Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 15
DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983. 15 „Það rall sem þessir menn leggjast gegn er hugsanlega af stærðinni 300 bflar, áhorfendur, eftirlit, aðstoð keppnis- bflar, allt talið, og þetta er eini hópurinn sem hugsar til aksturs á hálendinu með leyfi og þar með vitanlega eftirliti og þá á að bregðast svo við að banna,” segir Kristinn Snseland meðal annars í bréfi sínu. Rallið: Hugsanlega besta heimsókn sem hálendið fengi í sumar — með samningum og góðum reglum Kristinn Snæland skrifar: Þessa dagana er mikiö rætt og deilt um hugsanlegt hálendisrall í sumar. Þeir sem leggjast gegn rallinu, t.d. landverðir og Náttúruverndarráð, benda á viðkvæma náttúru hálendis- ins, hve létt sé að spilla þar varanlega, og nefna til mörg dæmi í því efni. I máli m.a. landvarða kemur fram að ekkert eftirlit er nú með ökumönn- um í háiendinu, utan staðbundiö eftirlit á fjölsóttustu stöðunum. Benda þeir réttilega á að landverðir þyrfu að vera á ferðinni um hálendið ef eftirlitiö á aö ná til alls hálendisins en ekki aðseturs- staöanna og næsta nágrennis. Vitanlega sjá allir að t.d. landverðir í Landmannalaugum og landverðir í Skaftafelii, sem bundnir eru á stöðun- um, geta ekkert eftirlit haft á öllu svæöinu þar á milli, eins og Eldgjá og fjallabaksleiðum. Landverðina þarf að hafa á ferðinni um allt hálendið og aðra ferðamanna- staði og það þýðir aö þeir verða að fá bíla til starfsins. Hin fasta lögregla landsins á jafn- framt öðrum störfum aö gæta lands- ins. Til þess að þetta geti allt farið vel mun víst vanta einhverjar nánari regl- ur um akstur utan vega og í óbyggðum. Þær reglur þarf að setja. Bannmenn hafa svo tínt til ýmis dæmi um slæma meðferð landsins og vega og akstur ut- an vega. Víst er rétt að mörg dæmi eru um slíkt, t.d. stóra trukkinn sem eyöilagði Kjalveg hér um áriö. Þessa útlendinga hitti ég á Laugarvatni áður en lagt var upp og sagði ég þeim að vegir á hálend- inu væru enn ófærir. Þeir lögðu engu að síður upp enda hvergi neitt uppi sem bannaði þessa för þótt við á sama tíma gætum ekki ekiö stærri bíium Ölafs Ketilssonar milli Reykjavíkur og Laugarvatns vegna þungatakmark- ana. Á hálendinu giltu víst engar þungatakmarkanir. Sennilega þótt svo sjálfsagt að enginn færi þar um á þess- um tíma vegna ófærðar í snjó og aur. Þessir menn skemmdu veginn um Kjöl svo gífurlega að hann mun hafa verið nær ófær minni bílum allt sumariö. All- ir vissu hvaða bíll og hvaða menn ollu þessum skemmdum en svo virðist sem engum vörnum hafi mátt við koma. Á sama tíma fengu t.d. malarflutn- ingabílstjórar í Reykjavík og nágrenni og flutningabílstjórar um land allt ná- kvæmar vigtanir bíla sinna og sektir ef farmur reyndist fram yfir reglur. Vitanlegt er slíkt nauösynlegt en jafn- framt óskiljanlegt að skemmdar- verkamennimir af Kili skuli hafa sloppið við alla ábyrgð, hvemig sem slíktmá vera. Það er einnig ljóst að nánast allur akstur um hálendið er eftirlitslítill eða eftirlitslaus, utan það að í þau skipti sem rall íslenskra hefur farið fram þar þá hefur verið um eftirlit að ræða. Landverðir hafa upplýst að hátt í tuttugu þúsund manns komi í Skafta- fell, Landmannalaugar og fleiri slíka staði á sumri. Athygli vekur að land- verðir upplýsa einnig að ekkert eftirlit sé meö akstri þessa stóra hóps milli dvalarstaðanna (utan almenna lög- gæslu sem mun vera takmörkuö). Það rall sem þessir menn leggjast gegn er hugsanlega af stærðinni 300 bílar, áhorfendur, eftirlit, aðstoö og keppnisbílar, allt taiið, og þetta er eini hópurinn sem hugsar til aksturs á há- lendinu með leyfi, og þar með vitan- lega eftirliti, og þá á að bregðast svo viðaðbanna. Mér sýnist nær að þessi hópur, sem ætlar aö vera á hálendinu undir ströngu eftirliti ætti að fá sitt fram en hinir, sem vaða eftirlitslaust um há- lendiö, mættu mín vegna sitja heima. Það er líka ljóst að stjórn keppninn- ar er reiðubúin að gangast inn á alls konar reglur til þess að vernda landið og mér sýnist að t.d. sú krafa að sér- leiðirnar yrðu heflaðar á kostnað kepp- enda að lokinni keppni kæmi til greina. Væntanlega mætti líka semja um sektir ef einhver keppenda gerðist sek- ur um náttúruspjöll og svona mætti lengitelja. Með því að leyfa þessa keppni meö samningum og góðum reglum gæti þetta rall orðið besta heimsóknin sem hálendiö fengi á sumri komanda. Góöar bækur Gamalt verö Bókamarkaóurinn HÚSGAGNAHÖLUNNI, ÁRTÚNSHÖFÐA FÖSTUDAGSKVÖLD {(* 'Þ (S) ^ Hvenær á að borga Ságlaunabætumar? 2907-6782 hringdi: Svar: Mig langar til að vita hvenær í Hjá fjármálaráðuneytinu fengust ósköpunum á að borga út láglauna- þau svör að það yrði annaðhvort nú í bæturnar. vikulokin eða í byrjun næstu viku. PÁSKAEGGí ÞÚSUNDATALI Á MARKAÐSVERÐI nom * öllum UrlO DEILDUM TIL Nýkomnar veggsam- stæður í miklu úrvali í húsgagnadeild Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála KL10 I KVOLD Jis Jón Loftsson hf. /A A A A. A A * f~, i~~l lj O lM. ZU lD E 5 C U Uijíjldll j-Í JT Qj-IJJ.JM' Hringbraut 121 Sími 10600 0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.