Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV.FIMMTUDAGUR24.MARS1983. Verðlaunagripur Vinsældavals kominn í steypu: SKILAÐIHUGMYNDINNI A SÍÐUSTU STUNDU — segir Nanna Kristjana Skúladóttir sem sigraöi ísamkeppni nemenda Myndlista- og handíðaskólans Höfundur verölaunagriþs Vin- sældavals DV fyrir 1982, sem færöur veröur sigurvegurum í valinu á stjörnumessunni 7. apríl næstkom- andi, heitir Nanna Kristjana Skúla- dóttir og er aö ljúka námi frá mynd- mótunardeild Myndlista- og handíöa- v skólans. Nanna hefur komiö víöar við í myndlistinni því aö áöur en hún settist í myndmótunardeild haföi hún lokið námi frá málaradeild skólans. ,,Ég ætlaöi upphaflega í skúlptúr- inn,” sagöi hún í spjalli viö DV, ,,en á þeim tíma var engin slik deild í skól- anum svo að ég fór í málverkið.” Nanna heldur um páskana sína fyrstu sýningu — í félagi við Ingi- björgu Friöbjömsdóttur, Magnús Gestsson og Gunnar Ámason — í Ás- mundarsal. ,,Þar sýnum viö Ingi- björg og Magnús eingöngu málverk en Gunnar eingöngu skúlptúra.” Nanna sagöist til þessa hafa haft lítinn tíma til að starfa að sjálfstæöri myndmótun: „Ég hef þurft aö vinna á sumrin til aö geta stundað nám á vetrum og þá hefur maður ekki haft tíma til aö vinna sjálfstætt,” sagði hún. Gripurinn, sem Nanna geröi fyrir stjömumessuna, var einn af rúm- Nanna Kristjana Skúladóttir myndiistarmaöur ráðfærir sig við starfsmenn i Máimsteypunni um álsteypu verðlaunagrips vinsældavalsins. DV-mynd: Einar Ólason. lega tug hugmynda sem nemendur í Myndlista- og handiðaskólanum geröu fyrir blaöiö. ,,Ég var búin aö gera aðra mynd sem ég skilaði á til- settum tíma,” sagöi hún. „Svo rann upp fyrir mér að enn var fólk aö skila myndum og þá geröi ég aðra mynd sem byggöi að mestu leyti á þeirri fyrri. Þetta var eiginlega sam- dægurs — ég byrjaði um hádegi og skilaði um fimmleytið. Þaö var á margan hátt auðveldara aö gera síðari myndina því aö þá gat ég forö- ast mistök og vandamál sem ég haföi átt við aö stríða við gerð fyrri mynd- arinnar.” — Og hvað á svo myndin aö tákna? „Þetta er söngkona — alveg hik- laust konumynd.” Nanna hefur fylgst meö fram- leiöslu afsteypanna frá upphafi. Myndin var upphaflega gerö í leir, síöan færö í gifs og eftir gifsmynd- inni var búiö til frumeintakiö í áli sem steypt verður eftir í Málmsteyp- unni Hellu. „Mér hefur þótt mjög gaman aö fylgjast meö þessari vinnslu — og ég verö aö segja eins og er aö mér þykir myndir koma mjög velútíáli.” -óm Fermingar og páskar nálgast Viltu spara? Komdu bara Afsiáttur Niðursoðnir ávextir, einnig í 3 kg dósum Niðursoðið grænmeti, einnig í 3 kg Þurrkaðir ávextir Bökunarvörur Kjötvörur Matvörur Nýir ávextir Hreinlætisvörur Tóbak Páskaegg ódýrust í borginni illv ■ x,/ (y O ' KW&Ln >7 Li f'r Sem sagt AFSLÁTTUR af öllum vörum SPARIMARKAÐURIIMIM AUSTURVERI neðra bílastæði — sunnan hússins. Ný stjórnmálasamtök stofnuð: Samtök lýðræöis- sinna er nafnið Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt, sem nýverið stóðu fyrir skoðanakönnun um jöfnun atkvæðis- réttar, hafa nú stofnað til hreyfingar sem bera mun nafniö Samtök lýðræðis- sinna. Ragnar Ingimarsson prófessor, sem sæti á í bráöabirgöastjórn hinna nýju samtaka, sagöi í viðtali viö DV aö hér væri ekki um aö ræöa stjórnmálaflokk því aö ætlunin væri ekki aö bjóöa fram í kosningunum. Ragnar sagöi aö aöstandendur kysu aö tala um hreyfingu aö svo komnu máli, en þó útilokaöi hann ekki hugsanlegt framboö síöar meir. Ragnar var inntur eftir hvort hljómgrunnur væri fyrir hreyfingu af þessu tagi. „Já, viö teljum það og viö höfum orðið varir viö góðar undirtektir hjá fólki.” Hefurþetta verið lengi í bígerð? „Nei, en hugmyndin um hugsanlegt framboð kom þó fram eftir að skilaö var niðurstöðum úr skoðana- könnuninni. Miðað við hvað okkur virtist vilji á þessu svæöi vera eindreginn , finnst okkur stjómmála- menn hins sama svæðis hafa brugðist í að berjast fyrir jöfnun kosningarétt- arins. Ekki verður séö að þeir hafi yfirleitt áhuga á að vita hvað fólk hefur um málið að segja. I framhaldi af því virðist ekki annað duga en ein- hvers konar pólitísk aðgerð. Þess vegna hefur verið hugleitt alvarlega að ganga lengra. Þó myndum viö aldrei fara út i slíkt í þessu máli einu saman, það hlyti að verða að taka fyrir ýmsa aðra málaflokka. Við erum að vinna okkur tíma til að ganga í það því að sá timi sem gafst til undirbúnings komandi kosningum er of stuttur til að koma þessum málum af staö úr nánast kyrrstöðu.” Erbyrjaðaðvinna aðstefnuskrá? „Já, það er byrjað að vinna að henni. Við getum að sjálfsögðu ekki ætlast til að fólk taki afstöðu til hinnar hugsanlegu starfsemi nema það fái nánari vitneskju um skoðanir okkar. Stefnan mun þó væntanlega mótast af því hversu margir munu koma til liðs við okkur,” sagði Ragnar. -PÁ. Félag forræðis- lausrafeðra — verður stofnað 26. mars Félag forræðislausra feðra verður stofnaö laugardaginn 26. mars að Fríkirkjuvegi 11 kl. 13. Aðalmálið á stefnuskránni er að berjast fyrir rétti feðra til þess að öðlast forræði yfir börnumsínum. I fréttatilkynningu segir að sannað sé að jafnrétti sé ekki til í þessum mál- um og gróflega á feðrunum brotið, þrátt fyrir nýsett lög sem kveöa svo á að jafnrétti skuli ríkja með körlum og konum. „Það eru ekki aöeins við karlmenn sem fáum ekki umráðarétt yfir böm- um okkar (þrátt fyrir óskir barnanna í þá átt) heldur er einnig feörum, sem ekki hafa verið í hjúskap með barns- móöur, jafnvel algerlega meinað að umgangast böm sín, svo og ættingjum þeirra.” Þrjátíu félagsmenn hafa þegar skráð sig og em allir velkomnir sem óska eftir jafnrétti í þessum efnum. SBG/ÁÖ— Starfskynning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.