Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 23
22 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRlL 1983. DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRlL 1983. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Brady ekki með írum gegn Spáni Brendan O’Callaghan, miöherji Stoke, er kominn aö nýju í landsliðshóp írlands, sem mætir Spánverj- um í Evrópukeppni landsUöa í Zaragoza 27. april. O’Callaghan lék sinn síöasta landsieik 1980. Liam Brady leikur ekki meö írum gegn Spánverj- um þar sem hann er í leikbanni — hefur veriö bókaöur tvisvar í fyrri leikjum íra í EM, gegn HoU- andi og Möltu. Landsliöshópur írlands er skipaöur þessum leik- mönnum: Markverðir: Jim McDonagh, Gerry Peyton og PatBonnar. Varnarleikmenn: John Devine, David O’Leary, Mike Walsh, Mark Lawrenson, Kevin Moran og Chris Hughton. Miövallarspiiarar: Gary Waddock, Tony Grealish, Garry Daly, Mick Martin, Ronnie Whelan, Ashley Grimes og Kevin Sheedy. Sóknarmenn: Kevin O’Callaghan, Brendan O’Callaghan, Mick Walsh, Garry Ryan, Tony Galvin og Mick Robinson. Eins og kunnugt er leika Islendingar í riöU meö Spánverjum og Irum, einnig Holiendingum og Möltubúum. -sos Sú norska jafnaði heimsmetið Norska stúlkan Grete Waitz jafnaði besta tima konu i maraþonhlaupi, þegar hún hljóp vegalengd- ina á 2:25,29 í London-maraþonhlaupinu á laugar- dag. Alison Roe, Nýja-Sjálandi, náöi þeim tima fyrir tveimur árum í New York. Þrátt fyrir krampa og hnémeiösli i hlaupinu virtist Grete Waitz örugg um að bæta heimsmetið. Hún varö þó að láta sér metjöfnun nægja eftir aö í fyrstu haföi verið gefið upp að hún heföi bætt tíma Roe um eina sekúndu. Sigurvegari í London varö Mike Gratton, Bret- landi, og hljóp á 18. besta tíma sem náöst hefur í maraþoni, 2:09,44. Hann hljóp frá öðrum eftir 37 km, þegar hlaupiö var framhjá Tower of London. Kom vel fyrstur í mark. Landi hans Gerry Helme varö annar á 2:10,12 og Daninn Henrik Jörgensen þriðji. Belgíumaðurinn kunni, Emile Puttemans, var lengi vel fyrstur í hlaupinu ásamt þremur hlaupurum frá Eþíópíu en þeir gáfu mikiö eftir loka- kafla hlaupsins. Besti árangur i maraþonhlaupi. 2:08.13 Alberto Salazar, USA New York 81 2:08.18 Robert de Castella, Fukuoka 81 2:08.34 Derek Cla vton Australia Antwerpen 69 2:08.38ToshihikoSeko, Japan Tokio83 2:08.39 Carlos Lopes, Portúgal Rotterdam 83 2:08.53 Dick Beardsley, USA Boston 82 Rummenigge með hæstu einkunn Frá Axel Axelssyni — fréttamannl DV í V-Þýska- landl: Karl-Heinz Rummenigge, fyrirliði v-þýska lands- liösins og leikmaður með Bayern Miinchen, hefur fengiö bestu meðaleinkunnina í Bundesligunni i vet- ur hjá blaðinu Kickers. Rummeuigge er með meöal- einkunnina 2,48. Þess má geta að Ásgeir Sigurvins- son hjá Stuttgart er ofarlega á blaöi með meðal- einkunnina 3,13. Ásgeir hefur þó ekki leikið alla leiki Stuttgart vegna meiðsla. Stúdentsprófið í fyrsta sætinu — Michael Laudrup neitar tilboðum stórfélaganna Danski landsliösmaðurinn í knattspymunni, Michael Laudrup, sem aðeins er 18 ára, ætlar að leika í Danmörku meö Bröndby þetta leiktimabil og sumariö 1984. Hann bað forráðamenn Bröndby aö hafa samband viö Liverpool svo stórkarlar félags- ins, stjórnarformaöurinn, forstjórinn og Bob Paisley, færu ekki aö hafa fyrir því að koma til Kaupmannahafnar. Þeir fengju ekki annað svar en nei. Þaö varö þvi ekkert af för Liverpool-mannanna til Kaupmannahafnar. Miehael hefur einnig neitaö tilboðum frá Ajax, Hollandi, og Anderlecht, Belgíu. Hann er ákveðinn í aö ljúka stúdentsprófi áöur en til atvinnumennsku í knattspymu kemur. hsim. Bikarleikur í Sandgerði Keppni i átta liða úrslitum bikarkeppni hand- knattleikssambandsins hefst i kvöld. Þá verður einn leikur í Sandgeröi og fær Reynir Þór frá Vest- mannaeyjum i heimsókn. Leikurinn hefst kl. 21. Hann ber sig ekki fagmannlega þegar hann er að reyna að skalla knöttinn. Það er eins og hann sé hræddur — markaskorarinn Schatzschneider. Heimsmet í maraþonhlaupi — bandarísk stúlka hljóp vegalengdina á 2:22,43 Bandariska stúlkan Joan Benoit setti i gær nýtt heimsmet í maraþonshlaupi kvenna i hinu fræga Bostonmaraþon- hlaupi. Hljóp vegalengdina á 2:22,42 og bætti fyrra heimsmet um næstum þrjár mínútur. Frábær árangur hjá þessari 25 ára konu, sem er íþrótta- kennari við háskólann i Boston. Fyrra metið áttu tvær stúikur og sagt er frá því í dálknum lengst tU vinstri. Mjög góður árangur náðist í Boston- maraþonhlaupinu í gær. Heimamaður- inn Greg Meyer frá Wellesley í Massachusetts sigraði á 2:09,00, sem er níu sekúndum lakari tími en best hefur náðst í Boston-maraþon- hlaupinu. Alberto Salazar, Bandarikj- unum, á mettímann. Þá er þetta átt- undi besti tími sem náðst hefur í mara- þonhlaupi í heiminum. Ron Tabb frá Oregon, USA, varö annar í hlaupinu á 2:09,32 og Benji Durden frá Georgiu þriðjiá 2:09,57. Joan Benoit átti eldra bandaríska metiö í maraþonhlaupi kvenna, Zoff hættir í marki Ítalíu — lék sinn síðasta landsleik á laugardag Fyrirliði italska landsUðsins í knatt- spyrnu, markvörðurinn frægi Dino Zoff, tilkynnti i gær að hann gæfi ekki framar kost á sér í ítalska landsUðið. Ástæðuna fyrir þvi sagði hann tapleik ítala i Rúmeníu i Evrópukeppninni á laugardag. Nú yrði að fara aö „yngja” upp italska landsUðið. Markaskorarinn mikli, Dieter Schatzschneider: Verður að hætta að borða egg og bacon — Hann er kunnur markaskorari í 2. deUd sem hefur játað að það sé ekki hans sterkasta hlið að skalla knöttinn. Hann reykir, drekkur og hefur gefið út þá yfirlýsingu að honum hundleiðist aö æfa knattspyrnu. Þessi knattspyrnu- maður, sem virðist ekki i fljótu bragði vera iþróttamaður, er sagður næsta stórstjarnan í knattspymunni í V- Þýskalandi og sá leikmaður sem eigi eftir að vera mikið í sviðsljósinu í sjón- varpi, útvarpi og á síðum dagblað- anna. — Hver er þessi leikmaður? Jú, nafn hans er Dieter Schatzschneider og hefur hann skorað yfir 30 mörk á þessu keppnistímabili og er sagður vera arf- taki Gerd „Bomber” Miiller, fyrrum leikmanns Bayem Múnchen og V- Þýskalands. Schatzschneider er 25 ára og hefur hann aldrei leikið i Bundesligunni. Hann hefur verið leikmaður með Hannover og Fortuna Köln og það var einmitt hann sem á heiðurinn að því að Fortuna Köln er nú komið í úrslit V- þýsku bikarkeppninnar, með því að slá lið út eins og Braunschweigh, Borussia Mönchengladbach og Dortmund en gegn þessum liðum skoraöi hann alls fimm mörk og þá hefur hann skorað 26 mörk fyrir Fortuna Köln og Hannoverí2.deild. Þessi mikli markaskorari fer til Hamburger SV næsta keppnistímabil og á hann að taka við hlutverki Horst Hrubesch en þeir eru svipaðir í vaxtar- lagi. Schatzschneider er 1,87 m að hæð og vegur 88 kg. Leikaðferö þeirra er ekki þó sú sama því að Hrubesch er þekktur fyrir skallamörk sín en hinn ekki. Schatzschneider er svipaður og Gerd Miiller, þannig að hann þarf ekki mikið pláss til að athafna sig inni í vítateig andstæðinganna. Það er ljóst að Jupp Derwall, landsliðseinvaldur V-Þýskalands, hefur mikinn áhuga á að fá þennan tmikla markaskorara i landsliðið og sérstaklega eftir að hann lék með B- landsliðinu gegn Frankfurt og skoraði bæði mörk landsliðsins í jafnteflisleik 2-2. Verður Schatzschneider arftaki Uwe Seeler hjá Hamburger SV? Það hafa ekki margir markaskorarar sést í Hamborg síðan Seeler var mesti markaskorari liðsins á árunum 1960— 1970. Það er ljóst að Ernst Happell, þjálfari Hamburger SV, þarf að taka Schatzschneider í gegn þegar hann kemur til félagsins og það þýðir þá ekkert fyrir hann að segja að honum leiðist æfingar. Hann kemst ekki upp með það hjá Happell, sem er mjög strangur þjálfari. Happell mun fá þennan mikla markaskorara til að draga úr reyking- um og hætta óhóflegri drykkju. Þá mun Schatzschneider þurfa að hætta að borða egg og beikon — og drekka ískalt kók rétt fyrir leiki eins og hann ervanurnú. -SOS. Dino Zoff, sem nú er 41 árs og var fyrirliði, þegar Italía varð heimsmeist- ari í fyrirrasumar á Spáni, hefur um langt árabil verið frægasti markvörð- ur heims. Hann lék sinn fyrsta lands- leik fyrir Italíu 27 ára gamall eða fyrir 14 árum. Hefur leikið 111 landsleiki fyrir Italíu og er leikjahæstur lands- liðsmaður þar og með þeim hæstu í heiminum. Mikla líkur eru á aö Zoff hætti einnig að leika með liði sínu, Juventus, Torino, í vor, einkum og sérílagi ef J uventus verður E vrópumeistari. hsím. Keppni í borðtennis á mótinu á Selfossi. DV-mynd Dolli. Keppni faUaðra á SeHossi tslandsmót fatlaðra var haldið á Selfossi dagana 15.—17. apríl. Keppt var í borötennis, bogfimi, boccia og sundi. Þátttaka var góð og keppnin tókst vel. Sigurvegarar í sundi urðu: Hrafn Logason, ösp, Súsanna Pálmadóttir, Gáska, Gunnar Guðmundsson, Iþrótta- félagi fatlaðra í Reykjavík, Eygló Ebba Hreinsdóttir, Björk, Olafur Olafsson, Ösp, Kristín Friðriksdóttir, IFH, Edda Guðmundsdóttir, Hvöt, Anna Geirsdóttir, IFT, Þórhallur Árnason, IFH, GunnlaugurSigurgeirs- son, ösp, Ina Valsdóttir, ösp, Sigfús Brynjólfsson, IFR, Edda Bergmann, IFR, Þröstur Friðþjófsson, IFH, Ragnheiður Olafsdóttir, IFH, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, Böðvar Böðvarsson, IFH, Sigurður Péturs- son, ösp, Kristín Rós Hákonardóttir, IFR, Gunnar Valur Gunnarsson, HSK, Hlaðgerður Snæbjömsdóttir, IFR, Sigrún Pétursdóttir, IFR, Benedikt Valsson, ösp, Aðalheiður Þorgils- dóttir, IFH, Sigurður Pétursson, IFH og Olafur Olafsson, ösp. Sumir sigruðu í fleiri en einni grein. Sigurvegarar í boccia. Jón Grétar Hafsteinsson, ösp, Sigurður Björns- son, IFR, Tryggvi Haraldsson, IFA, Helgi Dan. sæmdur gullmerki ÍSÍ — á fimmtugsafmæli sínu á laugardag Helgi Daníelsson — knattspyrnu- kappinn kunni frá Akranesi, sem er nú formaður landsliðsnefndar KSÍ, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt á laugar- daginn og var margt um manninn hjá Helga þá. Helgi var sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf í þágu íþrótta á tslandi, og þá sérstaklega knattspyrnu. Það var Sveinn Bjöms- son, forseti ÍSÍ, sem sæmdi Helga gull- merkinu. Að sjálfsögðu færði Knattspymu- sambandið honum veglega gjöf og Ell- ert B. Schram, formaður KSI, hélt snjalla ræðu og sló á létta strengi. Það hefur ávallt verið létt yfir mannamót- um þar sem Helgi Daníelsson hefur verið, þar sem hann er maður skemmtilegur og gamansamur. Ellert sagði margar stuttar sögur af Helga og ætlum við að láta eina þeirra fljóta með hér. — „Það var ekki létt yfir mönnum í búningsklefa íslenska landsliðsins eftir aö tsland hafði tapað einum landsleik 0—6. Helgi Daníelsson, sem þá varði markið, var frekar niðurlútur úti í einu hominu á búningsklefanum, þar sem nokkur mörkin sem hann fékk á sig höfðu verið af ódýrari gerðinni. — Það lifnaði þó heldur betur yfir Helga þegar erlendur maður kemur til hans og segir. — „Daníelsson, ég hef mikinn áhuga á þér.” Helgi verður ánægður og segir: — „Hvað, ert þú erlendur umboðsmaður eða þjálfari?” „Nei,” sagði maðurinn: — „Eg er augnlæknir.” Ellert sagði að Helgi væri góður fé- lagi og hrókur alls fagnaðar þar sem hann væri og sagði svo stutta sögu: — „Á fyrsta glasi byrjar Helgi alltaf að tala um að hann sé besti markvörður sem Island hefur átt. Á öðru glasi fer hann að segja frá öllum erfiðu skotun- um sem hann hefur varið um æfina. Á þriðja glasi er hann orðinn besti mark- vörður heims, nema kannski að rússn- eski markvörðurinn Jachin sé í svipuð- um gæðaflokki — og síðan á fjórða glasi, þá skilur hann ekkert í því hvers vegna hann er enn valinn í landsliðið.” -SOS , Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, sést hér sæma Helga Daníelsson gullmerkl ÍSL , DV-mynd Friðþjófur. Ivar Kristjánsson, IFA. I sveitakeppni sigruöu sveitir f rá ösp, IFR, IFA. Sigurvegarar í borðtennis urðu Sonja Ágústsdóttir, ösp, Jón Grétar Hafsteinsson, ösp, Þröstur Friðjóns- son, IFH, Guðný Guðnadóttir, Viðar Guðnason, Sævar Guöjónsson og Haf- dís Ásgeirsdóttir í einliöaleik en í tvíliðaleik Böðvar Böðvarsson og Þröstur Friðþjófsson, Einar Malberg og Hafdís Ásgeirsdóttir, Viðar Guðna- son og Guðný Guðnadóttir. Urslit í bogfimi uröu: 1. Elísabet Vil- hjálmsdóttir 431 stig, þrjú gull. 2. Ásgeir Sigurðsson 331 og þrjú gull. Sautján ára strákur hljóp 100 m á 9,8! en af rekið verður ekki staðf est sem nýtt heimsmet Sautján ára strákur, Michael Taylor, hljóp 100 m á 9,8 sek. á móti í ! Shrevport í Louisiana í síðustH viku. Ef afrekið verður staðfest er það nýtt heimsmet á vegalengdinni en nokkur | áhöld eru um það. Til þess að svo megi Enskursigur ífimleikum Ensku piltarnir lögðu þá íslensku að velli i iandskcppni í íimleikum, sem fór fram í íþróttahúsi Ármanns á laugardaginn. Eng- land fékk samtais 193,80 stig og ísland 137,20 stig. James May hlaut flest stig eða 49,60 og ensku strákarnir skipuðu fjögur fyrstu sætin en Guðjón Gíslason náði bestum árangri fyrir ísiand. Hann f ékk 41,10 stig. verða þarf að uppfylla þrjú skilyrði. Timi tekinn á þrjár klukkur. Brautina þarf að endurmæla eftir hiaup og vind- mælir þarf að vera til staðar. Aðeins fyrsta atriðið af þessum þremur var uppfyllt í Louisiana. Hið opinbera heimsmet í 100 m hlaupi er 9,95 sek og Bandaríkja- maðurinn John Hines á það. Það var sett á ólympíuleikunum í Mexikó-borg 1968. Næstbesti löglegi tíminn er 9,98 sek. og náði Silvio Leonard, Kúbu, þeim árangri í Guadalajara 1977. Með- vindur var 0,3 sekúndumetrar þegar Hines setti heimsmet sitt, 0,6 þegar Leonar vann afrek sitt. Meövindur telst löglegur ef vindhraði er 2,0 sekúndumetrar eða minni. I fyrrasumar hljóp Bandaríkja- maðurinn Galvin Smith vegalengd- ina á 9,91 sek. á móti í Karl-Marx Stadt í Austur-Þýskalandi. Meövindur var aðeinsofmikill,2,l. Fyrir nokkrum dögum hljóp Willie Gault, Bandaríkjunum, 100 m á 9,95 sek. og Calvin Smith á 9,97 sek. á móti í Knoxville í Bandaríkjunum. Meðvind- ur alltof mikill eða 8,0 sekúndumetr- ar. Ef við lítum á fleiri afrek með að- eins of miklum meðvindi má nefna að James Sanford, USA, hljóp á 9,88 sek. á móti í Westwood, USA, 1980. Meðvindur var 2,3. Á móti í Baton Rouge hljóð langstökkvarinn frægi, Carl Lewis, á 9,99 sek. árið 1981. Með- vindur 2,6 sekúndumetrar. hsím. Heim sænskur meist- ari annað árið í röð — sigraði Frölunda í báðum úrslitaleikjunum Gautaborgarliðið Heim varð sænskur meistari í handknattleik annað áriö í röð í síðustu viku. Sigraði annað Gautaborgarlið, Frölunda, í báðum leikjunum í úrslitakeppninni. Fyrst 23—16 og síðan 20—16 í þeim Stórsigur Ungverja Ungverjar unnu stórsigur, 6—2, yfir Luxemburgarmönnum í Evrópu- keppni landsliða í Budapest í gær. 11 þús. áhorfendur sáu Tibor Nyilasi skora tvö mörk fyrir Ungverja — bæði beint úr aukaspyrnu. Aðrir sem skor- uðu voru Haiszan. Kiss. Szentes og mörk Luxemburgar. Staðan er nú þessi í þriðja riöli EM: England Ungverjaland Danmörk Grikkland Luxemburg 4 2 2 0 14-2 6- 2 2 0 0 12-4 4 2 110 4-3 3 31112-3 3 5 0 0 5 5-23 0 siðari. Heim hafði mikla yfirburði í leikjun- um, einkum þó í hinum síðari, þó að markamunur væri þá minni. Leik- menn Heim gáfu mjög eftir lokakafl- ann, þegar öruggur sigur var í höfn. 3153 áhorfendur voru á síðari leiknum og þá léku þeir Björn Jilzén og Thomas »Augustsson mjög vel í liði Heim og landsliösmarkvöröurinn Claes Hell- gren varði markHeimsnilldarlega. „Þetta var mun léttara en við reiknuðum með,” sagði þjálfari Heim, Dan-Plof Lindquist, eftir leikinn. hsim. Andrésar- andarleik- arniríHlíð- arfjalli Mikill áhugi er fyrir Andrésar- andarleikunum á skíðum, sem fara fram í Hlíðarf jalli við Akur- eyri nú í vikunni. Nú þegar hafa 430 krakkar á aldrinum 12 ára og yngri verið skráðir til leiks. Mótið verður sett í Akureyrar- kirkju á miðvikudagskvöldið kl. 20 og síðan hefst keppnin á fimmtudaginn í Hlíðarfjalli. Þetta er í áttunda skipti sem Andrésar-andarleikamir em haldnir. -AB, Akureyri. Hrubesch til Standard Frá Kristjáni Bemburg — frétta- manni DV í Belgíu. — Það er nú orðið ljóst að Horst Hmbesch, landsliðsmaður V-Þýskalands, sem leikur með Hamburger SV, mun gerast leik- maður með Standard Liege næsta keppnistimabil. Þessi mikli markaskorari mun styrkja Standard Liege mikiö. Víkingur í efsta sæti Reykjavíkurmeistarar Víkings skutust upp í efsta sætið á Reykjavikurmótinu í knatt- spymu, þegar þeir sigmðu Ár- mann 1—0 á Melavellinum í gær- kvöld. Ragnar Gislason skoraði mark Víkings nokkuð snemma í fyrri hálfleik og skömmu síðar var einum leikmanni Ármanns vikið af velli fyrir slæmt brot. Ár- menningar vom því tíu það sem eftir var en fengu ekki á sig fleiri mörk. Staöan er nú þannig. Víkingur 2 2 0 0 2—0 4 KR 2 110 3—13 Fram 2 110 2—03 Þróttur 2 110 3—23 Ármann 3 0 12 1—3 1 Fylkir 10 0 10-20 Valur 2 0 0 2 0-3 0 Einn leikur verður á mótinu í kvöld. KR og Fram leika og hefst leikurinnkl. 19. hsím. Víðavangs- hlaup Hafn- arfjarðar fer fram sumardaginn fyrsta, næstkomandi fimmtudag. Hefst hlaupið kl. 14 við Lækjarskólann. Keppt verður í eftirfarandi flokkum. Karlar fæddir 1976 og síðar fæddir 1974 og 1975 fæddir 1969 —1973 fæddir 1966 —1968 fæddir 1965 og fyrr Konur fæddar 1976 og síðar fæddar 1974 og 1975 fæddar 1970 —1973 fæddar 1969 og fyrr Drengjahlaup Ármanns Hið árlega drengjahlaup Ár- manns verður að venju háð fyrsta sunnudag í sumri, 24. apríl. Keppt verður í tveimur flokkum. Eldri flokkur, þátttak- endur fæddir 1963 eða síðar og yngri flokkur, þar sem keppend-. ur em fæddir 1969 eða síðar. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast til Jóhanns Jóhannessonar í sima 38140 eða 19171 fyrir sumardag- inn fyrsta, 21. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.