Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 11
DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983. 11 —hann er drottins þ jónn, segir séra Hjálmar Jónsson prófastur Sóra Hjálmar Jónsson, prófostur i Skagafjarðarprófastsdæmi, við innsetn- ingarathöfnina íDómkirkjunnisíðastliðinn þriðjudag. DV-mynd: Bj.BJ. „Prófastur er jafnframt sóknar- prestur og á presti hvíla skyldur sem ekki má afrækja fyrir nokkum mun. Honum er faliö mikiö trúnaðar- starf, — sagöi séra Hjálmar Jónsson, er settur var inn í embætti prófasts Skagafjarðarprófastsdæmis í Dóm- kirkjunni síðastliðinn þriðjudag, aðeins þrjátíu og tveggja ára aö aldri og því yngsti prófasturálandinu. „Þær skyldur, sem prófastur hefur umfram sóknarprest, eru eftirlit með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu. Hann skal vera trúr samverkarnaður biskups og tengiliöur hans viö prófasts- dæmiö. Samstarf — ég vil segja einlæg vinátta — þarf að ríkja meðal presta kirkjunnar. Aðeins þannig er unnið í anda Krists. Kærleikur hans þarf að vera að baki hverju verki. Prófastur hlýtur því aö hvetja til þess að prestar vinni san.an og séu í raun bræður. Eftirlitsþáttur embættisins felst í að fylgjast með skýrslugerð og embættis- færslum prestanna, vísitera söfnuðina reglulega og fylgjast með því að eignir kirkjunnar gangi ekki úr sér á nokkurn hátt. Ég hef nú gegnt embætti prófasts í nokkra mánuði, þótt innsetning fari ekki fram fyrr en í upphafi árlegs prófastafundar. Aö þeim mánuðum liönum get ég fullyrt að starfið er áhugavert. Ég er því þakklátur þeim bræðrum mínum heima í Skagafirði fyrir að velja mig til þessa embættis, og bið til Guðs aö ég eigi ekki eftir að valda þeim vonbrigðum. Við hittumst reglulega, prestarnir í Skagafjarðarprófastsdæmi, og viö höfum haldið fundi meö prestunum í Húnavatnsprófastsdæmi. Þar var ég reyndar prestur áöur. — Ég hef hug á aö efla samstarf okkar prestanna á milli og er vissulega ekki einn um þaö. Áðurnefnd prófastsdæmi hétu áður Guðbrandsdeild prestafélagsins, og fyrir nokkrum árum ákváðum við að hittast reglulega. Margt ber á góma við þessi tækifæri varöandi preststarf- iö og önnur málefni kirkjunnar. Á sumrin er á Löngumýri í Skaga- firði starfsemi fyrir aldraða og nú reynum við aö nýta þann stað betur, til dæmis við uppfræðslu barna og ung- menna. Langamýri býður upp á ótal tækifæri til gróskur.ikils safnaðar- starfs og samvinnu prestanna. Þannig höfum við flestir haldið ferm- ingarfræöslumót nú í vetur og höfum hug á að auka æskulýðsstarf almennt. Oft hefur það veriö í miklum blóma hjá Æskulýðssambandi kirkjunnar í Hóla- stifti (ÆSK), en það er samband æsku- lýðsfélaga safnaöanna á Noröurlandi. I Skagafirði eru merkir kirkjusögu- legir staðir. Hóla ber þar hæst. Það var miðstöð kirkjulegs starfs í Hólastifti og nú er talað um að auka hlut Hóla í kirkju samtímans og framtíðar. Ber að stuöla að því eftir megni, kirkju og þjóðtil blessunar. Um þessar mundir er mér þó efst í huga að við nýtum til fullnustu þá ágætu aðstöðu sem kirkjan hefur á Löngumýri. — Ingibjörg Jóhannes- dóttir, sem átti staðinn og rak þar húsmæðraskóla, sýndi þá höfðingslund að gefa hann kirkjunni til eignar og varðveislu. Núverandi biskup hefur starfrækt á Hólum leikmannaskóla nokkra daga á sumri og hefur Sigurður vígslubiskup hug á aö halda því áfram. Einnig er í ráði að reka þarna sumarbúðir um tíma til reynslu. Þar yröi um aö ræða samvinnu við skólastjóra bændaskól- ans. Kirkjan breytir smám saman um starfshætti með breyttu þjóðfélagi. Hún hlýtur alltaf að vera barn síns tíma og reyna að sinna köllun sinni, miðað við aðstæður hverju sinni. Um- fram allt er hún kölluð til þess að starfa íKristsstað; í anda hans. Þess vegna á hvorki prestur né prófastur aö vera á stalli sem embætt- ismaður. Hann er Drottins þjónn í dag- • legu lífi og vinnur að því að kynna Krist, benda á hann upprisinn og hann starfi mitt á meöal okkar. Okkur hættir stundum til þess aö dæma kirkju sögunnar á röngum for- sendum. Hiö mikla og jákvæða starf, sem unnið var áöur fyrr, vill stundum falla í skugga þess ermiður fór.” Séra Hjálmar Jónsson er kvæntur Signýju Bjarnadóttur líffræðingi. „Og svo er sagt að raunvísindin útiloki guð- fræöina” — skaut starfsbróðir prests- ins að og brosti breitt. Sá hinn sami bað einnig blaöamann aö geta þess sér- staklega að séra Hjálmar væri afburöa hagyrðingur. Ekki mætti heldur gleymast að segja frá því að móöur- amma prófastsins, Guðfinna Ámadótt- ir, hefði verið í kirkjunni viö innsetn- inguna í embættið. Séra Hjálmar væri því ekki einungis yngsti prófastur í ómuna tíð heldur örugglega sá eini sem ætti ömmu á lífi. — Hér með er þéssu öllu komið til skila. -FG. BODDÍVARAHLUTIR FRAMBRETTI HÚDD Audi, BMW, Datsun, Citroen, Citroen, Datsun. Fíat, Ford Fíat, Ford, Honda, TalbotSimca, Mazda, Talbot Simca, VW Golf. Toyota, VW Golf, VWJetta. E. ÓSKARSSON Skeifunni 5 - sími 33510 og 34504 Rvk. Kond’í STUÐ Þar færöu nefnilega (ef þú flýtir þér) plöturnar meó: □ Stranglers (9 titlar) □ Doors (12 titlar) □ Tangerine Dream (14 titlar) □ D.A.F. (allar) □ Art Bears (allar) □ David Bowie (14 titlar) □ P.I.L. □ Sex Pistols □ Pere Ubu □ John Lennon □ Beatles □ Rolling Stones □ Work (Ijúft pönk) □ Brian Eno □ Blue Oyster Cult □ Alan Parson □ Killing Joke □ XTC □ Woody Guthrie □ Iron Maden □ Kizz □ Frank Zappa TIL HVERS? FYRIR hvern? v»Þásemaðh;XÞSo rokk. Þá ■«» •JSzrjsiss oar rokktónlistar InrtSTuSi '^'"P'ö'overslum o.s.frv. um aateié1t'éá 9«,'i' STUDk*bbn- vörum i SrUDi- hí"1 faanlegum • _, . L'Di, þeim gefst kostur aö wrpanta sjaldgæfar piötur- Þ®i .,a mar9v,slegar plötur á meirihattar tilboðsverói Sv0 aðelns fátt eitt sé nefnt. Velkomln/n! □ Mike Oldfield □ Mississippi Delta Blues Band □ Jim Page (nýr Woody Guthrie) □ Misty (ein besta reggígrúppa heims) □ Defunkt (besta fönkgrúppa allra tima) □ Tom Robinson (sú nýja + gamlar og góðar smáskífur) □ RAR’s Greatest hit (kokkteill meö Clash, Stiff Little Fingers, Gang Of 4, Tom Robinson o.m.fl.) □ Recommended Records (kokkteill meö öllum framsæknustu poppurum Breta, s.s. Art Bears, Residents, Robert Wyatt, Faust o.m.fl.) Þú færö margt annað sniöugt í STUÐi. T.d.: • LAST-vökvann sem gerir plötuna betri en nýja. • Ódýrar brjóstnælur. • Ódýrar klukkur sem skrifa (þær eru meó dagatali!) • Klístraöar köngulær (þær skríða). Mundu svo: • Myndbandaleiguna (VHS meö Bob Marley, Black Uhuru, Grace Jones, Joy Division, Cabaret Voltaire, Kid Creola, Doors, Madness, Kate Bush, Sioxie & The Banshees, o.m.fl.) Laugavegi20 Sími27670 VIÐTALSÐ:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.