Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983. DAGBLAÐiÐ-VÍSIR 8 Hr ______________________________________jÉilÉBlliiailiiÍl I_______________ Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sfmi ritstjómar: 86611. Vopn fyrír valdabraskara Kapalkerfin Engum mun koma til hugar, að stætt verði á einokun Ríkisútvarpsins. Ekki veröur unnt að loka landsmenn inni í búri. Fáir munu einnig telja, aö til þess komi, að kapalkerfin víðs vegar um landið verði rifin upp og efni þeirra borið á hauga. Alþingismenn eiga þess nú kost að segja skoðun sína, áður en til frekari vandkvæða horfir vegna deilna um þetta efni. Fjórtán þingmenn úr þremur flokkum hafa borið fram þingsályktunartillögu um leyfi til kapalkerfa. Fyrsti flutningsmaður er Albert Guðmundsson. Af þessum þing- mönnum eru tólf úr Sjálfstæðisflokki, auk Guömundar G. Þórarinssonar úr Framsóknarflokki og Karls Steinarsi Guðnasonar úr Alþýðuflokki. Horfur eru á, að slík tillaga yrði samþykkt á Alþingi, kæmi hún til atkvæða fyrir þing- lok. Með því yrði vandinn mikið einfaldaður. I þingsályktunartillögunni segir: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, aö þau fjöl- mörgu kapalkerfi, sem nú eru starfandi víðsvegar um landið, fái leyfi til áframhaldandi starfsemi í samræmi við túlkun gildandi laga. Ríkisstjórnin skipi jafnframt nefnd fimm manna, sem hafi eftirlit með starfsemi kapalstöðva, þar til önnur skipan hefur verið ákveðin með lögum.” Þingmennirnir benda á, að á síðustu misserum hafi verið stofnsett fjölmörg kapalkerfi fyrir sjónvarp víðs vegar um landið. Agreiningur hafi verið um lögmæti kapalkerfanna, en hvorki stjórnvöld né ákæruvald hafi til skamms tíma amazt við starfseminni. Menn hafi farið að treysta því, að almennur skilningur væri til staðar og viðurkennt væri, að þróun kapalkerfa og notkun yrði ekki stöðvuð. Einstaklingar, félög og fyrirtæki hafi því lagt í miklar fjárfestingar og gert sér far um að bæta þjónustu og gæði. I vaxandi mæli hafi þess verið gætt, að efni sé sýnt, án þess að réttur sé brotinn á höfundum, fram- leiðendum eða eigendum. Þingmennirnir benda á málshöfðunina gegn Video-son hf., fyrirtæki sem hafi verið rekið á framangreindum for- sendum. Stjórnvöld hafi í reynd viðurkennt starfsemi fyrirtækisins með því að leggja söluskatt á þjónustu þess og tekið tolla og aðflutningsgjöld af innflutningi tækja, sem notuð eru í þágu kapalstöðvarinnar. Eftir ákæru ríkissaksóknara sé réttarstaða þessa fyrir- tækis og annarra kapalstöðva víðs vegar um land óljós og erfið. Einnig benda flutningsmenn á, að útvarpsstjóri hafi að undanförnu oftsinnis gefið út leyfi til sérstakra útvarps- stöðva á vegum ýmissa hópa, væntanlega af því að út- varpsstjóri telji slíkt ekki brot á útvarpslögum. Ríkis- stjórnin getur því með sama hætti beint því til útvarps- stjóra, að sams konar leyfi verði veitt kapalstöðvunum, þar til Alþingi hafi fengið ráðrúm til að taka til afgreiðslu frumvarp útvarpslaganefndar, sem mælir meö setningu lagaákvæða, sem heimila kapalsjónvarpsstöövar með skilyrðum. Jafnframt þessari tillögu liggja nú fyrir Alþingi aðrar tillögugerðir um ný og frjálsari útvarpslög, nú síðast frá Jóni Baldvin Hannibalssyni. Allt gefur þetta til kynna, að þingheimi sé ljóst, að það sé úr tengslum við tímann að reiða nú til höggs gegn kapalkerfunum. Menntamálaráð- herra ber mikla sök á þeim vandkvæðum, sem upp eru komin, fyrir að hafa lagzt á frumvarp til nýrra útvarps- laga. Þinginu ber að taka af skarið. Alþingi er að ljúka. Þingmönnum gefst úr þessu ekki tími til að fjalla rækilega um hin ýmsu atriði, sem fylgja nýjum útvarpslögum. Því er tillaga þingmannanna fjórtán sú lausn, sem fær er að sinni. Haukur Helgason. Með því að Vilmundur Gylfason er hvort tveggja í senn alþingismaður og ráðrikur, vill hann að völd þingsins verði sem mest. Hann hefur þegar lagt til í stefnuskrá Bandalags jafnaðar- manna, að störf útvarpsráðs verði falin menntamálanefndum þingsins, en þar átti hann sæti, og nú vill hann setja ákvæði í stjómarskrá landsins um aö þingnefndin hafi sérstakt vald til þess aö kveðja menn fyrir sig og taka af þeim skýrslur, og jafnframt að fundir þingnefnda skuli fara fram í heyranda hljóði. Þessa hugmynd hefur Vilmundur úr stjómarskrá Bandaríkjanna, en stjórnkerfið þar hefur þróast með þeim hætti, að þingnefndir hafa mikil völd og láta oft mikiö aðsér kveöa. Þessi háttur hefur orðiö mörgum oröhvötum þingmönnum lyftistöng til meiri valda, enda er fundum þing- nefnda iðulega sjónvarpað. Kjallarinn Haraldur Blöndal A „ Vilmundur Gylfason kastar nú tillögu w sinni fram um ofurvald þingnefnda án þess að gera nokkra grein fyrir framkvæmdar- atriðum...” Bamaskattar i Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur í Reykjavík. Davíö og Albert tóku við forystu í borginni. Stefnan hefur nú birst í framkvæmd. I vor biöja Albert og Geir um sams konar vald í lands- stjóminni. Reynslan í Reykjavík skapar því fordæmi í umræðu um þjóðmálin. Börnin borga fyrir hina ríku! í kosningunum í fyrra lofaði Sjálf- stæðisflokkurinn skattalækkunum í Reykjavík. I vor veröa minni skattar allra landsmanna kjörorð íhaldsins við framboð til Alþingis. í Reykjavík hefur komiö skýrt í ljós, að skattalækkun Sjálfstæðisflokksins er alfariö í þágu hinna ríku, en efnaminni fjölskyldur eru einfaldlega látnar borga meira. „Trikkiö” er að Davíð og Albert lækka þá skatta, sem hinum ríku kemur best að séu lækkaðir, en hækka á móti margvíslega þjónstuskatta og álögur, sem stórauka byrðarnar á barnafjöl- skyldum. Skattalækkunin í Reykjcivík er eingöngu tengd fasteignum. Stórkaup- maðurinn í einbýlishúsinu græðir 2.000—3.000 kr. á skattalækkuninni, en afgreiðslumaðurinn, bílstjórinn, iön- verkamaðurinn og annað launafólk, sem býr í venjulegum íbúðum, hlýtur aöeins um kr. 500 í ávinning af lækkuninni. Á sama tíma ákveður Sjálfstæðisflokkurinn svo að láta efna- minni fjölskyldur borga meira á þann hátt, að margvísleg þjónusta fyrir barnafjölskyldur er skattlögö með risavöxnum álögum. Börnin eru látin borga fyrir hina ríku. Fimmhundruðkallinn, sem látinn var í té í gegnum lækkun fasteigna- gjalda, er tekinn margfaldur aftur með því að hækka skattana á þeirri þjónustu, sem börnum og bama- fjölskyldum er látin í té. Börn á leikvöllum: 8 000-12.000 kr. hækkun á hverja barnafjölskyldu Osvífnasta skattabragð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er meðferðin á börnum sem sækja leikvelli. Kaupsýslumennirnir í kringum nýja Ólafur Ragnar Grímsson borgarstjórann kenndu honum einfalt bragð til að græða á bömunum. Áður fyrr gátu krakkarnir í Reykja- vík fengið að leika sér á leikvöllum borgarinnar án þess að vera rukkuð um peninga. Sjálfstæöisflokkurinn sá að þarna var kjörinn vettvangur fyrir nýja skattheimtu. Ákveðiö var að í hvert sinn sem bam kæmi inn á leikvöll skyldi það greiða 10 kr. Komi bamið fyrir hádegi eru greiddar 10 krónur. Komi þaö aftur eftir hádegi eru greiddar aörar 10 krónur. I fljótu bragði virðist þetta lítil upphæð og borgarstjórnaríhaldiö skákar í því skjólinu. En safnast þegar saman kemur. Foreldrar með tvö eða þrjú börn, sem sækja heim leikvellina flesta virka daga ársins, þurfa nú að borga 8.000—12.000 kr. á ári. Það tekur einstæða verkakonu sem á tvö böm heilan mánuð að vinna fyrir nýju gjöldunum á leikvöllunum. Þannig birtast í reynd stefnuáherslur nýju forystusveitarinnar í Sjálfstæðis- flokknum. Börnin era látin borga fyrir þá ríku. 119% hækkun á strætó- gjöldum barna Nýju valdhafamir í Sjálfstæðis- flokknum vildu græða meira á börn- unum. Þeir höföu uppgötvað aö krakkamir gátu verið stórkostleg tekjulind. „Best að láta bömin borga meira,” sögðu Davíð og Albert hvor við annan og brostu í kampinn. Og síðan ákváðu þeir aö hækka strætis- vagnafargjöld bama um 119% á einu bretti. Þrátt fyrir hina margrómuðu veröbólgu hefur enginn útgjaldaliður hækkað jafnmikið á jafnskömmum tíma. Hækkun Sjálfstæðisflokksins á barnafarg jö’dunum er metiö í íslensku verðbólgunni — rúmlega tvöföldun á tveirnur mánuöum. I upphafi ársins gátu krakkamir komist í strætó meö því að kaupa af- sláttarmiða. Hver þeirra kostaði kr. 1,14. Þaö fannst íhaldinu allt of lítiö. Þess vegna verða krakkamir í mars- byrjun að borga kr. 2,50 í hvert sinn. Engir afsláttarmiðar fást lengur. 8000 kr. hækkun á venju- lega barnafjölskyldu Venjuleg fjölskylda í Reykjavík þarf nú að borga 7.000—8.000 króna meira vegna barnahækkunarinnar hjá strætisvögnunum. Ef þrír krakkar era á heimilinu og nota strætó til að komast í og úr skóla, skreppa kannski nokkram sinnum í viku til að heimsækja afa og ömmu, þá verða for- eldrarnir nú að greiða hækkun sem nemur rúmum rnánaðarlaunum. Tólfti hlutinn af ársvinnu verkakonunnar fer nú alfarið í aukin útgjöld til aö krakkarnir geti stundaö lögboöna • . við launamanninum, sem býr í Breiðholtinu, blasir, að kosningasigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kostar hann nú 10.000—20.000 krónum meira á ári í útgjöld til borgarinnar...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.