Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 7
DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur mikil áhrif, enda hún í flestum tilfell- um meira meö bömunum en faöirinn. Mæöur sem reyktu á meöan þær gengu meö böm sín fæddu líka minni börn en hinar og þau börn voru mun veikari fyrir. Athyglisvert er aö í einni könnun kemur fram aö mæður breyta aö stór- um hluta ekki reykingavenjum sínum á meðan þær ganga með börn og hætta því síöur. Hvers vegna reykja menn? Sá sem gæti svaraö þeirri spurningu á einfaldan hátt fengi líklega nóbels- verðlaun. En í skýrslunni er sýnt fram á tengsl reykinga við ýmis sálræn og félagsleg atriði. Svo viröist sem reykingamenn hugsi eftir talsvert öörum brautum en þeir sem ekki reykja. Þannig sáu reykingamennim- ir ekki eins margt neikvætt viö reyk- ingar sínar og þeir sem ekki reyktu í könnun sem gerö var í Bandaríkjun- um. Aftur gátu þeir taliö upp fleira jákvætt. Til dæmis þaö aö hafa eitthvaö viö hendumar aö gera og aö reykingar losuöu um spennu í hópi sem lítt þekktist innbyrðis. Dæmiö um öryggisbeltin hér aö framan er annað dæmi. Reykingamenn viröast þó mjög margir þjást af sektarkennd vegna reykinga sinna. Reykingamenn sem tóku þátt í könnun í Bandaríkjunum virtust skammast sín meira fyrir ávana sinn en þeir sem drukku kaffi, vín eða reyktu maríúana. I annarri könnun kom fram aö þeir höföu fulla ástæöu til að skammast sín. Fólki, jafnvel reykingamönnum, virðist nefnilega vera mikill ami að reyk. Könnunin var framkvæmd þannig aö menn voru látnir setjast á stól í ein- angruðu herbergi. Bæði reykingamenn og þeir sem ekki reyktu. Maöur nálgaðist stól hvers og eins tvisvar og átti sá er í stólnum sat aö gefa bendingu um það þegar honum þótti maðurinn kominn óþægilega nærri. I fyrra skiptiö reykti maöurinn en í seinna skiptið ekki. Öllum fannst hann fyrr kominn óþægilega nálægt þegar hann var reykjandi. þið fariö aö huga að nýju nafni á neyt- endasíðuna, því þaö hlýtur aö enda meö því aö engir neytendur veröa eft- ir. Þá sér maður kannski húsmæðumar leitandi í öskutunnunum í leit aö ein- hverju ætilegu handa bömum sínum. Ríkisstjórnin getur varla veriö bætt- ari meö húsmæöur í hundraða tali inni á geödeildum spítalanna. Hvar eru kvenréttindakonur nú? Hví rísa þær' ekki upp og mótmæla þessum hækkun- um? Húsmæöur, stöndum nú sarnan, hættum aö kaupa mjólkurvörur í nokkra daga, nema í neyöartilfelium til dæmis fyrir ungbörn. Hvaö gera bændur og búalið ef eng- inn vill kaupa mjólkina þeirra? Astæðan fyrir því að ég skrifa þessar línur er sú aö maður er hreinlega orð- inn dauðhræddur um hvar þetta endar allt saman. Samúöarkveðjur sendi ég til allra húsmæöra í landinu. H.K. 45 þúsund íhúsnæðis- kaup Eg ætla aö senda með upplýsinga- seölinum nokkrar línur til skýringar á upphæðinni i dálkinum „annað”. Viö eram aö kaupa húsnæöi og þurftum aö borga þar 45 þúsund krónur og svo er afborgun af láni rúmar 3 þúsund krón- ur. Símareikningur kr. 2.700,-, rafmagn kr. 1.200,-, dagheimilisgjöld fyrir böm kr. 3.900,-. Bensínkostnaður og annaö fyrir bílinn tæpar 2 þúsund krónur. Þetta eru helstu útgjöldin sem ég get sundurliðað. Maöurinn minn er á sjó mestan hluta mánaöarins, þannig aö matarreikningurinn veröur ekki eins hár og áður. Svo kaupi ég engan fisk. Ég læt þessar línur duga að sinni. Kveðjur. IB, Husavik. Hvernig er hægt aðfá menn til að hætta reykingum? Þaö hefur veriö reynt meö ýmsum ráðum sem gefist hafa misvel. í Bret- landi haföi þaö mikil áhrif þegar verö á tóbaki hækkaði skyndilega áriö 1981. Þá minnkuöu reykingar um 11%. Stór Reykingar foreldra eru börnum oft mjög skaöiegar. Hvað þá þegar börnin fara að reykja sjálf. og mikil áróðursherferð bar góöan árangur í Ástralíu áriö 1981. Menn hafa líka hætt aö reykja víöa um heim eftir aö hafa farið á sérstök námskeiö. Reynt hefur veriö aö minnka þau óþægindi sem menn segjast verða fyrir með því aö hætta aö reykja meö ýmsum ráöum. Nálarstungum, upplýsingum og hvers konar læknis- aðstoð. Allt virðist þetta gefa góöa raun. gn þv; mjður er það svo að flestir byrja aö reykja aftur. Reynt hefur veriö aö fylgjast meö mönnum eftir aí þeir hættu. Því oftar sem samband var haft við þá, því betur virtust þeir standa sig. DS GÁMAR FYRIR KÆLI- OG FRYSTIVÖRUR Hentugt fyrir: skipafélög, bændur, fiskverk- endur og verslanir. Einnig sem bala- og beituklefar. Ef þig vant- ar frysti/kæ/igám getum við útvegað hvort heldur sem er: Trailer, skipagáma, dráttar- vagna eða frysti/kæli sem getur staðið hvar sem er, jafnt utan sem innan dyra. Einnig bjóðum við hraðfrystiklefa með sér- stak/ega stórri frystipressu, afköst: 1000 kg pr. klukkustund. STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR STÓRLÆKKAÐ VERÐ Kaupleigusamningur allt að 12 mánuðum eða sérlega góð greiðslukjör. Kynntu þér kjörin. — Sendum upplýsingabæklinga. Við höfum lausnina. Frysti- eða kæliútbúnaðurínn, sem er felldur inn i framhlið gámsins, verður prófaður og stilltur áður en afhending fer fram. Ef aðeins er um kæliútbúnað að ræða verður gámurinn afhentur með uppsettri þjöppu fcompressor). Ef flytja á djúpfrystar vörur verður útbúnaðurinn með nýrri og stærri þjöppu og nýjum varma- þensluloka fthermo expansion valvel, hitastilli o.fl. FRYSTI OG KÆLIGÁMAR HF. Skúlagötu 63. Sími 25880. A THl Breytt simanúmer. Simsvari svarar allan sólarhringinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.