Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Síða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. Týsgötu 1, simi 10450 Reykjavik. TIL SÖLU Þessir tveir svefnskálar eru til sölu. Hvor skáli um 15 ferm, með fjórum rúmum, raf- og hitalögn.Tilbúnir til flutnings. Einnig er til sölu hreinlætisskáli, með 4 vöskum, 2 WC og sturt- Tilboð sendist augldeild DV Þverholti 11 merkt: „Svefnskálar II". Vígaíþróttamót SHOTOKAN- KARATE Aðeins keppt í KUMITE (frjálsum bardaga) í fimm manna sveitum. gegn JIU-JUITZU og AKIDO mönnum af Vellinum og KUNG-FU flokki Keflavíkur á sunnudaginn kl. 14.00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. ATH.: í fyrsta skipti sem keppt er milli ólíkra greina vígaíþrótta á íslandi. Aðgangur kr. 50. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Safamýri 34, tai. eign Rúnars Smárasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 18. mars 1983 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Lindargötu 63, þingl. eign Aðalsteins Her- bertssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudag 18. mars 1983 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Háagerði 17, þing. eign Oskars E. Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Utvegsbanka Isiands og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudag 18. mars 1983ki. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Huldulandi 20, þingl. eign Sigurðar Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 18. mars 1983 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Háaleitisbraut 111, þingl. eign Olafs Júníus- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Guðjóns A. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri 18. mars 1983 ki. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. — hvað er gervigras? Baráttan við forina: Vætusamt er í austur-hliðum Kletta- fjalla, þar sem borgin Seattle í Washingtonríki er. Á votviðrasamasta tíma ársins iðka íbúamir þar sem annars staðar í Bandaríkjunum knatt- spyrnu. Aur á grasvöllum angraði íþrótta- mennina, sem fljótt urðu ataðir eðju, svo að þeir voru vart greindir að og hvað verra var, fengu leðjuslettur í auguog vit. Á aöalleikvang Seattle var því 1952 lögð gervigrasþekja til þess að losna við forina og að dýrt íþróttamannvirki yrði unnt aö nýta í fleiri klukkustundir ár hvert. Reynslan af þessari frumraun var slík, aö háskólamir í Bandaríkjunum tóku til við að fá fram- leiddar gervigrasþekjur sem mættu skilyrðum íþrótta, öryggis, heilsu og slitstyrkleika, sem frekast var unnt. Fljótt bámst á markaðinn margar tegundir efna. Nú er svo komið að í Bandaríkjunum er ekki leikin amerísk knattspyma, áfangaknattleikur og knattspyrna á öömm leikvöngum en sem em með gervigrasi. Viðhorf í Evrópu: Evrópa var íhaldsamari í viðhorfi til grasgróðurs á knattspyrnuvöllum. Englendingar, sem verið hafa læri- feður í ræktun íþróttagrasvalla riðu þó á vaðið og gerðu fyrsta gervigras- völlinn hér í álfu 1971. Femt geröi þá áhugasama: Votviðrasöm tíð á vetmm, sem er aðalknattspyrnutíma- bilið. Erfiðleikar á öflun rúmgóðra lóða undir velli í þéttbýli ásamt háu lóðaveröi. Viðhaldskostnaður gras- valla er hár og erfitt aö fá hæfa starfsmenn til þeirra ræktunarstarfa. Þörf að koma auknum fjölda iökenda fy rir með æf ingar og keppni. Þrátt fyrir góða reynslu af gervi- grasinu hefur vanafesta Englendings- ins að gras hæfði best íþrótt tengdri knettinum valdið því að framgangur gervigrassins erhægur. Gervigras í Evrópu: Italir, sem eiga á hættu aö helli- dembur geri velli þeirra gegndrepa síðdegis gerðu sér í Tórinó fyrsta gervigrasvöllinn 1974. Frakkar 1973 og Svisslendingar lögöu gervigras skömmu síöar. 1 Vestur-Þýskalandi varð sá fyrsti til 1975, en 1971 var gervigrasvöllur lagður innanhús í Hennef. Vorið 1980 vom í Vestur-Berlín 17 gervigrasvellir í notkun. Borgin er í úlfakreppu og því erfitt aö afla land- svæða undir velli. Ibúamir kröfðust aukinna æfingastunda og því var gripið til þess ráös að breyta eldri völlum í gervigrasvelli. Þorsteinn Einarsson Undirhitun Valhalla- vallar í Gautaborg: Svíar gerðu á Valhalla leikvangi Gautaborgar sinn fyrsta gervigrasvöll 1975. Hnattlega svæðisins færði með sér þörf á lausn gegn ísingu og snjóalögum. Knattspyrnuvöllurinn var því búinn undirhitun. Þessi lögn hefur tryggt vetrarnotkun vallarins framar öllumvonum. Þrjár nefndir hafa náið fylgst með iðkendum sem nýta völlinn, íþrótta- legum viöhorfum og starfrækslu, og fært atriðin til samanburðar við ákveðna malar- og grasvelli. I Svíþjóð eru nú 7 gervigrasvellir. Yfirbyggðir gervi- grasvellir Finna: Danir hafa sýnt gervigrasinu lítinn áhuga. Finnar hafa beint iðkun knatt- spyrnu að vetrarlagi inn á yfirbyggða gervigrasvelli. Áætlun hjá þeim var að reisa 10 slíkar hallir. Ein slík er þegar í notkun í Abo og önnur í Lahti. Sú hefur 64x100 m leikvöll fyrir alþjóða keppnir. Hinn langi IMoregur: I Noregi var fyrsti gervigrasvöll- urinn tekinn í notkun í Harstad 1977, en nú nýta Norðmenn 8. Fjórir þeirra njóta undirhitunar. Sú hitaorka í Molde fæst frá hitadælu. I Stavanger hitar raforka þekjuna en í Harstad og Jordal (Osló) eru olíubrennarar í notkun til hitagjafar en að vísu styðst hitunin í Jordal við kælivatnshita frá frystivélum skautasvells í næsta nágrenni. Vellimir í Lysekloster í Os, Bodö, Grimstad og Lakselv njóta eigi undir- hitunar. Bodö-völlurinn var lagður meö þykkri hitaeinangrun, til þess að hindra holklakamyndun. Þessum 4 völlum verður tíðum aö loka vegna snjóalaga eða ísingar. Þessara valla- lagninga var þörf í Noregi, mjög löngu landi frá noröri til suðurs, gróandi því afarmisjafnt á ferðinni og vaxtarskeiö sumarsins miklu styttra viö Tromsö en suöur á Jaöri en deildarkeppni skal hefjast allstaöar samtímis. Þó aö hnattlega eða tíðarfar setji grasvexti skorður þá er krafa knattspyrnufél- aganna sú sama hvar svo sem þau em um iðkun íþróttarinnar að vetrarlagi og á iöjagrænum flötum snemma sum- ars og langt fram á haust til kappleika og iðkana. Þessari kröfu eða þörf hefur náttúrugrasið ekki getaö mætt, jafnvel þótt Norðmenn hafi á virkan hátt gripið til ýmissa ráða t.d. yfirbreiðslu plasthimna meö eða án undirhitunar. Lagning gervigrass: Lagning gervigrasþekju úr Astroturf, sem algengust er í Banda- rík junum er í höfuðdráttum þessi: Ofan á traust, berandi og ræsandi (lekt) púkklag er rennt malbikslagi, sem á er límd frauðgúmmíþekja. Ofan á hana límist gervigrasvefurinn. Þessi vefur er sem fínriðiö net. Uppúr möskvaleggjunum standa svo gervigras-„stráin”, sem í Astroturf eru úr polyamid. Reynslan sýndi að regn- og hlákuvatn vildi sitja of lengi í „grasinu”, svo að það líktist vökva- mettuöum þerripappír. Ráö viö þessu var, að frauögúmmílagið var þétt, gat- að og malbikið lagt þannig að bil urðu milli steinkorna þess („opið-asfalt”) t svo að það varð lekt. Á þeim stöðum þar sem ísing og snjóalög gátu hindrað nýtingu gervigrasvalla, var gripiö til þess að koma hitalögn fyrir í malbikinu (undirhitun). IMý efni: Hin síðari ár hafa komið á mark- aöinn ný efni, sem þaklög gervigras- valla hafa verið gerð úr. „stráin” sem eru höfð 9—11 mm löng geta verið úr: polyamid (nylon), polyester og poly- propylen. Kröfur til efnanna eru: að „stráin” flísist ekki, haldi sér sem mest lóðrétt og útfjólubláir geislar sólar uppliti þau ekki. Gervigrasþekjurerunúframleiddar á tvennan hátt: annarri aðferðinni hef- ur þegar verið lýst en hin er fólgin í því að „stráunum” er stungið í gegnum og fest við dúk eða voð úr gerviefni, svo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.