Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 22
30 DV. MANUDAGUR14. MARS1983. Um blöð og blaðalestur Undarlega er lítiö aö græöa á fjöl- miölakönnun auglýsingafyrirtækja sem gerö var í haust í þriðja sinn og nýskeö sagt frá í fréttum. Þaö er aö vísu varla á ööru von: fariö meö niður- stööumar sem einkamál auglýsinga- iönaöarins og ekki heimilað aö segja nema undan og ofan af efni þeirra. Bágt að sjá hvaö þessu veldur, hvaða hnekki auglýsingastofumar gætu beðiö af því þótt sagt væri frá könnuninni sem hverju ööru fréttaefni og skýrsla Hagvangs um hana gerö aögengileg áhugamönnum um efnið. Hitt er auövitað hrein og bein móög- un viö blööin sjálf og lesendur þeirra, áhugamenn um fjölmiölun og blaða- not, svo aö ekki sé talaö um þátttak- endur í könnuninni, aö láta heita svo aö þessi skelfilegi leyndardómur sé falur til kaups — 25.000 krónur. Næst þegar Hagvangur ber aö dyrum í þessum erindum hygg ég aö menn ættu aö hugsa sig tvisvar um, en færast síðan undan svömm nema þóknun komi fyrir ómakiö. Miöaö viö verölagningu skýrslunnar væri ekki óeölilegt aö taka svo sem 2500 krónur f yrir svörin. Það er sem sé bágt aö skilja hvaö þetta pukur eiginlega á aö þýöa. En samt sem áöur má auðvitað reyna að spá í niöurstöður könnunarinnar af þeim lausafréttum sem birst hafa um þær. Skýtur skökku við Það þótti eins og vonlegt var tíö- indum sæta hér í blaöi hve litlu munar orðiö á útbreiöslu DV og Morgunblaös- ins, tæp 70% landsmanna lesa eöa sjá aö minnsta kosti Morgunblaðið dag- lega, en rúm 64% DV samkvæmt könnuninni. Ekki þótti þetta þó verulegum tíöindum sæta í öörum blöðum. Tímann lesa 29% daglega, rúm 16% Þjóðviljann, en aöeins tæp4% Alþýðublaöiö, og er það oröiö svo sem afturganga á meöal blaöanna. Miðað viö fyrri könnun, fyrir tveimur árum, viröast Morgunblaöiö og Tíminn heldur meira lesin nú en þá var, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið heldur minna, en raunar er munurinn á milli kannana svo lítill aö hann þarf ekki aö reynast marktækur. Um upplag blað- anna er auðvitaö engar upplýsingar aö hafa í könnuninni. En DV birtir dag- lega tölur um prentaö upplag sitt, þetta 37—38000 eintök að meðaltali, og í Morgunblaöinu stóð á dögunum að þaö seldist daglega í 45000 eintökum þótt prentuð eintök væru einatt mun fleiri. Hér virðist aö vísu skjóta skökku viö, annaöhvort um uppiagstölur blaöanna eöa könnun Hagvangs. Morgunblaðið er aö langmestu leyti selt í áskriftum og berst þar meö beint inn á heimili mikils hluta landsmanna, DV selst að miklu leyti í lausasölu til skyndinota. Ætla veröur að upplag áskriftablaðs nýtist mun betur en lausasölublaösins. Ef prentaö upplag Morgunblaösins er í raun og veru 45000 eintök og þaöan af meira daglega ætti útbreiösla þess aö vera mun meiri en könnun Hagvangs gefurtil kynna, og varla undir 75%. En ef gert er ráö fyrir sömu og jöfnu hlut- falli upplags og útbreiðslu má ráöa af könnuninni aö prentaö upplag Tímans kunni aö vera 17—18000 eintök, Þjóöviljans 9—10000 eintök, en Alþýðu- blaösins þetta 2—3000 eintök á dag. Alls einhverstaðar í kringum 110.000 prentuö blöö á dag, þetta 5—6 daga vikunnar. Mikið og mest Þetta kann einhverjum aö þykja mikið og meira en nóg. En þótt þessi blaðaútgáfa, þetta 4—500 útgefin eintök á hverja 1000 íbúa, sé að vísu á við þaö sem mest gerist annarstaöar, mun þó blaöanotkun vera meiri í ýmsum þeim löndum þar sem blöö eru mest lesin. Og verður ekki ráðiö af þessum tölum að blaöalestur hafi í raun aukist neitt sem heitiö getur hér á landi í mörg undanfarin ár þrátt fyrir ýmsar sviptingar á blaðamarkaöi og sífelldan vöxt blaöanna í síöum talið. Nema þaö stafi beinlinis af vexti blaöanna. Því eru auövitað takmörk sett, bæði andleg og líkamleg, hverju menn geta torgað af blöðum á dag. Af útbreiðslutölum Hagvangs einum saman má aö vísu ráöa að heilmikil „skörun” sé í blaöalestri og ennþá alsiða að lesa fleiri en eitt blað dag- lega, þó aö þaö fari heldur minnkandi ef borið er saman viö fyrri kannanir. Og könnunum Hagvangs og öðrum athugunum ber saman um sterka stöðu blaðanna á viö aöra fjölmiöla, að fleiri hafi regluleg afnot aö dagblööum en útvarpi og sjónvarpi. Um helgar eru blöð meira lesin en hversdags samkvæmt könnun Hag- vangs, upplag þeirra væntanleg mest og þá eru blööin sjálf stærst. Þá verður skörun þeirra mest: algengast að menn bæti blaöi eða blöðum við sinn daglega blaðalestur. Af samkeppni þeirra um þessi lausakaup og blaða- lestur helgast einkum hin virkjamikla helgarútgáfa blaöanna. Annars eru niðurstööur Hagvangs um helgarlesturinn hinar sömu og hversdags: Morgunblaðið mest lesið, þá DV, Tíminn hefur heldur aukið út- breiöslu sína um helgi eftir tilkomu sérstaks helgarblaðs, en dregiö úr útbreiöslu Þjóöviljans og þó einkum Helgarpóstsins. Nú nær hann til tæplega 30% þátttökuhópsins en rúm- lega 36% í fyrri könnun. Þaö er bersýnilega gamanlaust aö berjast til sigurs og halda velli í þessari sam- keppni. Annars veröur ekki séö af könnuninni aö blaöalestur um helgi hafi aukist neitt frá fyrri könnun: kannski helgarmarkaðurinn sé að sínu Fjölmiðlun Ólafur Jónsson leyti mettaöur eins og hversdagsmark- aöurinn löngu var orðinn það. Dýrkeypt speki Af einum saman fréttunum um könn- un Hagvangs verður fátt ráðið um það efni. Né um marga aðra fróðlega hluti ef skoða á blaðanotkun með gaum- gæfni: samval blaöa í kaupum og lestri, aðgang að blöðum án kaupa, svo sem á vinnustööum, fjölda lesenda á selt eintak, skiptingu lausakaupa og áskrifta á blaðamarkaöi. Af fréttunum verður eiginlega ekkert ráðiö nema þaö sem allir vissu vel fyrir eg er líka auðséö af blööunum sjálfum: aö Morg- unblaðiö hefur frá fomu fari yfirburði á blaöamarkaöi, en eftir sameiningu Dagblaösins og Vísis er DV orðinn raunverulegur keppinautur þess á markaðnum. Það er þar fyrir vonandi að einhvei ja meiri speki en þessa megi nema í hinni dýrkeyptu skýrslu Hag- vangs um könnun sína. Það má aö vísu ætla af fréttum og frásögnum aö í könnuninni sé þess freistað aö greina sundur þátttöku- hópinn eftir aldri, kyni, búsetu, stétt og stööu í því skyni að leita uppi sérstök einkenni á lesendahópi blaöanna hvers um sig, auglýsingastofunum til leiö- sagnar í þeirra harövítuga bransa. Slík greining er að sönnu öll undir því komin aö úrtakið til könnunar sé raun- veralega marktækt um þjóöarheild, en um það efni voru alls engar upplýsing- ar í fréttunum. Aö sögn má af könnun- inni ráöa aö hagkvæmt sé aö auglýsa í Morgunblaðinu vöru viö hæfi opin- berra starfsmanna yfir miðjum aldri og búsettra í Reykjavík, en DV nýtist betur til aö boða þau gæði sem henta ungu fólki í atvinnulífinu úti um land. Og bændur lesa Tímann eins og allir hafa alltaf vitað. Það er vonandi að þessi lærdómur nýtist vel auglýsend- unum. Þá var frá því sagt aö könnun Hag- vangs leiddi í ljós að 15% landsmanna, 20—30% heimila í þéttbýli hefðu aðgang að myndsegulbandi, en í fyrstu viku nóvember hafi Lööur, Tommi og Jenni og Dallas veriö vinsælasta efni sjónvarps. Allt aö því 75% horföu aö sögn á Lööur þennan umgetna laugar- dag. Hitt kann aö vera markverðara aö aöeins 60—70% áhorfenda virðast hafa notað sér fréttir sjónvarpsins. Skrýtiö aö í könnun sem gerö er á vegum auglýsingaiðnaöarins skuli ekki vera getiö um afnot af sjónvarps- auglýsingum: fyrstu viku í nóvember er auglýsingafargan þess fyrir jólin rétt aö hefjast. Horfa menn kannski alls ekki, eöa þykjast ekki horfa á sjón- varpsauglýsingar? Annar kapítuli Þaö er svo annar kapítuli aö athug- anir af þessu tagi sem aöeins beinast aö útbreiöslu einstakra blaða, vinsældavali milli einstakra sjón- varpsþátta, ná einar sér harla skammt. Ef meta á með markverðum hætti afnot og áhrif fjölmiöla, hvort heldur er í þágu auglýsenda eöa annarra, þarf aö koma til viðbótar greining á efni fjölmiðlanna og vali lesenda og áhorfenda um bæöi blöö og blaöaefni. Eftir hverju eru menn að slægjast í blööunum? Þaö eru auðvitað ekki fréttir aö flestir lesi fréttirnar. En hvernig er háttaö afnotum af eftirmælum, poppsíðum, íþróttafrétt- um blaöanna? Eöa leiðurum og svart- höföa? Hvaöa samhengi er meö blaöa- vali og flokksfylgi? Höföa einstök blöð og tímarit til einhverra sérstakra áhugahópa um tiltekin efni? Eöa er kannski allur blaðalestur svo sem eins — sem líklegt kann aö þykja af því einu hvaö blööin eru einatt lík sín í milli, burtséö frá stæröinni, í efnisvali og efnismeöferð. I fjölmiölakönnun eins og þeirri sem Hagvangur hefur nú í þrígang gert fyrir auglýsendur er í rauninni ekki gert nema ganga kringum efnið. Engu likara en henni nægi að komast að einhverskonar hámarkstölum um útbreiðslu og afnot blaöanna. Samt sem áður þarf ekki á neinni könnun að halda til að gera sér grein fyrir því aö hér á landi er mikiö gefið út, mikið lesið af blöðum, útvarp og Sjónvarp mikiö notaö. Og hangir þó mikið af þessari starfsemi á pólitískri horrim. öfugt viö margvíslega aöra ,,menningarneyslu” sem svo hefur veriö nefnd, bókakaup og bóklestur, leikhússókn, bíóferöir, er á hinn bóginn blaðanotkun hér á landi síst meiri en mest gerist annarstaðar. Og tímarita- útgáfa er hér bæði minni og vanþróaöri en í nálægum löndum. Samt er það viturra manna mál að lestur blaða og tímarita sé skýr mæli- kvaröi á almenna lesiöni í landi. Hversvegna stendur blaöaútgáfa, blaöalestur í staö þrátt fyrir hinar og aðrar sviptingar á yfirborðinu? Eöa stendur hún ekki í staö? Þaö skyldi þó ekki vera að á blaðamarkaði og tíma- rita sé enn ráðrúm fyrir nýja starf- semi, aukin umsvif og f jölbreytni? Ef menn gera sér grein fyrir hvers sé vant og til hvers að vinna? Markverð fjölmiðlakönnun kynni að gefa vís- bendingar um slík efni, allténd athug- unarefni sem vert væri að leita svara við. Rakarastofan Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir I 13010 SVEITABÝLI til sölu Býlið er ca 45 km frá Reykjavík og er mjög stutt í næstu þéttbýliskjarna. Á jörðinni er gott íbúðarhús, hæð og ris, og útihús eru í góðu ásigkomulagi. Staðurinn er friðsæll og góöur. Verðið er kr. 2,6 milljónir og útborgun samkvæmt samkomulagi. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við auglýsingadeild DV, sími 27022, fyrir 22/31983, og gefi upp nafn og símanúmer. Haft verður samband við alla þá sem leggja inn nöfn sín. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins, Kröfluvirkjun, óska eftir tilboðum í flutning á sementi, stálpípum og borholuhljóðdeyfum frá Húsavík og Reykjavík að Kröfluvirkjun. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu VST hf., Armúla 4 Reykjavík, og Glerárgötu 36 Akureyri, gegn 1.000 kr. skila- tryggingu frá og meö mánudeginum 14. mars 1983. Tilboðin veröa opnuð á skrifstofu Kröfluvirkjunar, Strandgötu 1 Akureyri, mánudaginn 21. mars 1983 kl. 11.00 að viöstöddum þeim bjóðendum sem þess kunna að óska. Reykjavík 10. mars 1983. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS. Starfsmaður á járnsmíðaverkstæði HF Eimskipafélag Islands vill ráða starfsmann á járnsmíöa- verkstæði félagsins. Starfið felur meðal annars í sér: * Viðhalds- og viðgerðavinnu. Leitað er starf smanns * Til framtíðarstarfa * Með sveinspróf í einhverjum eftirtalinna greina: plötu- og ketilsmíði, stálskipasmíði, rafsuðu. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi félagsins, Pósthússtræti 2. Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra Eimskips, Pósthússtræti 2, fyrir 21. mars, og veitir hann jafnframt nánari upplýsingar. EIMSKIP *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.