Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR14. MARS1983. Spurningin Tekurðu mark á sjónvarpsauglýsingum? Valgeir Vilhelmsson flugvallareftir-j litsmaöur: Mjög takmarkaö, og ef ég mætti ráöa þá legði ég til aö hætt yröi aö auglýsa verslun og viöskipti í ríkis-| fjölmiölunum. Þetta er oft yfirþyrm- andi. Finnbogi Harðarson nemi: Nei, þaö geri ég ekki. Sumar geta þó veriö ágæt- ar. Hilmar Magnússon garðyrkjubóndi: Ætli þetta síist ekki inn í fólk. Maöuri horfir sjaldan á þær, nema helst fyrirj jólin. I Yngvi Eiríksson múrari: Eg horfii aldrei á þær svo það breytir engu. Kristján Pétursson verkamaður: Nei, og ég horfi yfirleitt ekki á sjónvarpiö,, finnst þaö heldur leiðinlegt. Rafn Þorsteinsson, starfsmaður Korn- hiöðunnar: Ég horfi nú á þær en fer ekki eftir þeim. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur SÁÁ-söfnunin: „Hvers vegna ekki gegnum Átaksdeild?” — nokkrar spurningar 0094—4971 hringdi og varpaöi fram nokkrum spurningum varðandi söfnun SÁÁ. Þær fyigja hér á eftir ásamt jsvörum: Hvers vegna fer söfnun SÁÁ ekki í gegnum Átaksdeild Utvegsbanka íslands, sem stutt hefur við bakiö á áfengissjúklingum? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvstj. SÁÁ svarar: Átaksdeild Utvegsbanka Islands hefur unniö merkilegt brautryðjenda- starf og er til sóma öllum þeim sem aö stofnun Átaks stóðu. Hins vegar er rétt að taka fram, að SÁÁ sem slíkt á ekki [beina aðild að Átaki. Fjölmargar aörar bankastofnanir hafa einnig stutt við bakið á áfengissjúklingum, enda ljóst aö viðskipti áfengissjúklinga eða aðstandenda þeirra eru ekki bundin neinum ákveðnum bankastofnunum. Meginviðskipti SÁÁ hafa verið viö Utvegsbankann frá stofnun samtak- anna og hafa þau gengið ákaflega vel fyrir sig. SÁÁ hefur ekki þurft á neinni lánafyrirgreiöslu aö halda fyrr en ráöist var í byggingu hinnar nýju sjúkrastöðvar og hefur Utvegsbankinn m.a. veitt mikla aðstoö í þeim efnum. Söfnun gjafabréfa SÁÁ fer hins vegar í gegnum Búnaöarbanka íslands og er framkvæmd þeirrar söfnunar m.a. liður í stuðningi Búnaöarbanka íslands viö byggingu sjúkrastöövar- innar, enda hefur Búnaöarbankinn ávallt verið hjálplegur við starfsemi SÁÁ, þegar eftir því hefur veriö óskað. Hvers á Albert Guðmundsson aö gjalda þar sem hann stóð fyrir stofnun Átaksdeildar Utvegsbanka Islands? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvstj. SÁÁ svarar: i þessu sambandi er rétt að vísa til svars við fyrri spumingunni. Albert Guðmundsson er einn af stofnendum SÁÁ og hefur veriö í stjórn SÁÁ frá stofnun samtakanna. Albert hefur veitt málefnum áfengissjúklinga öflugan stuðning, jafnt á Alþingi og í borgarstjóm og reyndar alls staöar þar sem hann hefur því við komið. Hverjir eru hagsmunir Frjáls framtaks h/fgagnvartBúnaðarbanka íslands. G jafabréfin eru stíluö á hann? Hendrik Fritz Berndsen varaformaður SÁÁ svarar: Stjórn SÁÁ tók ákvörðun um það hvaða banki tæki aö sér innheimtu á gjafabréfum SÁÁ vegna sjúkrastööv- ar. Búnaðarbanki Islands varð í þessu tilviki fyrir valinu og tók hann mála- leitan SÁÁ vel. Fara allir Þingvalla- hringinn réttsælis? — Upplýsingar um færð bara öðrum megin 3399-1630 skrifar: Fara aliir Þingvallahringinn svo- kallaöa réttsælis, þaö er aö segja austur Mosfellsheiöi og vestur Hellis- heiði? Ég fór þennan hring núna um helgina 6.3. rangsælis og varö ekki var við neinar aðvaranir um ófærð eöa jeppafæri fyrr en kom vestur á Mos- fellsheiöi, viö vegamót Kjósarskarös- vegar og svo vestan heiöar viö vega- mótin í skíðalandið í Skálafelli. Mér fannst þetta undarlegt og ef eitthvað hefði verið aö færð og fólksbíll fest sig í þeim eina skafli sem á heiðinni var (skaflinn var engin fyrir- staða fyrir fjögurra drifa bíl) hefði hlutaöeigandi orðið að ganga minnst fjóra km til næstu byggða eöa aö bíöa hver veit hvaö lengi. Mér var sagt af manni sem ég hitti og er nokkuð kunnugur á þessum slóðum að aövömnarskiltin hefðu verið látin standa allan febrúar en af þeim tíma var rúma viku fólksbílafæri um heiðina þó fáeinir hálkublettir væru. Eyvindur Jónasson, rekstrarstjóri í Reykjaneskjördæmi, svarar: Við höfum sett merki að vestanverðu þar sem mikil ásókn er af bílum en látið önnur gatnamót aö Mosfellsheiöi ómerkt vegna þess að við höfum ekki daglegt eftirlit með fjölmörgum vegumaðvetri til. Hvaö varöar síöari spumingu þá er mat manna misjafnt á því hvort vegir em færir eöa ekki og getur veriö breytiiegt frá degi til dags. Vegna kostnaöar höfum við ekki stíft eftirlit meö Mosfellsheiöinni. Við ætlumst einnig tii aö fólk afli sér upplýsinga hjá vegaeftiriitinu um færö en þar er safnaö saman upplýsingum og sagt frá hvemig færö er á vegum. Eflaust má búast við aö í framtíðinni verði fariö út í aö eyöa meira fjármagni í aö merkja og fylgjast meö vegum hér í nágrenni Reykjavíkur. Þakkirtil Ögmundar 9130—5089 hringdi: Mig langar til aö þakka ögmundi Jónassyni fyrir frábærlega unna fréttaþætti. Þaö er ávallt gaman að fylgjast meö erlendu fréttunum þegar hann sér um þær. REVÍULEIKHÚSIÐ Hafnarbíó Hinn sprenghlægilegi gamanleikur KARLIIMIM í KASSANUM Vegna óstöðvandi aðsóknar verður aukasýning í kvöld kl. 20.30. Miðasala opin alla daga frá kl. 4—7. Sími 16444.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.