Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 39
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. 39 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL koma hingaö þegar ég er dauður og drekka safniö” —segir Sigurður Karlsson, bindindismaður, sem saf nar fullum bjórflöskum og bjórdósum Sigurður Karlsson safnar bæði bjór- flöskum og bjórdósum. Hvemær byrjaðirðu að safna? „Það var í kringum ’53—’54. Maður sem ég vann með var dálítið mikið blautur og hann safnaði bjór. Eg átti kunningja á sjónum og fékk hjá honum bjór. Mér hefur alltaf fundist bjór fremur vondur og drakk hann lítið sjálfur. Hann keypti fyrir mig og ég skipti á tegundum sem ég átti ekki — lét þá oft tvær fyrir eina og þóttu góð kaup hjá báðum. Ég hef safnað jafnt og þétt — en þó í kringum ’60 hef ég veriö drýgstur á þessu. Núna hirði ég bara flösku ef hún býðst mér.” Aldrei bragðað sterka drykki Siguröur safnar einungis flöskum og dollum með innihaldi og sem eru lýta- lausar að ytra útliti. — Hvað áttu margar? „Rúmlega hundrað til hundraö og fimmtíu. Þetta eru bæði bjórflöskur og dósir. Ég þekki fleiri sem safna. Sonur minn hefur safnað f rá sama tíma og ég og er trúlega drýgri í þessu. Það hefur aldrei verið keyptur fyrir mig bjór og þó kom kunningi minn einn eitt sinn með nokkur stykki. Ég hef sjálfur lítið farið utan og þá hirti ég ekki um að kaupa neitt.” — Safnarðueinhverjufleiru? „Ég byrjaði einu sinni að safna merkjum í barm, svo á ég nokkrar bækur,” segir Sigurður hógvær. „Ann- ars er yfirleitt dýrt að safna svona hlutum, svo vex þetta manni yfir höfuð. Ég á nokkra gamla muni, eins og rokka, hesputré, reiptögl, klyfbera og svoleiðis dótarí. Mér finnst þetta svona hálfgerö klikkun að safna hlut- um. Því ef maður fer að safna virki- lega þá stendur maöur uppi og hefur ekkert pláss fyrir það sem hefur safn- ast. Ég hef aldrei bragðað sterkari' drykki sjálfur og aldrei reykt sígarett- ur. Ég hef aðeins bragöaö bjórinn en mér finnst hann vondur. Það eru til menn sem ætla að koma hingaö þegar ég er dauður og drekka safnið,” segir Sigurður og brosir. Villhelst selja — Hvernig er með aðra tómstunda- iöju? „Tómstundaiðjan hefur aldrei verið neitt hjá mér. Vinnudagurinn hefur verið það langur að ég hef verið feginn að hvíla mig. Ég hef verið að fikta við að taka myndir. Mig vantar bara ein- hvem til aö taka myndir meö úti.” Við komum aftur að bjórnum. — Er ekki eitthvað sögulegt við hvernig þú hefur aflað einhverra f laskna ? „Nei, þetta hefur allt gengið svo snuröulaust hjá mér. Ég passaði mig að eiga alltaf bjór þegar ég var að safna bjór. Ég hef fengið þetta mest frá sjómönnum. Þaö hafa margir kunningjar minir haft góð orð um að koma með b jór til mín eftir ferðalög en síðan svolgraö þeim ofan í sig áður en þeir hafa komið til mín. Annars hef ég mestan áhuga á að selja safnið. ” Við ræðum meira um tómstundir og það kemur í ljós að Sigurður saumar pullur, hefur smiöaö negrastráka úr tré og önnur ljósmyndavélin hans er svo dýr og fín að ljósmyndarinn tekur andköf þegar hann sér hana. Hann eyðir þó talinu þegar farið er að spyrja hann nánar út í ljósmyndunina og seg- istekkertkunna. SigurOur Kar/sson með hluta safnsins. D V-m yndS Sigmundur Ó. Steinarsson saf nari: Heldur gefa saf nið en selja —ef ég hætti að saf na .'4 ,X 'Í^X; ÍV StX V'‘XI> Sigmundur og hluti af þv/ sem hann hefur dundaö við að safna um dagana. Hann heidur á piisnerfiösk- unni sem talað er um i greininni en hún er orðin tíu ára. „Ég hef alltaf veriö með söfnunar- dellu. Ég safnaði merkjum og eld- spýtnastokkum og klippti stokkana niður í stílabók og límdi inn eftir löndum. Eftir það missti ég áhugann á eldspýtnastokkunum og fannst safnið hafa misst gildi sitt. Núna liggur það bara eins og hver önnur stílabók í kassa,” segir Sigmundur 0. Steinarsson, sem er haldinn tölu- veröri söfnunarástríðu. „Eg las ein- hvern tíma viötal í Visi við mann á Laugarásveginum sem safnaði stokkum og ætlaði aö gefa honum safnið mitt. En þaö hefur einhvern Veginn aldrei neitt orðiö úr því." Við víkjum að bjórdollu- og flöskusöfn- uninni. Sigmundur segir frá því að hann hafi byrjað sem unglingur á tómum flöskum sem hann eigi enn miðana af. „Eitt sinn, þegar ég var kominn á sjóinn, sá ég fallegar flöskur á „pub” við höfnina í Hull. Ég keypti þrjár og fór með heim. Síðan hef ég safnaö. Ég safna fullum flöskum og dósum, sem er vafasamt, því hætta er á að tinið innan í dósunum étist upp og þær springi. A sjónum keypti ég 6—8 flöskur í hverri ferð og þegar mest var kom ég meö upp í 30—40 flöskur heim og tollararnir vissu af þessu. Friðhelg hilla „Bjór tekur mikið pláss og er þungur. Þú safnar einni af hverri tegund. Þegar hún er komin upp í hillu þá snertir þú hana ekki meira,” segir Sigmundur. Hann hefur oft ver- iö spuröur hvort freistingamar hafi ekki leitað á hann. Hann segir frá pilsnerflösku sem hann átti og var eftir glaða nótt komin upp á hiUuna friðhelgu. Hann snerti hana ekki, heldur skrönglaðist út í sjoppu og keypti sér eitthvað aö drekka. PUsnerflaskan er enn í safninu. Þá bendir hann á aö freistingin að drekka bjórinn verði minni því hann skemmist og botnfalU í geymslunnl „Eftir að ég hætti á sjónum dund- aði ég við að safna litlum flöskum. Það er dálítið erfitt þvímaður er allt- af að smygla. Eitt sinn er ég kom frá Spáni gaf ég upp að ég væri með litl- ar flöskur og var tekinn. Flöskurnar höfnuöu hjá tollara sem var pirraður að þurfa að skrifa niður nöfn og magn hverrar flösku. Maöur þyrfti helst að geta fariö tU toUstjóra og fengið vottorð sem safnari.” Við víkjum að annarri söfnun Sig- mundar. Hann hefur safnað íþrótta- úrklippum. Það safn nær frá því um það bU ’63—74. „Þar eru úrslit leikja, markaskorarar, aUlr lands- leikir, hvemig landslið vom skipuö og söguleg atvik. Ég tók mig einu sinni til við að reyna að koma röð á þetta safn og var í sex mánuði í öUum frístundum mínum yfir því.” Karamellubréf, eiginhandaráritanir... Bróðir minn sagði einhvern timann við mig að ég hefði safnað karameUubréfum. Ég man þaö ekki. Ég safnaöi stundum sígarettustubb- um í plastpoka fyrir gamlan mann á Grettisgötunni sem polU. Hann hef- ur líklega reykt þá i pípu. Svo safna ég erlendri mynt dáUtiö, skemmti- lega hnappa á ég einhvers staðar. Þetta varsvona augnabUksdeUa sem maður fékk á yngri ámm. Eg hef aldrei verið frímerkjasafnari nema einhvem smátíma. Ég safnaöi bU- númerum einhvem tíma og eigin- handaráritunum frægra manna, rennisléttum Dell blööum og verslaði fyrir framan Austurbæjarbíó. Bróðir minn safnaði og safnar frimerkjum og hann safnar líka kvikmynda- prógrömmum. Við söfnuöum þeim báðir bræðumir og þegar mamma og pabbi fóru i bíó í gamla daga þá vaknaði maður með prógrömm undir koddanum.” „Þetta er alls konar fólk,” segir Sigmundur, þegar hann er spurður hvort safnarar séu ekki sérstakur kynþáttur. „Maður hefði kannski átt að safna peningum. Ég safna ekki verðmiklum hlutum. Sumir safna hlutum og hreykja sér af því að þeir kosti þetta og þetta. Sumir hafa líka reynt að græða á söfnurum og það finnst mér óheiðarlegur leikur. Þaö hringdi einu sinni í mig maður og sagðist eiga bjórflöskur frá striðsár- unum — hvað ég vildi borga? Mér var þetta nýtt. Hann hringdi aftur í mig og það var greinilegt að hann DV-mynd vildi græða. Hann má eiga þær eins lengi og hann vill. Þær hafa aldrei komið inn fyrir mína landhelgi. Ef ég hætti að safna vil ég heldur g.efa einhverjum sem hefur áhuga safniðenaðselja það.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.