Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 38
38 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL GRETTIR ER ENN A FERLI Andi Grettis er enn á ferii meðal Húnvetninga. Mynd eftir Þorvald Skúlason. Nóttin leggst yfir Húnaþing og ljósin slokkna á bændabýlunum smáu. Oveðursbakkarnir hafa hrannast í hafi úti við sjóndeildarhringinn og beðiö myrkurs, en nú skríöa þeir af stað eins og óvinafloti og senn dynur fárviðriö yfir Húnavatnssýslu með heljarofsa. Við svipumst um og komum auga á bæ nokkum einan sér og logar þar ljós í glugga. Heimilisfóikið hefur gengiö til hvílu. Húsfreyjan umlar í svefni og börnin bylta sér í leiöinlegum draumi þegar hrammur himinsins ríöur á þekjuna og rífur og slítur í hana með ógnarlegu offorsi. En nú sjáum við að einn er sá, sem enn er ekki genginn til náða. I kamesi nokkru situr maður við dauflegt ljós og les á fornar bækur. Þetta er svipúðgur maður og nokkuð svipharður, ennið er hátt og djarfmannlegt, augun köld og blá og bregöur fyrir í þeim stundum eins og ávæningi af brosi, nokkuð köldu. Hann er að lesa Laxdælu og hann er þar staddur í sögunni sem Guðrún Ósvífursdóttir er að vekja hann Ospak og hvetja þá Bolla til þess aðfaraaðKjartani. Maðurinn skýtur frá sér bókinni, hallar höfði og lokar augunum. Eyru hans nema ekki ægilegan veðurgnýinn á þekjunni en þeim mun betur nema þau vopnaskakið hjá Hafragili og óð- ara stíga einkennilegir og skelfilegir svipir fram úr rökkri fomeskjunnar og flökta um stund fyrir hugskotssjónum hans — hann sér bregða fyrir körlum og konum og sumum skartklæddum, en skyndilega kemur fram sterkur svipur, sem bægir öllum hinum frá og vill hafa sviðið einn fyrir sig; þetta er rauðhærður maður, fríður sýnum en ófyrirleitnin logar í augunum, hann er ofurmenni og skáld og ógæfumaður og nú rýfur hann þúsund ára þögn meö háum kuldalegum hlátri. Maöurinn í stólnum hrekkur upp af blundi og blótsyröi hrekkur honum af vömm. Hann veit sem er aö ættir Grettis sterka eru enn við lýði í Húna- þingi og þó aö líkami hans sé dauöur fyrir löngu er andi hans enn á ferii meöal Húnvetninga og verður ekki fyrirkomið. íslendingasögumar Baldur Hermannsson Búðaganga hin síðari Suður í landnámi Ingólfs situr annar maður um nótt og les á forna bók. Þetta er svarthærður maður, fráneyg- ur mjög og ekki bleyðimennum hollt að gægjast undir brúnir þær; hermann- legur er hann í fasi og ekki óáþekkur hetju sinni, honum Skarphéðni Njáls- syni á Bergþórshvoli. „Hefi ég og aldrei svo reitt vopn að manni að ekki hafi við komið,” segir Skarphéöinn í búðargöngunni og þá er eins og töluð orðin hljómi við eym mannsins og honum verður litið upp úr bókinni. Ur því aö Skarphéöinn gekk til búða höföingja og beiddi þá liðsinnis — hví skyldi mér þá vera vandara en hon- um? Og þessum manni liggur mikiö á hjarta. Of lengi hefur hann setið aðgerðalaus og horft upp á sinnuleysi stjómvalda og nú skal ekki setið öllu lengur! Árla morguns leggur hann af stað í sína búðagöngu, hann gengur á fund valinkunnra sæmdarmanna með skjal nokkurt og býður þeim að rita nafn sitt undir yfirlýsingu — þetta er sögulegt skjal, eindregin áskorun til ríkis- stjórnarinnar að færa út landhelgi ís- lensku þjóöarinnar í 200 sjómílur, áður en fiskstofnar eyðast og landsmenn glata lífsbjörginni. Otrauður sem Héðinn berst þessi maður fyrir þeim málstað sem hann veit réttastan. Margir verða til þess að velja honum þung orð og hræðileg, en Magnús Sigurjónsson hvikar aldrei og að lyktum er það hann sem ber hinn efra skjöld sem oftar. Friðarhöfðinginn og silfur Egils Einnig hinn þriðji maður vakir þessa nótt og les á foma bók. Við virðum hann lengi fyrir okkur, hann kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, hann er einkennilega sviplikur Snorra Sturlu- syni, eins og við höfum svo margsinnis séð hann á frægri teiknimynd eftir norskanlistamann. Þessi maður er einn af máttarstólp- um efnahagslífsins á Islandi. Eins og Snorri Sturiuson er hann friöarhöfð- ingi, hann kýs að berjast án vopna og þekking, fjármunir og stjórnviska eru þau tól sem hann beitir en höggvopnin snertir hann aldrei. Er það sem okkur sýnist að hann sé að lesa Eglu? Ef það er rétt, þá er það vissulega við hæfi, því að Snorri er tal- inn með góðri vissu höfundur þeirrar bókar. En hvers vegna h'ður íbyggið bros yfir varir mannsins allt í einu sem snöggvast? Það skyldi þó ekki vera að Jóhannes Nordal sé að lesa um þá gamansömu fyrirætlan Egils gamla að fleygja silfri sínu af Lögbergi til þess að af veröi hrundningar og pústrar og fari svo um síðir aö allur þingheimur berjist? Páll Pátursson heldur upp á Laxdmlu on er lltt gefið um þá kappa Gunnar Hámundarson og Gretti. Grettir sterki og Guðlaugs- staðakynið „Það er lítið í mér af Gretti, en ég vil ekki sverja fyrir Hannes Hólmstein, ” segir Páll á Höllustöðum Kolbeinn ungi og Ásbirningar eru í sérstöku afhaldi hjá Páli bónda Péturssyni á Höllustööum. Þeir voru vitrir menn og harðgerir og þó að Kolbeinn ungi væri stundum ærið harðleikinn við andstæðinga sína þá vann hann sér til ævarandi sæmdar að sniöganga hiö erlenda vald, sem aðrir höfðingjar íslenskir leituðu til og stefndu þannig sjálfræði þjóðar- innar í tvísýnu. — En hvemig hefur þér fallið við þá kappana Gunnar Hámundarson ogGretti? >vEg var aldrei afar mikið hrifinn af Gunnari Hámundarsyni. Mér fannst hann oft haga sér óskynsam- lega. Sama má nú kannski segja um Gretti. Hann er ógæfumaður og hefur þá skapbresti að ekki gat öðruvísi farið en hálfilla fyrir honum.” — Nú er það svo Páll, að þú ert af kyni sem hefur látið ákaflega mikið að sér kveða, Guðlaugsstaðakyninu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er líka af þessu kyni, góðkunningi minn og frændi þinn, og þó að menn séu engan veginn á eitt sáttir um ágæti Guðlaugsstaðakynsins þá viður- kenna allir að þetta eru stórgáfaðir menn, baráttuglaðir, þrjóskir dálítið og þvermóðskufullir, fastir fyrir, baldnir nokkuð, óeimir og sjást ekki fyrir. Sverja þelr sig ekki einmitt, Guölaugsstaðamenn, í ætt við Gretti? Svo er að sjá sem Páli bónda bregði nokkuð við þessa spumingu og bregður honum þó ekki við lítið. ,Jíei,” segir hann og er nokkuð niðri fyrir, „ég held aö við séum frekar lítið út af Gretti. Annars var þetta nokkuð mikil alhæfing hjá þér um ættareinkennin þó að þetta geti átt við í fáeinum tilfellum. Eg tel að afkomendur Grettis séu að vísu til í Húnavatnssýslum ennþá, en ekki í Guðlaugsstaðakyninu svo mikið. Eg held að þaö sé lítið í mér af Gretti, en ég vil þó ekki alveg sverja fyrir Hannes Hólmstein, að það kunni ekki að hafa blandast eitthvað í hann af þvíblóði!” Bam aö aldrei reið Páll Pétursson í kaupstaö, seldi folald eitt sem hann átti og keypti í staðinn fornritaút- gáfu Sigurðar Kristjánssonar og æ síðan hefur hin mikla minning for- tíðarinnar fylgt honum við hvert fót- mál. Á seinni árum hefur hann farið að gefa sig meira að sögu Sturlunga- aldar, enda er það eflaust vel til fundið að stjórnmálamenn nútimans kynni sér þannig stjórnmálasögu þjóðveldisaldarinnar. — En segðu mér, Páll, er ekki einhver ein af þessum fomu bókum, sem þú grípur frekar til en annarra, þótt góðar séu? „Náttúrlega er Njála geysilega merkileg bók og verður nú flestum fyrir ef þeir gripa úr hillu eitthvað til að fletta upp í að renna yfir. A Lax- dælu hef ég sérstakar mætur, kannski vegna þess að það er hægt að rekja ætt okkar til sögupersóna þar, til Auðar djúpúðgu eða þess fólks.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.