Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur MIKIÐ KVARTAÐ YFIR ÞJÓNUSTU EFNALAUGA — kemur á óvart, segir formaður félags eigenda FatnaOur settur ínýjaog fullkomna vó! i einni af efnalaugum borgarinnar. DV-mYnd Bj. Bj. „Ég hef haldiö spjaldskrá um þau fyrirtæki sem fólk hefur rætt um við mig.Sumter jákvætt semframkemur en flest neikvætt. Af þeim 79 fyrir- tækjum sem ég hef skrifaö niöur skera efnaiaugarnar sig algerlega úr sem sérstakur flokkur. Kvartaö hefur veriö yfir þjónustu 10 slíkra fyrirtækja. Og tvær til þrjár kvartanir hafa komiö á sumar,” sagöi Guösteinn V. Guö- mundsson, starfsmaöur Neytenda- samtakanna. Ástæöan fyrir því aö viö hann var rætt var sú að hingaö hafa hringt tvær konur sem kvartaö hafa mjög yfir viö- skiptum sínum viö ef nalaugar. Sú fyrri haföi keypt sér módel-kjól á 7—8 þúsund krónur. 1 hreinsun hljóp hann mjög og var konunni ónýtur. Því í stað þess aö vera gólfsíður náði kjóllinn henni aöeins niöur á miöja kálfa. Seinna dæmiö var af upphlut. Hann var settur í hreinsun og kom til baka með gullbry ddingunni aUri trosnaöri. Þessi tvö dæmi eru mjög tilfinnanleg fjárhagslega því aö um dýra hluti er að ræöa. En fólk kvartar eins og fram kemur í tDvitnuninni í samtaU viö Guö- stein oftogmikiö. „Þessi dæmi eru viöa aö af landinu ogafýmsutagi,”sagöihann. Ofthefur verið rætt um þaö af hálfu Neytenda- samtakanna aö breyta þurfi lögum um hreinsanir. Nú er þaö svo að þegar fh'k er látin í hreinsun fær eigandi hennar í langflestum ef ekki öllum tilfellum miöa sem á stendur aö ábyrgö sé ekki tekin á fatnaöi í hreinsuninni. Fólk er því vamarlaust ef eitthvað kemur fyrir. Guösteinn sagöi að þaö væri einungis kaupalögin gömlu sem kvæöu á um ábyrgö í slíkum tiDellum. En þessi lög eru þannig aö hægt er aö semja um minni ábyrgð en lögboöin er. Því er þaö yfirleitt sterkari aðUinn, sem sé seljandi þjónustunnar, sem ákveður hvaöa ábyrgö er boðiö upp á. Undan- tekningar eru um ársábyrgö á því aö vara sem keypt er sé göUuð og ábyrgð á vöru í flutningi. En um þessi tvö atriöi voru Dka sett ný lög til þess að bæta gatið i gömlu lögunum. Slík lög þyrfti aö setja um fleiri tegundir þjónustu. Búinn að gefast upp „Það erfiöasta viö kvartanir vegna hreinsana er að efnalaugarnar bera fyrir sig afsakanir eins og þær aö hlut- urinn hafi veriö svona þegar komiö var meö hann, aö blettirnir hafi veriö þess eðlis að þeir komu fram í hreinsuninni eöa aö allt hafi veriö í lagi meö hlutinn, þegar hann var afgreiddur, skemmd- imar hafi komiö síöar,” sagöi Guösteinn. Hann sagði fólk líka kvarta yfir því aö starfsmenn efnalauga hefðu sýnt dónaskap þegar kvartað var. Viö sig sjálfan sagöi hann hins vegar aö menn heföu verið hinir kurteisustu þegar hann kvartaöi fyrir hönd annarra. Um þennan lið kvörtunarinnar gæti hann þvíekkertsagt. Hvað er hreinsun? Þurrhreinsun og kemísk hreinsun er eitt og hiö sama. Þó eru flíkumar látnar þurrar inn í vél sem þvær þær upp úr hreinsilegi. Þeir eru margs konar. Flíkurnar em síöan þurrkaðar í sömu vél-, unum og koma því þurrar út. Áöur en flíkurnar em settar í vél- amar eru slæmir blettir meöhöndl- aðir sérstaklega með gufu (gufu- hreinsun) eöa einhverjum kemískum efnum. Þarf oft að gera margar tilraunir tíl aö ná blett- unumúr. -DS. Neytendasamtökin bjóða félags- mönnum upp á þá þjónustu aö láta hreinsa samskonar flíkur og þær, sem skemmdust, í öörum hreinsunum. En um slíkt veröur þá aö vera samkomu- lag viö bæði neytandann og efna- laugina. Guösteinn sagöi aö slíkt sam- komulag næöist hins vegar sára sjaldan við efnalaugamar. Því væri borið við að ekki væri sama aö hreinsa nýja flik og þá sem búið væri aö nota oft og mörgum sinnum. Hann sagðist því hreinlega vera búinn aö gefast upp á því aö reyna að fá einhverjar úrbætur fyrir fólk sem lenti í svona málum. Ný lög væri bráðnauðsynlegt aö setja tU aö tryggja hag neytandans. Þá þyrfti að lögbjóða staðlaðar kröfur sem kvæöu skýrt á um skyldur bæöi neyt- andans og efnalalaugarinnar. Guösteinn sagöi aö þaö flækti enn mál ef neytandinn tæki við flíkinni úr hreinsuninni og uppgötvaði ekki fyrr en heim væri komiö aö eitthvaö skorti á. Efnalaugarnar hengdu hatt sinn á það að með því aö taka við vömnni væri neytandinn aö sætta sig viö hana í því ástandi, sem hún væri í, þegar hún væri afhent. Þó þaö geröi kannski ekki mikið gagn væri um aö gera aö skoða vömna vel og kvarta á staðnum. I því tilfelli að flíkin hefur hlaupið er kannski ekki svo gott aö gera því að fæstar efnalaugar bjóöa upp á mótunarklefa.En þegar blettir koma allt í einu í ljós er eigandi flíkurinnar man ekki eftir aö hafi verið þar fyrr eða flíkin skemmist á annan hátt, má reyna þetta. Kemur á óvart Guðmundur Sigurðsson, formaöur félags eigenda efnalauga, sagöi aö þaö kæmi sér á óvart aö heyra aö svo mjög væri kvartað undan þjónustu efna- lauga. Hann sagðist halda að slík mál kæmu aðeins upp í örfáum tilfellum og væm þá leyst á múU viöskiptavinarins og efnaiaugarinnar, án þess aö þriöji aöili væri tD kvaddur. Sagði Guömundur að eftir því sem hann best vissi vUdu eigendur efnalauga allt fyrir sína viðskiptavini gera. Hann sagöi aö í þeim tUfeUum sem samningar næðust ekki vantaði einhvem þriöja aöUa sem gæti dæmt um þaö á hlutlausan hátt hver væri réttur neytandans. Fyrir nokkmm áram heföi verið starfandi samstarfs- nefnd Neytendasamtakanna og efna- lauganna i slíkum málum. En síöan hún var lögð niöur fyrir 1 til 2 ámm heföi slíkt samstarf hins vegar ekki verið fyrir hendi. Einhvem slíkan dómstól þyrfti að setja á laggirnar aftur og heföi það einmitt veriö rætt á félagsfundi félags efnalaugaeigenda fyrirskömmu. Eg spuröi Guömund aö því hvort honum þætti eölUegt aö efnalaugar tækju fram að ekki væri tekin ábyrgö á fatnaði í hreinsun. Hann sagöi aö þaö væri misjafnt hversu mikla ábyrgö efnalaugar tækju á sig. Sumar tækju enga ábyrgö en aðrar tækju ábyrgö á öUu nema gerviefnum og silki. „En þaö er ekki hægt aö ábyrgjast allt. Þetta em svo f jöldamörg efni og aUtaf aö koma ný og ný. Og þó maður ætti kannski ekki aö segja þaö þá er sumt af þessu helvítis drasl, sem hreinlega þoUr ekki hreinsun,” sagöi Guðmundur. Hann sagði þaö rangt aö eigendur efnalauga reyndu að koma sér eftir mætti undan því að bæta fólki tjón. Alltaf væri bætt þaö tjón sem sannarlega væri efnalauginni að kenna. En þaö væri auövitaö mats- atriöi í hvert sinn hvaöa t jón væri efna- lauginni aö kenna og hvaöa tjón ekki. Því þyrfti þriöji aðiU, sem fyrr var rættum,aðkoma tU. Guðmundur sagöi aðspuröur aö efnalaugamar væm ekki meö það sem tekið væri i hreinsun tryggt. Taldi hannaðekkerttryggingafélag fengist tU þess aö taka sUkt aö sér vegna hinnar miklu áhættu sem í trygg- ingunni fæUst. Og ef hægt væri aö telja eitthvert tryggingafélag á aö taka aö sér trygginguna yröi hún svo dýr að efnalaugarnar réðu ekki viö hana. Guömundur var spuröur um menntun starfsfólks efnalauga. Hann sagöi aö engin sérmenntun væri meðal þess. -DS. Eggja-og pylsuréttur Þessi uppskrift er afar fljótlöguö og því þægileg fyrir hiö önnum kafna fólk nútímans. 6egg 6 vínarpylsur eða grillpylsur 3 tómatar 1 laukur 1 pakki beikon ca 200 g. mulin tvíbaka steinselja. Laukurinn er hakkaöur gróft og steiktur. Beikon skoriö í bita og steikt. Lagt í smurt, eldfast mót. Tómatarnir eru skornir í þykkar sneiöar og raðað ofan á laukinn og beikonið. Pylsurnar eru skornar í þykkar sneiðar og lagðar ofan á, þannig að þær myndi marg- arma stjörnu. Á milli pylsuarmanna eru eggin brotin niður. Mulinni tvíböku og steinselju stráð yfir. Bakið í ofni við 175 gráða hita í hálftíma. Berist fram með brauði og smjöri. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.