Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR11. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Rannsóknir á reykingum: Jafnvel reykinga- mönnum ami að reykingum annarra — óbeinar reykingar skaðlegastar bömum Vissiröu aö meöal þeirra Breta, sem ekki fást til þess aö nota bílbelti, eru mun fleiri reykingamenn en þeir sem ekki reykja? Og aö eftir því sem menn eru andsnúnari beltunum, því meira reykja þeir? Þessi staðreynd kom fram í könnun sem gerö var í London á árinu sem leið. Hún vekur vissulega spurningar um þaö hvaö valdi. Er reykingamönnum einfaldlega meira sama um líf sitt en öörum eða eru þeir meira forlagatrúar og trúa á aö ekki veröi feigum forðað né ófeigum í hel komið? Þessi rannsókn og f jölmargar aðrar, sem tengjast reykingum og heilsu, hafa verið teknar saman í þykkt og mikið hefti sem bandaríska heilbrigö- isráðuneytið hefur gefið út. Fengum viö bæklinginn sendan hingað á blaöiö. Hann er hluti af mun stærra verki. Alls hafa veriö geröar 25 þúsund rannsókn- ir sem aö meira eöa minna leyti hafa verið teknar saman og gefnar út á þennan hátt. Vitaö er um aö minnsta kosti tíu þúsund í viöbót sem ekki hafa verið settar á þrykk. Þessar rannsókn- ir eru frá öllum mögulegum löndum heims. Ekki er þó getið um neinar íslenskar enda ekki víst aö þær hafi verið geröar. Um þaö skal ekki fullyrt hér. I heftinu, sem viö fengum, viröist þær rannsóknir sem gerðar hafa veriö á sambandi heilsu manna og reykinga þeirra bera allar aö sama brunni. Menn deyja fyrr úr öllum mögulegum kvillum ef þeir reykja. Og þeir sem af lifa eru við mun verri heilsu en þeir sem ekki reykja. Þetta kemur kannski engum á óvart, svo oft er búiö aö hamra á þessu. En í Ástralíu hafa menn komist aö því aö fleiri deyja þar vegna reykinga en deyja í bílslysum. Hér dóu 22 vegna bílslysa í fyrra. Ef svipaö gildir og í Ástralíu hafa hins veg- ar mun fleiri dáiö vegna reykinga. Mikil blóðtaka fyrir ekki stærri þjóö. Og því skyldi ekki mega ætla aö líkar niöurstööur fengjust hér og í Ástraliu? I Bandaríkjunum hefur svipaöur hlut- ur verið reiknaöur til peninga. Árið 1980 kostuðu reykingar bandariskan iðnað einan 47,5 milljónir dollara eöa 878,750 milljónir króna. Það var í formi tapaðra vinnustunda vegna veikinda, heilsugæslu, dauða og þess aö menn fóru á eftirlaun um aldur fram. Ef reynt væri aö reikna eftir þessu hvaö reykingar kostuöu bandaríska at- vinnuvegi í heild fengist tala sem væri Viða um hoim eru það aðallega konur sem aukið hafa reykingar hin siðari ár. Virðast þær ekki einu sinni minnka eða hætta reykingum á meðan þær ganga með böm. stjamfræðileg í íslenskum krónum tal- in. Óbeinar reykingar Margar rannsóknanna tengjast því sem nefnt hefur veriö óbeinar reyking- ar. Þaö er þegar menn soga aö sér reyk frá öörum á heimilum, vinnustaö eöa annars staöar í fjölmenni. í ljós kemur aö reykingar náungans geta valdið sjúkdómum hjá þeim sem á ein- hvern hátt eru veilir fyrir. Hraust fólk á fulloröinsaldri viröist ekki bíöa til- takanlegt tjón. Þó má sjá merki þess í lungum manna ef þeir hafa veriö innan um mikla reykingamenn í 20 ár eöa meira. En þaö em þeir sem tilhneig- ingu hafa til að fá asma, bronkítis eöa aöra sjúkdóma í öndunarfærum sem veröa verst úti. Og svo bömin. Börn, sem eiga foreldra sem reykja, fá mun oftar asma, bronkítis og þvílíkt en börn sem eiga foreldra sem ekki reykja. Sérlega viröast reykingar móöur hafa Raddir neytenda Vara- sjóðurínn þurrausinn Kæra neytendasíöa. Loksins dreif ég mig í að senda inn seðil. Eg hef haldiö heimilisbókhald síðan ég byrjaði aö búa, vorið 1982, og alltaf ætlaö aö senda ykkur seöil, en nú fyrst varö það framkvæmt. Viö emm tvö í heimili, bóndinn í skóla, en ég vinn úti. Hingað til hafa endar náö saman, en ég veit ekki hvemig mun ganga þaö sem eftir er vetrar. Vara- sjóöur okkar er þurrausinn, en þaö var sumarkaup bóndans. Dálkurinn „annaö” var nokkuö hárl hjá okkur síöasta mánuö, þar á meöal er skólakostnaöur kr. 3.005,-, rafmagn og hiti kr. 2.226,-, fargjöld kr. 1.365,- og fatnaður kr. 1.630,-, svo aö eitthvaö sé nefnt. Viö drekkum hvomgt áfengi, en bóndinn reykir. Ekki höfum viö bíl né síma og skuldum ekkert. Ég er kannski ekki ein sú sparsam- asta, en ekki heldur of mikill bruölari. Eg heföi aö öllum líkindum sleppt fata- kaupum í síðasta mánuöi, en útsölum- ar voru of f reistandi. Fyrst ég er byrjuö aö senda seðil, reikna ég meö að halda því áfram á næstunni. Kær kveöja. HA-Akranesi; Húsmæður, stöndum saman Kæra neytendasíða. Mig hefur lengi langaö til aö leggja orð í belg og nú verð ég, sérstaklega eftir síöustu hækkun á búvömm. Ég ætla aö byrja á því aö legg ja til að Jakki, fóðraður með Thinsulate fyrir þvott. Fóðrið er þunnt og jafnt lag. Eftirþrjá þvotta leit sama fóðrið svona út. Orðið sunduriaust og i tægjum. Varað við Thinsulate-fóðri: HVORKIMÁ ÞVO FLÍKINA NÉ HREINSA I norska neytendablaðinu, sem út kom á dögunum, er varaö viö efni sem heitir Thinsulate. Þetta er amerískt efni, notaö sem fóöur í fatnaö. Það þótti hafa þaö fram yfir annaö fóöur aö einangra mjög vel þó aö aðeins væri notaö þunnt lag af því. 1 Noregi var auglýst aö þaö einangraði betur en æöardúnn. Þetta reyndist hins vegar ekki rétt. Þaö eru aöallega jakkar sem seldír hafa veriö í Noregi meö þessu fóöri. I auglýsingu segir að nú þurfi menn ekki lengur aö klæðast þykkum jökkum eöa úlpum til þess aö halda á sér hita í vetrarkuldanum. Og þaö reyndist rétt vera, jakkarnir með Thinsulate fóör- inu voru mun þynnri en þær yfirhafnir sem Norðmenn keyptu sér annars mest til vetrar. En þaö var ekki nóg. Jafnvel á meöan jakkamir vora nýir voru þeir ekki eins hlýir og dúnúlpur, þó aö þeir væru nærri því jafndýrir. Og þegar búiö var aö þvo jakkana nokkr- um sinnum var einangrun þeirra nær engin. I meöferöarmerkingu var sagt aö þvo mætti jakkana úr 40 gráöa heitu vatni, ekki mætti klórþvo þá, ekki hreinsa þá í efnalaug og ekki strauja nema meö nær köldu jámi. Neytenda- samtökin norsku rannsökuöu hvernig á þessu stóö. Þau keyptu jakka og skoö- uöu fóöriö. Þaö var þunnt lag af trefjaefni. Síöan var jakkinn þveginn í þvottavél viö 40 graður og hengdur upp til þerris. Fóöriö var síöan skoðaö aftur. 1 ljós kom aö þaö var hlaupið saman í litlar kúlur og líkast gamalli rifinni bleiu aö sjá. Því fleiri sem þvott- amir uröu, því verr fór fóöriö. Ef flíkin var þeytiundin fór fóöriö enn verr. Neytendastofnun norska ríkisins fékk sömu niðurstöður úr víðtækum rannsóknum á flíkum fóöruöum meö Thinsulate. Eftir því aö dæma er flíkin nothæf þegar hún er ný en verður smátt og smátt ónothæf. Venjulegt fólk ræöur ekki yfir aðferöum til aö þvo hana án þess aö eyðileggja hana. Og þegar um svona dýrar flíkur er aö ræöa, veröur aö ætlast til aö þær séu meira en einnota. Haft var samband viö nokkra fata- framleiöendur hér á landi. Þeir könn- uðust ekkert viö Thinsulatiö og þótti ekki líklegt aö þaö væri notaö hér. Vel má þó vera aö þaö sé notaö í flíkum sem fluttar eru inn. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.