Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Qupperneq 12
12 ÐV. MIÐVIKUDAGUR 16.MARS1983. DAGBLAÐID-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog úlgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvaemdastióriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla. áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrcrt, mynda- og plotugerð: HILMtR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1». Áskriftarverðá mánuöi 180 kr. Verö í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Mesta upplausnarþingið Upplausn einkenndi síöustu daga þingsins eins og þaö allt. Steingrímur Hermannsson kvaöst ekki minnast þings, þar sem gætt heföi meira ábyrgðarleysis og upplausnar. Undir lokin var sundrungin í stjórnarliðinu alger. Eftir stendur, aö þetta þing kom engu í verk, sem sköpum skiptir í efnahagsmálum. Þau bíöa óleyst. Vandséö er, hvaöa flokkar bera mesta ábyrgö á ófremdarástandinu. Það er einna líkast, aö þingmenn allra fiokka hafi veriö á einu máli um aö verja þessum vetri til einskis. Aðeins í kjördæmamálinu var einhverju þokað. Stjórnmálaforingjarnir búast nú til kosninga. Aö þeim loknum verður reynt aö mynda nýja stjórn. Ymsir þeirra, sem nú bera ábyrgð á aðgerðarleysinu, veröa þá aö axla vandann. Þeir virðast hafa gleymt því í baráttuhitanum að undanförnu. Hvernig standa mál? Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra raktí í eidhús- dagsumræöunum, aö bráöabirgöalögin frá í ágúst heföu komið aö nokkrum notum. Veröbólgan væri nú 10—12 prósentum meiri, heföu þau ekki komið til. Haliinn á viðskiptum við útlönd kynni í ár að verða 6 prósent af framleiöslu þjóðarinnar, en stefnt heföí í, að hann yrði 12 prósent. En engu að síður eru horf- ur hinar verstu um langt skeið. I bráöabirgðalögunum fólst allt of stutt skref. Hraði verðbólgunnar er orðinn yfir 70 prósent og fer vaxandi. Atvinnuvegirnir standa höllum fæti. Enn stefnir í mikinn viðskiptahalla við útlönd og áframhaldandi skuidasöfnun aö sama skapi. Hver sú ríkisstjórn, sem við tekur eftir kosningarnar, þarf aö beita hörðum aðgerðum. Kosið verður 23. apríi. Rétt er, að þing komi saman svo fljótt sem auðið er eftir kosningarnar. Hinn 1. júní eiga laun í landinu enn að hækka vegna veröbóta. Sú hækkun veröur að óbreyttu enn meiri en hækkunin 1. marz. Því verður mikill þrýstingur á þær fylkingar, sem fá þingmenn kjörna, að mynda ríkisstjórn hiö fyrsta, svo að til eínhverra aðgerða veröi gripið fyrir 1. júní. Með því er ekki verið að segja, að það eitt gildi aö skerða hækkun veröbóta. Slíkt verður skammgóður vermir. Landsmenn eru tvímælalaust búnir að fá sig full- sadda af stjórnleysi og ráðleysi og munu ætlast til þess, að næsta ríkisstjóm taki efnahagsmálin föstum tökum. En verður sú raunin? Svo virðist sem kosningarnar verði fyrirtaks skemmt- un þeim, sem hafa áhuga á sporti stjórnmálanna. Margs konar mislitar fylkingar bjóða fram og virðast eiga tals- vert fylgi. Sem stendur stefnir í, aö hið nýja þing veröi jafnvel enn sundraðra en hið gamla. Enn erfiðara verði að mynda starfhæfa ríkisstjóm. Stjómarmyndun kosti enn meiri hrossakaup og enn meiri jafnvægisæfingar en áöur. Kjósendur munu vafalaust skemmta sér í sporti kosn- inga og atkvæðatalningar. En þegar upp verður staðið, munu það verða verk stjórnmálamannanna í baráttu viö efnahagsvandann, sem litið verður til. Ekki er unnt að vera sérlega bjartsýnn á þróun mála. Horfur eru á vaxandi sundurlyndi tii viðbótar því, að landsfeðurnir hafa safnað glóðum elds að höfði sér með því að láta efnahag þjóðarinnar fara svo sem orðið er. Við máttum sízt við því að eyða heilu þingi í upplausn og ábyrgðarleysi. Haukur Heigason. Fyrir nokkru skrifaði ég grein í Dagblaðið-Visi, sem ég nefndi „Alþýðuspekina og einstaklings- hyggjuna”. Hún var um fjóra orðs- kviði, sem margt má læra af um stjórnmál, enda er í þeim dregin saman reynsla margra kynslóða. Þessir orðskviðir eru: „Sjálfs er höndin hollust” — en með því er það sagt, aö einstaklingurinn hugsi aö öllu jöfnu betur um hagsmuni sína en valdsmaðurinn fyrir hann, „Sinna verka njóti hver” — en með því er það sagt, að mennirnir eigi sjálfir að njóta erfiðis síns, en valdsmennirnir ekki í hækkuðum sköttum, „Hver er sinnar gæfu smiður” — en meö því er það sagt, að maðurinn finni ekki hamingjuna í velferðarríkinu svonefnda, heldur í sjáfum sér, og „Garður er granna sættir” — en með því er það sagt, að séreignarrétturinn auöveldi frið með mönnunum. Sitt hvað má sækja í alþýöuspekina, í oröskviðum er það sagt í örfáum oröum um manneðlið, sem helstu heimspek- ingar Vesturlanda hafa skrifað um þykkar skruddur. Menn komast að vísu ekki hjá því að lesa skruddurnar þykku, ef þeir ætla að afla sér þekk- ingar í stjórnmálum, en það torveldar þeim skilninginn að kunna orðskviðina góðu. Með þá í huga rata þeir beint a kjarnann. Og í þessari grein ætla ég að bæta við þremur, sem eru ekki síöur merkilegir, og líta á þá í ljósi nútíðar- innar. „Gott er að telja peninga úr pyngjit annars" I þessum orðskviði er stjórnmálum í velferðarríkjum Vesturlanda í raun- inni lýst. Stjórnmálamönnum finnst ekkert skemmtilegra en gera góðverk — eða á máli fjölmiðlunga: „sýna skilning á þörfum stofnunarinnar” — en þeir gera þessi góðverk á kostnað annarra. Líklega eru engin takmörk fyrir því, hversu góöir menn geta oröið, ef þeir þurfa ekki sjálfir að bera Kjallarinn Hannes H. Gissurarson kostnaöinn af því, geta sent reikn- inginn skattgreiðendum, neytendum eða öðrum þeim hópum, sem illa eru skipulagðir vegna fjölmennis síns og eiga sér enga talsmenn. Þannig ummyndast kjörseðillinn í skattseöil. Það er síðan annað mál, hvort menn eru í rauninni góöir sjálfir, ef þeir nota til góðverkanna fé, sem þeir hafa tekið af öðrum, en ekki eigið fé. Miskunn- sami Samverjinn notaði eigið fé og eigin tíma forðum. Líkjast stjórnmála- menn okkar daga ekki fremur ræningj- anum Hróa hetti en miskunnsama Samverjanum? (Og eins gæta þeir vandlega — aö hirða nægilega mikið af fénu fyrir sjálfa sig.) Þetta hefur orðið ýmsum fræöimönn- um rannsóknarefni. Milton Friedman hefur lagt þaö til, að ellefta boöorðinu sé bætt við, en þaö sé svo: „Þú skalt ekki gera góðverk þin á kostnað ann- arra” — og hef ég stundum vitnað í þetta ágæta boðorð á prenti. Og James M. Buchanan, sem kom til Islands í september 1982 og hélt fyrirlestur í Háskóla íslands, hefur skrifað margar bækur og miklar um tilhneigingu stjórnmálamanna til að fara óvarlega með almannafé, til að fjárfesta fremur í atkvæðum en arðsemi, til að sóa fé í Hólmavíkurtogara, Krísuvíkurskóla og Kröfluvirkjanir, til að telja af óskaplegri rausn peninga úr pyngju annarra. Og þessir fræöimenn spyrja: Er ekki kominn tími til að taka pyngj- una af þeim, takmarka skattlagn- ingarvald þeirra með stjórnarskrár- breytingu? „Sínum augum lítur hver á silfrið." Eg held, að flestir hóphyggjumenn séu alls ekki verri menn en einstakl- ingshyggjumenn. Ástæöan til þess, að þeir aðhyllast hóphyggju, er ekki illt innræti þeirra, heldur hitt, að þeir hafa ekki komið auga á fáeinar frumstað- reyndir mannlífsins. Ein þessara frumstaðreynda er sú, að einstakl- ingarnir eru ólíkir, hafa ólík markmið í lífinu, ólikar þarfir, ólíkan smekk, ólíkar óskir og langanir. Einstakling- amir líta, eins og segir í orðskviðinum, sínum augum hver á silfrið. Hóp- hyggjumenn hugsa sér einstaklingana alltaf sem einn hóp meö eitt markmið, þannig að aliir þrammi saman þung- búnir í eina átt, en hóphyggjumennim- ir viti, hver áttin sé. (Hún er venjulega Hvað getum við lært af Japönum? Undanfarin ár hefur athygli stjórn- enda fyrirtækja í síauknum mæli beinst aö Japan og þeim aöferöum sem Japanir beita við stjórn iðnaöarfram- leiöslu sinnar. Það fer ekki milli mála að í Japan er jarövegur sem stórlega stuðlar aö iðnaðarframförum og það svo mjög að hætt er við að meiri háttar vandi steðji að ýmsum iönaðarþjóðum, ef ekki er hægt aö svara samkeppninni meö einhverjum hætti. I alþjóölegri umræðu ber nokkuð á neikvæðri af- stöðu til iðnaðarframleiðslu Japana vegna þess vanda sem hún veldur fyr- irtækjum í mörgum löndum. Af skammsýní er gripið til aðferða, sem draga úr samkeppni og svokallaðir hagsmunaaöilar láta þess ógetið að talsverður hluti þeirrar velmegunar, sem við teljum af hinu góða, stafar af ódýrara vöruvali og fjölbreyttara sem nýjar framleiðsluvörur og aðferðir hafa fært okkur. Hvort sem okkur Islendingum líkar það betur eða verr sitjum við í miðjum hvirfilbyl samkeppninnar í veröldinni. Vandamálin snerta allt þjóðfélagió og til að finna lausn á vandanum þarf allt þjóöfélagið aö starfa saman. Þótt iðnaðarframleiösla sé mikilvæg er hugsanlegt aö viðhorf í framleiðslu- greiniun eigi við á fleiri svíðum. Hvert lausnarorðið er veit enginn okkar. Hafi einhver það á vörum, líður oft langur tími þar til skilst hvað það Samstilling Sennilega er flestum ljóst að til aö ná Kjallarinn Eggert Ásgeirsson hvata, þeir þurfa ekki að vera í hópi kjallaraskríbenta eöa annarra sem hátt lætur í. Arangur sinn meta þeir sennilega á annan mælikvaröa en venjulegra veraldargæöa. En ef þeir fá ekki aöra hvatningu gæti svo fariö aö þeir leiti Iauna þar sem samfélagiö þarf þeirra ekki meö. Það ber að þakka aö um þessar mundir eru ýmsir að reyna fyrir sér með japanskar stjórnunaraðferöir, gæðahringi, fyrirtækjaskipulag. Nú síðast efndi Rekstrarstofan í Kópavogi til námskeiðs, þar sem þrír úr forystu- liði hennar, J. Ingimar Hansson, Gunn- ar H. Guðmundsson og Bolli Magnús- son fræddu á tveim fjölmennum nám- skeiöum um japanskar stjórnunaraö- ferðir. Þreminningarnir höfðu á löng- um tíma aflað sér rækilegrar þekking- ar og lögðu hana á einstaklega skýran • „Eg hef rætt aðeins einn undirstööuþátt sem vakið hefur athygli mína á liðnum árum og ég hef haldið að væri hornsteinn þess og kannski þann grundvöll sem við íslendingar ættum léttast með að tileinka okkur.. árangri þurfa margir aö vinna saman með samstilltum huga, réttum aóferð- um og um langan tíma. Oft mun von- leysiö grípa um sig, en sumir missa ekki móöinn, þeir hafa þann hvata sem getur dugaö. Við vitum ekki hverjír þaö eru meðal okkar, sem hafa þá hátt fyrir áheyrendur. Þeír reyndu að meta kosti þeirra og galla og töldu að ýmsir þættir þeirra kæmu vel að not- um hér á landi. Hér væru ýmis samfé- lagseinkenni sem bentu til þess að að- ferðirnar ættu hér við. Sérstaklega væri hentugt að nota japanskar stjórn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.