Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR14. MARS1983. 43 Sandkorn Sandkorn ____Sandkorn Pótur i Loifsbúð. Fyrsti blaöa- mannafundur Péturs haldinn í Leifsbúó Flugmálastjórninn nýskip- afti, Pétur Einarsson, hélt sinn fyrsta blaðamannafund síöastliðinn föstudag. Fund- urinn var um frönsku þyrl- urnar og rcynsluna af þeim. En hvar haldiði að Pétur hafi haldið þennan fyrsta blaða- maunafund sinn? Auðvitað í Leifsbúð Loft- leiðahételsins'. Þannig gerast kaupin með krossana í kjallaragrein sem dr. Gunnlaugur Þórðarson skrif- aði í DV fyrir síðustu helgi lýsir hann nokkuð starfshátt- um orðunefndar. Þar kemur fram að ekki þykir ástæða til þess að funda mjög um veit- ingar krossa og stórkrossa og hvað þaö nú heitir allt saman. Venjan sé sú að vilji einhver útvega einhverjum Dr. Gunnlaugur Þórðarson. orðu hringi sá hinn sami í nefndarmenn og tali þá til þar til meirihlutinn hefur sagt já. Síðan er manninum send orðan með næstu ferð, liklega. Það mætti eflaust einfalda kerfið þarna og gera það létt- ara viðureignar fyrir þá sem vilja orður. Til dæmis mætti sæma alla íslendinga sem ná fimmtugsaldri orðunni og gæti töiva Hagstofunnar séð um það. Þannig mætti spara talsverð fjárútlát oröuveiði- manna nú á tímum skrefa- talningarinnar. liöið ágætlega áður en þeir komu inn. Þeir veltu þessu lengi fyrir sér þar til annar þeirra fann skýringuna: „Sjáðu til, þeir taka okkur inn til rannsóknar, eru svo nokkra daga að finna heils- una, en þegar þeir svo finna hana, þá er hún líka tekin um- svifalaust. Og þeir skila henni aldrei aftur! ” Kynningar Fyrst er að finna heilsuna Tveir miðaldra menn í nátt- sloppum sátu saman á gangi Landspítalans og ræddu saman um ástandið i heil- brigðismálum. Báðir kvört- uðu undan því að nú liði þeim iila, eftir nokkurra daga vist á spítala, en hefði þeim þó námskeið t nýlegu hefti blaðs Félags læknanema birtist grein um svokaliaða „dauðaáðstefnu FL. Þar segir læknanemi nokkuð frá kynnum sínum af dauðanum. „Fyrst heili hjá Hannesi og handleggur hjá Melvini.” Og síðar í greininni segir: „Fersklíkin á Baróns- stígnum stóðu kannski mest í manni (afsakið orðalagiö).” Og þar er einnig að finna Römm er sú taug. I -• i j gullkorn svo sem þetta: . „Langt er þó í að umgengnin við dauðann verði manni jafneðlileg og skúffur eða skápar, sokkar eða skór.” Það var nefnilega það. Umsjón: ÓlafurB. Guðnason Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabíó: HÚSIÐ: „Mynd sem skiptir máii11 Heiti myndar: Húsifl. Leikstjórn: Egili Eflvarflsson. Handrit: Egill Eðvarflsson, Snorri Þórisson, Björn Björnsson. Kvikmyndataka: Snorri Þórisson. Leikmyndir: Björn Björnsson. Hljóflstjórn: Sigfús Guðmundsson. Klipping: Snorri Þórisson og Egill Eðvarðsson. Tónlist: Þórir Baldursson. Aðalhlutverk: Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurflarson. Gerfl á íslandi 1983. Þá hefur enn ein íslensk kvikmynd litið dagsins ljós. Er það HOSIÐ undir leikstjóm Egils Eðvarðssonar. Hér er um að ræða „dularfulla og spennandi” kvikmynd sem fjallar „um ungt fólk, gamalt hús og svipi fortíðarinnar”, eins og aðstandendur myndarinnar hafa lýst henni. Stingur efnisþráðurinn nokkuð í stúf við aðrar myndir, sem gerðar hafa verið hér heima. En í nokkmm kynningarorðum fyrir frumsýningu myndarinnar sagðiEgill Eðvarðsson m.a. aö tilgangurinn meö gerð HtJSSINS heföi verið sá að „gera kvikmynd sem skipti máli”. Og að mörgu leyti hefur það tekist. HOSIÐ fjallar um ungt fólk sem er að hefja búskap en vantar leiguíbúð. Hann er tónlistarmaður og tónskáld sem vinnur aðallega á nótt- unni og sefur á daginn meðan hún kennir við Heymleysingjaskólann. Þau em búin aö leita lengi aö íbúð og það aö búa inn á gafli hjá öðmm er farið að marka sín spor á sambúð þeirra. Loks býðst þeim leiguíbúð, eða réttara sagt hús, sem þau geta fengiö leigt í rúmt ár meðan eig- endur dveljast erlendis. Þau flytja inn í húsið en em vart búin að koma sér fyrir fyrr en dularfull hljóð fara aö heyrast uppi á háalofti, eigin- konuna fer að dreyma um löngu liöna atburði og fleira í slíkum dúr gerist. Þaö fer ekki milli mála að húsiö hefur sál og síðari hluti mynd- arinnar fer í þaö að rekja þá sorgar- sögu sem eitt sinn gerðist. þar innan veggja. Frábær myndataka HOSIÐ er ein sú samfelldasta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið. Að vísu byrjar hún ef til vill einum of rólega en byggir síðan hægt og stígandi upp spennuna. Það em ákaflega fáir dauðir punktar í mynd- inni og tekst leikstjóranum undra vel aö halda athygli áhorfandans vakandi. Einnig er HOSIÐ ein sú best unna íslenska kvikmynd sem sést hefur. Þaö virðist hafa veriö valinn maður í hverju rúmi. Sér- staklega hefur kvikmyndatöku- manninum, Snorra Þórissyni, tekist vel upp en hann hefur vaxið og þroskast sem fagmaöur, með hverju nýju viðfangsefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Tekst honum einstaklega vel að draga fram dulúö og seiðmögnun hússins með skemmtilegum myndhomum og hug- vitslegri beitingu kvikmyndatöku- vélarinnar. Tónlistin er í höndum Þóris Baldurssonar og ná hann og Snorri að tengja saman tón og mynd á mjög áhrifaríkan og sterkan máta. Fellur tónlist Þóris vel að efni mynd- arinnar og magnar stórlega upp spennuna í þeim tilvikum sem það á við. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum ungra og efnilegra leikara, þeirra Lilju Þórisdóttur og Jóhanns Sigurðarsonar.Bæðihafa þau leikið fyrir framan kvikmyndatökuvél áður ásamt því að starfa þó nokkuð fyrirleikhús. Leikurinn í myndinni er til fyrir- myndar en að öllum ólöstuðum er það Lilja Þórisdóttir sem heillar hug og hjörtu áhorfenda með látlausum og eðlilegum leik sínum. Hlutverk hennar er oft á tíöum krefjandi og skilar hún því með miklum sóma. Bæöi hún og Jóhann virðast eiga mjög auðvelt með að leika og tjá sig á eðlilegan máta fyrir framan kvik* i myndatökuvélina, sem hefur reynst mörgum leiksviðsleikaranum erfitt. I aukahlutverkunum fer Helgi Skúla- sonákostumíhlutverkieinsaf fyrri íbúum hússins með góðri hjálp kvik- myndatökuvélarinnar í höndum Snorra Þórissonar. Afþreyingarmynd Kvikmyndin HtJSIÐ skilur lítið eftir sig að sýningu lokinni enda flytur hún engan boðskap né reynir að leysa nein vandamál. Hún á því einna best heima í flokki afþreying- armynda. Myndin segir einfaldlega sögu gamals húss og hvernig hún spinnst saman við líf ungra hjóna- korna sem eru að hefja búskap. Handritið er snoturlega unnið þannig að áhorfendum er aldrei sagt of mikið í einu, og mátulega mikiö gefið til kynna með ýmsum vísbendingum um hvað raunverulega gerðist í þessu gamla húsi. Þetta eykur spennugildi myndarinnar enda er það ekki fyrr en alveg í lok mynd- arinnar aö áhorfendur eru leiddir í allan sannleikann. Flestar okkar íslensku myndir hafa verið byggðar á bókmennta- verkum sem stór hluti þjóðarinnar hefur lesið. Þannig var t.d. LAND OG SYNIR byggö á sögu Indriða G. Þorsteinssonar, PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK á bók Péturs Gunnarssonar og JON ODDUR OG JÖN BJARNI á barna- bók Guörúnar Helgadóttur. Aftur á móti hafa tvær nýj ustu íslensku kvik- myndirnar, OKKAR Á MILLI - I HITA OG ÞUNGA DAGSINS eftir Hrafn Gunnlaugsson og MEÐ ALLT Á HREINU, sem Ágúst Guðmunds- son leikstýröi, verið gerðar eftir frumhandriti og fjallað um málefni liðandi stundar. MEÐ ALLT Á HREINU á þó dálitla sérstöðu þar sem um nokkurs konar tónlistar- mynderaðræða. Þetta er mjög athyglisverð og jafnframt ánægjuleg þróun þar sem yfirleitt er mun erfiðara að koma myndum á framfæri sem geröar eru eftir frumhandriti og styöjast því ekki við sögu sem þegar er vel þekkt meðal þjóðarinnar. Raunar má líkja íslenskri kvikmyndagerð við bam sem er að læra að ganga. I fyrstu verður bamið að styðja sig viö ein- hvem fastan hlut, en meö auknum þroska fer það síðan að geta gengið eitt og óstutt stuttan spöl í einu. Á því stigi er einmitt íslensk kvik- myndagerð. íslenskir kvikmynda- gerðarmenn þurfa ekki lengur að styðja sig við íslenskar bókmenntir, heldur geta, eins og HUSIÐ hefur m.a. fært sönnur á, komið fram með góða og frumlega hugmynd og skapaö úr henni mjög svo frambærilega kvikmynd. Frá því sjónarmiði er HÚSIÐ ,,mynd sem skiptir máli” og því mjög þarft og gott framlag í þessa þroskasögu. Meö HUSINU hefur saga íslenskrar kvikmyndagerðar því tekið enn eitt skrefið fram á viö. Baldur Hjaltason. Jóhann Sigurðarson og Lilja Þórisdóttir fara með stærstu hlutverkin í Húsinu. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir ■ák

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.