Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Síða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Eftir kynnisferð i verksmiðju Áiafoss fór allur hópurinn i kaffi á Hiégarði og þar var þessi mynd tekin fyrir utan i biiðskaparveðri. MyndBH. ORLOFSFERÐIR Þegar sumarið kemur með sunnanþeyinn flykkjast borgarbú- ar út á land og þá reynist mörgum vel að aka vegarslóðann heim að garði vinar eða frænda, sem býr sínu búi f jarri skarkala borgarinn- ar. Þá er sveitafólkið önnum kafið í heyverkum, en það er mála sann- ast að frændinn eða vinurinn drep- ur á dráttarvélinni sem skjótast, býður hinum góða gesti upp á hollt kaffi og veglegar rúllutertur og þá er ekki annað aö sjá en hér búi ein þjóð í landi. ORL OFSFERÐIR Baldur Hermannsson Því miður hafa úfar risið milli sveitafólks og borgarbúa, en það er hverju oröinu sannara, sem Geir Stefánsson, bóndi og athafna- maður að austan, segir hér í opn- unni: Nú verða allir hinir betri menn að bera klæði á vopnin. Búnaðarfélag íslands skipu- leggur orlofsferðir sveitafólks til Reykjavíkur. Einn slíkur hópur var hér í síðustu viku, og minnug- ur góðra stunda á heimilum sveitamanna fyrr og síðar gaf ég mig á tal við þrjá úr hópnum, kvenbóndann og dugnaðarforkinn Ölöfu Steinunni Þórsdóttur norðan úr öxnadal, skáldið Jón Jónsson frá Fremstafelli og Geir, sem fyrr er nefndur. Bændunum i orlofsferðinni var boðið i ýmsar vinnslustöðvar landbúnaðarins, svo sem Mjólkursamsöl- una, Áiafoss, Osta- og smjörsöluna og víðar. Hér eru nokkrir ferðalanganna að virða fyrir sér ullarvinnsl- una á Álafossi. „Ég vil eindregið bera klæði á vopnin, og það held ég að allir hinir betri menn verði að sameinast um," segir Geir Stefánsson, bóndi og athafnamaður austur i Jökulsárhlið. MyndBH. „Berum klæði á vopnin” — illdeilur dreif býlis og þéttbýlis eru sannkölluð þjóðarógæfa, segir Geir Stefánsson frá Sleðbrjót Geir Stefánsson frá Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, Norður-Múiasýslu, er athafnamaðurinn í bændahópnum. Hann er mikill maður vexti og allur hinn vörpulegasti, enda orðlagður þar eystra fyrir hreysti og skörungs- skap. Geir hefur rekið fjárbúskap á jörð sinni frá fyrstu tíð, en nú á ef ri árum er honum sauðkindin ekki nóg, og hefur hann þá hafist handa um rekstur ýmissa þungavinnuvéla í félagiviðson sinn, Eystein. Geir er ferðamaður töluverður, eins og títt er um þá sem hafa mikið umleikis og hafa í mörg hom að líta, og ég forvitnaðist sérstaklega um álit hans á illdeilum dreifbýlis og þéttbýlis, sem nú setja heldur leiðan svip á þjóðlífið. „Mér finnst þessi bræðravíg sann- kölluð þjóðarógæfa, og ég vil ein- dregið bera klæöi á vopnin, og þaö held ég að allir hinir betri menn verði að sameinast um, hvar á landinu sem þeir búa,” sagði Geir. „Auðvit- að vil ég að dreifbýlið fái sitt, en nú verða báðir aöilar að vera sann- gjamir og koma hvor á móti öðmm. Eg varnýlegaþarstaddursemmað- ur nokkur hélt því fram að fólk í dreifbýli ætti ekki að kjósa sér neinn þann þingmann, sem hefði aðsetur í Reykjavík. Eg svaraði því til að nú væru dreifbýlismenn kannski að berj- ast viö Reykjavíkurvaldið eins og allir Islendingar vom að berjast við Kaupmannahafnarvaldiö og Dan- mörku forðum daga, en þá var það einn maður sem réð úrslitum um það aö við erum sjálfstæð þjóð í dag; þessi maður var Jón Sigurösson, hann var þingmaður Isfiröinga en hann var alltaf búsettur í Kaup- mannahöfn — hverjum dettur í hug að hann hefði getað unnið þjóðinni svipað gagn ef hann hefði til dæmis búið á Egilsstöðum? „ — Hvemig finnst þér að koma til Reykjavíkur? „Mér finnst alltaf ákaflega gott að koma hingað, nema hvað það reynist manni oft erfitt og tafsamt að kunna ekki á kerfið, eins og þeir sem eiga hér heima. Þá getur þaö komið okkur, sem þurfum að reka hér mörg erindi, býsna vel að eiga hér ötulan þingmann sem kann á kerfið og liö- sinnir okkur.” — Nú er veturinn langur og strangur austur í Jökulsárhlíð, en hvað gera bændur þegar gefast þar frjálsarstundir? „Eg var nú lengi einyrki og haföi lítinn lestrartíma og hét ég sjálfum mér því að ég myndi reyna að lesa þegar um hægðist, og þaö hef ég gert. Eg horfi ekki á sjónvarp, nema fréttir; annars sit ég inni á mínu herbergi og les, en fólkið lætur mig vita ef það em einhverjir þættir í sjónvarpinu sem mér þætti verra að missaaf’.’ — Hvaðlestu? „Eg hef alltaf lesið mikið ævisög- ur. Eg las mikið fomritin lengi vel, en nú orðið les ég samt meira það sem berst af nýrri bókum. Samt les ég alltaf 2—3 fomsögur á vetri. Ég las til dæmis Landnámu um daginn. Það er alltaf gott að rifja hana upp og ég þurfti líka að bera saman ætt- fræðina í henni og ýmsum Islend- ingasögum. Svo hef ég verið að lesa ritverk Þorsteins Thorarensen, og þaö eru stórmerkar bækur”. sagði GeirStefánsson. MyndBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.