Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR11. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið ■ PENkat ■ ■ ......~ Draumur margra knattsþ^ffmgipnna er að eignast bar. Þá kemur sér nefnilega vel að hafa verið þekktur. Hér erú þeir^rnór Guðjohnsen og Wlodek Lubanski á ,, Vítaspyrnubar'' Lubanskis. Og eins óg sjásgjþ er Arnór að íæra réttu hand- tökin. Á veggjum barsins hanga myndir af þekktum knattspyrnumönnum, svo sem eins og Arnóri Guðjohnsen. Þá eru verðlaunagripir og viðurkenningar Lubanskis i stórum glerskáp. Á þennan bar koma áhangendur Lokeren-liðsins oft i viku og alltaf nokkrum timum fyrir heimaleiki liðsins. r* f \ * jMk * \ * jSp í| Wf \1 W -J £5. f Lubanski á fullri ferð með knöttinn. Hann hefur jafnan verið skæður við mark andstæðinganna. „Sterka drykki hef ég látið eiga sig” DV ræðir við pólska knattspymumanninn Wlodek Lubanski Frá Kristjáni Bemburg í Belgíu: „Eg þekki nú Arnór best af ís- lensku knattspyrnumönnunum hér í Belgíu. Hann er reyndar góöur vinur minn og ég hef fylgst mikiö meö hon- um, frá því aö hann kom til Belgíu mjög ungur. Þaö var stórkostlegt fyrir hann að fá aö æfa og leika meö mönnum, sem hafa alla þessa reynslu á sviöi knattspyrnunnar,” sagöi pólski knattspyrnumaöurinn Wlodek Lubanski, er ég ræddi viö hann nýlega á barnum Café Penalty hér í Lokeren, en barinn er í eigu Lubanski. Arnór hátt skrifaður íBelgíu „Amór hefur stigið rólega en markvisst upp á viö og er nú oröinn eitt af stóru nöfnunum hér í Belgíu,” sagöi Lubanski. „Og ég er ekki í nokkrum vafa um að með sama áframhaldi, veröur hann einn sá besti íEvrópu.” Viö Lubanski ræddum síðan um aðra íslenska knattspymumenn, sem leikið hafa í Belgíu. „Sigurvins- son, eða Siggi, er einn af bestu miöju- leikmönnum í Evrópu. Ég hef því miður ekki fylgst svo mikið meö fleiri leikmönnum, en veit þó að þeir Lárus Guömundsson og Pétur Pétursson eru mjög hættulegir fyrir framan markiö. Og Pétur hefur einn- ig sýnt á sér nýja hlið upp á síðkastið með því aö spila á miöjunni.” Knattspyrnumenn dauðadæmdir ef... Lubanski sagöi síðan aö reglusemi væri ákaflega mikilvæg fyrir knatt- spyrnumenn og ef þeir drykkju sterka drykki væru þeir dauðadæmd- irsem knattspymumenn.” „Ég viöurkenni vel, aö ég hef feng- iö mér bjór viö og viö, en sterka drykki hef ég látið eiga sig. Þegar ég var tíu ára tók ég upp á því aö fá mér sígarettu, en það var sem betur fer mín fyrsta og síðasta.” Lubanski litríkur knattspyrnumaður Wlodek Lubanski er einn litríkasti knattspyrnumaður, sem leikið hefur í Belgíu. Fyrir Pólland skoraöi hann fimmtíu mörk í áttatíu landsleik jum. Þá skoraði hann tvö hundruö mörk í f jögur hundruð leikjum fyrir fyrrum félag sitt í Póllandi, Gómik Zabrze. Og vert er að geta þess aö hann hefur skorað yfir hundraö mörk í Evrópu- leikjum. Af þessu sést aö Lubanski hefur ekki veriö neinn aukvisi fyrú- framan markiö. Umgengst alla jafnt Lubanski er lýst af öllum sem geðugum og hæglátum manni. Hann á marga vini úr öllum stéttum þjóö- félagsins, og þaö góða vini. I Lokeren hefur hann fest rætur,eins og sagt er. „Ég hef þaö fyrir venju að umgang- ast alla jafnt og meö þessu hef ég f engiö fólkiö með mér. ” Þegar Lubanski var 28 ára aö aldri fékk hann leyfi til aö yfirgefa Pól- land og var þaö eingöngu vegna þess aö hann átti viö mjög slæm meiösl aö stríöa og var talið að knattspymu- ferli hans væri næstum lokiö. Knatt- spyrnumenn fá annars ekki að yfir- gefa Pólland fyrr en þeir eru þrítug- ir. „Eg gat valið um ýmsa evrópska klúbba, en þaö sem geröi útslagið var, aö tékkneskur þjálfari, Nóvak aö nafni, var hjá Lokeren. Nú, og ég sló til og sé ekki eftir því, enda mjög gott aö búa í Lokeren. Knattspyrnan í Frakklandi hentarmér Lubanski leikur nú meö 2. deildar- liðinu Valenciennes í Frakklandi og hefur skoraö nítján mörk meö því í vetur. En ætlar Lubanski að halda áfram aö spila í Frakklandi á næstu árum? „Þaö er í raun ekki gott aö segja. Ég er nú orðinn 36 ára aö aldri og hef vissulega fengiö nokkur tilboð fyrir næsta tímabil frá frönskum 1. deildarliðum. Þaö er freistandi aö taka þeim, ekki síst þar sem mér finnst knattspyman í Frakklandi henta mér betur núna eftir aö ég fór aö eldast.” Þjálfunin heillar mig „Þá má ekki gleyma því að ég hef fengiö nokkur þjálfaratilboö, meöal annars frá Lokeren, um að taka unga og efnilega leikmenn í þjálfun, og slíkt heiliar mig líka,” bætti Lub- anski viö. Þó aö Lubanski hafi leikið í f jórtán löndum, hefur hann aldrei leikiö á Is- landi. „Ég hef heyrt margar sögur um hve landiö ykkar sé fallegt og aö þar séu allar ár fullar af laxi. Þaö væri örugglega mjög gaman aö leika þar einntil tvoleiki.” Líður velí „ vítaspyrnukaffinu" Það er öruggt aö íslenskir áhorf- endur yröu ekki fyrir vonbrigöum aö sjá Lubanski í leik, en á Islandi fær hann sennilega ekki neitt sem heitir „vítaspymukaffi”. Þaö gerir kannski heldur ekki svo mikið til því aö honum líður vel í „vítaspymu- kaffinu” sínu í Lokeren. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.