Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR14. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Zimbabwe eftir flótta Nkomo: HVAÐ GERIST NÆST? Samkvæmt yfirlýsingum stjórn- valda í Zimbabwe á Joshua Nkomo aö hafa flúiö land til Botswana, dul- búinn sem kvenmaöur. Ennfremur sagöi Emmerson Munanawanga öryggismálaráöherra, aö stjórnvöld litu nú á Nkomo sem flóttamann und- an réttvísinni, og ráöherrann bætti því viö að Nkomo væri hollast aö reyna ekki aö snúa aftur því aö hans biðu réttarhöld og refsing fyrir ýmsa glæpi, svo sem þaö að yfirgefa landiö án leyfis og án skilríkja. Þaö kann aö hljóma ólíklega í eyrum manna að Nkomo hafi komist úr landi dulbúinn sem kona, enda er maöurinn engin smásmiö. En þaö efast fæstir um það aö hann haföi æma ástæöu til þess aö flýja land. Af fréttum, sem borist hafa frá Matabelelandi, vesturhéraði Zimbabwe, er ljóst aö Nkomo var fjarri því óhætt aö vera þar um kyrrt. Blaðamenn, sem fariö hafa um svæöiö, og fleiri, þar á meöal biskupinn af Matabelelandi, hafa skýrt frá því aö þar hafi oröiö meiri- háttar blóðbað og hafi 1000 manns, vægt áætlað, veriö myrt, en sumir setja töluna mun hærra. Ættbálkaerjur Þaö var svokölluö fimmta her- sveit sem send var á vegum stjórn- valdaíHarare tilþessaðbindaenda á ógnaröldina í Matabelelandi, sem náöi hámarki fyrir jól, þegar nokkur fjöldi hvítra bænda var drepinn og öryggi þótti í hættu. Þessi herdeild er eingöngu skipuö Shona-mönnum og sérþjálfuö í Noröur-Kóreu til þess aö bæla niöur óróa innanlands. Hatur milli Shona-manna og Ndebele- manna er mikiö, en áður en Bretar settust aö á svæöinu og kölluðu þaö Rhodesíu voru Ndebele-menn herra- þjóðin, skyldir Zulu-mönnum í Suður-Afríku. Þeir eru hinsvegar minnihlutahópur og eru aöeins 20% af íbúum Zimbabwe. Nkomo er af þessum ættbáiki, þótt hann líti ekki á sig sem sérlegan málsvara hans, og þaöan þiggur hann mest fylgi sitt, meðan Mugabe þiggur mest fylgi sitt meöal Shona-manna. Þaö mátti því teljast fyrirsjáan- legt, hvaö gerðist, þegar fimmta her- sveitin var send inn í Matabeleland. Engin pólitík Skoðanaágreiningur milli fylgis- manna ZAPU, sem Nkomo stýrir, og ZANU, sem Mugabe forsætis- ráöherra stýrir, er lítill. ZANU varö til sem klofningshreyfing frá ZAPU, áriö 1963, og varð til vegna óánægju Mugabes og fleiri meö leiötogastíl Nkomo. Stofnfundur ZAPU var reyndar haldinn á heimili Enos Nkala, sem sjálfur er Ndebele- maöur og haröur andstæöingur Nkomo, en hann er þingmaður og ráöherra í stjórn Mugabes. Valdabaráttan milli ZANU og Mugabe forsætisráðherra gripur til harkalegra aðgerða. 13.000 fyrrum liösmenn ZAPU í her Zimbabwe) áttu þar mikla sök á. Nkomo afneitaöi þessum fylgis- mönnum sínum og hvatti menn til þess aö beita friðsamlegum aöferö- um, en á hann var ekki hlýtt. Ferða- mönnum var rænt, bændur (oft hvít- ir) voru myrtir og afleiöingin varö sú, aö efnahagur landsins hrörnaöi. Hinn hvíti minnihluti í Zimbabwe er feiknalega mikilvægur, þjóðhags- lega séö, stjómar framleiðslunni víða, og mest sérfræðiþekking lands- ins er meöal hvítra manna. Auk þess hrapaöi aösókn ferðamanna niöur úr öllu valdi, viö fréttir af ólgunni innanlands, sem kom sér mjög illa fyrir stjómvöld því aö feröamenn eru ein meginuppspretta tekna í erlendumgjaldeyri fyrir landiö. Enos Nkala, Ndebele-maður, en andstæöingur Nkomo, sagði á blaöa- mannafundi fyrir skömmu aö nú yröu menn einfaldlega aö velja milli þess að sætta sig viö stjórnvöld og lifa viö friö, eöa segja stjórnvöldum stríö á hendur. „ZAPU-menn buöu fimmtu hersveitinni sjálfir til Mate- belelands með því aö grípa til vopna og styðja andspymumennina. Þeir geta ekki kvartaö nú yfir stríöinu sem þeir buöu heim.” En þaö er nú, eins og oftast í stríði, aö þaö eru óbreyttir borgarar, sem veröa fyrir mestu áföllunum. Og þaö er víst aö yfirmenn fimmtu hersveitarinnar fengu þau fyrirmæli frá stjórnvöld- um að taka harkalega til hendinni, þegar til Matabelelands kom. Framtíð IMkomo Hver framtíö Nkomo verður nú, þegar hann hefur flúiö land, er óvíst. Hann hefur aldrei veriö óumdeildur leiötogi ZAPU, jafnvel ekki eftir aö ZANU varð til, við klofning upphaf- legu samtakanna. Bæöi er hluti Ndebele-manna Nkomo andsnúinn, svo sem Enos Nkala, sem fylgir Mugabe aö málum, svo og eru ekki allir ZAPU-menn á eitt sáttir um leiötoga sinn. Þá er ekki séö enn, hvort Nkomo getur haldiö völdum innan ZAPU, þegar hann hefur flúið land. Þá er önnur spuming, sem menn velta fyrir sér, sem sagt sú, hvort Nkomo vilji og hvort hann geti staðið fyrir skæruhemaöi innan Zimbabwe. Nkomo hefur alltaf forðast aö koma fram sem sérlegur fulltrúi Ndebele- manna, en alltaf þóst tala fyrir alla íbúa Zimbabwe. Ef hann snerist nú til skæruhemaðar gegn stjórninni í Harare, myndu átökin fljótt snúast upp í ættbálkastríð, því að einmitt nú er mikil andstaöa í Matabelelandi gegn ríkisstjórn Mugabes, eftir hryöjuverkhersveita stjórnarinnar. Hvort Nkomo gæti haldiö uppi slík- um skæruhernaöi er svo aftur önnur spurning. Til þess þyrfti hann tvennt. I fyrsta lagi algera stjórn yfir ZAPU, sem er ekki víst hann hafi. I ööm lagi skjól fyrir sig og skæruliða sína í bækistöövum hand- an landamæranna viö Botswana. Þaö er vandséð aö stjómvöld í Bots- wana geti leyft honum aö koma sér upp slíkri aðstööu, þar sem Bots- wana er fátækt land, án nokkurrar raunveralegrar getu til landvama, og slíkar bækistöövar myndu bjóöa heim hættunni á hefndarárásum frá herjum stjórnarinnar í Harare. Enn einn óvissuþátturinn í þessu er svo fyrirætlanir stjómvalda í Suöur-Afríku. Þaö er ljóst aö þaö yröi Suður-Afríkumönnum mjög í hag að koma á upplausnarástandi í Zimbabwe. Þaö er ekkert sem ríkis- stjórnin í Pretoríu óttast meir en þaö, aö skæruliðar ANC (African National Council) búi um sig norðan landamæranna viö Zimbabwe og geri þaöan árásir suður í Suöur- Afríku. Þaö gæti því farið svo aö Suður-Afríkumenn myndu bjóöast til þess aö aðstoða Nkomo, kynni hann aö hyggja á skæruhernað og sæi sér þaö fært. En þaö.gæti einnig reynst honum hættulegt aö þiggja slíkan greiöa og ólíklegt aö þaö væri honum pólitískt mögulegt. Mugabe hefur eins og áöur segir þegar ásakaö hann fyrir að þiggja vopn af Suður-Afríku- mönnum, en Nkomo hefur boriö þær ásakanir af sér. Enn er þess aö geta aö eins getur fariö svo aö Nkomo neyðist til þess að fara frá Botswana mjög fljótlega, þar sem orörómur er á kreiki þess efnis aö honum hafi verið heimiluð landvist með því skilyrði aö hann ræddi ekki viö blaðamenn. Hvert hann færi er ekki vitað, en frétta- skýrendur benda á að hann hefur oft farið til Evrópu og gæti farið þangaö nú. En því fjær sem hann flytur sig, því minni stjóm hefur hann yfir liös- mönnumsínum. ',Mr< Hermenn úr sveitum stjórnarinnar i Harare. Nkomo sakar Mugabe um að nota herinn sem einkasveitir til hefndaraðgerða gegn Ndebela-mönnum. Nkomo, upphaf smaður frelsisbaráttu Zimbabwe, flúinn úr landi. ZAPU hefur farið harönandi síðustu mánuöi. Háttsettir ZAPU-menn hafa veriö dregnir fyrir dómstóla, sakaöir um ýmsa glæpi, og um leið gera stjórnvöld allt sem þau geta til þess aö gera Nkomo ótrúverðugan í aug- um fólksins. Seint í febrúarmánuði hélt Mugabe því fram í ræöu aö ZAPU-menn heföu þegið vopnasend- ingar frá Suður-Afríku. Nkomo vísar þessum ákæram á bug í viðtali viö sænska dagblaðið Dagens Nyheter nýlega, en ásakar Mugabe þar aftur á móti fyrir þaö að nota fimmtu her- sveitina sem einkaher sinn, í stríöi gegn Ndebele-mönnum. Annars foröast Nkomo að nota orðið „þjóðar- morö”, þegar hann ræöir ástandiö í Matabelelandi, en þaö hafa aðrir gert, blaöamenn til dæmis, sem hafa verið þar. En það sem um er aö ræöa í Zimbabwe er ekki pólitískur ágrein- ingur um markmið eöa leiðir. Stefnu- skrár ZANU og ZAPU era mjög sam- hljóöa aö flestu leyti. Þar er ein- göngu um aö ræða afleiðingar gamals fjandskapar Mugabes og Nkomo, ágreining um persónur, sem Umsjón: Guðmundur Pétursson blandast síðan saman viö fomar ætt-' bálkaer jur í landinu. Skæruhernaður En þó aö ekki fari milli mála aö stjómvöld í Harare reyni nú að ganga milli bols og höfuös á fylgis- mönnum Nkomo, og geri þaö meö aö- ferðum sem ekki teljast lýöræðis- legar eða siðmenntaðar, er þvi ekki aö leyna, aö ástandið í Zimbabwe var alvarlegt og aö óánægðir fylgis- menn Nkomo, (þaö eru til dæmis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.