Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. Menning Menning Menning Menning NORDMENN KVIKMYNDA KVÆÐIÐ ÞORGEIR í VÍK jónssonar.) Sjöström var ekki eini leikarinn sem heillaöist af kvæðinu. Poul Reumert haföi mikiö dálæti á því og valdi sér þaö oft til upplestrar á sviði. I kvikmyndinni, sem nú er fyrir- huguö, veröur fjölda persóna bætt viö kvæöiö. Alls koma fram í henni um 200 manns. Vonast framleiðend- urnir til aö sjóhetjan meö sína yggldu brá og hreina hjarta verði vinsæl um alla heimsbyggöina. ihh/Kaupmannahöfn. Matthias Jochumsson þýddi kvæðið Þorgeir i Vik á isiensku. Kristo-kvikmyndaveriö í Noregi ætlar nú að gera dýrustu kvik- mynd, sem enn hefur verið fram- leidd þar í landi. Hún veröur byggö á kvæöi eftir Henrik Ibsen, sem ort varárið 1861, og heitir Þorgeir í Vík. Sú var tíðin aö þetta kvæði var mjög vinsælt á Islandi. Matthías Jocumsson þýddi þaö og afar okkar og ömmur þuldu þaö oft fyrir munni sér: „Einn kynlegur halurhærugrár í hólmanum yzta bjó, mjög hversdagsgæfur, en heldur f ár og hafðist viö mest á sjó... ” Kvæöiö segir frá sjómanninum Þorgeiri í Vík, sem á tímum Napóleons-styrjaldarinnar fer á litl- um bátitil Danmerkuraðsækja mat- björg handa konu sinni og ungri dótt- ur. Á leiöinni til baka er hann hand- tekinn af Englendingum, sem sett hafa hafnbann á Noreg. Mæögumar eru báöar dánar úr hungri þegar hann loksins kemst heim. Löngu seinna gefst honum tækifæri til aö hefna sín — en eftir haröa innri bar- áttu sigrar göfuglyndið í sál hans. Þetta er annað sinn, sem kvæöiö er notað sem uppistaða í kvikmynd. Fyrri myndin var gerö 1917, af Svían- um Victor Sjöström. Lék hann sjálf- ur aðalhlutverkið. (Sjöström geröi um líkt leyti kvikmynd um Fjalla- Eyvind eftir leikriti Jóhanns Sigur- 2BLÖÐ 84 SIÐUR FERÐABLAÐ um sumarleyfisferðir ti! út/anda fy/gir raneniM9 Afgreiðslan erí Þverholti 11, sími27022. Tveir söngvarar í Norræna húsinu Tónleikar í Norræna húsinu 11. aprfl. Flytjendur: Unnur Jensdóttir, Andrew Knight og Jónína Gísladóttir. Á efnisskrá: Einsöngslög og dúettar eftir: Henry Purcell, Franz Schubert, Einrique Granados, Wolfgang Amadeus Mozart, Gerald Finzi, Sigvalda Kaldalóns, George Gershwin og íslensk og frönsk þjóðlög. Heldúr hefur veriö minna um tón- leika einsöngvara í vetur og í fyrra en áöur var. Ætla ég aö tvennt beri til. Annars vegar tilkoma Islensku óper- unnar og hins vegar óhjákvæmlegur samdráttur í umsvifum Norræna húss- ins. En nú virðist fariö aö lifna aftur yfir söngvurum og er þaö vel, aö þeir láti ekki spilarana nærri einráöa á vell- inum. Unnur Jensdóttir hélt, ásamt Andrew Knight tónleika á Skaganum fyrir skömmu og á mánudagskvöld gat aö heyra söng þeirra í Norræna húsinu. Efnisskráin var töluvert mikil aö vöxt- um og hófst með tveimur þekktum Purcell dúettum. Þegar í byrjun komu kostir söngvaranna vel í ljós. Þau komu geysivel undirbúin og fóru létt meö sönginn. Hraðinn var aftur á móti fullmikill í Sound the Trumpet svo aö söngvararnir náöu ekki aö móta hendingarnar nógu skýrt. I My dearest, My fairest tókst þeim heldur ekki aö gæöa tvísönginn sama innileik og í þeim dúettum sem seinna komu, úr Cosi van tutte, Don Giovanni og Porgy og Bess. Finzis viö Shakespearekvæöin fór hann aftur á móti á kostum og þaö var beinlínis hrífandi hvernig hann lék sér aö þrælslega erfiöum fraseringum frönsku kviölinganna. Góð meðferð þjóðlaga Unnur Jensdóttir ræöst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur þegar hún leggur til atlögu viö tónadillur Granados. En hún komst aö mörgu leyti vel frá þeim slag. Á lægri tón- unum er samt eins og hana vanti kraft til að fylgja eftir, eöa öllu heldur aö henni nýtist ekki sá kraftur sem maður ætlar aö hún hafi. Islensku þjóölögin fór hún vel með, sérstaklega Hættu aö gráta hringaná og Móöir mín í kví kví. Hún hefur krufið þessi einföldu og yfir- lætislausu lög til mergjar og uppsker eftir því. Betur ef allt væri jafn vel undirbúið Betur væri aö Kaldalónslögin heföu tekist eins vel, en þar bar aö sama brunni og í Svanasöng Schuberts. Undirleikinn keyröi Jónína ýmist of hart, til dæmis í Svanasöng á heiöi þar sem söngkonunni haföi loks tekist að bremsa niöur í eölilegt tempó í síðasta erindi, nú eöa þá aö hún sleit hending- arnar sundur. Ekki verður skammast þótt swingið vanti í Gershwin; þaö Unnur Jensdóttir, Andrew Knight og Jónina Gísladóttir. f Svellið er sleipt Ekki reyndist Andrew Knight alltof sterkur á svellinu i Schubert túlkun. Hann hefur auöheyrilega lagt sig fram um aö ná þýskum sérhljóðum, en gleymist að þýskan, eins og fleiri mál reyndar, er byggö upp af samhljóðum líka og meira aö segja samspili hljóöa af báðum sortum. Undirleiknum kenni ég um aö hendingamar vom ekki heildstæöar, heldur brotnar upp all- víða. Auk þess komu takmörk söngvar- ans í hæöinni of áberandi í ljós. En Andrew Knight ræöur yfir frábærri tækni. Sérstaklega er öndun hans öðr- um söngvuram til eftirbreytni. I lögum Tónlist Eyjólfur Melsted halda jú sumir að Porgy og Bess megi ekki sveiflast úr því aö hún er ópera. Tónleikarnir fóra jafnt og stígandi batnandi, því söngvararnir sungu sig upp. Þau vora vel undirbúin og betur ef sama gilti um undirleikarann. EM Kvennulistinn í Reyhjavíh er til húsa að Hverfisgötu 50, 3. hæð, símar 137259 24430og 17730. tlpið alla daga frú 9—19. Gírónúmer 25060-0. Valld er X-V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.