Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 26
34 DV. FÖSTUDAGUR 11.MARS1983. Andlát Hersilía Sveinsdóttir lést 2. mars. Hún fæddist á Mælifellsá á Efribyggð í Skagafirði 30. nóvember 1900. Dóttir hjónanna Sveins Gunnarssonar og Margrétar Þórunnar Árnadóttur. Hersilía lauk prófi frá Kennaraskóla Islands. Að því loknu stundaöi hún for- fallakennslu í Reykjavík, þar til hún var settur kennari í Ásahreppi 1941. Skólastjóri varð hún ári síðar í heima- sveit sinni, Lýtmgsstaöahreppi, og var þar skólastjóri allt til ársins 1965 er hún lét af störfum af heilsufarsástæð- um. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkjuídagkl. 15. Guðbjörg Þ. Gunnlaugsdóttir frá Gjá- bakka, sem andaðist þriðjudaginn 1. mars sl., verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 12. mars kl. 16. Brynjar Þór Ingason verður jarösung- inn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 12. mars kl. 13.30. Lárus Hörður Ölafsson frá Keflavík verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 12. mars kl. 15. Helgi T.K. Þorvaldsson skósmiða- meistari lést 4. mars. Hann fæddist 2. apríl 1923, sonur hjónanna Kristínar Susönnu Elíasdóttur og Þorvaldar Helgasonar. Eftirlifandi eiginkona Helga er Olafía Hrafnhildur Bjarna- dóttir. Þau hjón eignuöust fjórar dæt- ur. Helgi rak sitt eigið skósmíöaverk- stæði á Barónsstíg 18 í um 30 ár, en síðastliðin átta ár hefur hann einnig rekið skósmíðaverkstæði í Feiia- görðum. Helgi var í stjórn Landssam- bands skósmiða um árabil, einnig var hann í stjórn Bræðrafélags Bústaöa- sóknar í nokkur ár. Helgi var meðlim- ur Oddfellowreglunnar í Reykjavík. Utför hans verður gerð frá Bústaða- kirkju í dag kl. 15. Steinn Ingvarsson, Múla Vestmanna- eyjum, verður jarðsunginn frá Landa- kirkju laugardaginn 12. mars kl. 14. Valtýr Bjarnason, fyrrum yfirlæknir, Stigahlið 85, lést að morgni 10. mars. Guðrún Pálsdóttir, Rauðholti 11 Sel- fossi, verður jarðsungin frá Selfoss- kirkjulaugardaginn 12. mars kl. 14. Jóna Sæfinna Ásbjörnsdóttir lést að heimili sínu, Rauðalæk 69 Reykjavík, 28. febrúar. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nauðungaruppboð eftir kröfu Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl. f.h. S.I.A.T., verður S.I.A.T. prentvél, tal. eign IMPAK, seld á nauðungaruppboði sem fram fer föstudaginn 18. mars 1983 kl. 15.00 að Dalshrauni 14 Hafnar- firði. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarf ógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð að kröfu Jóns G. Briem hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Vil- hjálms Þórhallssonar hrl., innheimtumanns ríkissjóðs o.fl. verða eftir- taldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði sem fer fram föstu- daginn 18. mars nk. kl. 16.00 við Tollvörugeymslu Suðurnesja, Hafnar- götu 90, Keflavik: Bifreiðarnar: ö—436 G—14326 Ö—7826 Ö—4253 R—23746 0-1087 Ö—2869 Ö—496 Ö—2679 Ö—4873 Ö—3939 Ö—3487 Ö—734 Ö—687 Ö—4620 Ö—4857 ö—5724 Ö—7549 Ö—2565 Ö—2640 Ö—776 Ö—2229 Ö—4319 Ö—2351 ö—5072 Ö—5588 Ö—6470 Ö—7184 ö—6717 Ö—2720 ö—4327 Ö—3006 ö—2942 Ö—7249 ö—3023 Ö—5072 R—68255 Ö—2069 Ö—7173 ö—6257 Ö—3743 Ö—1273 Ö—3487 Ö—7295 Ö—6142 P—1809 Ö—405 Ö—7551 Ö—7641 Ö—7667 V—1628 ö—405 Ö—5005 ö—3229 Ö—2942 Ö—3227 Ö—7017 Ö—2718 ö—4223 Ö—6001 ö—4778 G—10413 G—2633 Ö—6904 ö—1429 Ö—2742 Ö—2589 ð—5330 R—96728 Ö—3424 ö—5740 Ö—443 Ö—3228 ö—312 Ö—4855 Ö—2235 Ö—7665 Ö—2817 Ö—7019 Ö—230 Ö—2234 ö—737 Ö—3396 Ö—5769 Ö—1285 ö—7613 Ö—2260 Ö—2187 ö—5844 Ö—3227 Ö—5841 ö—7540 Ö—7895 Ö—5846 Ö—2337 Ö—6792 ö—2168 Ö—7684 V—1918 Ö—3842 Ö—3966 ö—7019 Ö—6801 Ennfremur: vörulyftari, gaffallyftari Desta, bilalyfta Koni, þvottavél Philco W- 45A, Peugeot disilvél 4 strokka, 75 hestafla og Dual stereomagnari, tvær Electrolux frystikistur, Gram frystikista, tvær Candy þvotta- vélar, frystikista af Crown gerð, United-audio plötuspilari, Sansui kassettutæki og Pioneer magnari, Sharp stereosamstæða, Sharp stereosamstæða með hátölurum, Nordmende litsjónvarp 26”, Panasonic litsjónvarp, Fisher myndsegulbandstæki, B.Ö. litsjónvarp og Howard rafmagnsorgel, Samsun litsjónvarp, Salora litsjónvarps- tæki 26”. Philips litsjónvarp, Siemens litsjónvarp, Toshiba hljómflutn- ingstæki, sambyggt og veggskápasamstæða, hljómflutningstæki af Akai gerð, magnari, plötuspilari, útvarp og segulband, Finlux 22” litsjónvarp, Fisher myndsegulbandstæki, Sanyo myndsegulband, litsjónvarp af Sanyogerð og sófasett, 4ra sæta og 2ja sæta stóll og borð, sófasett 3ja sæta, 2ja sæta og stóll og sófaborð, sófasett 3ja sæta, 2ja sæta og 1 stóll, stofuskápur í tveim einingum úr dökkum viði m/gleri, 3ja manna sófi, 2 stólar og sófaborð, sófasett, málverk eftir Karl Olsen, plötuspilari, Fidelity gerð ásamt 2 nátölurum og magnari og gólflampi og bækurnar „Árið í máli og myndum” bindi 1973—1977 og' sófasett meö plussáklæði. Uppboðshaldarinn í Keflavík. I gærkvöldi í gærkvöldi UTPÆLD MENNING Peningar! Peningar voru það fyrsta sem mér varð hugsað til þegar ég las dagskrá útvarpsins í gær- kvöldi. Mér varð á að verðleggja í huganum þessa ágætu fimmtudags- dagskrá og komst að þeirri niður- stöðu að þetta yrði laglega dýrt kvöld fyrir hina tómu pyngju útvarpsins. En jafnframt alvegprýöilegtkvöld. Mér leist alveg sérstaklega vel á leikritið, þrátt fyrir að það sé nýbúið að vera í svo stórkostlegri leikgerð í sjónvarpinu að jafnvel bókin hlýtur að blikna! Hvemig er það annars með upplýsingastreymi milli út- varps og sjónvarps, er það ekkert? Ég er viss um að þetta meö að hægri höndin megi ekki vita hvað sú vinstri gjörir var ekki svona meint í upp- hafi. Mér leist líka á leikritið þrátt fyrir að þetta snilldarverk Durren- matts hafi verið kennt sem þýsku- pensúm í að minnsta kosti einum menntaskóla hér á landi, gott ef ekki árum saman, svo þeir sem komu upp í matseölinum í leikritinu svitna enn við tilhugsunina. En kannski er þetta þrennt, útvarpsútgáfan, sjón- varpsútgáfan og bókin, talið sitt hvert verkið, því engu ber saman. Þrátt fyrir alla heimsins sam- keppni er alltaf ákveðinn sjarmi yfir útvarpsleikritum, enda er vel unnið útvarpsleikrit listaverk út af fyrir sig. Og ekki spara effektana! Ætli nokkur um og yfir þrítugu geti gleymt framhaldsleikritinu Hulin augu? Textinn þarf líka að vera spennandi og/eða vel skrifaður. En leikrit munu vera dýrasta út- varpsefnið. Leikarar hafa nefnilega gripið í sig þá grillu að vilja fá almennilega borgað fyrir vinnu sína. Menning er rándýr munaður, eins og heyra má á málflutningi þeirra sem vilja bara leggja hana niður til að spara. Það sem verra er ef menningin á að standast samkeppni við hræbillega og bráðnauðsynlega afþreyingu, eins og til dæmis plötu- spilaraútvarp með auglýsingum (til að standa straum af kostnaði við STEF-gjöld), veröur hún að vera útpæld og vönduð. Mig langar að taka dæmi. Framhaldsskólamir í Reykjavík stofnuöu til nokkurra daga útvarps um það leyti sem fyrsta vor þessa árs gekk í garö. Eg var svo hund- heppin að vera einhvem daginn stillt inn á bylgjulengd Ármúlaskóla og léttara og skemmtilegra útvarp hef ég sjaldan heyrt. Vel valin tónlist allan liðlangan daginn, og inni á milli afslöppuð viðtöl og sérhæföara efni, allt þó í hófi, og fréttir úr skólalífi Ármýlinga. Svona vona ég að rás 2 verði hjá RUV, nema hvaö ég vildi gjarnan skipta á fréttum úr Ármúla- skóla og fá í staðin fréttir úr þjóð- lífinu og jafnvel ögn um heimsmálin. Okkur vantar góða sérhæfða frétta- þætti um erlend málefni, eitthvaö á borð við gömlu Víðsjá og Efst á baugi. Mannskapurinn virðist vera til, en innan um atkvæðagreiðslu frá alþingi veröa stórskjálftar og mann- réttindabrot úti í heimi alltaf svo hversdagsleg fyrirbæri. Flestir virðast sammála um að rás 2 hjá RUV, með léttu efni, tónlist og auglýsingum, sé tilhlökkunarefni. Sömuleiðis virðast fréttir fyrstu rásar vera velkomnar á rás 2. Sjö- fréttimar í gærkvöldi vora gott dæmi, um vel heppnaðar kvöldfréttir, Gunnar E. Kvaran lýsti í beinni útsendingu ástandinu á alþingi og svo lifandi og skemmtilega að hann jafnaðist á við Hermann Gunnarsson í landsleik. Það er svona með þessa „lands-leiki”. Ekki er gott aö segja hvað gert verður við rás 1 þegar hún fær sam- keppni. Sjálfsagt ekkert nema spila klassískar plötur í staö dægurlaga, af því þau fara á aðra rás. Klassísk tónlist á að mínu mati rétt á sér í út- varpi, en það þyrfti að rausnast til að kynna hana með öðru en tölustöfum og ítölskum hraðaheitum. Kvöld- stund Sveins Einarssonar er gott dæmi um vel heppnaðan þátt með kynningu, tónlist og rabbi í bland. Meira aö segja tenórarnir verða spennandi ef maður fær að vita eitthvað um þá. Þaö þarf ekki annaö en gefa í skyn að þeir séu ekki eilífir, eins og Sveinn gerði í gær þegar hann laumaöi því meö að Pavarotti hefði þurft að aflýsa tónleikum. Maður hlustar öðru vísi. Þetta kalla ég útpælda menningu. Verst að hún skuli vera munaöarvara. Sjónvarpsins saknaði ég ekki í gærkvöldi, enda ekki vön því á fimmtudögum og bý ekki á vídeó- svæði (viedo-zone). Anna Ólaf sdóttir Bjömsson Græningjaframboð afskrifað Nú er afráöið að ekki verður boðið upp á „græningjaframboö” í næstu alþingiskosningum. Eins og DV hefur áöur skýrt frá hefur hópur náttúmvemdarsinna hist reglulega að undanförnu til að ræða möguleika á að koma skoöunum sínum á framfæri. Til umræðu var að bjóða fram í næstu kosningum, en sá mögu- leiki hefur nú veriö afskrifaður. „Okkur finnst alveg nóg komið af framboðum,” segir Sigrún Helga- dóttir, einn forsvarsmanna þessa hóps. „Viö höfum tímann fyrir okkur og getum alveg eins beðið lengur. ” -ÓEF. GÚÐ MATARKAUP Kjúklingar 96,00 kr. kg Nautahakk 10 kg 110,00 kr. kg Ærskrokkar niðursagaðir 27,50 kr. kg Lambaskrokkar 66,50 kr. kg Kindahakk aðeins 48,50 kr. kg Unghænur 48,00 kr. kg Hangikjöt eldra verðið London Lamb 152,00 kr. kg Bacon sneitt 119,00 kr. kg Daglega ný egg 55,00 kr. kg Verið velkomin Laugalæk 2 sími 3 5020, 86511 f Afmæli 70 ára verður á morgun, 12. mars, Bjöm Vílhjálmsson garðyrkjumeistari frá Torfunesi í Köldukinn, til heimilis að Brautarlandi 18, Reykjavík. Hann hefur verið starfsmaður Skógræktarfé- lags Reykjavíkur í rúm 30 ár og lengst af sem verkstjóri, en er að mestu hætt- ur störfum vegna heilsubrests. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 80 ára verður nk. sunnudag, 13. mars, frú Bjamey Helgadóttir, Ásgarðsvegi 3 Húsavík. Hún er fædd í Múla í Aðal- dal, en hefur verið búsett á Húsavík í tugi ára. Eiginmaður hennar var Kristinn Bjamason múrarameistari sem látinn er fyrir allmörgum árum. Þeim varð 5 barna auðið og eru fjögur þeirra á lífi. Afmælisbamið ætlar að taka á móti gestum á heimili sinu á af- mælisdaginn. 70 ára er í dag, 11. mars, Haraldur H. Guðjónsson frá Hólmavík, fyrrum bóndi í Markholti í Mosfellssveit, nú Ásgarði 6 í Garðabæ. Hann ætlar að taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar í dælustöð Hitaveitunnar að Reykjum í Mosfellssveit á morgun, laugardag, eftir kl. 16. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferö 11,—13. mars. Föstudag 11. mars kl. 20 veröur farin skíöa- og gönguferð í Borgarfjörð. Gist í Munaðarnesi. Fariö á skiðum á Holtavörðuhciði. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrif stofunni. Dagsfcrðir sunnudaginn 13. mars: 1. ki. 10 Norðurhlíðar Esju — gönguferð. Verð kr.150. 2. kl. 13 Hvalfjarðareyri — fjöruganga. Verð kr. 150. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. BELLA gnwa \ — \ \o Fröken Bella! Mundu eftir að loka fyrir hátalarakerfið áður en þú pússar neglurnar næst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.