Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 4
4
DV.FÖSTUDAGURll. MARS 1983.
Menning Menning Menning
Skrýtið í
leikhúsum
Þaö er eitthvert undarlegt lotterí
sem stýrir erlendum gestaleikjum
hingaö til lands. Og virðist sumpart
ráöast af tilfallandi feröastyrkjum,
einkum norrænum, til leikferöalaga,
og sumpart af samgöngum yfir um
Atlantshafið. Á þeirri leið eru einatt
hinir og aðrir fræknir fýrar, og má
stundum fá þá meö heppni og hug-
kvæmni til aö tylla viö tá hér á landi.
Af þessu síðara tagi var víst
heimsókn ameríska leikbrúðuflokks-
ins Bread and Puppet Theatre í
Þjóðleikhúsinu í vikunni sem leiö, og
hefur dregist úr hömlu að segja lítið
eitt frá henni. Einkum af því aö
þegar til kom var aðallega skapraun
að heimsókninni. Það sem það var.
A undan gestkomunni var farið
nokkuð en býsna óljóst frægðarorð af
flokknum, þátttöku hans á sinni tíð í
baráttunni gegn stríði í Víetnam,
leikbrúðuhátíðum miklum sem
flokkurinn heldur, verðlaunum
honum til handa á leiklistarhátíöum
Leiklist
ÓlafurJónsson
víða um lönd. Þesslegt aö eitthvað
óvænt væri í vændum. Og það var
ansi líflegt að koma í leikhúsiö á
fimmtudaginn, fjörleg músík og fólk
að leika sér á stultum í fordyrinu.
Minnti ögn á Spánverjana góðu sem
hingaö komu um áriö, Els Comedi-
ants.
Síöan hófst sýningin sjálf með
þremur stuttum „götusýningum”
sem flokkurinn mun tíöka í sínu
heimalandi í því skyni aö mótmæla
hinum eða öðrum ófamaði. Leikir
eru of stórt orð um þetta, einfaldar
myndrænar sýningar með skýrum
móral: Protest & survive.
Mótmælið að þið megið lífi halda —
hvort sem það er að endingu flokkur-
inn sjálfur eða áhorfendur hans sem
eiga að halda með þessu móti í sér
tórunni.
Hverju voru þau aö mótmæla?
Svei mér ef ég man það, og er þó ekki
vika liðin frá leiknum. Ætli það hafi
ekki verið bombur, mengun, kúgun.
Eða svoleiðis. En hitt má svo sem
hugsa sér að einfaldar sýningar af
þessu tagi, risavaxnar brúður,
einfaldasta hugsanleg framsetning
efnis í mynd og máli, geti vel hentaö
til að brýna í odd, úti á torgum og
gatnamótum, einhver þau deiluefni
sem uppi eru á hverjum tíma. En að
tilefninu liðnu er tilgangur þeirra úti.
Á eftir úreltum prótest kom
afdönkuð mýstik. Aöalefnið á
sýningu flokksins var býsna langur
og flókinn leikur með ýmiskonar
brúðum, tónlist, látbragði um
einhverskonar skáldlega hugmynd
um manninn og lífið á jörðinni:
dæmda búka endalokanna, stendur í
leikskrá. Þangað til „yngsta barnið”
púar einhverslags lífsanda í belgina.
Þrumuveður yngsta barnsins nefnd-
ist þetta. Æijá. Satt að segja fannst
mér öll þessi sýning langt um of
frumstæð aö efnivið og aðferðum,
leikrænni og myndrænni úrlausn
hinnar lúnu hugmyndar um barn og
endurlausn til að megna þvi að fá
áhuga á henni. Ef aftur er hugsað til
Spánverjanna um árið og skáld-
skaparins í sýningum þeirra má ljóst
vera hve himinvíður munur getur
orðið á brúðum og leik jum.
Samt sem áöur má maður líklega
vera þakklátur fyrir heimsóknina.
Mest um vert að gestir komi, f jör og
tilbreytni sem er af gestkomum.
Veröur að sæta því að stundum stafi
þær af misgáningi og valdi aöallega
vonbrigðum.
Efekki í dag
Skrýtnar fréttir úr leikhúsunum. I
Hafnarbíói hafa að undanfömu
starfað einir tveir nýir leikflokkar,
Revíuleikhúsið og Gránufjelagið,
sem nýbyrjað hafa sýningar. Og
legiö í loftinu að Alþýöuleikhúsið
kynni brátt að byrja sýningar á
nýjan leik. Þá fréttist upp úr þurm
að eigi að fara að rifa húsið. Ef ekki á
morgun þá hinn.
I mörg undanfarin ár hefur öðm
hverju verið talað um „frjálsa
leikhópa” og nauösyn þess að þeir
megi starfa. Frjálsa leikhópa vilja
Úlafur okkar Jónsson ar ekki
beinlinis uppnœmur af hrifningu
vegna heimsóknar Bread and
Puppet Theatre; telur aðallega
skapraun hafa verið að henni.
DV-mynd: Einar Ólason.
allir hafa, eða láta svo. En því miður
gengur einatt illa að láta slíka hópa
bera sig, listrænt séð eða fjárhags-
lega. Aðsókn og undirtektir við sýn-
ingar Alþýðuleikhússins undanfarin
ár, sýningar Revíuleikhússins á
Karlinum í kassanum, virðast sýna
og sanna að þörf sé og jarðvegur
fyrir starfsemi þeirra.
í hinu oröinu er talað um þessa
frjálsu starfsemi sem „atvinnuleik-
hús”, rétt og kröfu sem ungir
leikarar eigi til að iðka list sína í at-
vinnuskyni, nauðsyn fjárstyrkja til
hennar. Er ekki einhver misskiln-
ingur í þessu? Veröa menn „leikar-
ar” af því einu saman að ljúka
leiklistarnámi? Felst ekki ..frelsið”
beinlínis í því að afsala sér þeirri
framfærslu sem atvinnuleikhús
býður og leika upp á von og óvon. Er
sá leikhópur í rauninni frjáls sem
rekinn er með opinberum styrkjum
til atvinnubóta fyrir nýliða í leikara-
stétt? Er það ekki bara nýtt „at-
vinnuleikhús”, „leikstofnun” eða
hvaðeina þaö sem „fjálsir leikhóp-
ar” vilja rísa gegn?
Hvað sem þessu líður, og hvað sem
verður um Þorlák þreytta eöa
Gránufjelagið, er eftirsjá að
Alþýðuleikhúsinu, einkanlega hinni
upprunalegu hugmynd um það. Þótt
Hafnarbíó falli er vonandi að hún
vakni til lífs upp á nýtt. Og fái
einhverstaðar inni.
„SKYNSAMLEGAST
AÐ MENN LEGGI
BjFREIÐUM SÍNUM”
— segir Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri
vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum, um nýja
bifreiðaskattinn sem nú fer á ofsahraða
í gegnum þingið
„Það á sýnilega að keyra þetta
mál í gegnum neðri deild Alþingis
með ofurhraöa og gera þar með
þessa óréttlátu skattheimtu að lög-
um,” sagði Stefán Pálsson fram-
kvæmdastjóri Landvara, lands-
félags vörubifreiðaeigenda á
flutningaleiðum í viðtali við DV í
gær.
Félagar Landvara koma verst af
öllum út úr hinum nýju lögum sem
nú eru fyrir þinginu um nýja skatt-
lagningu á bifreiðaeigendur. Þeir
eiga stærstu og þyngstu bílana og
þurfa samkvæmt breytingatillögu,
sem samþykkt var í efri deild
Alþingis í fjrrakvöld að greiða 7.600
krónur í viðbót á ári í skatt af bílum
sínum.
„Tillagan hefur aðeins verið lag-
færð í efri deildinni, en engu að síður
eru þetta óréttlátir skattar á okkur
og alla bifreiðaeigendur,” sagði
Stefán. „Við þessar aöstæður væri að
sjálfsögðu skynsamlegast að menn
legðu bifreiðum sínum, en vegna
siðferöislegra skyldna Landvara-
manna viö flutningakaupendur úti á
landi eru þeir tilneyddir að halda
áfram starfseminni þrátt fyrir óhag-
kvæmni.
Gjald þetta eða skattur skellur nú
á fyrirvaralaust og menn eiga þess
engan kost að afla sér tekna til þess
að greiða þaö. Hafi þeir ekki greitt
gjaldið fyrir 1. maí nk. falla á það 5%
dráttarvextir frá 1. apríl til greiðslu-
dags og eftir 1. maí má búast við lög-
taks- og uppboðsaðgerðum.
Fyrirhugað gjald kemur til með aö
auka flutningskostnað og hækka allt
vöruverð í dreifbýli. Má í því
sambandi nefna að ríkissjóður legg-
ur nú þegar þung gjöld á vörukaup-
endur úti á landi. Vörukaupandi á
Húsavík þarf t.d. að greiða af hverju
tonni, sem hann kaupir og fær flutt
frá Reykjavík með bifreið kr. 238,00 í
þungaskatt og kr. 514,00 í söluskatt
af flutningnum eða samtals kr.
752,00. A sama hátt greiðir
vörukaupandi á Neskaupstað af
hverju tonni kr. 326,00 í þungaskatt
og kr. 606,00 í söluskatt af flutningn-
um eða samtals kr. 932,00. Með
fyrirhuguðu veggjaldi er ennþá veriö
að auka á þann aðstööumun sem er á
milli íbúa dreifbýlisins og íbúa Stór-
Reykjavíkursvæöisins. Auk þess að
greiða veggjaldiö af þeim bílum sem
íbúar úti á landi eiga og nota í sínum
heimabyggðum þurfa þeir að greiða
aukaveggjald og söluskatt af því
vegna þeirrar vöru sem flutt er til
þeirra.”
-klp
Vöruflutningabilstjórar segja að skynsamlegast væri að leggja bilunum til
að mótmæla nýja veggjaldinu.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
1 . ■j
En enginn amast við sauðkindinni
Þegar verið var að reisa kísilverk-
smiðjuna við Mývatn, var ákveðið aö
leggja veg um hraunið beint frá
Reykjahlíð og aö Húsavík. Hraunið
er mjög úfið og fer þar engirn yfir
nema fuglinn fljúgandi. Ööara sem
tilkynnt var um þessa ákvörðun risu
upp alls konar náttúruverndarsam-
tök og mótmæltu lagningu vegarins,
sem væri gjörspilling á náttúru Mý-
vatns, sem helst ætti að vera ósnert
eins óg vestumey. Þó mátti að sjálf-
sögöu ræsa fram mýrar og stimda of-
beit og eiga sauðfé. En stjórnmála-
foringjar landsins hlustuöu ekki á
þessi mótmæli og var vegurinn lagð-
ur. Hann hefur þjónað vel sínu hlut-
verki, og jafnframt opnaðist ferða-
mönnum ný leið um landið. Ekki er
vitað til þess að náttúruverndar-
menn hafi síöar komið fram með til-
lögur um að rutt yrði yfir veginn og
honum lokað, og því síður að nokkurt
tjón hafi orðið á vistkerfi Mývatns
vegna þessarar háskalegu vegalagn-
ingar.
Nokkrum árum síðar átti að gera
brú yfir Botnsvog í Hvalfirði. Þá reis
upp Hjörleifur Guttormsson og barð-
ist af hörku gegn brúnni vegna þess,
að sérstakar marflær eru á sveimi í
Botnsvoginum, og væri líf þessara
kvikinda meira virði en greiðari
samgöngur. Hjörleifi tókst með að-
stoð einhverra manna að fyrirkoma
brúnni.
Enn síðar varð mikil reiði meðal
laxveiðimanna, vegna þess, að nauð-
synlegt var talið að endurnýja brým-
ar yfir Elliðaár. Það voru skrifaðar
lærðar greinar í öll blöð um það,
hvemig allur iax í Elliðaám myndi
fara til Færeyja að láta veiða sig
þar, frekar en synda undir nýmóðins
brýr. Það var vitanlega ekki hlustað
á þetta rugl og ekki er vitað til þess
að nýju brýraar hafi haft nokkur ein-
ustu áhrif á laxagengd í Elliðaánum.
Og enn hófst sami söngur, þegar
smíðuö var nýja brúin yfir EUiðaár.
Það var safnað undirskriftum og
mótmæli komu frá alls konar ráðum
og nefndum, en skynsemin réði enn
ferðinni. Brúin er hin fegursta smíð
og styttir vegalengdir í Reykjavík og
þeir sem fara þar yfir sjá ámar frá
nýjum sjónarhóli. Allar mótbárur
gegn brúnni hafa reynst á misskfln-
ingi byggðar.
En náttúruveradarsamtökin sjá
víðar óvini en i brúarsmiðum og
vegagerðarmönnum. Fyrir nokkru
síðan var farið að undirbúa torfæru-
keppni um hálendið. Öðara þegar
fréttist af þessum undirbúningi byrj-
uðu mótmælin að streyma inn, og
með því að Hjörleifur er í ríkisstjórn-
inni ennþá, var málið tekið upp þar.
Hjörleifi tókst ekki að ná fram mark-
miði sinu og málið nú í höndum
dómsmálaráðherra.
Þótt vitanlega beri að fara að öllu
með gát i umgengni við landið, þá er
það fjarri öllum sanni, að torfæru-
keppni sé tfl þess eins fallin að spilla
landinu. tslendingar hafa nokkra
reynslu af torfæruakstri, sem skipu-
lagður hefur verið af bifreiðaíþrótta-
klúbbum. Umgengni hefur verið til
fyrirmyndar, og miklu skiptir, að
stjóraendur akstursins hafa ætíð
kostað kapps um að iaga slóöirnar
eftir keppnina, svo að engin land-
spjöll yrðu. Vitanlega verða troðn-
ingar slæmir meðan ekið er, en auð-
velt er að laga það, og meiri líkur eru
á því, að torfærukeppnin bæti ástand
slóðanna um hálendið þegar upp er
staðið. Og það er ljóst, aö það verður
mun minna rask af þessum akstri, ef
hann verður leyfður, hcldur en t.d. af
því, þegar gangnamenn reka söfnin
niður. Þá spænist upp hver moldar-
slóðin af annarri og gróðurinn treðst
niður. Hins vegar veit Svarthöfði
ekki til þess, að náttúruveradarsam-
tök hafi mótmælt sauðkindinni, þótt
hún sé e.t.v. mesti skaðvaldurinn í is-
lenskri náttúra. Þessi merkflega
skepna hefur alls staðar forgang,
hvort heldur er á vegum eða vegleys-
um, uppi í Mosfellssveit eða í Land-
mannaláugura. Svarthöfði.