Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR 59. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 11. MARS 1983. mmwrnKí ITSTJÓRN SÍMI 86611 GLYSINGAR OG AFGREIÐSLA SIMI 27022 37.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG Kosningalagaf rumvarpið samþykkt í gær: Flokkakerf ið mun riðlast segir Egill Jónsson þingmaður Sjálf stæðisf lokksins „Þaö veröur aö telja líklegt að þetta sé upphafið að falli núverandi flokka- kerfis á Islandi,” sagöi Egill Jónsson alþingismaöur í samtali viö DV í morgun, í tilefni af samþykkt kosn- ingalagafrumvarpsins í gær. Egill var annar af tveim þingmönnum í efri deild sem var á móti frumvarpinu. Telur hann algjörlega hafa skort um- ræðu um málið í þjóðfélaginu. Augljóst sé aö stjórnmálaflokkamir og stjórn- málaþróunin muni fara eftir kjör- dæmaskipuninni. Þess hafi sérstak- lega veriö gætt aö Alþýðuflokkur og Alþýöubandalag héldu pólitískum hagsmunum sínum á landsbyggöinni, Sjálfstæöisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn eigi hins vegar aö flytja suma af sínum þingmönnum yfir á þéttbýlissvæöiö. Framsóknarflokkur- inn hafi auk þess gengist undir kvóta- kerfi varöandi þingmannatölu úti á landi og sama Sjálfstæðisflokkinn sjái hann ekki fyrir sér eftir aö lands- byggðarþingmenn eru orðnir aðeins 1/3 í hópi þingmanna flokksins. Um sérstööu sína í flokknum sagði Egill: „Þessi vinnubrögö í kringum breytingamar eru mér ógeðfelld. Það var augljóst mál aö menn reyndu aö ná samkomulagi milli flokka frekar en innan flokka. Eg lagði eingöngu til grundvallar skyldur mínar gagnvart fólkinu sem kaus mig, hagsmunum dreifbýlisins, skyldur gagnvart Sjálf- stæöisflokknum og að sjálfsögöu var ég velminnugur uppmna míns.” JBH ígær var / fyrsta skipti hœgt að komast að Hafrúnu ÍS 400 frá sjó, 6 litlum rækjubát. Verið er að bjarga ýmsu /auslegu úr skipinu, svo sem veiðarfærum og spiium, og einnig hafa mótorar verið hreinsaðir. Skipið sjáift er talið ónýtt. DV-myndKristján Friðþjófsson Bolungarvík Framsókn og Alþýðubandalag: I leit að ástæðu til stjómarslita A Alþingi virðist nú komin upp sam- keppni milli Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins um hvor flokkurinn verður fyrri til aö losa sig út úr ríkisstjórninni. Sá fyrmefndi hótar úrsögn ef álmálið verður tekið úr hönd- um Hjörleifs Guttormssonar iönaöar- ráðherra. Framsóknarflokkurinn legg- ur hins vegar alla áherslu á aö mynduö verði ríkisstjórn þegar eftir kosningar og ekki kosið tvisvar, eins og margir þingmenn annarra flokka vilja. Ekki er vitað hvaöa afgreiðslu þessi tvö mál fá í þinginu. Sumir heimilda- menn blaðsins telja hávaðann út af þeim vindblástur og hugsanlega verði bæði málin svæfð. Aðrir hölluðust að því aö samkomudagur Alþingis yrði ákveöinn en óvíst væri hins vegar með frumvarpið um álviðræðunefnd. Gert er ráð fyrir að álmálið yerði á dagskrá Alþingis í dag og líklega verður kvöldfundur í þinginu. I gær- kvöldi stóð til að hafa fund en honum var frestað vegna þess að þingmenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks neituðu að mæta. JBH „ÆTTIAÐ NÁ FULLKOMINNI UKAMS- BYGGINGU EFTIR 4-5 AR” - í Helgarblaði DV á morgun eru ítarleg viðtöl við Helga Óskarsson, sem lengdur var í Síberíu, og foreldra hans. Einnig er viðtal við llizarov, lækni sem framkvæmdi aðgerðina „Það er meö ólíkindum, starfiö sem þama er unnið. Þangað kemur fólk, hræðilega bæklað, bundið við hjólastól og oft á tíðum hafa læknar dæmt þetta fólk hreinlega úr leik. En eftir svona, ja, fimm ára meö- ferð undir stjórn prófessors ( Hizarov, hefur það náð fullkominni líkamsbyggingu.” Þetta segir Öskar Einarsson meðal annars í ítarlegu viðtali í Helgarblaði DV á morgun. Oskar er faðir Helga Oskarssonar, 13 ára gamals Reykvíkings, sem lendgur var um 18 sentímetra í Síberíu, eins og kunnugt er, og sagt var frá í DV á dögunum. Þar er og rætt við Helga sjálfan og móður hans, Ingvéldi Höskuldsdóttur. Þá er og langt viötal við prófess- or Gavríl Abromovits Dizarov lækni. Þar kemur meöal annars fram að Dizarov hefur um 30 ára skeið stundað rannsóknir og lækn- ingar á þessu sviði. Hann varð þó fyrst viðurkenndur í Sovétríkjun- um fyrir um 12 árum, er hann tók aö sér sovéskan heimsmethafa í hástökki, Valeri Brumel að nafni, er lent hafði í miklu bílslysi og var talinn úr leik. Eftir meðferð Ilizar- ov komst hann á fætur og þótti það undraverður árangur. Þetta og margt, margt fleira athyglisvert kemur fram i áðurnefndum viðtöl- um. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.