Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Reagan vill reiða sig á vfsindin gegn eldflaugunum — og sveigja frá „ógnarjafnvægisstefnunni” í kjamorkumálum, þegar unnt veröur að granda eldflaugum, áður en þær hæfa skotmörk sín, með nýrri tækni í landvöraum Reagan reiöir sig á aö tæknin hafi fundið lausn áriö 2000. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hvetur nú til þess aö Bandaríkin sveigi áriö 2000 f rá ógnarjafnvægisstefnunni í kjarnorkumálum en komi sér heldur upp vamarkerfi sem eyðileggi óvina- eldflaugar, áöur en þærhæfa skotmörk srn. Ritskoðarar ísraelshers: Hlera erlenda blaðamenn Erlendir fréttamenn og mannrétt- indafólk í ísrael hefur mótmæit harð- lega eftir að kunnugt var gert aö rit- skoðarar á vegum hersins hlera reglu- lega símtölútlendufréttamannanna. Israelska blaöiö Maariv hafði eftir ónafngreindum foringja í ritskoðunar- deild hersins: „Viö hlerum öll þeirra símtöl, skoöum allar greinar sem þeir senda frá sér og fyrir kemur að viö truflum telexsendingar þeirra þegar okkur þykir þær geta skaöaö okkar ef þær birtust.” — Þetta átti foringinn aö hafa sagt menntaskólanemum. Samtök erlendra fréttamanna I Israel (sem í eru um 200 erlendir blaðamenn) sendu Begin forsætisráö- herra skeyti til þess að mótmæla. Báru þau upp fyrirspurn um hvort laga- grundvöllur væri fyrir svo útbreiddum hlerunum, eins og þama væri lýst í fréttMaariv. Einn þingmanna Shinui-flokksins ætlar að taka málið upp þegar þing kemur saman ef tir páska. I sjónvarpsræöu sem Reagan flutti í gærkvöldi sagöi hann aö Bandaríkin yröu þó í millitíöinni aö fylgja áætlun hans í hemaöaruppbyggingunni til mótvægis við ógnunina frá Sovétríkj- unum. „I 20 ár hafa Sovétríkin safiiaö ofboðslegum hemaöarkröftum,” sagöi forsetinn. „Þeir létu ekki staöar numið þegar hernaðarmáttur þeirra var kominn fram úr því sem landvamir þeirra þurfa, og þeir hafa ekki enn látiö staöar numiö nú. ” Reagan sagðist hafa lagt svo fyrir aö þróaö yröi vamarkerfi gegn eld- flaugum og flugskeytum „til þess aö vega upp á móti eldflaugastyrk Sovét- manna, einvöröungu í vamarskyni”. — Skoraði hann á vísindamenn „aö leggja okkur til möguleika til þess aö gera þessi kjamorkuvopn gagnslaus og úrelt”. Reagan viöurkenndi aö þróun slikra varnarvopna gæti tekiö áratugi og sagöi að fram til þess þyrftu Banda- ríkin aö viðhalda gagnsóknarmætti sínum. Tækni sú sem Reagan vill setja traust sitt á gæti byggst á laser-geisl- um, örbylgjum og vígahnöttum í geimnum. Reagan varði fimm ára áætlun sina til uppbyggingar Bandaríkjaher, þar sem hann gerir ráð fyrir aö verja 1800 milljónum dollara til vígbúnaðar og vísaði til vígbúnaðar Sovétmanna þvi til réttlætingar. Sýndi hann sjónvarps- áhorfendum fjórar myndir teknar úr lofti. Sagöi hann eina sýna 3 þúsund metra flugvöll sem Sovétmenn hafa gert á Grenada í Karibahafinu (eyjan á sjálf engan flugher) en aörar voru af hernaðarmannvirkjum í Nicaragua og áKúbu. Skömmu áöur en forsetinn Qutti ræöu sína i sjónvarpinu haföi fulltrúa- deild þingsins samþykkt f járlagafrum- varp sem demókratar báru upp en í því var gert ráö fyrir miklum niðurskurði á f járveitingumtil hermála. Geta vísindin gert kjarnorkueldflaug- ar gagnslausar og úreltar. Verkamannafíokk- urim eygir loks kosningasigur Frambjóöandi Verkamannaflokksins, Oswald O’Brien, möguleika á sigri í Darlington. Verkamannaflokkurinn breski gerir sér góöar vonir um aö rétta sig af eftir ósigra í aukakosningum aö undanfömu með því að sigra í aukakosningunum í Darlington í dag. Skoðanakönnun unnin í síma fyrir dagblaðið Sun gaf til kynna aö Verka- mannaflokkurinn fengi 36% atkvæða, Ihaldsflokkurinn 34% og kosninga- bandalag jafnaðarmanna og frjáls- lyndra29%. önnur skoðanakönnun, sem birt var í Daily Mail, benti til þess aö Verka- mannaflokkurinn mundi fá 41% á meðan bandalagið fengi 31% og Ihalds- flokkurinn 28%. Verkamannaflokkurinn hefur jafnan átt góöu fylgi aö fagna í Darlington en þaö hefur raunar mátt segja um önnur kjördæmi sem hann hefur tapaö í vetur til kosningabandalagsins. Sigur í Darlington þykir geta létt þrýstingnum af Michael Foot, for- manni Verkamannaflokksins, sem mjög er umdeiidur. Hefur fast veriö lagt aö honum aö vikja úr formanns- sætinu. Nokkur hrollur hefur veriö í Verka- mannaflokknum vegna velgengni Jafnaðarmannaflokksins, sem stofnaöur var af brotthlaupsmönnum úr Verkamannaflokknum. Hefur mörgum sýnst stefna að því aö banda- lag jafnaöarmanna og frjálslyndra yröi stærsti stjómarandstööuflokkur- rnn. I framboði fyrir bandalagiö er Anthony Cook, sjónvarpsþulur, sem er reynsluminnstur frambjóðendanna þriggja í stjórnmálum. Fyrir Ihalds- flokkinn fór fram Michael Fallon, sem í kosningabaráttunni hefur mjög varað kjósendur við að kjósa klofinn flokk eins og Verkamannaflokkinn. Oswald O’Brien, frambjóðandi Verkamanna- flokksins, hefur sett atvinnuleysið á oddinn í kosningabaráttu sinni en þaö er nær 18% í Darlington. —« Batteríinbúin íMoskvu Rafhlöðuknúin leikföng, vasaljós og feröaútvörp iiggja nú víöa ónotuð á sovéskum heimilum, því aö rafhlöðumar virka ekki, sam- kvæmt því sem Izvestiya segir. I lesendabréfi til blaösins er kvartað undan því aö rafhlöður séu ófáanlegar í verslunum. Bréfrit- arinn spyr hvort dregið hafi verið úr framleiöslu á rafhlöðum, og ef s vo sé hví f ramleitt sé þá svo mikið af varningi sem gangi fyrir rafhlöðum? Frakkarsakfelld- irí vínstríðinu Framkvæmdaráð EBE fékk fyrir árið dómsúrskurö sem gerði frönskum ýfirvöldum að hætta öllum slíkum hindrunum á vín- innflutningnum. honum aö koma bréfum sínum úr landi. Happdrætti Dæmdurfyrír bréfaskríftir i.» * Uf ■: ,.. J- Franskir vínbændur á ekram sinum vlð berjatinslu. Evrópudómstóllinn hefur úr- skurðað aö Frakkar hafi brotið viö- skiptareglur Efnahagsbandalags- ins þegar þeir hindruðu innflutning ítalskra vína. Þegar sem mest gekk á i „vínstríöi EBE”, gengust franskir vínbændur fyrir mótmælaaögerö- um því aö þeim þótti innflutningur ódýrari italskra vína grafa undan sér. Stórar vínsendingar voru tafðar við landamærin því aö frönsk yfirvöld heimtuðu aö víniö væri prófað (meö timafrekum aö- ferðum) og innflutningsskjöl og leyfi voru þæfö í toliskrifstofubákn- mu. Rafvirki var dæmur í 2 1/2 árs hegningarvinnu fyrir að hafa kvartað til mannréttindasamtaka á Vesturlöndum undan meðferð Sovétyfirvaida á kristnum mönnum, eftir því sem málgagn kommúnistaflokksins í Lettlandi segirfrá. Var honum gefið aö sök aö hafa veriö með óhróður um Sovétríkin í bréfum þar sem hann meinti að sóknarsystkini hans heföu þolað hótanirogtilræöi. Rafvirki þessi hefur áöur verið dæmdur fyrir að koma sér hjá herþjónustu, en jafnvel meöan hann afplánaöi þann dóm tókst águðsvegum Prestur einn í Port Elizabeth í S- Afríku keypti 1/2 mUIjónar króna veðhlaupahest tU þess aö hafa fyrir vinning í safnaöarhappdrættinu. En standi happdrættið ekki undir sér, missir hann hús sitt, sem hann settiaðveði. Séra þessi segist hafa í 19 mánuöi beðið Guð um innblástur, svo að honum gæti hugkvæmst fjáröfl- unarleiö fyrir söfnuöinn og þetta hafi veriðsvarið. Ófrjósei mis- aðgerðir með valdi Qian Xinzhong, ráöherra fjöi- skyldumála í Kína, hefur lýst yfir takmörkuðum stuðningi sínum við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.