Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR11. MARS1983. 3 Fjölmiðlakönnunin: Hús og híbýli er mest lesið — Samúel mest lesna tímaritið í kaupstöðum Hús og híbýli er mest lesna tímaritið samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram koma i könnun Sambands íslenskra auglýsingastofa. Af þeim, sem spuröir voru lásu 40,38% Hús og híbýli, 36,85% lásu Tiskublaðiö Lif, 30,81% lásu Samúel, 28,1% lásu Vikuna, 26,91% lásu Gest- gjafann og 24,52% lásu K-blaðið, eöa öllu heldur fylltu út krossgátumar sem þarer aðfinna. Vikan og K-blaðið var lesið nokkuð jafnt af körlum og konum. Samúel var FJÓRIR BÍLARÚTAF Fjórir bílar fóru út af veginum á móts við félagsheimilið Ljósvetninga- búð í Kinn Ljósvetningahreppi í fyrra- morgun. Blindbylur var á þessum slóð- um þegar þetta gerðist. Einn bílanna var rúta sem í voru átta manns. Rútan var á leið frá Húsavík til Akureyrar, er hún fór skyndilega út af háum kanti og lagöist á hliðina. Hún var á lítilli ferð og vegna mikillar ó- færðar skemmdist hún ekki mikið. Tveir í rútunni hlutu minni háttar meiðsl. Hún náðist síðan upp á veginn aftur seinna um daginn. Samkvæmt upplýsingum hjá lög- reglunni á Húsavík, fór einnig Qutningabill frá Kaupfélagi Húsavíkur og tveir aðrir bílar út af veginum í fyrradag. Engin meiösl urðu á fólki í þeim óhöppum. -JGH. hins vegar iesinn mun meir af körlum og voru hlutföllin 39,31% karla en 22,56% kvenna. Konur voru hins vegar í meirihluta í lesendahópi Gestg jafans, Tískublaðsins Lífs og Húsa og híbýla. I könnuninni var gerður saman- burður á lestri tímarita eftir búsetu fólks. Eins og við er að búast er búnaöarblaðiö Freyr nær eingöngu lesið í dreifbýli. Sama gildir um Heima er best, Eiðfaxa, Samvinnuna, Sveitar- stjómarmál og Húsfreyjuna. Lesenda- hópur annarra timarita er hins vegar að miklum meirihluta búsettur á höfuðborgarsvæðinu og er afgerandi munur þar á lesendum Frjálsrar verslunar, Gestgjafans, Tölvu- blaðsins og Kvikmyndablaðsins. Ibúar í kaupstöðum landsins kaupa hins veg- ar Samúel mest allra tímarita. Af öðrum timaritum sem kaupstaðabúar kaupa meir af en ibúar á höfuðborg- arsvæði og í dreifbýli má nefna Vikuna, Urval, Sjómannablaöið Víking, Sjávarfréttir, Ægi. Iþrótta- blaðið og Bilablaöiö ökuþór. Lesendcihópur timaritanna er flokkaður eftir atvinnugreinum. Þær tölur sýna að sjómannablööin eru ekki mest lesin af þeim sem starfa í sjávarútvegi, heldur hefur Samúel þar afgerandi forystu. Bændur lesa hins vegar búnaðarblaöiö Frey mest allra blaða og síðan Samvinnuna, en í þriðja sætið kemur Æskan. Þeir sem starfa í iönaöi lesa mest Hús og híbýli, en síðan Bílablaöið ökuþór. Verslunar- fólk, heimavinnandi húsmæður og opinberir starfsmenn lesa Hús og híbýli mest allra tímarita. -ÓEF. Kvöldvorrósarolían: Batnaði fyrr vegna hennar — segir Sigurveig Jónsdóttir leikari „Eg trúi því að ég hafi verið svona fljót að ná mér upp eftir aðgerðina vegna þess að ég notaði olíuna að staðaldri,” sagði Sigurveig Jóns- dóttir leikari í samtali við DV. Hún fór í mikla móðurlífsaögerð í október síðastliðnum. Eftir hana dvaldi Sigurveig á heilsuhæli Náttúru- lækningafélagsins í Hveragerði og byrjaöi þar að nota kvöldvorrósar- olíu. „Eftir aðeins 6 vikur var ég farin að vinna,” segir Sigurveig ,,og ég hef alltaf oröið styrkari og styrkari. Konur sem hafa fariö í samskonar aðgerð segja mér að maöur sé 1/2—1 ár aö ná sér að fullu. Mér finnst að ég hafi náð mér mikið fyrr en konur sem hafa gengið í gegnum svipaö. Eg álít að kvöldvorrósarolían hafi haft mjög góð áhrif á mig, sér- staklega á taugakerfiö.” Sigurveig notar olíuna enn, tekur 2 belgi tvisvar á dag og segist vera ótrúlega hress á allan máta. Sigurveig Jónsdóttir ieikari er ein afþeim sem teija sig hafa notið góðs af iækningamætti kvöldvorrósaroliu. Kjarna málsins segir hún þennan: „Eg hef tekið þetta inn og álít að mér hafi batnað fyrr vegnaþess.” -JBH. **BÍIASÝNING** AÐ SMIÐJUVEGI4 KÓPAVOGI Opið alla virka daga frá kl. 9—19 Opið laugardag frá kl. 10—18 Opið sunnudag frá kl. 13—18 FIAT PANDA FIAT 125 P Verð frá kr. I 117.000.- Verð frá kr. 100.000. gengi 08.03. '83. Komið og sjáið hinn stórkostlega EAGLE 4x4 og kynnið ykkur verðið. Skoðið þennan fjölhæfa lúxusbíl sem sameinar jeppann og ameríska fólksbílinn. Bíll sem alla dreymir um. Nú er tækifærið að kynna sér bílinn, hæfileika hans og útlit, verðið og greiðsluskil- málana. AÐUR 600, NU AÐEINS FRA KR. 440 ÞUS. nsæií” auut/ lil P0L-M0T Framdrifinn - Ítalskur - Aflmikill -Traustur EGILL VILHJÁLMSSON HE SÝNINGARBÍLAR röyil/fri Á STAÐNUM / LJAVIU Símar 77200-77202 / SIGURÐSSON HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.