Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. VEUUM ÍSLENSKA LEIÐ — höfnum ömurleikastef nu Verslunarráðsins Fyrir utan að tryggja sér örugg sæti á framboðslistum i komandi alþingiskosningum er efnahagsvandi þjóðarinnar stærsta vandamál sem stjórnmálamenn standa frammi. fyrir um þessar mundir. Samdráttur í afla og sölutregða á erlendum mörkuðum er ein stærsta orsök alls aðsteðjandi vanda. En þar kemur einnig fleira til, eins og gegndarlaus innflutningur sem leiöir til gífuriegs viðskiptahalla og þung greiðslubyrði erlendra lána. Á miklu veltur að til réttra aðgerða verði gripið til aö ráða bót á þessu vandamáli og til þess eru margar leiðir færar. Röng viðbrögð myndu fljótt leiða til atvinnuleysis, líkt og í ýmsum nálægum löndum og stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í tvísýnu. „Ef nahagsundur ömurleikans" Ein þau hættulegustu viðbrögö sem hægt væri að grípa til, eru þau sem viðskiptaþing Verslunarráðs hefur lagt til og birt eru undir yfir- skriftinni „Frá orðumtil athafna, al- hliöa aðgerðir í efnahagsmálum”. Þær aðgerðir, sem þar eru boöaöar, eru ekki einungis atlaga gegn hefð- bundnum þjóðlegum atvinnuvegum landsmanna, heldur einnig beint til- ræði við landsbyggðina. Þær eru runnar undan rifjum svokallaðra frjálshyggjumanna, sóttar til er- lendra hagfræðinga eins og Fried- mans og Hay eks og hafa verið reynd- ar í þeim löndum þar sem atvinnu- leysið er nú hvað mest og öll félags- leg þjónusta hefur verið skorin niöur. Því hafa þessar aðgerðir verið nefndar „Efnahagsundur ömurleik- ans”. I tillögunum er gert ráð fyrir því að skera niöur rikisútgjöld um 2.000 milljónir króna með því að af- nema framlög til eftirtalinna mála- flokka: Byggðasjóös, Stofnlánadeild- ar landbúnaöarins, Framleiðnisjóðs landbúnaöarins, Veðdeildar Búnað- arbanka Islands, Aflatrygg- ingasjóös, Fiskveiðisjóðs, Bygg- ingasjóðs ríkisins, Byggingar- sjóðs verkamanna, Lánasjóðs sveitarfélaga, Bjargráöasjóðs, Iðn- lánasjóös, Félagsheimilasjóðs, Iðn- rekstrarsjóðs og Orkusjóðs. Fella á niður niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörur frá 1. júní nk., útflutningsbæt- ur falli niður í áföngum. Framlög samkvæmt jarðræktarlögum falli niður. Ýmis framlög til fyrirtækja og atvinnuvega stórlækki og margt fleira mætti tína til úr þessu stór- furðulega plaggi. „Leiftursókn gegn iandsbyggðinni" Af ofangreindri upptalningu má ráða að niðurskuröurinn komi fyrst og fremst til meö að bitna á lands- byggðinni þar sem hefðbundnir at- vinnuvegir, landbúnaður og sjávar- útvegur, eru undirstaða atvinnulífs- ins, ásamt félagslegum framkvæmd- um margskonar, vega-, hafna- og flugvallargerð og uppbyggingu ann- arrar opinberrar þjónustu sem bráð- vantar í dreifbýlið. Þaö átakanlegasta við þessar hug- myndir er vantrú höfundanna og dæmalaus vanþekking á íslenskum atvinnuvegum og þýðingu þess að halda við byggð í landinu öllu. Sam- dráttur í landbúnaði og sjávarútvegi og fráhvarf frá byggðastefnu eru ekki réttar aðgerðir til lausnar á efnahagsvandanum. „Leiftursókn gegn landsbyggðinni” er því rétt- Kjallarinn nefni á þessum dæmalausu hug- myndum sem auðvitað leysa engan vanda. En í hvað á að nota þá fjármuni sem sparast við lækkun ríkisút- gjalda? Greiða niður erlendar skuld- ir eða lækka tekjuskatta? I upptaln- ingu kemur m.a. fram að það á aö fella niður eftirtalin gjöld: Skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, toll- Þær aðgerðir, sem Verslunarráðið boðar, „eru ekki einungis atlaga gagn hefðbundnum þjóðlegum atvinnuvegum landsmanna, heldur einnig beint tilræði við landsbyggðina,” segir Þórður Skúlason. Nýju fargjöldin borgarstjórans: Áfram, verðlagsstjóri Það var þetta með nýju fargjöldin hans Davíðs. Nú skulu menn fá að finna það að þeir búa í borg Davíös, en ekki meðalborg í Vestur-Evrópu, að ekki sé nú minnst á samanburð viö allar aðrar borgir á Noröurlönd- unum. „ And-s trætóstef nan " í Reykjavík Það er ekki rétt sem Sveinn Bjömsson formaður stjórnar SVR segir í Morgunblaðinu f immtudaginn 10. mars að fargjöld SVR, eða far- gjaldastefnan umdeilda, standist hvaða samanburð sem er. Því miður, betur færi aö svo væri. Það má örugglega segja aö eitt af því sem Islendingar skera sig alvarlega úr með í samanburði við frændur okkar í Skandinavíu, eða bara annars staðar í meðal evrópsku ríki, er þessi „and-strætóstefna” okkar. Sem reyndar er aöeins hluti af því hvem- ig „and-samhjálparstefna” hefur ráðið hér ríkjum í flestum málum. Hvar í nokkru öðm evrópsku ríki ætli sé komið svona fram við ungt fóik sem er að stofna heimili og er að reyna að fá þak yfir höfuðiö fyrir sig og börnin sín? En það má líklega ekki skerða „framtakssemi einstakl- ingsins” íþvífrekarenöðm ? SVR stenst ekki samanburð við Norðurlöndin Sveinn Bjömsson segir að fargjöld SVR standist hvaöa samanburð sem er. Ekki aldeilis. Hvergi nokkurs staðar á Norðurlöndunum er rekin strætóstefna í nokkurri likingu við það sem hér er. Eg hef haft mjög svo þakkarveröa aðstöðu til að ferðast til allra Norðurlandanna sl. 4 ár í boði starfsmannafélaga vagnstjóranna á hinum löndunum og fengiö mjög lærdómsríka innsýn inn í þær for- sendur sem liggja þar aö baki strætó- stefnum og rekstri almennings- vagna- og lestakerfisins. Og það er ekkert líkt því sem hér heima er. Hér gildir ameríska bisnesslögmálið. Hér á aö komast af með eins fáa strætisvagna og mögulegt er. Og enginn halli má vera á rekstrinum. Helst að græða á bransanum. Og eins fáar leiðir og hægt er aö komast af með. Að ekki sé nú talað um allar hálsbólgumar sem Reykvíkingar geta þakkað stjóm SVR og borgar- yfirvöldum, sem þeir fengu, þegar þeir voru að bíða eftir vagni í frosti og snjó á biðstöðinni þar sem ekkert var skýliö. Ég hugsa örugglega að það megi sýna fram á með beinhörðum tölum að það væri einhver arðbærasta f jár- festingin hér á Fróni í góðum upphit- urðum strætóskýlum á biðstöðvum strætisvagnanna. Þar sem ca 5.000 til 10.000 hálsbólgur myndu sparast á ári hverju hér í Reykjavík einni. Og ekki minna en 50.000 til 100.000 vinnu- dagar myndu þá ekki fara forgörð- um í veikindalegum af því einu saman. I dag em biðstöðvar SVR rétt um 370, en biðskýlin aöeins um 150. Svo það em tæpir 2/3 biðstöðv- anna biðskýlalausir. Þetta væri fjár- festing upp á ca 10 milljónir í mesta lagi. (220 biðskýii upphituö og upplýst mest ca 50.000 kr. stykkiö.) Eg veit, Guðrún, að skýlið þitt við Landspítalann kostaði 64.500 fyrir tveimur árum þótt það væri ekki upphitað. En það hentar bara alls ekki þótt það sé „snoturt”. Auk þess sem þaö var allt of dýrt.) SVR er mesti okrarinn á Norðurlöndum En svo ég haldi nú áfram að rök- styðja það í hverju strætóstefna Reykjavíkur er frábragðin öðrum borgum aö þessu leyti á Noröurlönd- um, er traustasta heimildin hlutfall fargjaldanna við reksturinn. Hér í Reykjavík stendur deilan um hvort 64% reksturs SVR eigi að innheimt- ast í fargjöldum eða 78%. Þá er þess fyrst að geta að hæsta hlutfall- ið á Norðurlöndunum hinum í far- gjöldunum af rekstri strætisvagn- anna er innan við 50%! Ekki bara það. Heldur er það það hæsta sem ég hefiheyrttilþessa.lOslóerþað(eða a.m.k. var þegar ég var þar) um 48%. I Danmörku og Noregi og Finn- landi er það rokkandi frá 30% til 50% hlutfall. I Svíþjóð er það einhverra hluta vegna enn lægra. Þeir em líka komnir lengst í þróun almennings- samgangna af öllum Norðurlanda- þjóðum. Þar sem ég hefi heyrt um lægsta hlutfallið er á ekki á óvirðu- legri stað en í Stokkhólmi. Þar er hlutfallið komið niöur í 20%! En ekki bara það, lesendur góðir. Alls staðar er það lækkandi, en ekki hækkandi, eins og á einum stað á Norðuriönd- unum. Þaö er algert einsdæmi að það sé verið að hækka og hækka fargjöld- in í strætó. Hækka úr 64% og upp í 78%. En ekki bara það. Bæði hefur virðulegur borgarstjórinn lýst því kurteislega yfir að hann ætli að ná 100% markinu, sem og virðulegur formaður stjórnar SVR, Sveinn MagnúsH. Skarphéðinsson Bjömsson, hefir látið hafa eftir sér. Sem sagt að SVR standi undir sér. , ,Það á ekkert að vera að borga undir þessa helv. farþega. Þeir geta bara borgað fyrir sig sjálfir.” Einsdæmi okkar Reykvíkinga í dæmi þessu er umhugsunarvert. Samgönguvandamál höfuð- borgarsvæðisins verður að leysa m.a. með strætis- vögnum Allar aðrar höfuðborgir á Norður- löndunum em fyrir löngu búnar að gera sér það ljóst að samgöngu- vandamálið innan borgarkjarnanna verður ekki leyst lengur með þessum tryllta einkabílisma. Borgimar eru hreinlega að dmkkna í bílum. Hávaðinn orðinn óbærilegur, orsök flestallra sjúkdóma, segja nýjustu rannsóknir. Og það sem er tilfinnan- legast: öll þessi slys á götunum. Hér í Reykjavík einni saman em að meðaltali 5—10 manns drepnir á göt- unum á ári hverju. Samtals voru árekstrar og slys á árinu 1982 3.028 í Reykjavík, og þar af 209 árekstrar með slysum á fólki. Hugsið ykkur, nærri tvo daga af hverjum þremur slasast fólk á götum Reykjavíkur, meira en annan hvern dag allt árið um kring! Samtals slösuðust 266 manns í þessum slysum og þar af 108 alvarlega, sem hefur í för með sér meiri eða minni örorku til lífstíöar. Eg endurtek, 108 manns með varan- lega örorku og það aðeins árið 1982. Bara slysin árið 1983 í um- ferðinni kosta 450 milljónir Nei, þessi slátmn gengur ekki lengur. Og ein leiðin til að létta þessu óhugnanlega fargi eitthvað af okkur er að stórbæta strætisvagnasam- göngumar hjá okkur í þéttbýlinu. Ekki bara að auka ferðimar og hafa nákvæmari tímasetningar á vögn- unum, sem varla verður leyst nema með strætógötum, heldur einnig að hafa ódýrt farið. Það á að verðlauna þá sem ferðast með þessum vögnum, á kostnað hinna sem eyða þessum 450 milljónum árlega í slys hér á landi. Samanber niðurstöður rann- sókna Davíðs Á. Gunnarssonar for- stjóra Ríkisspítalanna um hvaö slysin í umferðinni á árinu 1983 koma til með að kosta íslenska þjóðfélagið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.