Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Nýtt mynstur og handprjónaband, Lopi Lyng, i fallegri flík. Áferðin á fiikinni verður mjög falleg ef fiikin er burstuð blaut með stífum bursta. Áferð lik og á mohair-flikum. í Álafoss-verksmiðjunni að Vesturgötu 2 eru námskeið haldin fyrir prjónakonur. Eitt slíkt stendur nú yfir og prjónuð eru nýmynstur úr Lopa Lyngi. DV-myndir EÓ. ÁLAFOSS: LOPI - LYNG NÝTT HANDPRJÓNABAND „Þessi nýi lopi er léttari en annar lopi. Þetta er blanda úr fínum ullar- tegundum, vinnsluaðferðin er önnur og útkoman er meiri mýkt og fyU- ing,” sagði Guðjón Kristinsson, verksmiðjustjóri Álafoss M., er nýtt handprjónaband var kynnt í húsa- kynnum fyrirtækisins nýlega. Guðjón Kristinsson er hönnuður nýja handprjónabandsins sem nefnist LopiLyng. Handpr jónabandið er spunnið með mjög litlum snúð, síðan eru tvinnaðir saman tveir þræðir, öfugt við spuna- snúð, þannig að snúið er ofan af bandinu, þar til þræðirnir eru nánast snúðlausir. Þetta gerir þaö að verk- um að bandið verður mjög fyUingar- mikið og mjúkt viðkomu. FUkur prjónaðar úr Lopa Lyng eru léttar og hlýjar. Grófari prjónar eru notaðir til að prjóna úr Lopa Lyngi en t.d. hespulopa. Nýja handprjónabandið er fram- leitt í hvítum Ut, sauðaUtunum og einnig í átta samkembulitum, þar sem blandað er saman nokkrum jurtalitum í ákveðnum hlutföUum. Jurtalitnimir minna á haustUti ís- lenskrar náttúm og þaðan er nafnið tiUcomið. Vegna þess hve bandið er laussnúiö er mjög auðvelt að bursta flíkumar, faUegasta áferðin verður á fUkinni sé hún burstuð blaut með stífum bursta. Um leiö og hand- prjónabandið Lopi Lyng kom á markaö nú í vikunni voru ný munst- ur lögð fram í Álafoss-versluninni. Pantanir á nýja lopanum hafa þegar borist erlendis frá. Tóku forráðamenn fram á kynn- ingarfundi að nýi lopinn taki ekki við af hespulopanum, sem er sívinsæU, en Lopi Lyng er sterkari en annar lopi. Vel yfir helmingur af ulUnni er erlendur í þessu handprjónabandi. Dokkan af Lopa Lyngi kostar 31 krónu (100 grömm), sama verð og á Lopa Light. Sama magn af hespu- lopa kostar 29,20 krónur. -ÞG ARGUS íslenskt einingahús með múrsteinsklæðningu Flestir eru sammála um fegurð múrsteinshleðslunnar. En aukakostnaðurinn er ekki aðeins fyrir augað. Ending múrsteina er óumdeilanleg og viðhaldið er mjög lítið. Múrsteininn þarf jú ekki að mála, hvorki eftir þrjú ár né 30 ár. Aldrei. Engin tvö S.G. hús eru eins. Til þess eru valmöguleikarnir of margir. Og svo er sérhvert hús lagað að óskum kaupandans. Hann setur sinn svip á húsið. Einingahús eru svo sannarlega ekki öll eins. Hringdu í síma 99-2277og við sendum þér allar upplýsingar strax. SG EININGAHÚS HF. Eyrarvegi 37,800 Selfoss Símar: 99-2276,99-2277,99-2278.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.