Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR11. MARS1983.
Forsætisráðherra í st jórnskipunarfrumvarpi sínu:
Hægt hefdi verið að
fara aðrar leiðir
— til meiri jaf naðar atkvæða milli kjördæma án fjölgunar þingmanna
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráöherra lagði fram stjórnskipunar-
frumvarp sitt um stjómarskrá
Islands á Alþingi í fyrradag. Texti
fyrstu greinar kjördæmafrumvarps
flokksformannanna er þar tekinn
upp í 28. grein., í samræmi viö þá
fyrirsjáanlegu afstöðu meirihluta
þingmanna að samþykkja frumvarp
formannanna. I frumvarpi Gunnars
segir: „Þótt samkomulag þingflokk-
anna hafi verið tekið upp í 28. grein
þessa frumvarps er ástæða til þess
að vekja athygli á því, að unnt hefði
verið að fara aörar leiðir sem hefðu
leitt til meiri jafnaðar atkvæöa milli
kjördæma án þess aö þurft hefði að
f jölga þingmönnum úr tölunni 60.
Þaö kemur fram í frumvarpi for-
sætisráðherra að einróma álit
stjórnarskrárnefndar hefði verið að
draga stórlega úr misvægi atkvæða
eftir búsetu, með breyttu kosninga-
fyrirkomulagi. Sjónarmiö nefnd-
arinnar hefði einnig veriö að tryggja
að stjórnmálaflokkar fengju
þingsæti í sem fyllstu samræmi við
atkvæöatölu sína í kosningum, og aö
auka möguleika kjósenda til aö hafa
áhrif á val frambjóöenda og þing-
manna.
Sú hugmynd, sem Gunnar
Thoroddsen taldi æskilegasta, er
merkt A3 í skýrslu stjómarskrár-
nefndar og felur tillagan í sér þessi
meginatriöi:
1. Tala þingmanna er óbreytt.
2. I hverju kjördæmi er kjörnum
þingmönnum fjölgað um einn, en
þessum átta þingmönnum bætt
við tölu landskjörinna (uppbót-
arjþingmanna, sem nú eru ellefu,
svo aö þeir yrðu samtals nítján.
3. I stað þess að nú er fyrsti uppbót-
armaður hvers flokks ákveöinn
eftir atkvæöatölu, nema þriðji
uppbótarmaður kæmi inn á hlut-
faUi.
4. Utkoman yrði sú aöjöfnuðurmUli
flokka yrði mjög nærri réttu lagi,
og veruleg lagfæring næðist um
misvægimUU kjördæma.
I frumvarpinu segir að þessi tiUaga
feli í sér að reynt sé að þoka misvægi
eftir búsetu niður á við. Farin er sú
eina leið sem fær er með óbreyttum
þingmannafjölda; að fækka kjör-
dæmakjömum þingmönnum.
Uppbótarsætum er einkum úthlutaö
eftir atkvæðatölu og nýtast því að
ráðherra.
mestu tU jöfnunar. Þar sem þriðji
uppbótarmaður hvers lista kemur
inn á hlutfaUi, er sá möguleUci fyrir
hendi að litlir flokkar fái uppbótar-
mann úr fámenniskjördæmunum.
Hægt er að tryggja aö hvert
kjördæmi hljóti uppbótarsæti. Fjöldi
þingmanna úr hverju kjördæmi yrði
í engu tilviki minni en nú eru
kjördæmakosnir.
Frumvarp forsætisráðherra er í
níu köflum og 84 greinum. -PÁ.
Söngför Háskólakórsins um Rússland:
Hjálmar gaf eiginhandaráritanir
sem Mick Jagger eða Toscanini!
Frá fréttaritara, DV, Jóni Kristjáns- Háskólakórinn kom til TalUn í sem dvalið var í þrjá daga. Höfðu
syni í Tallin, höfuðborg Eistlands, í morgun eftir heiUar nætur skrölt í lest. menn fariö í skoðunarferðir um
gær: Þangað kom hann frá Leningrad þar borgina og heimsótt m.a. Vetrar-
SKEMMTILEG
SUMARHÚS
Eitt mun örugglega henta yður
Nú getum við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa í öllum stærðum, sem þór getið fengið á ýmsum bygg-
ingarstigum.
En vinsælust eru frágengin hús, þvi þá er alit innifalið og ekkert annað eftir en að flytja inn. Kynnið ykkur
verð og gæði húsanna, því að hér er um einstakt tækifæri að ræða.
LÍTIÐ INN, ÞVÍ NU GETUM VIÐ SYNT ÞRJU HUS
ÁÝMSUM BYGGINGARSTIGUM.
LAND UNDIR SUMARHÚS
Félög og fyrirtæki ættu að athuga að við getum boðið stórt land undir sumarhús á fallegum stað í Vatna-
skógi.
B.H. SUMARHÚS
Auðbrekku 44—46 Kópavogi
(Dalbrekkumegin)
Upplýsingar í síma 46994.
hölUna og farið á óperusýningar í
Kirov-leikhúsinu. Leningrad er fögur
borg og býr gestum sínum veislu bæöi
fyrir augu og eyru. Tónleikar voru svo
haldnir í háskólanum þar í borg þann
9. mars. Fór Rússum þá sem á öðrum
konsertum kórsins, þeir vissu ekki upp
á hvað verið var að bjóða og sumir
höfðu jafnvel orð á að þeir hefðu verið
vantrúaðir á að „einhver kór frá
Islandi” hefði upp á mikið aö bjóða. En
af viðtökum að dæma fannst þeim
ómakið vel þess virði því að þegar
tónleikunum lauk hafði kórinn sungið
fimm aukalög. Á eftir flykktust áheyr-
endur að stjórnandanum, Hjálmari H.
Ragnarssyni og kórfélögum, til aö
þakka fyrir sig. Lýstu þeir sérstaklega
hrifningu sinni á nútímatónlistinni og
sögðust aldrei heyra slíkt og þvílíkt hér
í landi. Sátu kórfélagar fyrir svörum
um kórinn, starfsemi hans og tónlistar-
líf á Islandi almennt. Hjálmar varð að
gefa eiginhandaráritanir eins og hann
væri Mick Jagger eða Toscanini. Síðan
söng kór Háskólans í Leningrad
nokkur lög í kveðjuskyni, en þá var
tími til kominn að hraða sér í nætur-
lestina hingað til Tallin. Þegar þetta er
símaö er kórinn aö undirbúa tónleika
sína í kvöld, en heim til Islands verður
haldiö laugardaginn 12. mars. -JBH.
/ Leningrad eru margar byggingar og fagrar. Þar i borg var Háskólakórinn
fyrir skömmu og gerðigarðinn frægan. Myndin er af Isaaky-torginu.
Vesturlandskjördæmi:
Framboðslisti Alþýðu-
bandalagsins ákveðim
Alþýðubandalagið hefur ákveðið
framboðslista í Vesturlandskjördæmi
fyrir komandi alþingiskosningar.
Hann er þannig skipaöur: 1. Skúli
Alexandersson alþingismaður, Hellis-
sandi, 2. Jóhann Ársælsson skipa-
smiður, Akranesi, 3. Jóhanna Leó-
poldsdóttir verslunarstjóri, Vega-
mótum, 4. Ríkharö Brynjólfsson
búfræðikennari, Hvanneyri, 5.
Kristrún Oskarsdóttir sjómaður,
Stykkishólmi, 6. Einar Olafsson bóndi,
Lambeyrum, 7. Þórunn Eiríksdóttir
húsmóðir, Kaðalstöðum, 8. Jóhannes
Ragnarsson sjómaður, Olafsvík, 9.
Sigurður Lárusson, formaður Verka-
lýðsfélagsins Stjaman, Grundarfirði,
10. Guörún Jónsdóttir húsmóðir, Kópa-
reykjum.
-JBH.
Smygl fannst íSkeiðsfossi
Tollgæslan hefur fundið á annað
hundrað flöskur af sterku áfengi við
leit í ms. Skeiðsfossi á undanfömum
dögum.
Samkvæmt upplýsingum tollgæsl-
unnar er um ýmsar tegundir að ræða,
en þó mestmegnis V odka.
Skipiö var að koma frá Spáni með
viðkomu í Belgíu. Málið er í rannsókn.
-JGH