Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR14. MARS1983. BREIÐHOLTI SÍMI 76225 Fersk blóm daglega. MIKLATORGI SÍMI22822 RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOFÐA 1. S 30945 BlLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR ÁRSHÁTÍÐ SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni. Arshátíö félagsins veröur haldin iaugardaginn 19. mars í Artúni Vagnhöföa 11. Matur, skemmtiatriði og dans. Borða- og miðapantanir á skrifstofu félagsins Hátuni 12, sími 17868, fyrir föstudaginn 18. mars. Húsiö opnað kl. 18.30. Notaðir iyftarar í mikiu úrvaii 2 t raf/m. snúningi 2.5 t raf 1.5 t pakkhúslyftarar 2.51 dísil 3.21 disil 4.31 disil 4.3 t dísil 4.3 t disil 5.0 t dísil m/húsi 6.0 t disil m/húsi K. JÓNSSON & CO. HF. STH.I. Vitastíg 3 Sími 91-26455 Sérfræðingar í einnota vörum. Besti bar í bænum! Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf að þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og aö sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur. DUNI kaffibarinn getur staðið á borði eða hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli honum fyrir þrifum. DUNI — kaffistofa í hverjum krók! STANDBERG H.F. Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242. Neytendur Neytendur Neytendur Af viðgerðarverkstæði: Beið í rúma tvo mánuði eftir plötuspilaranum Á þessarí nótu frá Radióhúsinu, sem gerír við fyrir Tónver, sést að vinnan hefur tekið innan við klukkutíma því að timi á verkstæði kostar rúmlega 280 krónur. Ómar Kristvinsson kom hér viö. Hann á nokkurra ára gamlan plötuspilara frá Sanyo. Umboðsmaður þess fyrirtækis á íslandi er Gunnar Ásgeirsson hf. Skömmu fyrir jólin komst barn í spilarann og sveigði arminn á honum eins langt og hægt var. Þessa meðferð þoldi spilarinn ekki og því þurfti að fara með hann í viögerö. Það gerði kona Omars nokkrum dögum fyrir jólin. Farið var til umboðsmannsins og hann beðinn að gera við plötuspilarann, helst fyrir jól. Þegar konunni var tjáð að það væri ekki hægt vegna anna var beðið um spilarann við fyrstu hentugleika. En tíminn leið og ekki var plötuspil- arinn tilbúinn. Þaö var ekki fyrr en 3. mars að Omar gafst upp og sótti spil- arann. Var hann þá í mörgum hlutum og ónothæfur. Hann sagði að þetta væri í annað sinn sem hann yrði fyrir slíkri töf á viðgerð á sama spilara. Þegar hann bjó noröur á Akureyri fyrir nokkrum árum fór hann meö spilarann í viðgerö vegna þess að honum fannst nálin skella fullharkalega ofan á plötuna. Umboösmaöur á Akureyri er fyrir- tækiö Akurvík sem er aö hluta til í eigu Gunnars Ásgeirssonar. Eftir nokkurra mánaöa bið þar fékk Omar spilarann aftur en hefur ekki verið fyllilega ánægöur með þetta atriði síðan. Fannst honum af þessum tveim tilfellum að dæma aö umboðsmenn Sanyo þyrftu að þæta viðgerðarþjón- ustuna til muna. Guðmundur Guðnason á verkstæði Gunnars Ásgeirssonar sagði að margvíslegar ástæður lægu til þess hversu lengi spilarinn var í viðgerð- inni. Þegar komið hefði verið með hann fyrir jólin hefði verið reynt að gera viö hann á staðnum! I Ijós hefði hins vegar komið aö bilunin væri meiri en svo að slíkt væri unnt. Því hefði spil- arinn veriö tekinn inn til viögerðar. Vegna mikilla anna fyrir jólin hefði ekki reynst unnt að hef ja viögerö fyrr en í janúarmánuði. Þá hefði komið í ljós aö spilarinn var mjög mikið bilaður. Jafnvel svo að ekki borgaði sig aðgera viö hann. Eftir tveggja tíma vinnu við hann sagðist Guömundur því hafa ákveðið að leggja hann til hliðar því aö mörg önnur verk biðu sem tóku styttri tíma og lá meira á. Síðan komu til flutningar fyrirtækisins sem töföu störf enn meira. Guömundur sagöist hafa beðið eftir því að Omar eða konan hans heföu samband vegna spilarans því að ekki hefði verið skráð niður símanúmer þeirra. Það heföi konan gert í febrúarlok. Sagðist Guðmundur þá hafa gert henni grein fyrir að veriö gæti að viðgerð á spilaranum borgaði sig ekki. Hún kvaðst eigi að síður vilja láta gera við hann. Guðmundur sagði að það hefði því komið sér mjög á óvart í marsbyrjun þegar Omar kom að sækja spilarann. Sagði hann Omar hafa verið mjög ókurteisan og viðhaft dónalegt orðbragð. I sama streng tók starfsmaður Guð- mundar sem afhenti spilarann. Hann sagði að nýr svona spilari kostaði um 8000 krónur. Viðgerðin hefði hins vegar vel getað kostaö 4—6 þúsund og væri hæpiö að slíkt borgaði sig. Ómar Kristvinsson var hins vegar ekki sáttur við þetta og fór með spil- arann í viðgerð hjá Tónveri sem sendi hann til Radíóhússins sf. Þar staðfesti Hartmannn Guðmundsson útvarps- virki.viö blaöamann DV að hafa gert við spilarann. Viögerð kostaði 240 krónur. Tími á verkstæði kostar 280 krónur rúmar þannig aö ljóst er efftir þessu að dæma að viðgeröin hefur tekið örskamman tíma. Hartmann sagöi að ósköp lítið heföi verið að spil- aranum og létt verk að gera viö þaö. Lyftibúnaðurinn sem leggur nálina á plötuna sagði hann hina vegar að væri ekki vandaður og því borgaði sig ekki að gera við hann. Spilarinn er því enn þeim annmörkum háður að nálin skellur fullharkalega á plötuna. En meö varkárni er vel hægt að nota spil- arann með góðum árangri að dómi Hartmanns. Vegna ummæla hans var aftur haft samband við Guðmund Guðnason. Hann sagði þaö ekki geta verið að Hartmann heföi gert viö spilarann á þessum tíma þannig að fullnægjandi mætti teljast. Benti hann einnig á að Omar væri ekkert farinn að borga sér fyrir þá vinnu sem hann var búinn að leggja í spilarann. Hvatti hann mig aö öðru leyti til að kynna mér álit fleiri á viögerðarþjónustu sinni og umboðsins. Sagði hann alla ánægða með hana og slíkt segði meira en mörg orð. Ekki gat hann þó gefiö mér upp nöfn á neinum sem spyrja mætti. Ómar Kristvinsson sagði þaö fjarri öllum sannleika aö hann hefði verið dónalegur þegar hann sótti spilarann. Hins vegar hefði hann lýst yfir óánægjusinnimeötöfina. -DS. Skattstofur reyna að fylgjast með Spurt um skattatekjur af húsaleigu: leigutekjum Reynir Einarsson hringdi og bað okkur að kanna hvemig farið væri með skattframtöl þar sem kæmi fram ósamræmi varöandi upphæö á leigu, þ.e. leigusali teldi eitt fram og leigutaki annað. Benti Reynir á að þó fyrir marga skipti sá helmingsfrá- dráttur sem hægt er aö fá vegna leig- unnar ekki máli, væri hópur fólks sem hann skipti verulegu máli. Til dæmis námsmenn vegna þess að við úthlutun námslána væri farið eftir því sem fram kæmi á skattaskýrslu. Einnig þá sem notuðu ekki 10% frádráttarregluna. Steinþór Haraldsson, lögfræðingur hjá ríkisskattstjóra, sagði að með leigutek jur væri farið eins og hverjar aörar tekjur. Ætlast væri til þess af leigutaka að hann útfyllti sérstaka skýrslu meö skattaskýrslunni, svonefndan greiðslumiöa. Á honum væri tekin fram upphæð leigunnar og af hverjum væri leigt. öðru hverju væru síðan tekin sýnishorn af skýrsl- unum af handahófi og þau borin saman. Ef fram kæmi misræmi væri það nánar kannað. En ekki væri hægt að bera saman allar skýrslur sem inn bærust og á væri tekin fram leiga. Menn væru hins vegar vel á verði gagnvart þeim möguleika að leigutekjum væri reynt að stinga undan skatti og því ef til vil betur fylgst með slíkum tekjum en öðrum. Erfitt væri hins vegar stundum að rekja hvort alltaf væri um sömu íbúð aðræða. -DS. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.