Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRlL 1983. 35 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Passar upp á síðu Fátt er svo meö öllu illt aö einugi dugi, sagði maðurinn, og vildi meina, að útkoma Al- þýðuflokksins í skoðanakönn- unum vseri ekki svo slæm, þegar á allt er litið. „Þeim er spáð fjórum þingmönnum, ekki satt? Og það passar ágætlega við stærð Alþýðu- blaðsins. Þá fær hver þing- maður eina síðu á dag! ” Þeir sem ekki komust Framsóknarflokkurinn bauð eldri borgurum í síðdeg- iskaffi í Þórskaffi nú um helg- ina, og var það Ólafur J6- hannesson sem bað þessa kjós- endur að gera sér þann heið- ur aö koma og drekka kaffi. Það þarf ekki að taka fram að samsætið var vel sótt, en hitt var merkilegt að margir sem fengu boðið, en komust ekki, hringdu til Ólafs og báðu hann afsökunar á að þeir gátu j ekki þegið þetta höfðinglega i boð. Siminn mun varla hafa I stoppaö lengi dags. Nýyrði Það er gömul saga á íslandi að öðru hverju er eins og fólk fái andstyggð á gömlum islenskum orðum og taki ekki ró sína fyrr en fundin hafa verið upp ný, stirðlega beygjanleg orð, í stað þeirra gömlu. Þannig fóru sumir fasteignasalar að taka hús „til sölumeðferðar”, í stað þess að selja þau. Og bygg- ingar „stóðu” ekki við til- teknar götur, heldur voru þar „staösettar”. Nýjasta dæmið um þetta, mun vera fisksal- inn sem hætti að vera „fisk- sali”. Hann er nú „sjávar- dýrasali”. Orðalenging „Vaðlaheiðarvegavinnu .. ” Þannig mun lengsta islenska orðið hafa byrjað einu sinni. Nýlega barst ritstjóra Sand- korna gíróseðill, sem var annaö og meira en gíróseðill. Á honum stóð skrifað skýrum stöfum: „Alþjóðapóstgíró- innborgunarseðill”. 32 bók- stafir, takk fyrir. Skyldi þetta komast einhversstaðar fyrir í venjulegri ferskeytlu? Úr kosningabar- áttunni Halldór Ásgrímsson, fram- sóknarþingmaður og fram- bjóðandi, hefur eins og aðrir frambjóðendur farið viða um kjördæmi sitt, Áusturland, siðustu daga. Sú saga berst frá Fáskrúðsfirði, að þar hafi hann komið við annan mann inn i frystihús, og ávarpað konu sem þar var að vinnu: „Þaö er gott veðrið.” Og kon- an jánkaði þvi. Siðan sagði Halldór: ,J>að er gott fiskiri núna”. „Nú,” sagði konan, „og á hvaða báti eruð þið?” Leiðrétting Halldór Jónsson, frambjóð- andi Álþýðubandalagsins á Halldór Ásgrímsson: á hvaða bát er hann? Vestfjörðum, óskaöi eftir því að koma að leiðréttingu á Sandkornsstúf frá því á mið- vikudag í síðustu viku. Þar sagði að hann hefði rekiö áróður fyrir kjöri Karvels Pálmasonar, í efsta sæti á A- lista, i prófkjöri Alþýöu- flokksins og keyrt menn á kjörstað. Halldór sagði aö sér væri engin launung á þvi að hann hefði hvatt menn til að styðja vin sinn Karvei Pálmason í prófkjörinu, sem væri opið öllum þeim sem ekki ættu að- | ild að öðrum stjórnmála- flokkum en Alþýðuflokknum. Hann hefði enda góða reynslu ! af samstarfi við Karvel i verkalýðshreyfingunni. Hins j vegar hefði hann enga menn keyrt á kjörstað, sem væri auðvelt að sanna, því að hann ætti ekki bil um þessar mundir og hefði ekkert slíkt farartæki til umráða. Og er þá ekki annað eftir en að biðjast afsökunar á rangherminu. Umsjón: Ólafur B. Guðnason Kvikmýndir i Kvikmyndir Vemdun selsins lítill greiði gerilur Heiti: Prófessorinn (NothingPersonal) Leikstjóri: George Bloomfield. Handrit: Robert Kaufman. Kvikmyndun: Laszlo George. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Suzanne Sommers og Roscoe Lee Browne. Þá er komin kvikmynd þar sem farið er höndum um vemdun selveiðistofnsins og grimmilegt dráp á selum. I myndinni Prófessorinn eru þeir að vísu ekki drepnir í á- bataskyni, heldur til að rýma land- svæði fyrir nýjan herflugvöll í Alaska. Það hefur verið mikiö f jallað í fjöl- miölum hvort sé verið aö drepa seli á grimmilegan hátt eða hvort eingöngu sé verið að gera það á þann hatt aðsársaukisélítillogsýnistsitt hverjum. Helsti málsvari vemdunar selsins er leikkonan Brigitte Bardot og hefur hún verið ófeimin við að lýsa skoðunum sínum á þessu máli. En það fer lítið fyrir boðskapnum í myndinni Prófessorinn. Þar er sela- verndunin aðeins yfirborðskennd hugmynd að slappri gamanmynd. Myndin segir frá Roger Keller (Donald Sutherland) sem er prófessor við háskóla í Alaska og er nemendur hans sýna honum ljós- myndir þar sem verið er aö drepa seli í nágrenni við skólann lætur hann undan þrýstingi frá þeim og fer til Washington til að mótmæla þessu drápi. Þar kemst hann aö því að ver- ið sé að reisa flugvöll á því svæði þar sem selastofninn hefur aðsetur. Til að auðvelda fyrir sér fær hann sér til aðstoðar lögfræöing sem reynist vera mikill englakroppur, Abigail Adams (SuzanneSommers), reynslu skortir hana, en hún bætir það upp meö miklum ákafa. Nú fara hlutimir að gerast hratt. Það kemur í ljós að stórt fjölþjóða- fyrirtæki stendur að byggingum á þessu umdeiida svæði og það hefur engan áhuga á að hætta við fram- kvæmdir vegna dýraverndunar- sjónarmiða. I öilum látunum sem fara í hönd í seinni helmingi mynd- arinnar gleymist fljótt boðskapur hennar og úr verður ósköp húmors- laus samtíningur, þar sem þessi venjulegi eltingarleikur á bílum ræður ríkjum, og þótt allt fari vel að lokum ertu löngu búinn að gleyma að myndin fjaiiaöi um ómannúðlegt dráp á selum. Donald Sutherland leikur prófessorinn og hef ég oftast séð hann í betra formi. Annars er það nokkuö furðulegt með þann ágæta leikara að þegar hann gerir vel er hrein unun að fylgjast með honum, en hann getur einnig verið þannig að það er eins og um byrjanda sé að ræða á hvíta tjaldinu og hræddur er ég um að leikur hans í Prófessomum falli undir seinni liðinn. Suzanne Sommers leikur lögfræöinginn. Hún mun vera þekkt sjónvarpsstjarna í Bandaríkjunum, en ekki getur sá þáttur sem hún leikur í krafist mikillar kunnáttu ef miða á við leik hennar í þessari mynd. Prófessorinn er ein af þessum myndum sem hefði hæglega getað orðiö ágætis skemmtun efrétt hefði verið á haldiö, en eins og hún kemur fyrir augu áhorfandans verður hún að teljast misheppnuð gamanmynd. -Hilmar Karlsson. Bíóhöllin — Próf essorinn Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Aðalfundur hf. Skallagríms verður haldinn laugardaginn 30. apríl 1983 kl. 14 að Heiðarbraut 40 Akranesi (Bókasafn Akraness). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hlutafjármál. (Tillaga um innköllun eldri hlutabréfa og útgáfa nýrra hlutabréfa.) 3. Önnurmal. STJÓRNIN Áskorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík. Fasteignagjöld í Reykjavík 1983 eru nú öll gjaldfallin. Gjald- endur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskor- unar þessarar, mega búast við, að óskað verði nauðungar- uppboðs á eignum þeirra í samræmi við 1. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavík 15. apríl 1983. GJALDHEIMTUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Dvergholti 14 Mosfellshreppi, þingl. eign Ölafs Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 22. april 1983 kl. 17.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 18., 22. og 26. tölublaði Lögbirtingabiaðsins 1982 á eigninni Melabraut 20 Hafnarfirði, þingl. eign Sandblásturs hf„ fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Útvegsbanka Islands og inn- heimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 22. apríl 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Löngufit 18 Garðakaupstað, þingl. eign Arnar Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar á eigninni sjálfri föstudaginn 22. apríl 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 67. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Hamarsteigi 4 Mosfellshreppi, þingl. eign Axels Blomster- berg, fer fram eftir kröfu Boga Ingimarssonar hrl. á eigninni sjálfri f östudaginn 22. april 1983 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Brekkutanga 22 Mosfellshreppi, þingl. eign Hafsteins Daníelssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 22. apríl 1983 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.