Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. DÆGRADVÖL 89 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „HELD MEST UPPÁ EGLU” — en Njála er skemmtilegust, segir Jóhannes Nordal Ein er sú útgáfa Islendingasagna sem ber af öörum, en það er útgáfa Hins íslenska fomritafélags. Þar fylgja sögunum flestöll þau hjálpar- gögn sem almennum lesendum eru nauösynleg til skilnings á efnis- atriöum, ítarlegir formálar sem grípa má til eftir þörfum, neöanmáls- skýringar á orðum og vísum, ættar- tölur, kort og nafnaskrár. Ot munu komin 18 bindi, hiö síöasta rétt fyrir jólin, en von er á Fagurskinnu innan tíöar, Harðar sögu og Hólmverja, Flóamannasögu og Bárðar sögu Snæfellsáss. Forseti Hins íslenska fomritafélags er Jóhannes Nordal og hefur hann gegnt þeim virðingarstarfa í áratug. Þaö lætur aö líkum að hinar fomu sögur eru Jóhannesi hugstæöar, en þó aö hver um sig búi yfir sínum sérstöku töfmm, þá fer vist flestum svo aö þeir heillast mest af einni öörum fremur. „Sú Islendingasaga sem ég held mest upp á er Egils saga,” segir Jóhannes, ,,ég eignaöist hana ungur og byrjaöi að lesa hana sem krakki. Það er nú með Egils sögu eins og Islendingasögurnar yfirleitt, aö þær hafa þennan ágæta kost aö þær eru eiginlega jafnskemmtilegar fyrir mann á öllum aldri. Maöur byrjar að lesa þær á bamsaldri og þá eru þær fullar af bardögum og alls kyns merkilegum atburðum, en eftir því sem maöur þroskast kynnist maöur því betur hvað þær búa yfir djúpum mannlýsingum. Maöur fer að skilja ýmislegt sem maður áttaöi sig ekki á í fyrstu og þetta á ekki hvaö síst viö um Egils sögu því smám saman kynnist maöur Agli ekki bara sem stríðsmanni og ribbalda, heldur líka skáldi og stór- kostlegum persónuleika. Nú fyrir utan Egils sögu býst ég viö aö þaö sé Njála sem ég hef lesið oftast,” enda er hún áreiðanlega skemmtilegust Is- lendingasagna þegar allt kemur til alls. En Egils saga hefur það samt fram yfir, finnst mér aö þaö er engin persóna sem hefur eins mikla dýpt og breidd eins og Egill, enda er hann sannsögulegur maður, og skáldskapur hans hjálpar svo mikið til aö dýpka skilning okkar á honum og gera mynd hans stórkostlega.” — Hvort er þér nú tamara aö líta á þessar sögur sem sagnfræöi eöa skáld- skap? „Eg held aö þeirri spurningu veröi aldrei svarað. En það efast enginn um að þær eru byggöar á arfsögum sem eiga viö mikið aö styöjast. Sérstaklega á þetta viö um sögur eins og Egils sögu sem fjallar um skáld og skáldskapur hans er varöveittur og kringum hann ýmsararfsagnir.” — Finnst þér þessar sögur eiga erindi viðlslendinga nútímans? ,,Eg held að Islendingasögumar eigi mikiö erindi til Islendinga. I fyrsta lagi eiga allar góðar bókmenntir erindi til fólks og þessar sögur eru framúrskar- andi skemmtilegar og vel skrifaðar. I öðru lagi eru þær svo snar þáttur í okkar menningararfleifö að sá Islendingur sem ekki hefur lesiö þær nokkuö vel, hann fer á mis við afskap- lega margt. Islendingasögumar eru á vissan hátt eins og biblían — önnur aöaluppsprettan aö okkar bók- menntum og menningu.” Sá islendingur sem ekki hefur iesiO hiner fomu sögur nokkuð veI fer mikils á mis, eO dómi Jóhenneser Nordais. „SkerphóOinn er minn maður. Henn skilur eldrei við nokkurn mehn isárum, en reiði hann Rimmugýgi tíi höggs gegn óvini sínum, þá er honum bráður bani vis, "segir Magnús Sigurjónsson. Mynd:BH. Skarphéðinn er minn maður! „Löghlýðni manna og virðing fyrir Alþingi var miklu meiri í fornöld en nú er,” telur Magnús Sigur jónsson Magnúsi Sigurjónssyni hefur farið eins og flestum sem sökkva sér niður í hin fornu fræöi, aö æ oftar er þaö Landnáma sem fyrir hendi veröur þegar hann seilist upp í hillur sínar. En það haggar samt ekki þeirri staöreynd, aö fyrii- honum er Njála bók bóka — kannski vegna töfra- máttar hinna duldu tákna, sem Einar Pálsson hefur gert svo skemmtilega grein fyrir, en kannski er þaö bara vegna persónutöfra Skarphéðins, sem stafa köldu bliki yfir sögusviðiö. „Þaö er kannski ekki hægt aö segja aö Njála sé sannsögulegt verk,” segir Magnús, „en hún styðst við ótvíræðar sögulegar staðreyndir sem varðveist hafa í munnmælum mann fram af manni. Höfundurinn notar hin sannsögulegu atvik fyrir sögusvið og á þessu sviöi lætur hann aöra sögu gerast, margflókna og mikilúðlega skáldsögu. Hann eykur viö og klippir af eftir þörfum, hann steypir tU dæmis saman tveimur bræörum Gunnars í einn mann — Helgi og Hafur verða aö Kolskeggi, vegna þess að sagan þarf hans með. Þannig gægjast staðreyndimar alls staöar fram í Njálu, og það á einnig viö um aðrar Islendingasögur. Hvað býr tíl dæmis undir, þegar Helgi Ásbjarnarson sendir Gunnar Þiörandabana, þennan hugþekka, norska atgervismann vestur um land til Guörúnar Ösvífursdóttur? Gunn- ari voru nær allar bjargir bannaöar, því aö íslenskir höföingjar höföu bundist samtökum að drepa hann, og svo ströng varðhöld voru á höfnum noröan lands og austan, aö engin leiö virtíst vera til aö koma honum úr landi. En hvað gerir þá Helgi Asbjarnarson? Hann sendir Gunnar meö gagnkunnugum manni um fjallaleiðir tíl Guörúnar Ösvífurs- dóttur, sem heldur hann í trássi viö höfðingjana og kemur honum ut- an. En hvaöan kemur þessi vinskap- ur Helga og Guðrúnar? Höföu þau kannski kynnst á Alþingi, Aust- fjaröagoðinn og þokkagyðjan aö vestan? Þaö er enginn tíl frásagnar um það sem gerðist í hraunbollunum á Þingvöllum og þannig úir og grúir af einkennilegum atburöum í Islend- ingasögunum sem eflaust fara fram hjá mörgum.” — Nú kemur fram hjá Njáluhöf- undi mikill áhugi á Alþingi og þing- störfum og þessi samkunda virðist hafa notið óskoraðrar virðingar manna á þessum tímum. „Eg legg það ekkert að jöfnu hvaö löghlýðni manna almennt var meiri til forna heldur en nú er, og sama má segja um virðingu Alþingis sérstak- lega eftír aö Skafti Þóroddsson verður lögsögumaður. Alþingi setti lögin og goðamir sáu um framkvæmdina í héraði. Alþingi til foma var bæði löggjafarsamkoma og helsta hátíðarstund þjóðarinnar allrar.” — Á hvaöa persónu Njálssögu hefurðu nú mest dálætí, Magnús Sigurjónsson? „Þaö er Skarphéðinn! Sem barn stóð mér aldrei stuggur af lýsingun- um af honum nema síöur væri. Odrengskapur, lygi og svik voru ekki til í Skarphéðni en karlmennskan var slík aö þar er enginn hans jafningi. Hann er tákn dauðans í sögunni, hann skilur aldrei við neinn í sámm en reiöi hann Rimmugýgi tíl höggs gegn óvini sínum þá er honum bráður bani vís. Skarphéðinn er minnmaöur!”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.