Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR11. MAKS1983.
DV. FÖSTUDAGUR11. MARS1983.
íþróttir
íþróttir
íþrótt
íþróttir
Bþróttir
íþróttii
Stúlkumar úr KR hafa þegar tryggt sér íslandsmeístaratitilinn í
körfuknattleik kvenna. Hafa þær enn ekki tapað leik í 1. deildinni
og eiga þar tvo leiki eftir. Þá era þær komnar í úrslit í bikarkeppn-
inni og mæta þar annaðhvort IS eða Njarðvík þann 17. mars. Þessi
mynd er af íslandsmeisturunum. Fremri röð talið frá vinstri: Erla
Pétursdóttir, Kóra Barker, Margrét Arnadóttir. Aftari röð frá
vinstri: Eraa Jónsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Emelia
Sigurðardóttir, Kristjana Hrafnkelsdóttir, Björg Kristjánsdóttir,
Linda Jónsdóttir og Anna Haraidsdóttir. Á myndina vantar Maríu
Sævarsdóttur og Sigrúnu Ölafsdóttur. DV-mynd Friðþjófur.
Amór í liði vikunnar í Belgíu:
Fékk hámarkseinkunn
ásamt Cnops Antwerpen
Lárus Guðmundsson markahæstur íslensku leikmannanna í Belgíu
Það fór eins og Kristján
Bernburg, fréttaritari okkar í
Belgíu, spáði. Araór Guðjohn-
sen var í liði vikunnar í Belgíu
eftir glæsileik sinn gegn Water-
schei um síðustu helgi. Ekki
nóg með það. Araór fékk fjóra í
einkunn hjá blöðunum, hæsta
einkunn sem gefin er, ásamt
Cnops hjá Antwerpen. Þetta er
í fjórða sinn á leiktímabilinu
sem Araór er valinn í iið vik-
unnar í Belgíu, eða oftar en
nokkur annar sem valinn var í
lið vikunnar eftir leikina um
síðustu helgi.
Þeir Van Gucht, Daerden og
Cnops voru valdir í þriöja sinn.
DeLangre, Somers og De-
craeye í annað skipti, og þeir
Pudelko, markvörður Water-
schei, Van Bergen, Snelders og
Mommens í fyrsta sinn. Lið vik-
unnar leit þannig út:
Eftir 24 umferðir í 1. deild-
inni eru þeir Erwin Albert,
Beveren, og Djamal Zidane,
Courtrai, markhæstir með 13
hvor. Erwin van den Bergh,
Anderlecht, og Simon Taham-
ata, Standard, koma næstir
með 12 mörk hvor. Tahamata
hefur skorað sjö af mörkum
sínum úr vítaspyrnum.
Lárus Guðmundsson, Water-
schei, hefur skoraö flest mörk
íslensku leikmannanna i Belgíu
eða sex. Pétur Pétursson, Ant-
werpen, og Araór, Lokeren,
hafa skorað fjögur mörk hvor.
Vegna leikbannsins, sem
Amór fékk á dögunumfjórir
leikir — er hann nú ekki lengur
meöal stigahæstu leikmanna.
,HET ELFTAL VAN DE WEEK'
Pudelko
(Waterschei)
Delangre Somers Van Gucht Van Bergen
(Standard) (Lokeren) (Beerschot) (Lokeren)
Daerden Gudjohnsen Snelders Mommens
(Standard) (Lokeren) (Lierse) (Lokeren)
Decraeye
(Waregem)
Cnops
(Antwerp)
• Vierde selektie voor Gudjohnsen; derde voor Van Gucht,
Daerden en Cnops; tweede voor Delangre, Somers en Decraeye;
eerste voor Pudelko, Van Bergen, Snelders en Mommens.
Þar er De Wolf stigahæstur
með 56 stig. Síöan koma
Koudijzer og Verlinden með 55
stig. Amór er með 48 stig í 24.—
31. sæti.
-hsím/KB
Tvö mörk Asgeirs er
Stuttgart vann Dresden
— Dynamo Dresden komst í 3-0 en St uttgart sigraði 4-3
Frá Axel Axelssyni, fréttamanni DV í
Þýskalandi:
Það leit ekki vel út fyrir Stuttgart nú
í vikunni, þegar liðið lék æfingaleik við
eitt sterkasta knattspyraulið Austur-
Þýskalands, Dynamo Dresden, á leik-
velli sinum. Austur-þýska liðið skoraði
Valur vann
léttá
Akureyri
Kanalausir Þórsarar höfðu ekkert að
segja í Valsmenn í bikarleiknum í körf-
unni hér á Akureyri í gærkvöld. Valur
náði strax yf irhöndinni. Staðan 49—23 í
hálfleik og Valur vann svo 106—49.
Flest stig Þórs skoruðu Konráð
Óskarsson 14, Jón Héðinsson 10,
Eiríkur Sigurðsson og Valdimar
Júlíusson átta hvor. Torfi Magnússon
var stigahæstur Valsmanna með 26
stig. Rikharður Hrafnkelsson var með
18 og Tim Dwyer 17. AB/Akureyri
KR-stúlkurnar
slegnar út
Fylkisstúlkuraar í handknattleik
komu mjög á óvart í fyrrakvöld þegar
þær sigruðu 1. deildarlið KR í bikar-
keppni kvenna 14—11. Halla Geirsdótt-
ir var hetja Fylkisliðsins í leiknum, en
hún varði þrjú vítaköst.
í gærkvöldi tryggðu Fylkisstúlkura-
ar svo gott sem sæti í 1. deildinni næsta
ár, en þá sigruðu þær ÍBV í Eyjum 22—
14. Akranes er nokkuð öruggt með
sigur í 2. deild kvenna og þar með sæti i
1. deild næsta ár og Fylkisstúlkumar
fylgja þeim að öllum likindum þangað.
FÓV/-klp-
Víkingur
vann KR
Víkingur og KR léku æfingaleik í
meistaraflokki karla í knattspymunni
í gær. Víkingur sigraði 3—2.
Mörkin skoruðu Sverrir Herberts-
son, Sigurður Aðalsteinsson og Páll
Ásgrímsson.
Ásgeir Sigurvinsson.
þrjú fyrstu mörkin en samt tókst Stutt-
gart að sigra 4—3. Ásgeir Sigurvinsson
skoraði tvö af mörkum Stuttgart i
leiknum.
Dynamo Dresden byrjaði meö mikl-
um látum í leiknum. Backs skoraði á 8.
mín. og þeir Netz og Treletzki komu
Dynamo í 3—0 á 16. og 18. mínútu.
Síðan fór munurinn aö minnka.
Stuttgart fékk vítaspymu á 24. mín.
sem Ásgeir skoraði úr. Ohlicher skor-
aði annað markið á 54. mín og á þeirri
73. jafnaði Ásgeir. Vestur-þýski lands-
liösmaðurinn Karl-Heinz Föster skor-
aði sigurmark Stuttgart tveimur mín.
fyrir leikslok.
-hsím
^ Hvaða lið komast í 1. deild?
Úrslitakeppnin í 2.
deild hefst í kvöld
Úrslitakeppnin í 2. deild karla i
handknattleiknum hefst i kvöld í
11 keppendur
í landsf lokka-
glímu
Landsflokkaglíman 1983 verður haldin í
íþrnttasal Vogaskóla laugardaginn 13. mars
nk. kl. 16.30.
Landsflokkagliman er meistaramót og
sigurvegari í hverjum flokki telst Islands-
meistari.
Þátttakendur eru:
YFIRÞYNGD:
Árni Bjamason, KR
Hjörleifur Pálsson, KR
Jón Unndórsson, KR
MILLIÞYNGD:
Eyþór Pétursson, HSÞ
Guömundur Freyr Halldórsson, Ármanni
Kristján Yngvason, HSÞ
Úlafur Haukur Úlafsson, KR
LÉTTÞYNGD:
Bryngeir Stefánsson, UÍÁ
Geir Gunnlaugsson, UV
HjörturÞráinsson, HSÞ
Karl Karlsson, UV
Engir þátttakendur em í unglingaffokki,
drengjaflokki og sveinaflokki þetta árió.
íþróttahúsinu að Varmá. Fjögur liö,
KA, Haukar, Breiöablik og Grótta
leika um tvö sæti í 1. deild, fjórföld um-
ferð. Liðin hafa stigin með sér í keppn-
inni í vetur í úrslitakeppnina. KA hafði
þar 22 stig, Haukar 18, Breiðabiik og
Grótta 16.
í kvöld kl. 20 leika KA—Breiðablik,
síðan Grótta—Haukar. Á morgun kl.
13.30 Grótta—KA, Haukar—Breiðablik
og á sunnudag kl. 13.30 verða síðustu
leikirnir í fyrstu umferðinni, Breiða-
blik—Grótta, KA—Haukar. Önnur um-
ferðin verður í íþróttahúsinu á Sel-
tjarnaraesi. Sú þriðja í Hafnarfiröi og
fjórða, eftir páska, á Akureyri. -hsím.
Brasilíustjórn
neitaði
Stjóra Brasilíu neitaði i gær að
styrkja brasiliska knattspyrnusam-
bandið til að halda heimsmeistara-
keppnina 1986, þó svo mikill meirihluti
þingmanna hefði samþykkt tillögu um
það. Segja má að þar með séu mögu-
leikar Brasiliumanna til að halda HM
úr sögunni. Bandaríkin, Kanada og
Maxikó hafa sótt um að fá að halda HM
1986. -hsim.
Bikarmót í Skálafelli
Bikarmót Skíðasambands íslands
var haldið i ágætisveðri i Skálafelli um
síðustu helgi. Keppt var í svigi og stór-
svigi en brautir erfiðar og féllu nokkrir
keppendur úr af þeim sökum. Einnig
áttu mistök sér stað hjá brautarverði
eins og áður hefur komið fram hér í
blaðinu.
Helstu úrslit eru þessi:
1. Elías Bjamason, A 68,79
2. Ámi Þ. Áraason, R 68,46
3. Kristhm Sigurðss., R 69,74
4. Björa Víkingsson, A 69,89
Konur
1. Tinna Traustadóttir, A 60,99
2. Nanna Leifsdóttir, A 61,82
3. Ásta Ásmundsdóttir, Á 61,24
4. Hrcfna Magnúsd., 62,80
ferð
66,33
69,03
67,98
68,28
samt.
135,32
137,49
137,72
138,17
SVIG
Karlar
1. BjöraVíkingsson.A 60,42 49,79 110,21
2. Daníel Hilmarsson, D 60,09 50,79 110,88
3. Kristinn Sigurðsson, R 60,88 50,69 111,57
4. Erling Ingvason, A 61,58 50,86 112,44
Konur
1. NannaLeifsdóttir.A 55,64 39,97 95,61
2. Tinna Traustadóttir, A 56,60 40,88 97,48
3. Guðrún J. Magnúsd., A 57,12 40,90 98,02
4. Hrefna Magnúsd., A 56,71 41,60 98,31
„Dæmdir lélegasta
liðið fyrirfram”
— sagði Gauti Laxdal, fyrirliði íslandsmeistara Fram
3. flokkur Fram, Islandsmeistarar I handknattleik 1983.
DV-mynd Anton
B „Við unnum mótið á því að liðið er
mjög jafnt, enginn einn maður sem allt
J byggist upp á,” sagði Gauti Laxdal,
J fyrirliði Fram í 3. flokki, eftir að þeir,
I'höfðu orðið íslandsmeistarar í hand-
I knattleik. „Það var búið að spá því
1 fyrirfram að við værum með lélegasta
[ liðið,” bætti hann við.
Þeir geta svo sannarlega verið
ánægðir Framarar því þeir unnu
mótið örugglega og spiluðu mjög
skemmtilegan handbolta. Það sakar
ekki að geta þess að aðeins tveir leik-
manna Fram eru á eldra árinu í þriðja
flokki, þannig að útlitiö ætti að vera
bjart.
Lokastaðan í mótinu var þessi:
1. Fram
2. Ármann
3. Stjarnan
4. Þór Ak.
5. -7. KR
5.-7. Víkingur
5.-7. U.M.F.N.
stig
10
7
6
6
4
4
4
AB/Akureyri
íþrótt
íþrótt
íþróttir
Þrir kunnir handknattleikskappar sjást hér á áhorfendapöllunum i Vlissingen í Hollandi. Sigurður Sveinsson, Alfreð
Gislason og Atli Hilmarsson. DV-mynd SOS
Alf reð Gíslason, landsliðsmaður úr KR:
HEFUR EKKIFENGIÐ
FRÍ FRÁ HANDKNATT-
LEIK FRÁ ÞVÍ1979
Bíður nú spennt ur eftir góðu sumarf ríi. Dankersen
hefur augastað á þessum skotfasta leikmanni
— Ég er ákveðinn að taka mér gott
sumarfrí þegar handknattleiksvertið-
inni lýkur. Ég er orðinn langeygður
eftir fríi, því að ég hef æft af fullum
krafti frá því 1979 án hvUdar — hef að-
eins fengið viku frí frá handknattleik á
þessum tíma, sagði Alfreð Gislason,
landsliðsmaðurinn snjaUi í handknatt-
leik, í stuttu spjaUi við DV eftir heims-
meistarakeppnina i HoUandi.
LandsUðsmenn okkar hafa lagt mjög
hart aö sér víð æfingar frá því að Is-
landsmeistaramótinu lauk 22. aprU
1982. Þeir byrjuðu strax að æfa með
landsUðinu 1. maí tU að undirbúa sig
fyrir keppnisferð tU Júgóslavíu, sem
var farin í byrjun júlí sl. sumar.
— Við vorum ekki fyrr komnir heim
frá Júgóslavíu en ég fór að æfa með
KR og síðan tókum við þátt í Islands-
mótinu utanhúss. Eftir mótið byrjuð-
um við KR-ingar að undirbúa okkur
fyrir keppnisferð tU Noregs og Dan-
merkur. Við æfðum þá tvisvar á dag
fimm daga vikunnar frá 1. ágúst tU 18.
ágúst. Þá héldum við í keppnisferðina
og lékum 18 leiki á aðeins tíu dögum,
sagði Alfreð.
Alfreð sagði að þegar KR-ingar
hefðu komið heim, hefðu þeir æft sam-
an í viku áður en Reykjavíkurmótið
hófst. Síðan kom Islandsmótið í kjöl-
fariö og síðan erfið keppnisferö með
landsliðinu til A-Þýskalands. Áður
hafði landsliðiö leikið fjóra landsleiki
gegn V-Þjóðverjum og Frökkum. Eftir
ferðina til A-Þýskalands komu tveir
landsleikir gegn Dönum í Reykjavík.
— Við hjá KR fórum í byrjun janúar
til V-Þýskalands, þar sem við tókum
þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti í
Minden. Við komum heim 10. janúar og
lékum 12. janúar í 1. deUdarkeppninni.
1. deUdarkeppnin var síðan keyrð á
fullu og þegar henni lauk tók við
keppnisferðin til Norðurlandanna með
landsliðinu. Þegar við komum aftur
heim byrjaði lokaundirbúningurinn
fyrir B-keppnina og síðan hin erfiða
keppni í HoUandi, sagði Alfreö.
S/agurínn byrjaður
áný
Alfreð er nú byrjaður aö æfa af fuU-
um krafti með KR-ingum, sem búa sig
undir úrslitakeppnina um Islands-
meistaratitiUnn.
— Hveraig leggst sú keppni í þig?
— Nokkuð vel, en hún verður erfið.
Við hjá KR erum meö mjög sterkan
hóp, en okkur vantar óneitanlega
reynslu. Það er spurningin hvort við
stöndumst hina miklu pressu sem
verður á okkur í lokabaráttunni. Ef
undirbúningur okkar skUar sér á réttu
augnabliki þarf engu að kvíða, sagöi
Alfreð. Alfreö sagði að KR-ingar væru
með frábæran þjálfara þar sem Dan-
inn Anders-Dahi Nielsen væri. — hann
er einnig frábær félagi — utan sem inn-
an vaUar.
— Hverjir verða aðalkeppinautar
ykkar í lokaslagnum?
— Víkingur, FH og Stjarnan eru
meö sterk lið. Ég tel þó að Víkingar
verði erfiðastir við að eiga. Þeir eru
með sterka liðsheild — aUt leikmenn,
sem hafa yfir mikUli reynslu að ráða.
Við erum með
góðan /ands/iðshóp
— Nú er B-keppnin búin. Ertu
ánægður með árangur landsliðsins í
Hollandi?
— Já, það er ekki hægt annað. Við er-
um með mjög góðan landsUðshóp, sem
er byggður á mjög ungum leikmönn-
um. Strákamir í landsliðinu eiga eftir
að leika mörg ár saman og allir eru
ákveðnir í að gera sitt besta til að ná
því takmarki að taka þátt í A-keppni
heimsmeistarakeppninnar í Sviss 1986.
— Við erum með landshöshóp sem á
eftir að vera a.m.k. fimm ár til viðbót-
ar saman. Þá eru þeir menn sem eru í
kringum landsliöið — þjálfari, Uðs-
stjóri og aöstoðarmenn, aUt frábærir
menn á sínu sviði.
—Eruð þið ánægðir með Hilmar
Björasson, landsliðsþjálfara?
— Já, hann hefur gert margt mjög
gott og við vonum að hann veröi áfram
þjálfari Uðsins. Eins og málin standa
nú er það aUt undir honum komið hvort
hann verður áfram eða hættir. Það er
eölilegt aö hann verði áfram með þeim
hópi sem hann hefur byggt upp.
Varaðhugsa
um að hætta
— Ertu ánægður með þinn hlut með
landsUðinu?
— Já, nú að undanfömu. Eg hef náð
að finna rétta stígandi og hef haft gam-
an af því sem ég og strákarnir hafa
verið að gera. Eg var ekki ánægður um
tíma, því að ég náði mér ekki vel á
strik. Norðurlandaferðin skipti sköp-
um fyrir mig — í þeirri ferð náði ég
mér á strik með landsliðinu. Fyrir þá
ferð var ég alvarlega að hugsa um að
gefa ekki kost á mér áfram í landsliðið,
ef ég næði ekki aö rífa mig upp úr logn-
mollunni í þeirri ferð. En sem betur fer
gekk dæmið upp — ég öðlaðist sjálfs-
traustíþeirriferð.
Fáir frrtímar
Alfreð, sem stundar nám í sagnfræði
við Háskólann, sagði að það væru fáir
frítíma sem hann hefði fengið frá
handknattleik að undanfömu.
— Ég hef æft á hverjum degi. Ef það
eru ekki æfingar, þá eru það leikir. Það
er oröiö svo nú, að ég er alveg hættur
að horfa á önnur liö leika handknatt-
leik.
Eins og DV hefur sagt frá hefur
Dankersen mikinn áhuga á að fá Alfreð
til sín og Alfreð hefur sýnt því áhuga að
fara til V-Þýskalands og leika þar. Það
mun koma í ljós eftir keppnistímabUið
hvað Alfreö gerir — hvort hann leikur
áfram með KR, fer tU V-Þýskalands,
eöa hverfur aftur til heimahaga og
leikurmeðKAá Akureyri. -SOS
Róbert og Guðb jörg
Reykjavíkurmeistarar
Róbert Gunnarsson og Guðbjörg
Haraldsdóttir urðu Reykjavíkurmeist-
arar í skíðagöngu um síðustu helgi.
Bæði í Skíðafélagi Reykjavíkur. Keppt
var við Skíðaskálann i Hveradölum og
sá stjóra SR um framkvæmd mótsins.
tj rslit i eiiistökum Uokkum urðu þessi:
Karlar, 29 km
1. Róbert Gunnarsson, SR 102,37
2. KristjánSnorrason.SR 119,18
16 ára, 10 km
1. Garðar Sigurösson, SR 31,10
Konur, 19 ára og eldri, 7,5 km
1. Guðbjörg Haraldsdóttir, SR 25,03
2. Sigurbjörg Helgadóttir, SR 28,48
3. Lilja Þorleifsdóttir, SR 35,29
Strákar, 13 ára, 5 km
1. Einar Kristjánsson, SR 21,25
Strákar 10 ára, 2,5 km.
1. Sveinn Andrésson, SR 21,54
Meistarabikarar, sem verslunin Sportval
gaf, voru afhentir eftir mótið.
Bikarkeppni SKÍ:
og
Nanna efst
Staðan í bikarkeppni Skíða-
sambands íslands, eftir mótið í
Skálafelli um síðustu helgi:
KARLAR STIG
1. Elías Bjarnason, A 90
2. Björa Víkingsson, A 79
3. Guðmundur Jóhanns., í 70
4. Daníel Hilmarsson, D 59,
5. Erling Ingvason, A 57
KONUR
1. Nanna Leifsdóttir, A 140
2. Guðrún H. Kristjáns., A 103
3. -4. Hrefna Magnúsd., A 67
3.—4. Guðrún J. Magnúsd., A 67
5. Tinna Traustadóttir, A 60
Viðtal við
Val Brazy
1 helgarblaði DV á morgun
birtist langt viðtal við hinn kunna
körfuknattleikssnilling Val
Brazy, sem þjálfar og leikur með
meistaraflokki Fram í úrvals-
deildinni. Brazy, sem verið hefur
hérlendis síðastliðna þrjá vetur,
segir meðal annars í viðtalinu frá
uppvexti sínum í Michigan-fylki í
Bandarikjunum, fyrstu kynnum
sínum af körfuknattleik og
þjálfun í spili meðal háskólaliða í
heimalandi sínu, svo og kynnum
sínum af NBA-deildinni víð-
frægu. Einnig segir hann frá áliti
sinu á íslenskum körfubolta,
stöðu hans og framtið.
Drætti
frestað
Drætti i happdrætti Knatt-
spyrausambands íslands hefur
verið frestað til 30. mars vegna
þess að skil vantar utan af landi.
Draga átti 7. mars.
Jón Gunnar
Bergs geng-
ur úr Val
Jón Gunnar Bergs, landsliðs-
miðvörður í knattspyrau úr Val,
hefur ákveðið að yfirgefa her-
búðir Valsmanna að Hlíðarcnda.
Hann hefur tilkynut opin félaga-
skipti — hefur enn ekki ákveðið
með hvaða félagi hann ætlar að
leika.
Jón Gunnari byrjaði mjög vel
með Valsliðinu sl. keppnistíma-
bil, en missti síðan stöðu sina til
Dýra Guðmundssonar og fékk fá
tækifæri eftir það. Jón Gunnar er
sterkur varaarleikmaður og
hann getur einnig leikið stöðu
miðvallarspilara.
Þá hefur KR-ingurinn Sigurður
Pétursson einnig tilkynnt opin fé-
lagaskipti. Sigurður, sem hefur
leikið sem bakvörður sl. ár, náði
ekki að vinna sér fast sæti í KR-
liðinu sl. keppnistimabil. -SOS
Jón Gunnar Bergs.