Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 14
14 DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983. Spurningin Hlustar þú á jassmúsík? Krlstjana Bjarnadóttir húsmóðtr: 1 Stundum, já, aðallega eldri jass. Pétur Friðgeirsson vélstjóri: i Stundum, sérstaklega eldri jass, einsi ogt.d.StanGetz. Hörður Halldórsson verslnnarmaðnr: Það er frekar lítið. Það kemur þó fyrir ef skemmtileg hljóðfæri eru með. Guðni Indriðason verkamaður: Nei,1 og ég hef ekki gaman af henni. Pétur Jónsson, starfsmaður álversins: Nei, ég kýs annaðfrekar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Til aðstandenda fólks sem hef ur sjúklinga á f ramfæri: Ég er þess umkomnust aö annast hann en sé ekki hvernig mér er það mögulegt, er ein með tvö börn, kemst ekki í vinnu vegna ástandsins, daglegir snúningar veröa erfiðari með hverjum degi, reikningar streyma inn jafnt og á öðrum tímum, maginn herpist og það veröur erfiðara og erfiðara að horfast í augu við næsta dag. Hvað er framund- an? Ráðamenn og þeir sem við þessi mál fást eru alveg ráðalausir — svarið þaöan er: „Eitthvaö verður aö gera,” eða „þetta bjargast hjá þér, vinan”, en engar dyr opnast. Kannski bjargast þetta hjá mér. Eg sé ekki fram á það en þá er eftir fjöldi fólks sem hlutirnir eiga „kannski” eft- ir að bjargast hjá. Þetta „kannski” á ekki að vera til. Viö verðum að hjálp- ast að, líka þið sem enn hafiö ekki „Við verðum að hjálpast „Ef þú verður vesalingur, vanviti eða hvað annað sem skerðir þína sjálfshjálp og ert ekki á réttum aldri til þess að fá hjálp hins opinbera, hver mun taka þig að sér?” spyr 2592—6447 meðal annars í bréfi sínu. þetta vandamál, því röðin kemur að ykkur (nema auövitaö kistan verði á undan). Þar sem ekki er hægt að vísa þessu til þingmanna eða annarra áhrifa- manna, af þeirri augljósu ástæðu að það mundi kosta þrettán ára þrætu á þingi, ofan á alla erfiöleikana sem þar eru fyrir, skora ég á ykkur sem áhuga hafiö á aö verða ekki baggi á ykkar nánustu og ykkur sem berið virðingu fyrir lífinu, ekki bara þessum fyrstu yndislegu barnabumbuárunum, heldur fyrir núinu sem við erum öll þátttak- endur í, að taka höndum saman. Þið sem viljið sinna þessu vinsam- legast sendið nafn ykkar og símanúm- er til: „Baggamunur”, pósthólf 5133. P.S. Ekki bara þeir sem geta sinnt störfum í þessa þágu heldur einnig þeir sem vilja ieggja liö dag og dag. Stöfl- um ekki fólki upp eftir skjalavörslu- kerfi, þaö eru til ótal aðrar lausnir en ekki á eins manns færi að framkvæma. 2592—6447 hringdi: Þú lesandi, hver sem þú ert, átt tveggja kosta völ: Annar: að verða öðrum háður. Hinn kistulokið og köld gröfin. Stöldrum aöeins við, á morgun gætum við verið of sein — líka fyrir þig. Hvað gæti hent á morgun? Ef þú verður vesalingur, vanviti eða hvaö annaö sem skerðir þína sjálfshjálp og ert ekki á réttum aldri til þess að fá hjálp hins opinbera, hver mun taka þig að sér? Konan þín? Sonur? Maður? Dóttir? Hver er nógu sterkur? Hér á þessu landi smæðar og vináttu, þar sem að allir þekkja tii allra, ætti það vandamál ekki að vera til að heim- ili og líf fólks sé lagt í rúst vegna þess eins að viö kunnum ekki að axla ábyrgðina og standa saman að því að hlúa aö okkar minni máttar. Viö verð- um öll minni máttar fyrr eða síðar, nema því aðeins að kistulokið skelli yf- ^ ir okkur áður, því fæturnir fúna og heil- inn rýrnar og þaö gerist ekki eingöngu á löglegum aldri eins og allt kerfið . virðist halda. Þaö sem ekki bætir er að það er ekki einu sinni hugsað um þá sem eru á löglegum örorkualdri. Þetta eru mál sem hugurinn snýst kannski ! ekki um fyrr en þeim er skellt framan í jmann af lífinu sjálfu. Dæmi: lesenda- bréf í DV 7. mars um aldrað fólk. Ann- að dæmi: Faðir minn er elskaður og virtur af öllum sem á leiö hans hafa oröið og efa ég ekki aö öll blöð verða yfirfull af dásamlegum minningar- greinum um þennan mæta mann þegar hann deyr. Hann er ekki dáinn enn en varð fyrir því óláni aö fá hrörnunar- sjúkdóm og er algerlega ófær um aö bjarga sér og sinna sínum daglegu þörfum, aöeins 59 ára. Oöryggið er slíkt aö hann getur ekki verið einn eina mínútu. Hver eru svo laun þessa manns eftir þrotlaust starf í þágu allra annarra en sjálfs síns alla ævi? Engin. — Passar ekki inn í kerfiö. að” ( Ganga með bam og gefa: HVERNIG Á AÐ FRAMKVÆMA ÞAÐ? 4034—9537 hringdi: A lesendasíöunni hefur verið skrifað um að hægt sé aö ganga með börn og gefa þau í staö þess að láta eyða fóstri. Mig langar til að spyrja þá sem þetta hafa skrifað hvort þeir hafi gert sér grein fyrir því hvernig á að fram- kvæma þetta. Viö búum í litlu þjóðfé- lagi og hvernig á unglingsstúlka aö út- skýra þaö þegar hún verður ólétt, gengur með barn í níu mánuöi og svo er það allt í einu horfiö? Hún er til dæmis í skóla. Á hún aö hætta námi í eitt ár og fara í felur einhvers staðar? Hvernig getur hún horfst í augu við, ef til vill, miskunnarlausa félaga sína Lesendur Sigurður Valgeirsson sem segja hana og móður hennar ómerkilegar. Manni skilst að flestar fóstureyðing- ar séu einmitt þessi börn. Þaö gerist líka aö gift kona veröur ólétt og getur og vill helst með engu móti ala barn. Móðurtilfinningin fer ekki að vaxa fyrr en eftir þrjá fyrstu mánuðina. Það er erfitt að ganga með barn heilan meðgöngutíma með vaxandi móðurtil- finningu og gefa það síðan. „Við búum í litlu þjóðfélagi og hvernig á unglingsstúlka að útskýra það þegar hún verður ólétt, gengur með barn i níu mánuði og svo er það allt í einu horf- ið?” segir 4034—9537 meðal annars í bréfi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.