Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. V é'\ *** 4 1 v J bhmnk* VÞl0!*%*’*ír ...- ■ ___________________________________________________________________________ Haraldur G. Haraldsson, framkvæmdarstjári Heima-bingósins, dregur út aukavinninginn, SHARP tækið stórglæsilega, sem erá borðinu hjá honum. Það hafnaði á ísafirði. Heima-bingóið: Aukavinningurinn fór á ísafjörð Annarri umferð i Heima-bingóinu lauk þann 17. mars sl. með útdrætti aukavinnings sem var SHARP hljómflutningstæki. Vinninginn hlaut að þessu sinni Sigríður Guðmunds- dóttir, Austurvegi 15, Isafirði. Næsta umferð í Heima-bingóinu verður strax eftir páska og birting fyrstu talna verður 18. apríl. Auka- vinningurinn í þeirri umferð verður ferð til Amsterdam fyrir tvo í eina viku. Innifalið er fiugfar, hótel með morgunverði og a&iot af bifreið. Aðeins síðasti seðillinn í bingó- blokkinni er notaður þegar auka- vinningurinn er dreginn út og skal seöillinn vera heill, þannig að dag- setningin á framhlið sjáist. Ef þátttakendur eru með fleiri en eina blokk má senda alla seðlana í sama umslagi þar sem öll umslögin eru opnuð og farið yfir seðlana. -klp- Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Engjr kosninga- símar til í Hafnarfiröi og stjórnmálaf lokkarnir verða að fá lánaða síma hjá stuðningsmönnum sínum Tveim stjórnmálaflokkum, Alþýðubandalaginu og Alþýöuflokkn- um, hefur verið neitað um kosninga- síma í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar. Ástæðan er sú að þar er ekki hægt að bæta við fleiri símum því að símstöðin í Hafnarfirði er orðin allt oflítil. „Viö getum einfaldlega ekki bætt við einum einasta síma og því höfum við orðið að neita flokkunum um kosningasíma sína. Gildir sú regla um alla flokkana,” sagði Gunnar Einars- son, símstöðvarstjóri í Hafnarfirði, er við spurðum hann um þetta. „Flokkamir verða aö bjarga sér með því að fá lánaða síma hjá stuðningsmönnum sínum og munum við sjá um að flytja þá á skrifstofur þeirra þegar þær taka til starfa,” sagöi Gunnar. Hann sagöi að algert neyöarástand væri í símamálum Hafnfirðinga. Á annað hundrað umsóknir um síma lægju fyrir en ekki væri útlit fyrir að hægt yrði aö tengja eina einustu nýja línu á þessu ári. ,,Fyrir utan þetta bíða um 30 manns eftir flutningi á síma til Hafnarf jarðar og við getum ekkert hjálpað þeim,” sagði Gunnar. „Þetta er fólk sem flutt hefur til Hafnarfjarðar frá Reykjavík, Keflavík og víðar að. Þaö hefur haft síma en fær þá ekki tengda viö stöðina hjá okkur þar sem engin lína er laus. Þarna er um að ræöa hjúkrunarfólk og annað sem nauðsynlega þarf á síma að halda atvinnu sinnar vegna,” sagði hann. 1 febrúar fluttu 17 manns til Hafnar- fjarðar sem höfðu síma og óskuðu eftir flutningi á honum. Á sama tíma fluttu aðeins 2 símnotendur frá Hafnarfirði og voru það einu línumar sem þá losnuðu. -klp- Varnarmáladeild beðin um álit á Fríhafnarmálinu Ríkissaksóknari hefur sent nýjasta Fríhafnarmálið vamarmáladeild utanríkisráðuneytisins til álits og um- sagnar. Það var í byrjun febrúar sl. sem einn stjómarmanna Fríhafnarinnar, Jón Aðalsteinn Jónasson, fór þess á leit' viö Rannsóknarlögreglu ríkisins að meint misferli nokkurra Fríhafnar- starfsmanna yrði rannsakað. Gmnur lék á að nokkrir verkstjórar hefðu skráð vinnutíma, sem ekki hafi verið unninn, bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Þá lék ennfremur gmnur á að ekki væri allt á hreinu með kassauppgjör. Rannsóknarlögreglan sendi málið fljótlega til ríkissaksóknara til nánari ákvörðunar um að hverju rannsókn yrði beint. Saksóknari hefur nú, sem að framan er sagt, sent málið til utanríkisráðuneytisins. -KMU. Fyrirlestur um réttarsögu Félag áhugamanna um réttarsögu gengst fyrir fræðafundi mánudaginn 28. mars og mun Mikael M. Karlsson dósent flytja þar erindi er hann nefnir „Lög, ólög og viðurlög” og fjallar það um réttarpósitívisma John Austins. Að framsöguerindi loknu verða almennar umræður. Fræðafundurinn verður haldinn í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, og hefst klukkan hálfníu. Svo mælir Svarthöfði VEFARAR ALÞYÐUBANDALAGSINS Engtnn efast um hæfileika Svavars Gestsonar til að reka áróður, né heldur um hvatvísi hans í þeim efnum, enda kvarta nú skólastjórar undan því, að kennsla fari úr skorðum hjá þeim vegna funda - halda ráðherrans á kennslutima og án leyfis. Mun þetta raunar vera brot á opinberum reglum um skólahald, eftir því sem Birgir Thorlacius segir, en hvað munar ráðherra Alþýðu- bandaiagsins um það? Og nú liggur mikið við. Það segir kannski sína sögu um erfiöa stöðu Aiþýðubandalagsins, að fyrir utan þá, sem hringdu til Svavars á beinni línu DV einungís til þess að fá almennar upplýsingar um tryggingamálefni, komu fyrst og fremst fram spurningar um af hverju Alþýðubandalagiö hefði svikið kjósendur sina í þessu og hinu málinu. Af þessum viðbrögðum spyrjenda má draga þá ályktun, að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafi seilst fulllangt til þess að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Fjórtán kjaraskerðingar eru þung- urbitiaðkyngja. Eitt af því, sem komið hefur ein- lægum Alþýðubandalagsmönnum í opna skjöldu, er afstaðan til hersins á Keflavíkurflugvelli. Svavar hefur nú endurvakið gamlar hugmyndir um sérstakan samning við Sam- einuðu þjóðirnar, væntanlega um að hér verði komið fyrir gæsluliði þaðan, og um varnarbandalag Norðurlandaþjóða. Þessar hug- myndir voru settar fram á sinum tima þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað, en þóttu þá ekki raun- hæfar. Atlantshafsbandalagið er að vísu stofnað skv. sáttmála Sam- einuðu þjóðanna, sem einmitt gerlr ráð fyrir slikum varnarbandaiögum, en varnarbandalag Norðurlanda- þjóða kemst aldrei á. Það mistókst meira að segja á sinni tíð að koma á efnahagsbandalagi þessara þjóða vegna ólíkra hagsmuna í utanríkis- málum og það er borin von af afstaða til varnar- og öryggismála verði þessum þjóðum efni til samein ■ ingar. Þótt svör Svavars séu þannig . þýðingarlaus, þá sýna þau þó, að Alþýðubandalagiö er tilbúið að hverfa talsvert frá opinberri stefnu sinni í varnar- og öryggismálum, ef hægt yrði aö ná samstöðu um ríkis- stjórn. Enn sem fyrr leggja hinir metnaðarfuilu foringjar aUt undlr í þeim efnum. Orð Svavars verða ekki skUin öðru vísi en svo, að hann sé tU- búinn aö slá af t.d. í samningavið- ræðum við Sjálfstæðismenn. Og þar við bætist svo, að Svavar telur van- kantana á stjórnarsamstarfi við sjálfstæðismenn fyrst og fremst vera vegna eindreginnar afstöðu sjálf- stæðismanna, „viðjar kaldastriðs- ins”, eins og Svavar orðar það. Alþýðubandalagið er sem sagt tUbúið að halda áfram í stjórn. En er það æskUegt fyrir landið? Það hefur oft verið haft á orði, að Jónas frá Ilriflu hafi verið einn af sporgöngumönnum sósíaUsmans á tslandi. Þeir sem þekktu Jónas vissu að þetta var vitleysa. Hann leit aldrei á Alþýðuflokkinn sem sósíal- istaflokk, heldur sem borgaralegan verkamannaflokk. Og sjálfur hélt hann því fram, aö stjórnmálabarátta á íslandi yrði einungis hjaðningavíg borgarastéttarinnar uns borgaraleg öfl tækju höndum saman um lausn þjóðmálanna, þar sem m.a. yrði lögð á það mikil áhersla að gera áhrif Kremlverja sem minnst. Þcgar Alþýðubandalagið reynir að koma fram sem róttækur borgara- legur flokkur, með örUtlu sósíalisku ívafi eins og i Ustvefnaði frá HUdi Hákonardóttur, mega menn ekki faUa í stafi yfir Ustinni. Vefarar Alþýðubandalagsins gleyma aldrei þeim þræðinum í uppistööunni, sem þehn er kærastur, og þótt vefurinn sé sleginn af slíkri list að hinn rauði þráður sjáist illa eða aUs ekki, þá er hann á sínum stað, og þegar á reynir mun feldurinn ekki verða tU þess að hlúa að borgaralegum verðmætum heldur tU þess að tortíma þeim. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.