Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Síða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur
ER ÓSÁTT VIÐ LÁGT
MEÐALTAL í BÓKHALDINU
BREIÐHOLTI /Al SÍMI 76225 1 Ferst k blórn di K/Á\ miklatorgi. IJvX/vl SÍMI22822 iglega.
.
Notaðir /yftarar
í mik/u úrvaii
Kæra neytendasíöa.
Eg held að ég megi til meö aö senda
ykkur upplýsingaseðil, þó ekki sé tii
annars en aö hækka hjá ykkur
meöaltaliö. Ef ég verð þá tekin gild.
Eg verö aö telja okkur 3—4 manna
fjölskyldu, þar sem maðurinn er mikið
aö heiman og kannski munar mest um
hann í fæöi. Þó svo aö viö værum talin
fjögur er ég samt yfir meðaltali og hef
alla tíö verið. Þar sem ég þekki til og
fólk fylgist með kostnaði er hann
svipaöur og hjá mér um 2 þúsund
krónur á mann á mánuöi. Mér finnst
gaman að fylgjast með tölunum í
heimilisbókhaldinu hjá ykkur, en það
ergir mig aö sjá þessar lágu tölur.
Ég reiknaði að gamni mínu hvað
fæöi kostaði á dag og haföi til
viðmiðunar matseðil frá Land-
spítalanum. Á þeim lista er
ákveöinn dagskammtur fyrir manninn
og hitaeiningar gefnar upp. Ég
reiknaöi út aö dagskammtur, sem
aðeins inniheldur 1000 hitaeiningar,
kostar um 40 krónur á dag fyrir mann-
inn (nákvæm tala er 39.33 kr.) Sem
þýðir fyrir fjögurra manna fjölskyldu
um 160 krónur á dag, og ca 4.800,- á
mánuði. En þaö lifir enginn á eitt
þúsund hitaeiningum til lengdar, enda
þurfum við 2—3000 hitaeiningar til aö
viðhalda þyngd (en hitaeiningaþörfin
Rauðmaginn
afturáborðum:
Borðum
eins og við
getum
í okkur
látið
Þá er rauömaginn farinn aö veiöast
aftur. Þeir sem komist hafa upp á
rauðmagabragöiö hlakka allt áriö
til þess aö fá hann nýjan á vorin. Rauð-
magi geymist ekki vel og veröur aö
vera alveg nýr, þegar hann er boröaö-
ur, ef hann á aö vera góöur.
Flestir sjóöa rauðmagann. Þá er
hann settur í salt vatn, gjaman bland-
að ediki. Lárviðarlauf og piparkorn
spilla heldur ekki. Síöan eru soönar
kartöflur bornar meö og edik í könnu
sem menn hella út á aö vild. Aður en
fískurinn fer í pottinn er hveljan ýmist
rifin af eöa skafin þar til hún veröur
mjúk. Fiestir fisksalar selja fiskinn
hveljudreginn ef menn vilja kaupa
hann þannig.
Rauömaga má aldrei sjóöa mikiö,
þaö spillir honum. Best er aö skera
hann í þunnar sneiöar, setja þær í sjóö-
andi vatn og sjóöa í 3—5 mínútur.
Sigrún Davíðsdóttir hefur bent á aö
þó soðinn rauömagi sé góöur, sé einnig
gott aö matreiöa hann á annan hátt. Til
dæmis er hægt að ofnbaka hann meö
ansjósum og óiífum. Þá er fiskurinn
skorinn niöur meö hryggnum en þó
ekki alveg í sundur. Ansjósunum er
síðan raöað ofan á og bakaö í 200 gráöu
heitum ofni í 15 mínútur, ásamt iifrinni
úr fiskinum. Ölífumar eru skolaðar og
raöaö hjá fiskinum og ansjósurnar
smuröar vel inn í fiskinn. Bakaö í 10—
15 mínútur í viöbót. Boröaður meö soö-
inu.
Einnig er gott aö nota rauðmaga í
fiskfars. Með öörum fiski eða einan. Þá
er kryddi, lauk, eggi og hveiti hrært
saman viö og búnar tíl bollur eöa allt
bakaðíeldföstumóti.
Miklu er hent af grásleppu og rauð-
maga því aö hrognin eru nær eingöngu
nýtt. En þaö er synd aö henda öllum
þessum gómsæta fiski og ættu lands-
menn aö reyna aö boröa eins og þeir
geta í sig látiö af honum á næstunni.
DS
fer eftir kyni, stærö og aldri). Svo að
þessar tölur em ekki nema fyrir hálft
fæöi. Ef viö bætum helmingi viö þetta
Raddir neytenda
emm viö komin í rúmar 7 þúsund
krónur í mat á mánuöi fyrir fjögurra
manna fjölskyldu.
Eg tel alla daga jafna í þessu dæmi
og mest em þetta vísitöluvörur. Þama
er ekki talað um steik á sunnudögum,
hvaö þá heldur ábætisrétt eöa köku
meö kaffinu. Lágu tölumar eru mér
óskiljanlegar, eins og dæmiö sem ég
hef tekið sýnir, þá þarf bæöi meiri mat
en reiknaö er meö þama og þar af
leiðandi meiri peninga til matarkaupa.
Ég skil þess vegna ekki þessar lágu
útkomur í heimilisbókhaldinu ykkar,
nema þá aö fólkið boröi annars staöar
en heima hjá sér. Kveöja ES.,
Reykjavík.
Svartil ES.
Viö þökkum þér kærlega fyrir bréfiö
og seöilinn. Auðvitaö ert þú tekin gild
og þaö fagnandi. Þaö eru fleiri en þú
sem em undrandi á lágum matar-
reikningum, en þaö em margir meö
matarkostnað meö um og yfir tvö
þúsund krónur. Viö fengum í síöasta
mánuöi upplýsingaseöla frá hátt á
annað hundrað fjölskyldum víös vegar
aö af landinu. Hjá nokkmm var matar-
kostnaöur á mann undir eitt þúsund
krónum, en flestum á bihnu 1—2 þús-
und. Svo voru margir í hópnum yfir 2
þúsund og jafnvel hærra.
Viö efumst ekki um aö allar tölur á
upplýsingaseðlunum em færöar af
stakri samviskusemi og vitum aö í
okkar höndum brenglast hvorki tölur
né samviskan. Þaö getur veriö aö sumt
fólk borði annars staðar en heima hjá
sér, eins og þú nefnir, en ef fólk boröar
á vinnustað og fæöi er hluti launanna,
tilgreinir þaö ekki fæöispeninga. En
þaö fólk greiöir fyrir mat á vinnustað,
reiknast þaö meö í matarkostnaði
fjölskyldunnar. En lifnaðarhættir fólks
em mismunandi svo og kröfur og
kaupgeta. Við heyrum oft í bréfunum,
sem okkur berast aö fólk þarf aö
sleppa steik, ábætisrétti og kökusneið,
oftar nú en áöur. Þaö eru þá ekki til
peningar, því aö annar rekstur
heimilisútgerðarinnar hefur tekiö sinn
toll — og í mörgum tilfellum farið í
vasa ,,Stóru mömmu.” Viö viljum
undirstrika aö matarkostnaöur fjöl-
skyldna er æriö misjafn, eins og fyrr er
getiö, en þaö eru meöaltalstölurnar
sem viö birtum. En tölurnar á þínum
seöli eru ekki þær hæstu, kannski
hækka þær meðaltaliö. Viö vonum að
þínir seölar berist mánaöarlega hér
eftir. -ÞG
2 t raf/m. snúningi
2.5 t raf
1.51 pakkhúslyftarar
2.51 disil
3.2 t disil
4.3 t dísil
4.31 disil
4.3 t dísil
5.0 t dísil m/húsi
6.01 disil m/húsi
M K.JÓNSSON&CO.HF. B
Kjúklingar 96,00 kr. kg
Nautahakk 10 kg 110,00 kr. kg
Ærskrokkar
niðursagaðir 27,50 kr. kg
Lambaskrokkar 66,50 kr. kg
Kindahakk aðeins 48,50 kr. kg
Unghænur 48,00 kr. kg
Hangikjöt eldra verðið
London Lamb 152,00 kr.kg
Bacon sneitt 119,00 kr. kg
Daglega ný egg 55,00 kr. kg
Veríð velkomin
GSd^TTKíDD®©Tr®E)OKíl
Laugalæk 2 simi 3 5020, 86511
LTC LADIES’ COLLEGE
OF ENGLISH
Viðurkenndur af menntamálayfirvöldum (British Council).
Heimavistarskóli fyrir ungar stúlkur í hinu fagra sjávarhéraði
EASTBOURNE
á suðurströnd
ENGLANDS
Fyrir byrjendur, skemur og lengra komna á aldrin-
um 15—21 árs. Meðal áukafaga er: reiðmennska,
tungumál, tennis, golf, dans, eldamennska,
o.s.frv. Sumarnámskeið júlí og ágúst (aldur 10—
21).
Skrifið eftir litmyndabæklingi til:
PRINCIPAL (DV)
LTC LADIES’ COLLEGE OF ENGLISH
COMPTON PARK- EASTBOURWE -ENGLAWD BN211EH
860blaðsíðna glæsilegur
vor- ogsumarlisti!
1 þessum vandaöa pöntunarlista frá Grattan International er
aö finna á 860 blaðsíðum næstum allt sem hugurinn girnist, og
margt á frábæru verði.
HRAÐPÖNTUNARÞJÖNUSTA: Afgreiðslufrestur pantana er
aðeins 3 vikur.
* Glœsilegur tískufatnaður * barnafatnaður * dömu- og herra-
fatnaður * skór * búsáhöld * vefnaðarvörur * sportvörur * hús-
gögn, heimilistœki, * úr, klukkur og skartgripir * hljóm-
flutningstœki og hljóðfœri * teppi og dúkar * tjöld, viðlegubún-
aður, garðáhöld og margt, margt fleira.
vörur á einumstad og á gódu verdi
f