Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 34
42 DV. MÁNUDAGUR14. MARS1983. Norrænn byggingardagur: Ráðstefna hérlendis i sumar Ráöstefna norræna byggingar- dagsins veröur haldin hér á landi dagana 29., 30. og 31. ágúst næstkom- andi. Norræni byggingardagurinn er samtök félagssamtaka, stofnana og opinberra aöila á sviöi húsnæöis- og byggingarmáia á Norðurlöndunum. Þema ráöstefnunnar verður „Mættet boligmarked?” (Er íbúöa- þörfinni aö veröa fullnægt?), en á síöustu árum hefur sú þróun veriö á Norðurlöndunum og reyndar víöar í Evrópu aö fólksfjölgun hefur fariö minnkandi, og í sumum byggöarlög- um hefur orðiö fólksfækkun. Erindin, sem flutt veröa á ráö- stefnunni, veröa 14 og munu þau fjalla um mikilvægustu málaflokka í húsnæöis- og byggingarmálum þjóö- anna, meö áöur nefnda þróun í huga. Gert er ráö fyrir aö þátttakendur veröi 500—800 manns frá öllum Noröurlöndunum. Vemdari ráðstefnunnar er forseti Islands, VigdísFinnbogadóttir. -SþS Gustav Vasa, sem kemur i stað Smyríls. NU ER ÞAÐ1050 FARÞEGA SMYRILL — kemur í fyrsta sinn til Seyðisf jarðar 2. júní GÁMAR FYRIR KÆLI 0G FRYSTIVÖRUR Hentugt fyrír: skipafélög, bændur, fiskverk- endur og verslanir. Einnig sem bala- og beituklefar. Ef þig vant- ar frysti/kæ/igám getum við útvegað hvort heldur sem er: Trailer, skipagáma, dráttar- vagna eða frysti/kæli sem getur staðið hvar sem er, jafnt utan sem innan dyra. Einnig bjóðum við hraðfrystiklefa með sér- staklega stórri frystipressu, afköst: 1000 kg pr. klukkustund. STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR STÓRLÆKKAÐ VERÐ Kaupleigusamningur allt að 12 mánuðum eða séríega góð greiðslukjör. Kynntu þér kjörin. — Sendum upplýsingabæklinga. Við höfum lausnina. Frysti- eða kæ/iútbúnaðurinn, sem er feildur inn i framhlið gámsins, verður prófaður og stilltur áður en afhending fer fram. Ef aðeins er um kæliútbúnað að ræða verður gámurinn afhentur með uppsettri þjöppu Icompressor). Ef fíytja á djúpfrystar vörur verður útbúnaðurinn með nýrri og stærri þjöppu og nýjum varma- þensluloka fthermo expansion valve), hitastilli o.fl. FRYSTI 0G KÆLIGÁMAR HF. Skú/agötu 63. Simi25880. ATH! Breytt simanúmer. Símsvari svarar allan sólarhringinn. Farþega- og bílferjan sem Færeying- ar hafa keypt til siglinga í leiðum Smyrils kemur í fyrstu ferö í sumar til Seyöisfjaröar 2. júní. Þetta er 7.457 tonna skip sem tekur 1.050 farþega, þar af 700 í klefa, og 250 bíla. Þaö hét áöur Gustav Vasa. Ekki er búið að gefa skipinu nýtt nafn, en útgerðin sem á það og rekur heitir Smyril-Line. Skipið er miklu stærra og mun betur búiö en gamli Smyrill. Þaö hefur veriö endurnýjað aö verulegu leyti og þessar vikumar er einmitt verið að fjölga klefum. Siglt verður sömu leiðir og Smyrill fór áöur. Viðkomustaöir eru Seyöis- fjörður, Þórshöfn í Færeyjum, Bergen í Noregi, Hanstholm í Danmörku og Scrabster í Skotlandi. Þetta er viku- hringur, sem farrnn veröur í allt sumar. Feröaskrifstofan Urval hefur sölu- umboö hér á landi fy rir Smy ril-Line. HERB Hjúkrunarfélag íslands: Allt hjúkrun- arnámíHá- skóla íslands Reykjavíkurdeild Hjúkrunarfélags Islands gekkst fyrir ráöstefnu á Hótel Loftleiðum dagana 4.-5. mars síðast- liöinn. Bar hún yfirskriftina: Hver er fagleg og félagsleg staöa hjúkmnar- fræöinga í H júkrunarfélagi Islands? Tilefni ráöstefnunnar er fyrri sam- þykkt félagsins, aö stefna beri aö því aö allt nám í hjúkrun flytjist í Háskóla íslands eigi síðar en 1985. Á ráöstefnunni voru flutt 11 fram- söguerindi um stööu hjúkrunar í heil- brigöisþjónustunni og málefni hjúkr- unarfræðinga í Hjúkrunarfélagi Islands. Fjöldi hjúkrunarfræðinga í félaginu var um síðustu áramót 1941, segir í fréttatilkynningu frá Hjúkrunarfélagi Islands. -SþS Æskulýðsheimili Akureyringa stækkarvið sig Bæjarstjóm Akureyrar hefur ákveðiö aö kaupa neöri hæö hússins Hafnarstræti 73 af Kaupfélagi Eyfirð- inga. Kaupverö mun veröa um 1 m. kr. Akureyrarbær hefur um árabil rekið æskulýösheimiliö Dynheima á efri hæö hússins viö þröngan kost. KEA hefur í áratugi rekiö timburvinnslu á neöri hæöinni sem nú hefur veriö flutt í nýtt húsnæði. Þegar gengiö hefur verið frá kaupunum veröur neöri hæöin samein- uö æskulýösmiöstööinni á efri hæðinni. Skúrbygging stendur áföst við Hafnarstræti 73 og haföi æskulýösráð áhuga á aö hún fylgdi meö í kaupun- um. Bjöm Eiríksson, í prentsmiöjunni Skjaldborg, varð hins vegar fyrri til og keypti skúrinn meö tilheyrandi lóðar- réttindum. -GS/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.