Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Qupperneq 14
Nýlega var lagt fram stjórnar- frumvarp um ný tóbakslög. Helstu breytingar f ró gildandi lögum eru lít- iö eitt strangari reglur um hvar ekki megi reykja en ekki veröur séö aö þessi lög mundu hafa veruleg áhrif í þá átt aö minnka tóbaksnotkun í landinu. Reykingar eru eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál á íslandi nú. I skýrslu sem landlæknisembættið gaf út árið 1982 segir aö áætla megi aö 200—300 Islendingar deyi árlega af völdum reykinga. Auk þessara ótímabæru dauðsfalla veröur mikill skaöi af reykingum vegna sjúkdóma, tapaðra vinnustunda, eldsvoða, óþrifnaöar og umhverfisspjalla. Reykingaávani ersjúkdómur Reykingaávani er ekki skráöur sem sjúkdómur í hinni alþjóðlegu dánarmeinaskrá. Ég tel þó aö líta megi á reykingaávana sem sjúkdóm á sama hátt og áfengissýki, alcoholismus. Hvort tveggja er ávananeysla, sem mönnum gengur illa aö losna viö, þrátt fyrir góðan vilja á köflum. Tóbaksávaninn er þó jafnvel sterkari og neyslan í því til- felli tíðari og samfelldari. Afleiöing- ar neyslunnar geta í báöum tilfellum oröiö sjúkdómar hjá neytandanum og það er miklu meir áberandi viö reykingar en við áfengisneyslu. Oþægilegar afleiðingar fyrir um- hverfi neytandans eru fyrir hendi í báöum tilfellum en eru meira áber- andi hjá alkóhólistum en reykinga- mönnum. Alkóhólismi er talinn sjúk- dómur á grundvelli þessara þriggja þátta og mér sýnist rökrétt aö reykingaávani skuli þá líka teljast sjúkdómur og fá sitt númer í alþjóða- dánarmeinaskránni. Reykingavarnir eru máttlausar Oft hafa verið gerðar róttækar aögerðir til varnar hættulegum sjúk- dómum. Má þar nefna varnir gegn berklum, krabbameini, mænusótt, gin- og klaufaveiki og auk þess slysa- varnir. Samfélagið kostar þá oft miklu til og einstaklingar veröa fyrir fjárútlátum og óþægindum. Yfirleitt fá þó þessar aögerðir jákvæöar undirtektir meðal almennings og eru taldar borga sig vel fyrir samfélagið. Reykingavarnir hér á landi byggja nú einkum á auglýsingabanni og upplýsingum um skaðsemi reykinga. Þetta hefur ekki borið nógu góðan árangur hingað til. Tóbakssalan heldur áfram að aukast og enn byrja mörg böm og unglingar að reykja þótt meirihluti þeirra hafi nú tekið eindregna afstöðu gegn reykingum. I frumvarpi um ný tóbakslög er gert ráð fyrir aö reykingar verði bannað- ar í grunnskólum og heilsugæslu- stöövum. Það mun ef til vill verða til þess að einhverjir kennarar og heil- brigðisstarfsmenn hætta reykingum en hefur tæplega önnur áhrif. Helstu uppeldisstöövar ungra reykinga- manna eru heldur ekki á þessum stöðum. En það er i rauninni ekki hægt að horfa upp á það aðgerða- laust að börn og unglingar byrji að reykja og undirriti þannig eigin dauðadóm, sem fullnægt verður eftir menn hætta neyslunni eða deyja. Neyslan verður þannig orðin sáralítil eftir 40—50 ár. Kostir og gaiiar kerfisins Auðvitað verður svona kerfi ekki pottþétt. Einhverjir munu fá tóbak án þess að hafa skömmtunarmiða en væntanlega verður það ekki stór hópur og neysla þeirra í flestum til- feÚum stopul og lítil. Einnig mun það sjálfsagt henda einhverja að veröa tóbakslausir í skamman tíma, þrátt fyrir aö þeir fái skömmtunarmiöa. Slíkt er auðvitað hættulaust fyrir alla og verður væntanlega í flestum tilfellum sjálfskaparvíti neytandans. Nú má vera að einhverjum finnist svona aögerðir gerræöislegar og aö þær skerði réttindi manna. Vissulega mundu þær skerða frelsi manna nokkuð en tilefni til svona aögeröa er hins vegar ærið. Og í íslenskum lög- um eru nokkur dæmi um alveg hliðstæðar aðgerðir, t.d. lög um eiturefni og hættuleg efni, lyfjalög, áfengislög o.fl. I rauninni er tóbak engu minni skaðvaldur en mörg þau efni sem þessi lög fjalla um. Vandinn er bara sá hve tóbaksneytendur eru margir. Líklega myndu um 60 þús- und manns fá svona skömmtunar- miða til að byrja með en með árun- um mundi þeim fækka og vonandi frekar hratt. Mjög fáir einstaklingar hafa afger- andi tekjur af tóbakssölu og þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Lyfsal- ar hljóta að fá einhvem hagnað af þessu en líklega má þá lækka verð á lyfjum fyrir vikiö. Ríkissjóður mun smátt og smátt missa tekjur af tóbakssölunni en spara mun hærri upphæö vegna ódýrari heilbrigöis- þjónustu, minni veikindaforfalla rfldsstarfsmanna auk margs konar annars ávinnings. Kostnaður við framkvæmd dreifikerfisins yrði greiddur af tóbaksneytendum sjálf- um. Island mundi vekja heimsathygli og fá jákvæðan stuöning alstaðar erlendis. Tóbaksframleiðendur yrðu þó væntanlega ekki hrifnir en óhugs- andi er að þeir geti beitt okkur neins konar viðskiptaþvingunum til að hindra framgang mála. Reykingamenn sjálfir hefðu einnig töluverðan hag af svona kerfi. Þeir þyrftu þá ekki lengur aö hafa áhyggjur og samviskubit yfir að vera fordæmi barna og unglinga og eiga sök á því að aðrir byrji að reykja. Minni líkur yröu nú á því að stjómvöld kysu rökréttasta valkost- inn í reykingavörnum, nefnilega al- gert innflutnings- og sölubann á tóbaki. Mesti ávinningur reykinga- mannanna yrði þó sá að þeir tækju reykingar síður eins og sjálfsagöan hlut og fengju þarna öfluga hjálp til að hætta að reykja ef þeir vildu. Þetta dreifingarkerfi á tóbaki þyrfti ekki að kosta neina verulega fjármuni. Reynist ekki verða ávinningur af því má alltaf snúa aftur til sama lands. Hugsanlegur ávinningur yrði hins vegar aldrei metinntilfjár. Pálmi Frímannsson heilsugæslulæknir, Stykkishólmi. 30—50 ár. Eigum við virkilega að búa við þessa plágu ámm og öldum sam- an? Róttækari tóbaksiög Þaö er erfitt að sætta sig við aö sett veröi ný tóbakslög án þess að eitt- hvert verulegt gagn verði að þeim. Eg tel að gera eigi róttækar breytingar á þessum lögum til að stefna markvisst að minnkandi tóbaksneyslu í landinu og útrýmingu reykingaávanans þegar tímar líða. Hér á eftir fer tillaga um hvernig sölu tóbaks skuli hagað. Forsendur tilhögunarinnar eru þær að reykingaávani sé sjúkdómur sem beri aö útrýma. Sjúklingarnir hafa rétt til að hafa sjúkdóminn áfram ef þeir óska en aðgerðimar miða að því að hindra að fleiri veik- ist, með því að koma í veg fyrir að þeir eignist ávanaefnið. Stefnt skal að því að yngstu sjúklingamir verði frískirstrax. Tóbak á ekki aö vera almenn verslunarvara, heldur má aðeins selja það í lyfjabúðum gegn framvís- un sérstakra skömmtunarmiöa sem Pálmi Frímannsson gefnir eru út á nafn. Heilbrigðis- málaráðuneytið gefur skömmtunar- miðana út en heilsugæslustöðvamar afhenda þá. Aðeins reykingamenn fá þessa miða, þó enginn undir 18 ára aldri. Ekki fá menn heldur slíka miða þegar þeir síðar ná 18 ára aldri. Magnið sem menn fá að kaupa út á miöana verður í hlutfalli við fyrri neyslu, þó fær enginn aö kaupa meira magn en sem svarar 20 vindlingum á dag. Magn af pípu- tóbaki og vindlum verður hlutfalls- legt. Miðunum verður úthlutað mánaðarlega eða sjaldnar. Ferðamenn og áhafnir sem til landsins koma verða líka að afhenda skömmtunarmiða vegna þess magns sem þeir koma meö, sem verður tak- markað eins og nú er. Erlendir ferðamenn fá að taka með sér birgð- ir til dvalartímans í landinu. Þeir sem koma til langdvalar í landinu verða þeir einu sem geta fengið ný leyfi til tóbakskaupa eftir að kerfið verður komið í gang. Þeir sem hætta reykingum í lengri tíma fá heldur ekki skömmtunarmiöa að nýju þótt þeir hugsi sér að byrja aftur. Áhrif þessa fyrirkomulags veröa þau að tóbaksnotkun minnkar strax verulega og fer síðan jafnt og þétt minnkandi eftir því sem reykinga- DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRtL 1983. Uppeldi og viðhorf Hvers vegna telja aðstandendur Kvennalistans nauðsyn á að bjóða f ram, hafa þeir eitthvað annað fram að færa en fulltrúa hinna hefðbundnu stjómmálaflokka? Við álítum það, viö höfum annað verðmætamat, önnur msgildi — annan reynsluheim en karl- menn hafa. Og það eru karlmenn sem stjórna og þeirra reynsluheimur sem öllu ræöur. Viö teljum að þó ekki væri nema broti af okkar mati beitt yröi lit- ið öðrum augum á hlutina — og þá til hinsbetra. Reynsluheimur kvenna — margir hvá og spyrja hvaö við eigum viö — hvort viö séum ekki öll íbúar sama lands — tölum ekki öll sömu tungu — göngum ekki öll í sömu skólana — fá- um öll sömu fréttirnar — allt er þetta rétt. Hvernig getum við þá talað um sérstakan reynsluheimkvenna? Heyrt hefi ég félaga mína karlkyns segja að þeir hafi bæði skipt um bleiur, gefiö pela og eldaö mat og hvar sé þá okkar sérstaki reynsluheimur? En reynsluheimur okkar byrjar ekki við stofnun eigin heimilis, getnað eða fæðingu bams, heldur löngu, löngu fyrr.Byrjaðeraðmóta hann þegarvið fæðumst — við erum flestar ef ekki allar aldar upp allt öðruvísi en veriö hefði ef við hefðum fæðst karl- kyns. Okkur markvisst kennt að haga okkur, jafnvel hugsa á annan hátt en verið hefði ef viö hefðum verið strákar. Umhverfið Það er ekki eingöngu á heimilunum sem okkur er kennt — heldur stefnir A „... að reynsla kvenna leiði af sér annað verðmætamat — önnur lífsgildi — og að okkur finnst tími til kominn að reynsla okkar fái líka að njóta sín.” allt í umhverfinu aö þessu sama: Fjölmiðlamir: sem kenna okkur að helst þurfum við aö vera ungar, ítur- vaxnar og fagurlimaðar til að eiga okkurviðreisnarvon. Skólarnir: ekki geta þeir heldur frí- að sig ábyrgð. Kennararnir eru mótaðir af því samfélagi sem ól þá, þó að margir þeirra reyni að sneiða hjá kyninnrætingu. Hvað með skólabæk- umar, guði sé lof er margt að breytast þar, en enn má finna merki um þessi viðhorf. I bók sem kennd var til skamms tíma í mörgum gagnfræða- skólum landsins og grun hefi ég um að einhvers staðar sé hún kennd enn, stendur: ,,Sumum virðist að stúlkum- ar eigi auðveldara með starfsvaliö en drengir, þær gifti sig og verði hús- mæður, en maðurinn vinni fyrir fjöl- skyldunni. Svona einfalt er þetta nú ekki. Ekki giftast allar stúlkur. Sam- kvæmt manntalsskýrslum ganga 10% stúlkna aldrei í hjónaband. Þær sem ekki giftast verða auðvitað að vinna fyrir sér á annan hátt.” (Kristinn Björnsson, Stefán Olafur Jónsson: Starfsval handa gagnfræðaskólum. Ríkisútgáfa námsbóka 19?) Sem sagt hjónabandinu er þama líkt við hverja aöra vinnu sem innt er af hendi til framfærslu. Þetta minnir að minnsta kosti mig á eitthvaö allt annað en tilfinningasamband tveggja jafn- ingja. Hvað kenndi og kennir slíkt stúlkum? Að það sé fjandans óheppni eða eitthvað þaöan af verra ef þær Kjallarinn EIGUM VH> AÐ VABA REYK?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.