Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 41
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983 41 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Susan með sínum ektamaka og agent Calvin. BARA ÉG OG J.R. ERUM FRÁ TEXAS" — segir nýja Dallaskonan, Susan Howard Susan Howard heitir nýjasta Dallas-konan.betur þekkt semDonna Culver, kona Ray ráðsmanns Ewing- anna. Hún og Larry Hagman, „J.R.” eru einu leikararnir í þáttunum sem eru raunverulegir Texasbúar. I þáttun- um giftist Donna Culver Ray Krebbs ráðsmanni en konan á bakvið Donnu hefur sjálf verið gift í tíu ár og segir um eiginmann sinn Calvin að hann sé þaö eina sem skipti verulegu máli í lífinu. Hún segir aö lykillinn að hamingjusömu lífi sé að geta unnið með þeim serp maður elskar. ,,Og það get ég.”segir hún „ég er svo heppin að fá að vinna með besta vini mínum, elskhuga og eiginmanni. Maðurinn minn er sem sé „agent- inn”minnlíka.” Susan Howard keypti glæsilegt hús ÍL.A. fyrir Dallspeningana. ÞRJÁ DAGAI SVEFNPOKUM VEGNA BOWIE Rokkkóngurinn David Bowie mun í sumar halda í fyrstu tónleikaferð sína í fimm ár. Hvarvetna þar sem goðið mun leika og syngja er búist við hús- fylli. Víða er þegar orðiö uppselt á tón- leika Bowie og á dögunum var byrjaö að selja miöa á tónleika sem hann heldur í Gautaborg í júní. Hluti miöanna er seldur í Osló og þremur dögum áður en miðasalan skyldi hefjast voru þrjú „Bowie-frík” mætt fyrir utan miðasöluna í svefnpok- um! Eins gott fyrir aödáendur meistar- ans aö tryggja sér miöa því hver veit nema fimm ár verði í næstu tónleika? i w-------------------—► Þessi þrjú ungmenni ætluðu ekki að missa afmiðum á Bowie tónleik- ana i Gautaborg og mættu þremur dögum fyrir opnun miðasölu með sólstóla og svefnpoka. * •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.