Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 13
DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983. 13 En hversu skynsamleg er þessi hug- mynd? Hættulegar undir stjórn öfgamanna Fyrir ca þrjátíu árum flutti dr. Bjami Benediktsson erindi um stjóm- arskrá íslands og þær tillögur, sem sjálfstæöismenn höföu þá sett fram um breytingar. I þessari ræðu sinni vék hann sérstaklega aö þingnefndum, en þá haföi verið sett fram hugmynd um aukiö vald þeirra hér á landi. Hug- mynd þessi er nefnilega ekkert ný. Bjarni rakti ýmsa kosti svona nefnda. En hann benti jafnframt á aö skýrgreina yröi vald nefndanna mjög nákvæmlega, því aö nota mætti þær á mjög háskalegan hátt. Vísaði hann þar einkum til hinnar bandarísku þing- nefndar um óameríska starfsemi, sem þá starfaöi af fullum krafti undir stjórn J ósephs McCarthys. Og ég held aö vamaöarorð dr. Bjama séu í fullu gildi. McCarthytíma- bilið í Bandaríkjunum ætti að vera mönnum talsverö áminning um, aö varasamt er aö láta stjórnmálamenn yfirheyra menn um athafnir þeirra. Slíkt felur ætíð í sér kveikju aö of- sóknaræöi og galdrabrennum. Hver yrði réttur manna? Viö skulum hugsa okkur, aö tillaga Vilmundar yröi samþykkt og þing- nefndir fæm aö yfirheyra menn um allt milli himins og jaröar. Hvaöa reglur eiga þá aö gilda um réttarstööu McCarthy-tímabiHð í Bandarikjunum ar víti til varnaOar, þegar hugsað er til tíiiagna VHmundar, segir greinarhöfundur. þeirra manna, sem koma til að gefa skýrslurfyrir nefndinni? Hafa þeir stööu vitna? Hafa þeir stööu aðila í einkamáli, eöa hafa þeir réttarstööu sakaöra manna? Má nota framburöi þeirra sem sönnunargögn í sakamálum? Eiga þeir að geta neitaö aö svara spumingum, hver sem hún er? Vilmundur svarar því til, aö þaö sé lögg jafaratriöi aö setja þessar reglur. En ég spyr á móti, er það rétt aðferð, aö sá sem valdið hefur til þess aö spyrja, þ.e. alþingismaðurinn, eigi jafnframt aö hafa valdið til þess aö setja allar reglur um yfirheyrsluna? Erum viö ekki þá komin töluvert langt frá þeim réttarhugmyndum, sem nú eru viðurkenndar í landinu? Verða þessar reglur ekki að vera í stjórnar- skrá? í raun sakadómsrannsókn Þróunin hefur oröiö sú í Banda- ríkjunum, að þeir, sem eru kallaöir til þess aö bera vitni fyrir þingnefndum, hafa ætíö meö sér lögmann, sem er vitninu til aöstoðar um, hverju beri aö svara og hvenær neita megi aö svara spumingum annaöhvort vegna efnis þeirra eöa vegna þess, aðsvariö kynni síöar aö vera notað gegn vitninu. Þannig hafa yfirheyrslurnar í raun oröiö sakadómsyfirheyrslur og þaö hefur ætíö verið taliö mjög mikiö áfall fyrir viökomandi, ef þingnefnd vill fara aö rannsaka starfsemi hans. Ég er ekki viss um, aö svona yfir- heyrslur heföu nokkuö aö segja hér á landi nema til þess eins aö gefa orðhvötum þingmönnum tækifæri til þess að hella sér yfir vitni, sem eru óvön skylmingum orösins og veröa að gjalti í höndum ósvífinna spyrjenda. Viðkomandi þingmaöur bætti efalaust einhverju viö pólitíska hæö sína, en hagur landsins myndi tæpast batna. Halda menn t.d. aö álmáliö væri eitthvaö nær því aö leysast, þótt þeir Olafur Ragnar Grímsson og Birgir Is- leifur Gunnarsson heföu staöiö i skylmingum á opnum þingnefndar- fundi meö Ragnar Halldórsson sem bolta á milli sín? Halda menn, aö menn væru einhverju nær, þótt Vilmundur Gylfason væri að skattyröast viö Thor Ö. Thors um starfsemi Aðalverktaka? Hrein auglýsingatillaga Vilmundur Gylfason kastar nú tillögu sinni fram um ofurvald þing- nefnda án þess að gera nokkra grein fyrir framkvæmdaratriöum, sem þó skipta mun meira máli. Þaö sýnir, aö annaöhvort gerir Vilmundur sér alls enga grein fyrir því, sem hann er aö leggja til, og því trúi ég ekki, eöa aö hann er að setja þessa tillögu fram í hreinu auglýsingaskyni til þess aö skapa sér pólitiska sérstööu í stjórnar- skrármálinu. Slíkt sýnir hins vegar málefnafátækt. Haraldur Blöndal. skólagöngu og viö og viö heimsótt afa og ömmu. Þessi dæmi sýna vel stefnu Sjálf- stæðisflokksins í framkvæmd. Veru- leikinn talar sínu máli. Bamafjöl- skyldumar og hinir efnaminni eru látnir borga mörg þúsund krónum meira á ári. En stóreignamennirnir í einbýlishúsunum og fyrirtækin í verslunarhöllunum hafa grætt milljón- ir á skattalækkununum. Þaö fer nú lítiö fyrir fimmhundruö- kallinum, sem fjölskylda launa- mannsins fær í afslátt af íbúöinni sinni, þegar hafðar em í huga þær þúsundir, sem hún verður aö greiöa til viðbótar til að bömin komist meö strætó í og úr skóla, eöa litlu krakkámir fái aö heimsækja leik- vellina. Barnasundið og bókasöfnin Borgarstjórnaríhaldinu fannst hins vegar ekki nóg aö gert. Þaö voru fleiri liðir í skattaskrá borgarinnar, þar sem nýkapitalistamir sáu möguleika til aö græöa á krökkunum. „Krakkar lesa bækur á bókasöfnum,” sögðu læri- sveinar Heyeks og Friedmans hver viö annan í hléinu á fundum borgar- stjórnar. Brosandi hækkuöu þeir barnaspjöldin á bókasöfnunum um 100%. Sagt er, aö þeir hafi fengiö heillaskeyti frá Thatcher og Reagan. Svona eiga duglegir nýkapitalistar aö haga sér í valdastólunum. Láta bara börnin borga. ,,En krakkar fara líka í sund”, sagöi nýliöi í rööum borgar- stjómaríhaldsins, heillaöur af stefnu Verslunarráösins og VSI. .flvers vegna hækkum viö ekki sundiö líka?” Og sundstaöirnir uröu líka fómarlömb hinnarnýjustefnu. 10.000-20.000 króna skattahækkun á sér- hverja venjulega barnafjölskyldu Tæpu ári eftir valdatöku Sjálfstæöis- flokksins í Reykjavík blasir viö fram- kvæmd loforðanna um skattalækkun. Stóreignamennirnir sem ana um á einkabílunum og fjárfestingarkóngar steinsteypubáknsins em sælir og ánægöir. Þeir hafa fengið milljónir króna í sinn hlut. Framlag þeirra til sameiginlegrar starfsemi borgarbúa hefur stórlega lækkað. Fjölskylda stór- eignamannsins, sem rekur verslunar- hallirnar, getur vel fariö í sólarlanda- ferö fyrir hagnaöinn af skatta- lækkuninni sem Sjálfstæöisflokkurinn lét henni í té. Barnafjölskyldur launafólksins, sem plataöar voru til aö kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Á lævísan hátt hefur íhaldið lætt inn grundvallarbreytingu á innheimtukerfinu í borginni. Sérhver barnafjölskylda er nú látin borga, sem nemur 10.000—20.000 krónum meira á ári í margs konar skatta á þjónustu og ný gjöld fyrir afnot af starfsemi í borginni. Skattahækkun Sjálfstæðis- flokksins á þetta fólk nemur 1—2 mánaöarlaunum á ári hjá hverri barnafjölskyldu. Nýkapitalistamir læröu þaö í ritum Friedmans og Hayeks aö skatta má taka meö ýmsu móti. Hækkun þjón- ustuskatta kemur fyrst og fremst niöur á fjöldanum. Hinir ríku sleppa algerlega, því aö lifnaöarhættir þeirra eru fyrir ofan slíka þjónustuþörf. Þessi grundvallarkenning sem mótar hag- stjórnina hjá Reagan og Thatcher hefur nú birst í framkvæmd í Reykja- vík. Þegar gjöldin fyrir heimsóknir barnanna á leikvelhna, strætisvagna- feröirnar í skólann em ásamt öömm nýjungum í barnasköttum Sjálfstæðis- flokksins lagðar saman í eina útgjalda- heild, blasir viö launamanninum, sem býr í Breiðholtinu, að kosningasigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kost- ar hann nú 10.000—20.000 krónum meira á ári í útgjöld til borgarinnar. Barnaskattarnir eru orönir vörumerki hins nýja meirihluta. Verður lands- stjórnin svona? Sjálfstæöisflokkurinn sigraöi í Reykjavík. Hann sækir nú fram um landið allt. Stefna Verslunarráösins og kröfur VSI vísa veginn. Nýir menn bíöa óþreyjufullir eftir að hrinda í framkvæmd á landinu öllu reynslunni frá Reykjavík. Þorsteinn Pálsson og Friörik Sophusson, nýja forystan í þingflokki Sjálfstæöisflokksins, gera kröfu til sams konar forræðis í þjóö- málum og Davíð Oddsson hlaut í borg- armálum. Loforöin verða svipuö og framkvæmdin eins. I fyrra voru þúsundir, sem létu blekkjast. Gerist þaö sama í vor? Vill almenningur á Islandi aö slíkir menn fái líka að leika sér aö landsstjóminni? Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.