Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 14.MARS1983. 13 Lanasjóðurmn lifi 1 efnahagsáætluninni er lagt til aö skattar veröi lækkaöir um tvo millj- aröa í þessu ári, aöallega óbeinir skattar. Þetta myndi slá á móti verö- hækkunum og vinna gegn verðbólgu. En skattar veröa ekki lækkaöir nema ríkisútg j öld verði dregin saman. Hvar á aö skera niður? Stóraukinn sparnaður Aöur en því er svarað er nauösyn- legt aö kynna fleiri hugmyndir, sem voru þarna á feröinni. Tií dæmis er lagt til aö nýr sparnaöur einstakl- inga allt aö 10 þúsundum króna a árinu 1983 hjá hverjum framteljanda veröi frádráttarbær viö álagningu tekjuskatts. Þessi sérstaka hvatning gæti tvöfaldaö sparnaö hjá innlánastofn- unum á árinu og skapað þeim grund- völl til aö sinna eftirspurn eftir láns- fé á markaönum. Þess vegna var í þeim hugmyndum sem Verziunarráöiö lagöi fram á viðskiptaþingi taliö raunhæft aö leggja til aö framlög ríkissjóös til ýmissa sjóöa á árinu 1983 yröu skorin niöur um 700 milljónir króna. Þarna er að sjálfsögöu ekkí veriö aö leggja til aö sú starfsemí, sem þessir sjóöir eiga aö fjármagna, eigí aö leggjast niöur. Þarna er heldur ekki veriö aö tína tiltekna sjóöi út úr heldur er niöur- skuröur hlutfallslega jafn á alla línuna, sem helgast af því aö þessir sjóöir þurfí ekki a framlögum ríkis- ins aö halda til þess aö fjármagna starfsemi sína. Samkvæmt tillögum viðskiptaþings mun LiN hafa skilyrði til að starfa eftir sem áður og námsmenn eiga fieirikosta vöi, segir greinarhöfundur. Fimmta viðskiptaþing Verzlunar- ráös Islands var haidiö 16. febrúar síöastliöinn. Þar var lögö fram áætlun um alhliða aögeröir í efna- hagsmálum undir heitinu: Frá orðum til athafna. Þessi áætlun, sem ekki var endanlega afgreidd á þinginu, komst í sviösljósiö i síöustu viku vegna ranghermis í ályktun ÆSI um aö í tillögunum fælist beint eöa óbeint aö leggja ætti Lánasjóö ísl. námsmanna niður. Fjarri fer því. Þeir sem skoöa báöar hliðar málsins sjá aö veriö er aö bjóöa upp á slétt skipti aö því er varðar fjáröflun. VERZLUNARRÁO (SLANDS VIÐSKIPTAÞING 83 Kjallarinn Kjartan Stefánsson S/éttskipti Meö stórfenglegum skattalækk- unum og hvetjandi aðgerðum til sparnaöar eiga sjóöir eins og LIN aö geta fjármagnað starfsemi sína a frjálsum lánamarkaði og sinnt þvi hlutverki aö lána fé. LIN mun því hafa skilyrði til aö starfa eftir sem áöur og námsmenn eiga fleiri kosta völ. Munurinn er sá aö lánastarfsemi veröur fjármögnuö af frjáisum sparnaði innanlands og eftir öörum viöurkenndum leiðum, sem lána- stofnanir hafa til aö afla fjár, en ekkí meö ríkisframlögum. Ekki er gert ráö fyrir aö haldiö veröi áfram aö afla fjár til þessara sjoöa meö því aö leggja skatta ofan á vöruverð, — sem meöal annars námsmenn borga sjalfir. Fyrri leiöin er mun geöþekkari auk þess sem hún heldur vöruverði niöri. I þessum tiliögum er veriö aö höggva á ríkisforsjána án þess að skeröa möguleíka námsmanna til að afla sér lána. Þetta heföi einhvern tíma veriö kallaö slétt skipti á mali þeirra, sem nú gagiirýna Verzlunar- ráöiö. Kjartan Stefánsson. Þaö er ástæðulaust að gera ráö fyrir því aö rök Norðmanna og félaga þeirra, Perúmanna, Rússa og Japana, fyrir áframhaldandi hvalveiðum þeirra séu sterkari en afstaöa Norð- manna fyrir ofveiöi á Noröurlandssild- inni íslensku. Eg hef trú á því aö okkar réttur, okkar veiöimáti og okkar mála- fylgja sé önnur og eigi aö vera önnur en þeirra þjóöa, sem nú hafa mótmælt hvalveiðibanninu. Þessar þjóöir, aö undanskildum Perúmönnum, hafa um áraraðir sótt stóran hluta sjávarfengs sins út um öll heimsins höf og þar af leiðandi veitt úr flökkustofnum og úthafsstofnum ántil- lits til hagsmuna þeirra þjóöa, sem nytjuðu þessa stofna á heimamiöum. Fáar þjóöir munu eiga jafnmikiö undir því aö vel takist til um stjórnun veiða úr flökkustofnum og við íslendingar. Loönan, laxinn, karfinn og kolmunn- inn, allt eru þetta fisktegundir sem við getum veitt innan okkar fiskveiðilög- sögu, en þessir fiskistofnar halda sig einnig utan hennar og í fiskveiðilög- söguannarra ríkja. Nýsamtök Alþjóðahvalveiðiráðiö hefur starfaö frá 1946. Ymislegt bendir til þess að hlutverki þess sé nú senn lokið. Ef svo fer, veröa sjálfsagt stofnuð ný samtök á grundvelli hafréttarsáttmála Sameinuöu þjóöanna. I slíkum samtökum hljótum viö að taka þátt. Á undanförnum árum hefur okkur tekist aö helga okkur rétt til nýtingar 200 mílna landhelgi viö landiö. Á þeim vettvangi vorum viö forystuþjóð. Við stóöum að undhbúningi og samþykkt á hafréttarsáttmála Sameinuöu þjóð- anna. Viö hljótum aö halda fram sömu stefnu og hingaö til og sækja rétt okkar til aö nýta auölindh hafsins aö því marki sem alþjóðareglur og lög leyfa. Þessum sömu alþjóðalögum og reglum þurfum viö aö beita fyrir okkur til að tryggja þaö að við verðum ekki beitt órétti af öðrum þjóöum, sem vilja veiða fiskistofna sem viö teljum okkar. Aðvörun Því er gjarnan haldiö fram aö af- staöa okkar, sem ekki vildum mót- mæla hvalveiðibanninu, hafi fyrst og fremst mótast af því aö við hefðum látið undan hótunum náttúruvemdar- samtaka, bandarískra og danskra þingmanna og jafnvel bandarísku ríkisstjórnarinnar. Það væri rangt aö bera á móti því að bréfaskriftir og athafnh nefndra aðila hafi haft einhver áhrif á skoðanir einstakra þingmanna. Það er jafnrangt að kalla þetta einu nafni hótanh. Hér var um að ræða aövaranh og vamaöarorð, ásamt því sem sjálfsagt má kalla hótanir. Þaö væri ekki vel farið, ef þingmenn tækju ekki mark á aðvörunum og vamaðarorðum viö ákvarðanatekt. Því er eins farið í þessu máli sem öörum. Ef ekki á að taka mark á aðvömnum vegna þess aö hótanh eru hafðar í frammi frá öörum, er engum meiri greiði gerður en þeim sem hótanirnar hefur í frammi. Það minnir nokkuö á Jón sterka í Skugga-Sveini og aöra slíka afreks- menn, þegar talaö er um aö þingmenn hafi látið undan hótunum í þessu máli, en aörir veriö þaö „sterkir” aö þeir tímabær. Hættuástand vegna freðfisk- markaöa okkar í Bandaríkjunum og Evrópu vegna umræöu um hvalveiðistefnu okkar er einnig liöið hjá. Á árunum 1976—'80 var hlutur hvalveiðanna 0,19% af vergri þjóðarframleiðslu, tekjur einstaklinga og sveitarfélaga af þessum rekstri em vemlegar. Ég skil það fólk, sem hér hefur beinna hagsmuna að gæta. Þaö þarf ekki mikinn afturkipp í sölu fiskafurða, svo aö 0,19% af vergri A „Það er miklu líklegra að þær þjóðir, w sem stóðu að bannsamþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins, verði okkur hliðhollari og taki rök okkar gild fyrir áframhaldandi veiðum eftir það að við teljum okkur ekki lengur sjálfkjörin í hópi stórhvalveiðiþjóða eins og Japana, Rússa, Norðmanna og Perúmanna.........” létu ekki beygja sig. Eg taldi mig ekki þaö „sterkan” að mér bæri ekki skylda til að meta hvaöa leið væri líklegust til að hvalveiöar hér viö land gætu haldiö áfram og rekstur Hvals hf. og annarra fyrirtækja í hvalvinnslu yröu fyrir sem minnstum skakkaföllum. Mitt mat var þaö aö við skyldum velja okkur nýja bandamenn, ekki halda okkur i flokki stórveiöiþjóða heldur leita banda- manna meðal þeirra sem vilja fara með gát. Við skyldum leita réttar okkar án þess að hafa áður lýst því yfir að viö vildum ekki hlíta meirihluta- samþykkt þeirrar stofnunar, sem viö þurfum aö leita úrskurðar til, Alþjóða- hvalveiöiráösins. Ég trúi því aö þessi afstaða muni í náinni framtíð tryggja okkur áframhaldandi heimild til hvalveiöa, ef viö höfum á réttu að standa varðandi veiöimáta okkar og ef við getum fært sönnur á aö ekki sé um annað aö ræöa en eðlilega nýtingu þeirra hvalategunda, sem við veiöum og engin hætta sé á ofveiði þeirra. öll stór orð um þaö aö hvalveiðar stöðvist hér viö land eru vonandi ekki þjóðarframleiðslu tapist. Hvert er það sveitarfélag á Islandi, sem þá heföi ekki beinna hagsmuna að gæta? Hvaö þýddi veruleg sölutregða fiskafuröa eöa markaðstap fyrir fólkið í Grundar- firöi og Akranesi, reyndar fyrir fólk í öllum sjávarbyggðum á Islandi? Svari þvíhverfyrir sig. Ýmsir boðendur mótmæla gegn hvalveiðibanninu geröu lítiö úr þeirri hættu sem steöjaði að sölu fiskafurða og þeirri efnahagslegu hættu, sem viö blasti, ef mótmælin næöu fram aö ganga. Viö fáum sjálfsagt aldrei svar viö því hvað gerst hefði á fiskmörkuð- um okkar, ef við hefðum mótmælt hvalveiöibanninu. Þaö eru „sterkir” menn, sem skorast undan því aö taka afstööu meö því fólki, sem á allt sitt undir því að markaðir fyrir íslenskar sjávarafuröir bregöist ekki, en miklast af þeirri afstöðu að hafa ekki viljað hlusta á varnaðarorö í sambandi viö þann þátt þessa máls. Eg vildi ekki ganga hnarreistur í þeim hópi. Skúli Alexandersson aiþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.