Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Qupperneq 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. Það eru mörg ár siðan eins kröftug mótmæli hafa verið fyrir utan Aiþingishúsið eins og undanfarna daga þegar vörubiistjórar og fleiri hafa verið þar að mótmæla nýja bilaskattinum. p V-myndS Bráðabirgðalög um nýja bílaskattinn: Þá verður dýrt að eiga þunga bfla Steingrímur Hermannsson samgönguráöherra sagöi í gær aö fjáröflun til vegageröar veröi ákveöin meö bráöabirgöalögum. Þarna er um aö ræöa hinn svo- kallaða bifreiöaskatt, sem mikill hávaði hefur verið útaf aö undan- fömu — aðallega þó fyrir utan Alþingishúsið þarsem vömbílstjórar og aðrir bifreiöaeigendur hafa haldiö uppimótmælum. Frumvarpiö var búið að fara í gegnum efri deild Alþingis og voru geröar þar á því ýmsar breytingar. Koma þær eigendum stærri bifreiöa helst til góöa. Hljóðar breytingatil- lagan, sem samþykkt var í efri deild, þannig: „Af öllum bifreiðum og bifhjólum skal frá og með árinu 1983 greiða ár- gjald, veggjald, sem skal renna óskipt tíl vegagerðar. Skal gjaldiö nema kr. 1,00 af hverju kílógrammi eigin þyngdar bifreiöar upp aö 2000 kg, kr. 0,70 fyrir hvert kg frá 2001 kg til og meö 5000 kg eigin þyngdar hverrar bifreiöar og kr. 0,50 fyrir hvert kg þar umfram. Þó skal há- mark veggjalds vera 7600 kr. fyrir hverja bifreiö.” Steingrímur sagöi aö þarna hafi veriö komið allveruiega á móts viö óskir atvinnubifreiöastjóra. Vega- gjaldið hafi veriö Iækkaö á þyngri bifreiðum og einnig hafi verið lagt til aö tollur af hjólbörðum stærri bif- reiða verði lækkaöur um helming. Væri þaö áfangi í að lækka tolla af hjólbörðum almennt. Á að gefa afsér 109 milljónir Samkvæmt upplýsingum sem viö fengum hjá Vegagerð ríkisins í gær, var áætlað aö þessi nýi bílaskattur gefi af sér um 109 milljónir króna á þessu ári. Er þaö aðeins brot af því sem þarf til vegamála í landinu í ár. Til þeirra mála er áætlaö aö verja yfir einummilljaröi króna. Gjalddagi þessa nýja bílaskatts er samkvæmt frumvarpinu 1. janúar ár hvert og eindagi 1. apríl. Bráöa- birgðaákvæði varö því aö setja í frumvarpið og segir þar að á árinu 1983 skuli gjalddagi vera 1. apríl ogeindagil.mai. Þaö þýöir einfaldlega aö allir bif- reiðaeigendurveröa aö vera búnir aö greiða gjaldiö fyrir 1. maí nk. og samt er enn ekki búið aö gefa út lögin og hvaö þá heldur aö senda út reikninga til allra bifreiöaeigenda á landinu. TUbúnir að senda út reikningana Viö spuröum Lárus Ögmundsson hjá fjármálaráöuneytinu aö því hvort hægt yröi aö senda öllum reikning í tæka tíö ef bráðabirgöalög veröa sett á um bíiaskattínn nýja einhvem næstu daga. „Þetta er knappur tími sem viö höfum en þaö á aö geta tekist. Viö eigum prógramm yfir bifreiða- gjaldið sem allir bifreiðaeigendur fá í upphafi hvers árs, og það tekur ekki langan tíma aö keyra þaö í gegn,” sagöi hann. Þegar bráðabirgðalögin um veg- gjaldið og vegaáætlunina veröa sett geta allir bifreiöaeigendur á landinu átt von á því aö fá fljótlega úr því reikning frá ríkinu. Þeir sem eiga þyngstu bilana fá reikning upp á 7600 krónur, en flestir sem eiga venjulega fólksbíla fá 800 tíl 1500 króna reikning, enda er algeng þyngd á fólksbílum um800 til 1500 kíló.. . Listi Sjálf- stæðisflokks á Reykjanesi Framboöslisti Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi fýrir komandi alþingiskosningar hefur veriö sam- þykktur af kjördæmisráöi flokksins. Listinnerþannig skipaöur: 1. Matthías Á. Mathiesen alþingis- maöur, 2. Gunnar G. Schram prófess- or, Reykjavík, 3. Salome Þorkelsdóttír alþingismaöur, Mosfellssv., 4. Olafur G. Einarsson alþingismaöur, Garðabæ, 5. Kristjana Milla Thor- steinsson viöskiptafræðingur, Garðabæ, 6. Bragi Michaelsson fram- kvæmdastjóri, Kópavogi, 7. Ellert Eiríksson sveitarstjóri, Gerðahreppi, 8. Helgi Jónsson bóndi, Kjósarhreppi, 9. Dagbjartur Einarsson útgeröar- maður, Grindavík og Sigurgeir Sigurösson bæjarstjóri, Seltjarnar- nesi. -OEF. Listi Alþýðuflokks íReykjavík Gengiö hefur veriö frá framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Listinn er þannigskipaöur: 1. Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaöur, 2. Jóhanna Siguröar- dóttir alþingismaður, 3. Bjarni Guöna- son prófessor, 4. Maríanna Friöjóns- dóttir dagskrárgeröarmaöur, 5. Guðríður Þorsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri, 6. Ragna Bergmann, formaður Framsóknar, 7. Jón Þor- steinsson lögfræðingur, 8. Viggó Sigurösson íþróttakennari, 9. Lísbet Bergsveinsdóttir ritari, 10. Hrafn Marinósson lögregluþjónn, 11. Kristín Jónsdóttir nemandi, 12. Thorvald Imsland kjötiönaöarmaöur, 13. Brynjar Jónsson verkamaður, 14. Helga Guömundsdóttir skrifstofu- maöur, 15. Höröur Bjömsson skip- stjóri, 16. Bjarni Þjóðleifsson læknir, 17. Katla Olafsdóttír meinatæknir, 18. Regína Stefnisdóttir hjúkrunar- kennari, 19. Margrét Pétursdóttír hús- móöir, 20. Viðar Scheving múrari, 21. Guðrún Guðmundsdóttir kaupkona, 22. Bjarni P. Magnússon framkvæmda- stjóri, 23. Emilía Samúelsdóttir fram- kvæmdastjóri og 24. Eggert G. Þorsteinsson forstjóri. -ÓEF. -klp- Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Þjóðfrelsisbarátta Alþýðubandalagsins lærdómur um, hvernig menn ganga Alþingi íslendinga lauk með hefðbundnum blæ. Þingmenn fluttu sléttar ræður og skaut þar nokkuð skökku við þá mynd, sem Ingvi Hrafn hefur sýnt meö beinum út- sendingum úr sjónvarpi undanfarna mánuði. 1 sjálfu sér kom ekkert nýtt t fram, utan það, aö sjálfstæöismenn virðast hafa komiö sér saman um sameiginlegan málstað aö verja í næstu kosningum. Eldhúsdagsumræöan gaf hins vegar litla mynd af því, hvernig kosningabaráttan verður. Flokkur póstmeistara alþingis er enn óskrifaö blaö og verður þar tii framboöslistar hans verða kynntir. Þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir, hvort þar eru menn sem vilja frekar bera fána en bréf. Á hinn bóg- inn er Ijóst hvernig Alþýðubanda- iagsmenn ætla að reka þjóðfreisis- baráttu sína í þessum kosningum. Því miður tókst lýðræðisflokkun- um þremur ekki að koma fram tillögu sinni um að taka áimálið úr höndum iðnaðarráðherra. Austur- þýskur blær mun því verða ráðandi enn um sinn í rafmagnsmálum ís- lendinga. Sá sem lagði linuna í þetta sinn var formaður þingflokks Alþýöubandalagsmanna, Ólafar R. Grímsson, og svo vel tókst honum til um að telja einfalt viöskiptamál til þjóðfrelsismála, að hann taldi þá Hjörleif vera í stríði gegn heims- valdasinnum um allan heim. Það er sagt, að þegar önnur böm hafi leikið sér í skóginum á Hallorm- stað hafi Hjörleifur unað sér við aö hnýta bindishnút á rúmstólpa. Hið vel hnýtta bindi vakti síðan mikla aðdáun kennara hans í Austur- Þýskalandi. Með sama hætti hefur Ólafur R. Grímsson vakið aðdáun manna fyrir vel lagt hár. En þótt þeir félagar séu þannig að ytra útliti snyrtilegir og temji sér stáss- mennsku, þá virðast þeir ekki hafa að sama skapi vald á hugsun sinni. Þeir hafa orðið boðberar þeirrar stefnu í Alþýðubandalaginu að aðeins sé til ein stefna i álmálinu, stefna iönaðarráðherrans. Og þeir, sem standa að þeirri stefnu fylgja fram hagsmunum landsins, en þeir, sem efast um stefnu ráöherrans em jafnframt að skorast úr leik, svikja þjóð sina í mikilsverðu máli, gerast taglhnýtingar erlends valds. Andstæðingar ráðherrans láta sér hins vegar nægjaaöbenda á,að þver- móðska hans í álmálinu hafi orðið þjóðinni dýrkeypt, og telja þess vegna nauðsynlegt að hann iáti af meðferð málsins. Enginn hefur orð á því, að hagsmunir ráðherrans eigi upptök sín utan lands. Og er ekki í þessu fólginn nokkur til stjórnmálabaráttu? Þeir Hjörleifur og Ólafur R. Grímsson brigsla nú andstæðingum sinum um nákvæmlega sömu hlutina og flokksbræður þeirra hafa gert alls staðar þar sem þeir hafa náð völdum. Skoðanaágreiningur er í augum þessara manna ekki til, af þvi að þeir trúa þvi, að þeir einir hafi réttan málstað. Að hafa aðra skoðun er þess vegna glæpsamlegt og ber að stöðva. Áróður tvímenninganna i ál- málinu sannar, að málfrelsi er í þeirra augum cinungis frelsi til þess að lofsyngja það sem er satt og rétt: stefnu Alþýðubandalagsins. Og slik ruglandi hugans veidur svo því, að þessir islensku menn lofsyngja ein- ræði hjá mönnum eins og Fidel Kastró, teija að Mugabe hafi fyllsta rétt til að ganga með valdi milli bois og höfuðs á Nkomo, enda sá fyrri meiri marxisti en sá síðarnefndi, og telja sjálfsagt, að beita ráðherra- valdi hér uppi á ísiandi til hins ítrasta, enda þótt þeir viti vel, að öli þjóðin stendur á móti þeim. En það styttist vera Hjörleifs í ráðherrastóli, og ef borgara- flokkamir ná saman í þessum kosningum, verður hægt að taka höndum saman í endaðan sauðburð um nýja stefnu í landsmálum, og sigla skútunni úr þeim rauðasjó, sem hún er búin að hrekjast um of lengi. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.