Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 44
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 aa rsT«i 5j FIMMTUDAGUR 24. MARS 1983. Hólmadrangur leggst að bryggju í Reykjavík klukkan að ganga eitt í nótt. Þar mun skipið fara i slipp. DV-mynd: S Hólmadrangur tók niðri — í Hafnarfjaröarhöfn ígærkvöldi Verksmiðjutogarinn frægi, Hólma- drangur ST 70 frá Hólmavík, tók niðri í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Skipið losnaði skömmu síðar og sigldi til Reyk javíkur en þang- að var það á leið í slipp. Hólmadrangur var aö fara frá Os- eyrarbryggju þegar óhappið varð. Vegna grynninga á þessum slóðum þurfti skipiö aö sigla eftir ákveöinni rennu til að komast frá höfninni. En skipiö fór út fyrir rennuna og tók niðri um fimmtíu metra frá bryggjunni. Skipverjar á Hólmadrangi tengdu strax tog vír í bry gg juna til þess aö híf a skipiö upp. Með þessu tókst þeim að losa það og sigldu þeir því til Reykja- víkur síöar í gærkvöldi. Til hefur staðið að dýpka höfnina þar sem óhappið varð í gærkvöldi en ekki hefur verið hafist handa á því enn. -JGH Borgarafundurum bflaskattinnog bensínhækkunina Félag íslenskra bifreiðaeigenda mun í kvöld gangast fyrir almennum borg- arafundi í Súlnasal Hótel Sögu. Þar verður fjallaö um bifreiðaskattinn nýja, sem reiknaö er með að verði að veruleika einhvem næstu daga með setningu bráðabirgðalaga. „Við höfum þegar mótmælt þessum skatti sem bæði óþörfum og óeðlileg- um,” sagði Hafsteinn Vilhelmsson, framkvæmdastjóri FlB, í viðtali við DV í morgun. „Viö reiknum með miMHi þátttöku á þessum fundi, sem hefst klukkan 20.30, því það er þungt í bif- reiðaeigendum út af þessum skatti og sífelldum skattaálögum þess opinbera á bifreiðaeigendur.” Nýjasta d'unið þar um er bensín- hækkunin sem kom í morgun, en þá var bensínlítrinn hækkaöur um 30 aura og dísilolian um 25 aura lítrinn. ” -klp- BB listinn kæröur „Ég reikna með að þessi ákvörðun yfirkjörstjórnar kjördæmisins verði kærð til landskjörstjórnar. Fulln- aðarákvörðun verður tekin um það á fundi í dag,” sagði Guttormur Oskarsson, formaður kjördæmis- sambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, í sam- tali viðDVímorgun. Yfirkjörstjórnin í kjördæminu úr- skurðaði i gær að listi göngumanna, sérframboðs framsóknarmanna, fengi listamerkinguna BB. Fram- kvæmdastjóm Framsóknarflokksins hafði í fyrradag heimilað göngu- mönnum að nota þessa listamerk- ingu. Meirihluti stjórnar kjördæmis- sambandsins getur hins vegar ekki falUstáþaðaðgöngumennfái BB. „Þetta er nú ekki mikið mál út af því hvernig listinn er merktur,” sagöi Páll Pétursson alþtngismaður í morgun. „Þetta er spurning um sjálfstæði hinna einstöku kjördæmissambanda og spuming um hvort framkvæmda- stjórn á að vera með puttana i fram- boðsmálum einstakra kjördæma,” sagðiPáU. HESTAR KVEÐJA HEIMA- LANDIÐ Electra-vél Arnarflugs flýg- ur í dag meö 12 íslensk hross til Noregs og 23 hross til Hollands. Þetta er fyrsta verkefni flug- vélarinnar í vetur. Næsta verk- efni hennar verður flug meö kjúklinga frá Rotterdam tii Saudi-Arabíu í næstu viku. Flugvél þessi, sem keypt var af Iscargo í fyrra, hefur verið á sölulista en einnig í skoðun í Noregi. Myndina tók Einar Ólason á Reykjavikurflugvelli í morgun þegar hrossunum var komiö um borð. -KMU. Hótel Borg seld? Viðræður standa nú yfir um sölu á húseigninni Hótel Borg. Fullvíst má telja að viðræðurnar leiði til þess að húseignin verði seld á næstu dögum. Hólmsteinn Sigurösson, formaður stjórnar Hótel Borgar, vildi í morgun ekkert segja um það hverjir hinir hugsanlegu kaupendur væru, en það myndi skýrast á næstunni. Starfsfólki hótelsins hefur ekki verið sagt upp störfum, um þaö atriði er ósamiö að sögn Hólmsteins. Hann segir einnig að sala á húsnæðinu hafi staðið til áður, enginn af núverandi eigendum starfi við reksturinn og það hafi sitt að segja, Þá hefur rekstur Borgarinnar að sögn Hólmsteins staðið í járnum. -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.