Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 8
8 DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983. Skíðakennsla Skíðaskóli Armanns verður meö alhliða skíðakennslu um helg- ina fyrir börn og byrjendur og lengra komna. Innritun í Armannsskálanum kl. 11.30—12.00. SKIÐASKOLIARMANNS. Tónlistarskóli Húsavíkur Tónlistarskóli Húsavíkur óskar að ráða píanó-, fiðlu- og blásarakennara fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 9641560 eða 96- 41778. SKOLANEFND HUSAVIKUR. Laus staða Staða skjalavaröar í Þjóðskjalasafni Islands er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf (embættispróf) í sagnfræöi eöa íslenskum fræöum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 12. apríl. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 8. mars 1983. SVÖRT LEÐURSTIGVÉL f$Xröf* Skósel Opið laugardaga NY SENDING Laugavegi 60 Sími 21270 kl. 10-12 Útlönd Útlönd Útlönd Hinar langdregnu viðræður um brottflutning ísraelskra herja frá Líbanon hafa tekið nýja stefnu eftir að ákveðið var að utanríkisráðherrar Líbanon og Israel skyldu fara til Washington og ræða þar við banda- ríska embættismenn. Embættismenn, bæði í Bandaríkjunum og Israel, vildu ekkert láta hafa eftir sér um fyrir- hugaðar viöræður. Aðstoöarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Veliotes, sagði aö menn væru nú vitni að atburöum sem gætu leitt til lausna. Líbanski utanríkisráðherrann, Eli Salem, er í Bandaríkjunum að frum- kvæði bandarískra stjómvalda, en heimsókn Shamirs, utanríkisráðherra Israel, var ákveðin fyrir beiðni stjórn- ar Israel. Ekki er fyrirhugað að þeir tveir ræðist beint við. Forseti Líbanon, Amin Gemayel, hefur enn ítrekað þaö að allt erlent her- lið skuli á brott úr Líbanon, í ræðu sinni á þingi óháðra ríkja í Nýju-Delhi. Ostaðfestar fregnir frá Israel herma að Israelsmenn hafi nú breytt afstöðu sinni að vissu leyti og heimti nú ekki Amin Gemayel Líbanonforseti vill erlenda heri burt, og hugsanlegt að honum verði að ósk sinni. lengur eigin herstöðvar á líbönsku möguleika á sameiginlegu eftirliti með landi. Munu Israelsmenn hugleiöa líbönskumhermönnum. BREYTT STAÐA í LÍBANON? OPEC-f undurinn i London: Hefur samkomulag náðst? Olíumálaráðherrar þinga: Hafa þeir nú náð samkomulagi? Svo virðist sem OPEC-ríkin hafi loks náð samkomulagi á fundum í London um olíuverð og framleiðslu. Ekkert hefur enn verið sagt opinberlega um það hver niðurstaðan er, en á blaða- mannafundi sagði olíumálaráðherra Venezuela, Calderon Berti, að fundim- ir hefðu verið gagnlegir. Ágreiningur um hvemig ætti að skipta markaðnum leiddi til þess að síðustu tveir ráð- herrafundir OPEC, í Vín og Genf, uröu árangurslausir. Samkvæmt erlendum fréttaskeytum mun þegar á miðvikudag hafa náöst samkomulag um lækkun á viðmiöunar- verði olíu um 5 dollara á tunnu, úr 34 dollurum í 29. En síðan hefur þaö vafist fyrir ráðherrunum að komast að sam- komulagi um kvótaskiptingu. 860blaösíöna glæsilegur vor- og sumarlisti! I þessum vandaða pöntunarlista frá Grattan International er aö finna á 860 blaðsíðum næstum allt sem hugurinn girnist, og margt á frábæru verði. HRAÐPONTUNARÞJÖNUSTA: Afgreiðslufrestur pantana er aöeins 3 vikur. * Glœsilegur tískufatnadur * barnafatnadur * dömu- og herra- fatnaður * skór * búsáhöld * vefnaðarvörur * sportvörur * hús- gögn, heimilistœki, * úr, klukkur og skartgripir * hljóm- flutningstœki og hljóðfœri * teppi og dúkar * tjöld, viðlegubún- aður, garðáhöld og margt, margt fleira. llar vörur á einumstad og á gódu verdi! Eitt ágreiningsefnið varframleiðslu- kvóti fyrir Iran, en Iranir hafa ekki viljað minnka sína framleiðslu en vilj- að fá kvóta Saudi-Arabíu lækkaðan. Þá hafa Bretar einnig flækt málið meö því að reyna að fá því framgengt á síöustu stundu að verð á Norðursjávarolíu ætti að vera allt að dollar lægra á tunnuna en verö á Nígeríuolíu. Eftir langa fundi og eftir aö olíu- málaráðherramir höfðu ráðfært sig í nótt við ríkisstjórnir sínar er nú talið að samkomulag hafi náöst. Suharto enn á valdastóli Suharto Indónesíuforseti sór embættiseið að nýju í dag, fyrir enn eitt kjörtímabil sitt í embætti, en gaf í skyn að nú, eftir 17 ára valdaferil, drægi að endalokum ferils hans. Hann sagöi þinginu, sem kaus hann, í stuttri ræðu að þetta kjörtímabil yrði síðasti áfangi fyrir kynslóðina sem kennd er við 1945, en þá stóð sjálfstæðisdeilan við Holland. Suharto stendur nú á hátindi valda- ferils síns, nánast óumdeildur innan- lands, en enginn bauö sig fram gegn honum. Hann hefur haldið bókstafstrú- ar múslimum alveg niðri og indónesíski kommúnistaflokkurinn, sem eitt sinn var sá þriðji stærsti í heimi, er varla til lengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.