginn eiginmanni hennar að bana,
að því er séð verður. Lundúnabrú er
seld til Arizona og færist nú leikurinn
frá rigningunni í London til veður-
sældarinnar í Arizona, og þá fer nú
leikurinn að æsast. ..
Það verður að segjast að hug-
myndin að láta Lundúnabrú veröa
miðdepil myndarinnar er nokkuð
góö, einnig er söguþráðurinn á
köflum alls ekki svo vitlaus, en þaö
er eins og úrvinnslan hafi öll farið úr
skorðum. Spennan er lítil sem engin,
sakamálasenumarlósköp máttlausar
og leikurinn hjá aðalleikurunum í
slappara lagi.
Tvískinnungur ber þess greinilega
merki að myndin er gert á stuttum
tíma, fyrir lítinn pening og ágæt hug-
mynd veröur að lítt spennandi
mynd.
Hilmar Karlsson.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Sérfræðingar í
einnota vörum.
Besti bar í bænum!
Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf
að þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og að
sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur.
DUNI kaffibarinn getur staðið á borði eða
hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli
honum fyrirþrifum.
DUNI — kaffistofa í hverjum krók!
STANDBERG H.F.
Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242.