Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. Forsetinn heilsar upp á dansarana að sýningu lokinni. Forsetinn skálaði við Yves LeRoux, áttatíu og þriggja ára gamlan mann, sem forðum réri á íslandsmið og er búsettur í Paimpol. DV-myndir Guðlaugur T. Karlsson. Jack Lang menningarmálaráðherra bauð forseta islands að sjá ballett- sýningu í óperunni í París, fimmtudag- inn 14. apríl. Virðulegir dátar standa heiðursvörð með sverð á lofti er Vigdís gengur í skautbúningi til sýningarinn- Á afmælisdegi sinum, 15. april, dvaldi Vigdis Finnbogadóttir á Bretagne- skaga, i Paimpol og nágrenni. Forseti íslands lagði blómsveig að minningar- skjöldum um franska sjómenn sem fórust á islandsmiðum. — svipmyndir f rá heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur . Opinberri heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta Islands, í Frakk- landi lauk um síðustu helgi. Á þeim fjórum dögum sem forsetinn og fylgdarliö hans dvöldu í Frakklandi var haldið uppi strangri dagskrá og komið við á fjölda opinberra staöa og rætt við við margan mætan mann. Ekki er að efa að nafn Islands mun bera oftar á góma meöal Frakka eftir en áður og almennt ríkir mikil ánægja meö hvernig til tókst í ferðinni. Forseti Islands lét hafa eftir sér viö heimkom- una aö hann teldi heimsóknina hafa heppnast vonum framar og bætti við að þetta væri líkast til skemmtilegasta ferö sem hann hefði f arið. Lítum á nokkur augnablik í ferð for- setans sem Guðlaugur T. Karlsson, fréttaritari DV í föruneyti Forseta Is- lands, festiá filmu. -ás Fimmtudaginn 14. aprQ skoðaði Vigdis Finnbogadóttir Sjóminjasafnið í París. Þar mátti sjá þessa glæsUegu brjóstmynd sem foröum mun hafa prýtt stefni glæsiskips. , FORSETINN IFRAKKLANDI Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Niðurstödur benda til utanþingsstjómar Þá liggja fyrir þær skoðanakann- anir, sem væntanlegar eru fyrir 23. aprU. Þær benda tU, að umtals- verðar breytingar muni eiga sér stað á fylgi flokkanna, en sigur Sjálf- stæöisflokksins verða minni en búist var við. Það er þó Ijóst, að úrslit kosninganna munu valda því að Sjálfstæðisflokknum verður falið fyrstum flokka að mynda ríkisstjórn, þótt hann, vegna innri mála, virðist vanbúinn nokkuð. Þá má alveg eins búast við því að flokkurinn fái órými- lega skamman frest tU stjórnar- myndunar, og fer það eftir þeim ráðum, sem forsetinn fær. Ljóst er að forsetinn mun hlusta töluvert á skoðanir forsætisráðherra á málinu. Framsókn er nú spáð 12—13 þing- mönnum, eða um seytján prósentum atkvæða, og er þá flokkurinn kominn í sama farið og hann var í eftir kosn- ingarnar 1978. Ljóst er að vinstra fylgi Framsóknar fer nú í auknum mæli yfir tU Alþýðubandalagsins, og verða slíkar sveiflur oft og tíðum örlög mUliflokka. Hér á árum áður var Framsókn stundum skömmuð fyrir aö hlaupa úr ríkisstjórnum. En þá hegðaði hún sér rétt, vegna þess að mUliflokkur tapar ævinlega atkvæðum, þegar hann fer að sitja lengur í ríkisstjórn- um en málefni leyfa. í raun er hann sá baggaauki í stjórnmálum, sem hindrar að haUist á merinni. Þegar því hlutverki lýkur, soga sterkari aðilar til sin fylgi hans eins og nú er raunin. En Alþýðubandalagið tapar líka. Þar kemur tU kvennaframboð og VUmundur, en báðir þessir aðUar ná töluvert inn í raðir bandalagsins. Tap Alþýðubandalagsins yrði meira og áhrifaríkara ef framsóknarfylgið væri ekki samt við sig í svona tU- feUum, eins og raunar kom berlega í Ijós í kosningunum 1978. Mistök Framsóknar voru þau, að fara ekki úr rikisstjórn snemma árs 1982. Síðan hefur hallað mjög á ógæfuhUðina fyrir flokknum. Hann fékk ekki að halda áfram niðurtaln- ingarstefnunni fyrir bandalaginu, og situr nú uppi eiginlega ráöalaus, nema hvað hann er að boða að endur- taka eigi leikinn frá 1981 með niður- talningu samkvæmt lögum. En fleiri eiga um sárt að binda en Framsókn. Gömlum bandalagsflokki eftir þriggja ára „ego-trip” dr. Gunnars Thoroddsens. Lúðvík Jósepsson vUl ekkert um stefnumið flokksins tala. Hann sagði í ÞjóðvUjanum á sunnu- dag. „Ég vU taka það skýrt fram, að ég tek ekki beinan þátt í þeim kosn- ingum, sem nú eru á næsta leiti, og blanda mér því sem minnst í þær.” Þetta er kannski lexía, sem aUa- baUar skUja. Um Alþýðuflokkinn er .það að segja, að honum var ekki skapað nema skUja við VUmund með hryggi- legum afleiðingum. Honum er spáð fjórum þingmönnum, og er þá taUð að tveh' verði kjördæmakosnir. VU- inundur fær fylgi frá þeim svo og kvennaframboðið, því varla er að búast við að þeir alþýðuflokksmenn snúi sér tU stjórnarsinna í öngum sinum. Miðað við atkvæðatölur almennt virðast þeir ansi mikið úr leUt, þegar kemur til stjórnarmynd- unar. Annars þurfa menn tæplega að vona upp á venjulega stjórnar- myndun að kosningum loknum ef Sjálfstæðisflokkurinn fær ckki hreinan meirihluta. Það hefur flogiö fyrir að i ráöi sé myndun utanþings- stjórnar, sem gæti verið heppUeg undir vissum kringumstæðum. Hins vegar fylgir þessari sögu, að núver- andi forsætisráðherra sé þegar byrj- aður að undirbúa ráöstafanir fyrir 1. júní, þegar hann ætti eftir öllum sólarmerkjum að vera hættur. Grun- semdir hafa menn um það, að honum sé ekki á móti skapi aö mynduö verði utanþingsstjórn að því tUskUdu að forseti feli honum að mynda hana. Við þetta myndi stjórnartími hans a.m.k. framlengjast þangað til þing kæmi saman að hausti, en lengi hefur legið í loftinu, að hann vUdi stjórna fram á haustið. Eftir nokkra kosningabaráttu og töluverö pólitísk tUhlaup yrði þessi endir á baráttunni næsta óvæntur. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.