Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 32
40' DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Skagabraut 21 í Garði, þingl. eign Ragnars Þorkelssonar, fer fram á eigninnl sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hdl., Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Jóns G. Briem hdl., Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl., Þorsteins Eggertssonar hdl. og Þorfinns Egilssonar hdl. miðvikudaginn 23.3.1983 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Guilbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Garðbraut 51 í Garði, þingl. eign Snorra Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vil- hjálms Þórhallssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og innheimtumanns ríkissjóðs miðvikudaginn 23.3.1983 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Guilbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Melbraut 15 í Garði, þingl. eign Guðmundar Haraldssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka íslands fimmtudaginn 24.3.1983 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Holti II í Garði, tal. eign Jóhannesar Arasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 24.3.1983 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Guilbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Vallargötu 6, neðrihæð, í Sandgerði, þingl. eign Bárðar Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Skarphéðins Þórissonar hrl., Veðdeildar Landsbanka Íslands og innheimtumanns rikissjóðs fimmtudaginn 24. 3. 1983 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Gulibringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hraunbergsvegi 8 Hafnarfirði, þingl. eign Einars J. Gísla- sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð annað og síöasta á fasteigninni Kirkjubraut 22, efrihæð, í Njarðvik, þingl. eign Skúla Magnússonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Gisla Kjartanssonar hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtu- daginn 24.3.1983kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Trönuhrauni 7 Hafnarfirði, þingl. eign Smjörlíkisgerðar Akureyrar, fer fram eftir kröfu Iönþróunarsjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarf iði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 56., 59. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Vesturvangi 2 Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Árna Halldórssonar hrl. og innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61. töiublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Brekkubyggð 16 Garðakaupstað, þingl. eign ibúðavals hf., fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágr., Ragnars Aðalsteins- sonar hrl., Landsbanka tslands, Veðdeildar Landsbanka islands og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hafnargötu 57 (hraðfrysti- hús ásamt vélum og tækjum) þingl. eign Ólafs S. Lárussonar hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Ólafs Gúsíaf ssonar bdl., Vilhjálms Þórhallssonar hrl., Útvegsbanka íslands, Seðlabanka islands, Guðjóns Steingrímssonar hrl., Fiskveiðasjéðs Íslands, Gests Jónssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs fimintudaginn 24.3. 1983 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Um belgina Um helgina VEL SETIN ANNEXÍA Annexía útvarpsins á Akureyri, sem kölluð er RUVAK á hátíðlegum augnablikum, hefur komið mér á óvart. Efnið að norðan er nær undantekningarlaust gott eða frá- bært að efni og flutningi. Að því er fagmannlega staðið — og sjálfsagt slær svo undir í mínum huga á gamlan streng norður. Og hverjum finnst sinn fugl fagur. Litli barnatíminn á föstudaginn var talandi dæmi um vandaöan barnatíma í útvarpi. Dómhildur Sig- urðardóttir, stjórnandi, og viðmæl- endur, fluttu í tali og tónum eins kon- ar boðskap. Allt var skýrt og skil- merkilegt, svo af bar, en samt létt og leikandi. Tónlistarþættimir að norðan á laugardags- og sunnudagskvöldum hafa hvað eftir annaö dregið mig frá sjónvarpinu og eins er um Kvöld- gesti „útvarpsstjórans”. Þannig var um alla þessa þætti um helgina nú. Eins hef ég ekki misst af þættinum Veistu svarið? — langa lengi. Mest er það þó vegna forvitni um eigin vitneskju og ósjaldan hefur verið stofnað til sérkeppni á heimilinu. Frammistaöan hefur veriö ýmist upp eöa ofan og auðvitað þurfa heimilismenn að vera enn skjótari til en þeir sem svara í þættinum. Eg get ekki neitað því að mér finnst nokkur þreyta farin að sækja á þennan þátt sem ég held að stafi af því hve rígskorðaður hann er í forminu. Og stundum hafa slæðst inn villur, þó ekki svo ég muni í tíð Gísla Jóns- sonar. Sem sagt, ágætur þáttur, en mætti þó taka enda áður en hann verður aö stagli. Þaö má finna fleiri tilbrigði af spurningaþáttum til nota á heilum vetri. Það kom ekki að norðan, heldur langt að sunnan, sem Stefán Jón Hafstein tók upp úr f eröask jóðu sinni í þættinum Ut og suöur á sunnudags- morgun. Létt og skemmtileg og ekki síst fróðleg frásögn af Grikklands- ferð á eigin vegum. Ut og suður er reyndar útvarpsþáttur sem sker sig úr, viöræðu- og rabbþáttur þar sem aldrei heyrist í spyrlinum nema þegar hann kynnir viðmælendur í upphafi. Otrufluð frásögn og nýtur sín oftastmjög vel. Fyrst Stefán Jón ber á góma má ekki gleyma Gulli í mund, morgun- þætti hans og félaga. Um flest frábær morgunvaka, einkum þegar atriðin eru nógu stutt og fjölbreytnin mikil. En mér og fleirum hér á DV finnst það einkennilegur siður í þessum gullþætti að lesnar eru fréttir úr öllum öðrum dagblöðum en DV, oft og iöulega fréttir sem við höfum birt degi fyrr eða jafnvel miklu fyrr. Á DV er hvergi minnst fremur en það blað sé ekki til. Hins vegar er f jallað um efni úr erlendum blöðum á mánu- dagsmorgnum, tæplega yngri en dagsgömlum. Stjórnendur gull- þáttarins hafa í þessu efni sett sér starfsreglur sem ástæðulaust er fyrir þá að taka svona alvarlega gagnvart öðru af tveim langstærstu íslensku dagblööunum, þótt það komi ekki rennblautt í bólið. Það er engu að síður með f jöldann allan af fréttum á undan hinum dagblöðunum og mikiö af slíku efni sem þau hin sinna ekkert. Fyrir mitt ieyti og starfsfélaganna hér á DV finnst mér okkur sýnd iítilsvirðing í gullþætti Stefáns Jóns og félaga. Og raunar er ekki örgrannt um að við fáum sömu meðhöndlun flesta daga í frétta- tímumútvarpsins. Á dögunum fannst okkur keyra um þverbak í einu slíku tilviki og að því var fundið. Af svörunum sem gefin voru má marka aö Ríkisútvarpið þurfi aö koma sér upp stærra upplagi af DV. Sagt var að þeim fáu eintökum sem stofnunin keypti fyrir fréttastofuna væri oftast stolið. . . nú, það þarf þá einnig sérstaka lög- gæslu á Skúlagötuna. Og nú er ég kominn út í aðra sálma og mál að snúa sér aö öðrum morgunverkum, þótt margt sé ósagt um útvarp og sjónvarpið liggi milli hluta. Herbert Guðmundsson. Andlát Guðrún Guðmundsdóttir frá Isafiröi, Víkurbraut 11 Grindavík, lést í Borgar- spítalanum 17. mars. Vilhelmína Ölafsdóttir, Hraunhólum 4 Garðabæ, lést að heimili sínu 18. mars. Guðný Sigurðardóttir, Bárugötu 12, andaðist 17. mars í Borgarspítalanum. Guðrún Kolbrún Sigurðardóttir, Odda- götu 8, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Valgerður Pálsdóttir, Bræðratungu, verður jarðsungin þriðjudaginn 22. mars kl. 14 frá Bræðratungukirkju. Ferð veröur úr Reykjavík kl. 11 frá Umferðarmiðstöðinni. Torfi Guðbjörnsson, Barmahlíð 40, andaöist í Borgarspítalanum þann 16. mars. Valtýr Bjarnason, fyrrv. yfirlæknir, Stigahlíö 85, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 23. mars kl. 13.30. Þorkell Jónsson, Ásvallagötu 12, verður jarösunginn frá Fossvogskap- ellu þriðjudaginn 22. mars kl. 13.30. Fundir Kynningarfundir framsóknarmanna í Norðurlandi vestra Almennir kynningarfundir séríramboös' framsóknarmanna á Noröurlandi vestra veröa haldnir sem hér segir: Miögaröi þriðjudaginn 22. mars kl. 14, Félagsheimili Hvammstanga miövikudaginn 23. mars kl. 21. Frambjóðendur listans mæta á fundinum. Fóik er hvatt til að koma og kynna sér ástæður fyrir sérframboði og fleira. Frambjóðendur. Landfræðifélagið Fræöslufundurinn sem vera átti 7. mars 1983 verður haldinn 21. mars kl. 20.30 í Árnagarði við Suðurgötu. Theódór Theódórsson mun fjalla um: Skaftárelda árin 1783—1784. Byggö og búseturöskun í Vestur-Skaftafeilssýslu austan Mýrdalssands. Fyrir Skaftárelda, árið 1783, voru byggð 116 býli í „Sveitunum milli Sanda", þar af 20 hjáleigur. Ibúar það árið voru um 1300 talsins. Árið eftir, síðsumars 1784, voru aðeins 55 býli í ábúð, þar af 6 hjáleigur. Ibúum haföi fækkað niður í um 520 manns, um 780 manns höfðu dáið eöa flutt brott. Ibúum hafði fækkað enn frekar árið 1785, eða niöur í um 480. Alls eyðUögðust 55 býli í eitt ár eða lengur, þar af 21 býli í 10 ár eða lengur. Iveruhús á 19 jörðum fóru undir hraun, 15 þeirra byggðust á ný. Gjóska lagði sjö bæi í eyði um lengri eða skemmri tíma í austanverðu héraðinu. Kynningarfundir hjá Samhygö eru í samskiptamiðstööinni Skólavöröustíg 36, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 20.30. Meiriháttar mánudagur í 46 löndum Mánudaginn 21. mars heldur Samhygð árstíðarfundi út um allan heim undir kjör- orðinu Samhygö gegn öllu ofbeldi, á Islandi í Sigtúni kl. 20,30. Tilgangur þessara funda er að ungt fólk á öllum aldri komi og skemmti sér og öörum frjálslega og óþvingað. Allir eru velkomnir. Ferðalög Útivistarferðir Lækjargötu 6, simi 14606 simsvari utan skrifstofutima. Páskaferðir Útivistar Nú er páskafríið framundan. Utivist býður upp á fimm stórkostlegar feröir. Hverja kýst þú? Brottför kl. 09.00,31. mars — 5 dagar 1. Snæfeiisnes. Gist á Lýsuhóli, ölkeldusund- laug og hitapottur. Gönguleiðir t.d.: Snæfellsjökull, Dritvík—Djúpalónssandur, Amarstapi—Hellnar, Búðaklettur—Búða- hellir o.m.fi. Fararstj. Kristján M. Baldursson. 2. öræfasveit. Gist á Hofi. Gönguleiðir t.d.: Skeiðarárjökull—Bæjarstaðaskógur — Morsárdalur, Kristinartindar, Jökullóniö o.m.fl. Fararstjórar Ingibjörg Ásgeirsdótt- ir og Styrkár Sveinbjarnarson. Biðlisti. 3. Þórsmörk. Gist í skála Útivistar í Básum. Gönguleiöir t.d.: Morinsheiði og upp að Heljarkambi og ýmsar leiðir út frá Goða- landi. Fararstj. Ágúst Björnsson. 4. Fimmvörðuháls. Gist í skáia á Hálsinum. Gönguleiðir, Eyjafjallajökull, Mýrdalsjök- ull. Skilyrði: gönguskíði með. Fararstjóri HermannValsson. 5. Brottför kl. 09.00,2. aprU — 3 dagar. Þórsmörk. Ferðir Ferðafélagsins um páskana 1. 31. mars—4. apríl, kl. 8, Hlöðuvellir — skíðagönguferð (5dagar). 2. 31. mars—4. apríl, kl. 8, Landmannalaugar — skíðagöngnferð (5 dagar). 3. 31. mars—4. apríi, kl. 8, Snæfellsnes—Snæ- fellsjökull(4dagar). 4. 31. mars—4. apríl, k). 8, Þórsmörk (5 dag- ar). 5.2. apríl—4. apríl, kl. 8, Þórsmörk (3 dagar). Látið skrá ykkur tímanlega í ferðirnar. Allar upplýsingar og farmiðasala á skrifstof- unni, öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Aðalfundir Aðalfundur Nemendasambands Menntaskól- ans á Akureyri, NEMA, var haldínn í Torf- unni þriðjudaginn 22. febrúar sl. Þetta var 9. aðalfundur sambandsins, sem var stofnað 6. júní 1974, en markmið þess eru m.a. að skapa aukin tengsl milli fyrrverandi nemenda MA og stuðla að sambandi þeirra við núverandi nemendur og kennara skólans. I stjórn nemendasambandsins voru kjörin Sjöfn Sigurbjörnsdóttir formaður, Málfríður Þórarinsdóttir, fuUtrúi 10 ára stúdenta, Lovísa Sigurðardóttir, fuUtrúi 25 ára stú- denta, Eva Ragnarsdóttir, fuUtrúi 40 ára stú- denta og Pétur Guðmundsson. I varastjórn Ingibjörg Bragadóttir, VUhjálmur Skúlason, Héðinn Finnbogason og Þyri Laxdal. Endur- skoðendur Þórður Olafsson og Þorsteinn Marinðsson. Vorfaguaður nemeudasambandsins verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 3. júní nk. og verður hann nánar auglýstur síðar. Aðalfundur Húsmæðra- félags Reykjavíkur veröur í félagsheimilinu aö Baldursgötu 9 þriöiudaginn 22. mars kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf, önnur mál. Kaffiveitingar. Félagskonur f jölmennið. Tónleikar Tónleikar í Bessastaðakirkju Nýja strengjasveitin heldur tónleika í Bessa- staðakirkju mánudaginn 21. mars kl. 20.30 og í Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. mars. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Haydn, Luto- slawski og Mendeissohn-Bartholdy. Ein- leikari á fiðlu er Gerður Gunnarsdóttir. Nýja strengjasveitin, sem nú er skipuð þrettán ungum hljóðfæraleikurum, var stofnuð haustiö 1980. Hún hefur haldið nokkra sjálfstæða tónleika í Reykjavík við mjög góðar undirtektir. Fyrstu tónleikarnir voru í desember 1980 undir stjórn Guðmundar Emilssonar. I ágúst 1981 fékk sveitin til liðs við sig Josef Viach, fiöiuleikara og stjórnanda frá Tékkóslóvakíu, og hélt tvenna tónleika undir hans leiðsögn. I nóvember 1982 lék Nýja strengjasveitin i Bústaðakirkju án stjórn- anda. Á þessum tónleikum verður einnig leikið án stjórnanda.en konsertmeistari er Michael Shelton. Tónleikar í Norræna húsinu Mánudagskvöldið 21. mars kl. 20 munu Alexander Marks fiðluleikari, Sarah Boulton Smith lágfiðiuleikari og Anna Norman píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskrá verður meðal annars sónata fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Milhavd, sónata fyrir fiðlu og píanó k. 498 eftir Mozart. Eins og áður sagði hefjast tónleikamir kl. 20. Tilkynningar Styrktarsjóður aldraðra tekur með þökkum á móti framlögum í sjóð- inn (minningargjöfum, áheitum, dánargjöf- um). Tilgangur hans er að styrkja eftir þörf- um og getu hvers konar gagnlegar fram- kvæmdir, starfsemi og þjónustu í þágu aldr- aðra með beinum styrkjum og hagkvæmum lánum. Gefanda er heimilt að ráðstafa gjöf sinni í samráði við stjórn sjóðsins til vissra stað- bundinna framkvæmda eða starfsemi. Gefendur snúi sér til Samtaka aldraðra, Laugavegi 116, simi 26410 klukkan 10—12 og 13—15. Bræðrafélag Bústaðakirkju heldur fund mánudagskvöld 21. mars kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Jöklarannsóknafélag íslands Aöalfundur Jöklarannsóknafélags Islands veröur haldinn á Hótei Heklu fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál 3. Kaffidrykkja. 4. Minnst nýlátins formanns. (Magnús Jóhannsson og ÞórarinnGuönason).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.